Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 1
Á netinu Súlurnar í Eldey hafa eflaust rekið upp
stór augu í gær þegar hópur manna seig þar nið-
ur úr þyrlu með stóran kassa í farteskinu. Í kass-
anum er vefmyndavél sem mun gera þeim sem
vilja kleift að fylgjast með daglegu lífi súlnanna
um netið. Sigurður Harðarson rafeindavirki
smíðaði vélina en smíðin byggist á langri reynslu
af því að smíða og setja upp fjarskiptabúnað fyr-
ir björgunarsveitir á yfir 80 fjöll um allt land. | 2
Settu vefmyndavél í Eldey sem mun sýna frá daglegu amstri súlna
Árvakur/RAX
STOFNAÐ 1913 20. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ALVEG SÚPER
HESTAMENNSKA ER ÆTTGENG OG
KEPPNISSKAP BETU ERFIST LÍKA >> 15
Skráning á
www.si.is
MENNTADAGUR IÐNAÐARINS 2008
Ráðstefna um námsefnisgerð
fyrir iðn- og starfsnám
Miðvikudaginn 23. janúar
frá kl. 9.00 til 12.00
í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal
Ökutímar >> 29
Magnaðar stundir
í leikhúsinu
Leikhúsin í landinu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
EITT tilfelli berkla hefur greinst hér
á landi þar sem um er að ræða svo-
kallaða XDR-bakteríu (Extensive
drug resistant). Það þýðir að bakt-
erían er ónæm fyrir flestum ef ekki
öllum tegundum þekktra lyfja sem
vinna gegn berklum. Einstaklingur-
inn sem greindur var hefur verið bú-
settur hérlendis síðan í janúar 2007.
Að sögn Þorsteins Blöndal, yfir-
læknis á Miðstöð sóttvarna, heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, er eins
og nú standa sakir ekki ástæða fyrir
Íslendinga til að óttast fjölónæmar
berklasýkingar (MDR: multi drug
resistant, skilgreint sem viðnám gegn
tveimur algengustu berklalyfjunum)
eða þá sem er stiginu ofar, þ.e. XDR-
bakteríuna. Þeir sem umgangast hinn
smitaða einstakling mest hafa verið
skoðaðir og enn hafa ekki fleiri
greinst með XDR-bakteríuna. „Þetta
er búið að gera í stórum dráttum og
þeir sem skoðaðir hafa verið eru ekki
smitandi. Það er mikilvægt að við höf-
um þessa einstaklinga á skrá og get-
um þá tekið vandræðin ef þau koma
síðar meir. Það vitum við hins vegar
ekki hvort verður,“ segir Þorsteinn.
Bera bakteríuna lengi
Árlega greinast á Íslandi 10-12
berklatilfelli. Ýmist er um að ræða
aldraða Íslendinga sem hafa borið í
sér bakteríuna frá unga aldri eða fólk
sem hefur haft erlendan ríkis-
borgararétt. Þessir hópar skiptast um
það bil til helminga. Þorsteinn upp-
lýsir að á undanförnum 15 árum hafi
3-4 tilfelli komið upp þar sem um var
að ræða fjölónæma berklasýkingu
(MDR). Í öllum tilfellum hefur með-
höndlun gengið vel.
Berklar smitast þannig að fólk
andar inn smitefninu sem tekur sér
bólfestu í líkamanum en veldur ekki
berklaveiki nema í 5-10% tilvika.
Berklar verða ekki smitandi fyrr en
veikin hefur brotist út. Fólk getur því
verið berklasmitað árum og áratug-
um saman án þess að nokkuð gerist.
Ekki
óttast
10-12 með berkla á ári
NÝLEGT sameiginlegt lyfjaútboð
níu heilbrigðisstofnana skilaði um
tæplega 260 milljóna króna afslætti
þegar miðað er við heildsöluverð,
samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu.
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra hefur einnig falið
heilbrigðisstofnunum formlega að
leita samstarfs við sambærilegar
stofnanir á Norðurlöndum um sam-
eiginleg útboð á norrænum markaði.
Tilboðum var tekið í 64 flokka af
þeim 90 sem boðnir voru út og var
skráð heildsöluverð þeirra sam-
kvæmt Lyfjaverðskrá 842,5 milljónir
króna. Munu stofnanirnar, sam-
kvæmt samningunum sem gerðir
hafa verið, því kaupa þessi lyf með
um 30,5% afslætti miðað við
verðskrá.
Heilbrigðisstofnanirnar sem stóðu
sameiginlega að útboðinu voru
Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akur-
eyri, St. Jósefsspítali-Sólvangur,
heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi,
Selfossi, Suðurnesjum, Húsavík og
Ísafirði, og Elli- og hjúkrunarheim-
ilið Grund.
Sparar um 260 milljónir
Níu heilbrigðisstofnanir kaupa lyf á 30,5% afslætti eftir sam-
eiginlegt útboð Umfang útboðsins um 840 milljónir króna