Morgunblaðið - 13.01.2008, Síða 32
32 B SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
In Hungary 2008
Interviews will be held in Reykjavik
in May/July. For further details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Píanókennsla
Get bætt við nokkrum nemendum, byrjendum
og fullorðnum, bý í Fossvoginum nálægt
Grensásvegi. Sími : 895 9395.
Til sölu
Tilboð óskast
Tilboð óskast í Scania R470 6 x 4 dráttar-
bíl, árgerð 2005, skemmdan eftir
umferðaróhapp; gangsettur af umboði.
Tilboð skilist inn á uppboðssíðu Króks
bílastöðvar ehf. www.bilauppbod.is í
síðasta lagi kl. 12.00 þann 15. janúar 2008
Bifreiðin er til sýnis á athafnasvæði Heklu hf.,
Klettagörðum.
Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ.
Sími: 522 4600.
Þjónusta
Fagmannleg skrif
Textaskrif á ensku fyrir fyrirtæki
á uppleið; viðskiptabréf, auglýsingar,
almannatengslatexti og nákvæmur
prófarkalestur. Fagmannleg og skjót
vinnubrögð. Padraig Mara s. 846 5804.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Janúarráðstefna
Félag bókhaldsstofa heldur árlega
janúarráðstefnu sína föstudaginn 18.
janúar á Hótel Sögu í Reykjavík
Dagskrá ráðstefnunnar og skráningareyðublað
er að finna á heimasíðu félagsins www.fbo.is
Móttaka skráningareyðublaða er hjá
Guðmundi Loga Lárussyni
logi@beggjahagur.is
Frekari upplýsingar gefur formaður félagsins
Jóhanna Rögnvaldsdóttir í síma 847 9007.
Stjórn Félags bókhaldsstofa.
Húsnæði í boði
Raðhús til leigu
Um er að ræða 4-5 herbergja raðhúsahæð.
Mjög skemmtileg og með frábæru útsýni á
besta stað í Kópavogi. Stutt í allar þjónustur,
strætósamgöngur og skóla.
Skilvísi og reykleysi skilyrði. Leigan er 175 þús
á mán. + bankaábyrgð. Laus frá 1. feb. eða
fyrr. uppl. í síma 8675837.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Þjónustuaðili, sem aðstoðar atvinnu-
rekendur við áhættumat og áætlun
um forvarnir, skal starfa sem óháður,
sérfróður aðili við að greina og meta
hættur í vinnuumhverfinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu á
vefsíðu Vinnueftirlitsins.
Skylda til að gera áhættumat
Þá segir í fréttatilkynningunni að
þjónustuaðilinn skuli vera atvinnu-
rekendum, fulltrúum þeirra og starfs-
mönnum til ráðuneytis og ráðgjafar,
svo og öryggistrúnaðarmönnum, ör-
yggisvörðum og öðrum, sem málið
varðar, við að skapa sem öruggast og
heilsusamlegast vinnuumhverfi, sam-
anber greinargerð með reglugerð nr.
1000/2004 og reglugerð nr. 920/2006.
Í reglugerðunum er lögð höfuð-
áhersla á forvarnir og skyldur at-
vinnurekanda til að gera áhættumat á
vinnustað.
„Þegar atvinnurekandi leitar að-
stoðar eða úttektar þjónustuaðila
vegna fyrirmæla frá Vinnueftirlitinu
tengt kvörtunum um einelti skal þjón-
ustuaðilinn vinna í samræmi við fyrr-
nefndar reglugerðir sem kveða skýrt
á um skyldu atvinnurekanda til að
gera áhættumat og áætlun um for-
varnir. Við áhættumatið skal meta að-
stæður í vinnuumhverfinu sem geta
leitt til eineltis í nútíð eða framtíð.“
Forvarnir eru nauðsynlegar
Ennfremur segir að atvinnurek-
anda beri að grípa til viðeigandi að-
gerða í samræmi við niðurstöður
áhættumatsins til að draga úr eða
koma í veg fyrir slíkar aðstæður. Ef
áhættumat liggi þegar fyrir gæti
þurft að endurskoða það.
„Þótt atvinnurekandi leiti sérfræði-
þjónustu að eigin frumkvæði til þess
að fá úr því skorið hvort um einelti sé
að ræða eða ekki leysir það hann ekki
undan þeirri skyldu að uppfylla
ákvæði reglugerðarinnar um forvarn-
ir, þ.e. að gert sé áhættumat og að
settar séu skýrar reglur um viðbrögð
við einelti ásamt viðbragðsáætlun ef
slíkt kemur upp.
Breytingar á starfsemi
þjónustuaðila
Að gefnu tilefni skal einnig undir-
strikað að ef breytingar verða hjá við-
urkenndum þjónustuaðila svo sem að
fyrirtæki sameinast eða að starfs-
kraftur, sem viðurkenningunni
tengdist, fer til annarra starfa, skal
það tilkynnt Vinnueftirlitinu,“ segir
að lokum í fréttatilkynningunni.
Þjónustuaðilar
verða að vera óháðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.
Forvarnir Starfsmenn Hunnebek
Polska og GT verktaka við Hraun-
aveitu voru hlunnfarnir í fyrra.
Gistinóttum á hótelum í nóvember
fjölgaði um tæp 4% milli ára, að því
er fram kemur á vef Hagstofu Ís-
lands.
Mest aukning fyrir norðan
Gistinætur á hótelum í nóvember
síðastliðnum voru 75.100 en voru
72.400 í sama mánuði árið 2006, sem
er fjölgun um 2.700 nætur eða tæp-
lega 4%. Gistinóttum fjölgaði á höf-
uðborgarsvæðinu, Norðurlandi og
Suðurlandi. Hlutfallslega varð fjölg-
un mest á Norðurlandi, þar nam hún
rúmum 9%, en gistinóttum fjölgaði
þar úr 3.100 í 3.400 milli ára. Á höf-
uðborgarsvæðinu var aukning gisti-
nátta um 8%, þar fóru gistinætur úr
55.000 í 59.600.
Aukning gistinátta á Suðurlandi
nam 4% og fóru þær úr 5.000 í 5.300
milli ára.
Samdráttur fyrir austan
Á öðrum landsvæðum fækkaði
gistinóttum á hótelum í nóvember
milli ára. Samdrátturinn var mestur
á Austurlandi en gistinóttum fækk-
aði úr 2.700 í 1.200, eða 58%.
Á samanlögðu svæði Suðurnesja,
Vesturlands og Vestfjarða var fækk-
un gistinátta um 13%, þar fækkaði
gistinóttum úr 6.500 í 5.600.
Fjölgun gistinátta á hótelum í
nóvember má rekja til Íslendinga,
15%, en gistinóttum útlendinga
fækkað lítillega.
Gistinóttum á hótelum fyrstu ell-
efu mánuði ársins fjölgaði um 13%
milli ára. Gistinætur á hótelum
fyrstu ellefu mánuði ársins voru
1.254.866 en voru 1.112.331 sama
tímabil árið 2006.
Fjölgun varð á öllum landsvæðum
nema á Austurlandi, mest fjölgaði á
Suðurlandi, 16%, og á höfuðborg-
arsvæðinu, 14%. Aukningin nam
13% á Norðurlandi, 4% á Suð-
urnesjum, Vesturlandi og Vest-
fjörðum. Á Austurlandi helst óbreytt
á milli ára. Fjölgun gistinátta fyrstu
ellefu mánuði ársins nær bæði til Ís-
lendinga, 19% og útlendinga, 11%.
Hagstofan vekur athygli á því að
eingöngu sé átt við gistinætur á hót-
elum, þ.e. hótelum sem opin eru allt
árið.
Til þessa flokks gististaða teljast
hvorki gistiheimili né hótel sem ein-
göngu eru opin yfir sumartímann.
Fleiri gistinætur í nóvember
Morgunblaðið/Golli
Gestagangur Fjölgun gistinátta á hótelum í nóvember var 4%.