Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI ENCHANTED m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 10:20 Síðustu sýningar B.i.16.ára / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND FRÁ WALT DISNEY SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK STÆRSTA ÆVINTÝRI VETRARINS ER UM ÞAÐ BIL AÐ HEFJAST. VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG. SÝND Í ÁLFABAKKA HILMIR SNÆR GUÐNASON MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR LAUFEY ELÍASDÓTTIR JÓHANN SIGURÐARSON ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON ÓLAFUR EGILL EGILSSON ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI THE GAME PLAN kl. 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8:20 - 10:20 B.i. 7 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 -10:30 B.i.12 ára I AM LEGEND kl. 6 B.i.14 ára THE GAMEPLAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 -10:30 LÚXUS VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 -10:10 B.i. 7 ára I AM LEGEND kl. 8 -10:10 B.i.14 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MYNDDISKAR» Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is ÓLÆKNANDI kvikmyndafíklar finna ekki alltaf það sem hugurinn girnist úti á hverfisleigunni þar sem nýj- asta framboðið snýst einkum um vinsælustu bíómynd- irnar fyrir örfáum vikum. Þessir einstaklingar nota gjarnan póstþjónustuna og netið og panta sjálfir það sem þá langar að sjá. Tæki fyrir ameríska kerfið eru fá- anleg hérlendis og tiltölulega einfalt að yfirstíga þann þröskuld. Þá bjóða enskar og norrænar mynddiska- netsölur upp á sífellt breiðara úrval. Að undanförnu hefur eldri, forvitnilegum titlum fjölg- að mikið, allt frá Murnau til Mankievicz, og ekki úr vegi að benda lesendum á sitt hvað forvitnilegt þar á meðal. Margir titlanna eru fáanlegir hérlendis. Dean Martin & Jerry Lewis Collection, Volume 2 Annar pakkinn með þeim Martin og Lewis inniheldur perlur á borð við Artists and Models, að margra áliti þeirra langbesta verk. Ford At Fox Meistari John Ford gerði mörg af sínum bestu verk- um hjá 20th Century Fox kvikmyndaverinu, þar sem hann vann að mestu óslitið sitt blómaskeið. Þessi stóri, feiti (og dýri) pakki er því vafalaust mörgum unnendum leikstjórans kærkominn. Hann er forvitnilega sam- ansettur, inniheldur frægustu verk meistarans, How Green Was My Valley (1941) og My Darling Clement- ine (1946), jafnt og önnur sem hafa ekki verið jafnáber- andi í sviðsljósinu, líkt og þöglu myndirnar 3 Bad Men, (1926) og Four Sons (1928). Þá er að finna sannkallað fágæti frá árdögum talmyndanna: Born Reckless (1930) og Pilgrimage (1933). Safnið er fjölskrúðugt og gefur innsýn í helstu tímabilin á ferli eins virtasta leikstjóra sögunnar. Ozu á ofanverðum ferli Criterion fyrirtækið gefur út meistara heimsk- vikmyndanna undir merkinu Eclipse. Nú síðast komu þeir á framfæri seinni tíma verkum japanska snillings- ins Yasujiro Ozu, þ. á m. Early Spring (1956) og The End of Summer (1961). Þá má nefna nýja, stafræna útgáfu á hrollinum Nosferatu, klassíkinni hans F.W. Murnau frá 1922 og True Heart Susie, lítt þekkta mynd sem D.W. Griffith gerði með Lillian Gish á eftir stórvirkjunum Intoler- ance (1916) og Hearts of the West (1918). Hún hefur fengið sömu tæknimeðferðina. Forvitnilegir mynddiskar The End Of Summer Ein af þekktari myndum japanska leikstjórans Yasujiro Ozu. CHARLES Farmer (Thornton), er ekki fisjað saman, þegar heimilis- aðstæður verða þess valdandi að hann verður að hætta í þjálfun hjá NASA sem geimfari og fara á býlið sitt, þá grípur þessi menntaði eld- flaugaverkfræðingur til sinna ráða. Hér er fjallað um mann sem var kennt að gefast ekki upp, stefna að því marki sem hann hefur sett sér, láta draumana rætast. Þegar upp er staðið er það frumkrafturinn sem drífur okkur áfram og tveir góðir leikarar hjálpa til að gera söguna sjálfa allt að því trúverðuga. Ótaldir úrvalsleikarar koma fram í minni hlutverkum, meira að segja bregður Bruce Willis fyrir. Þetta er mynd sem kemur notalega á óvart og útlit- ið og tónlistin er fyrsta flokks og Thornton óvenjuaðlaðandi, miðað við flest fyrri hlutverk. Myndin reis ekki jafn hátt og eldflaugarskot en hún er engu að síður þétt og jákvæð afþreying. Kúabóndinn sem komst út í geiminn Ævintýri/Drama Bandaríkin 2006. Sena 2007. 104 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Michael Polish. Aðalleikarar: Billy Bob Thornton, Virginia Madsen, Jim Blake Neslson. The Astronaut Farmer mn Sæbjörn Valdimarsson Á EYJUNNI Wight á að fara að loka barnasjúkrahúsi, það er orðið úrelt, sem er hátíð hjá draugagang- inum sem plagar starfsfólkið og sjúklingana litlu. Þeir meiðast og brotna af óskiljanlegum ástæðum, svipir leika um ganga og óhljóð ber- ast úr skúmaskotum. 2. hæðin er bú- in að vera lokuð í áratugi og þar virðast upptökin eiga sér stað. Ein þeirra draugamynda þar sem persónurnar fara jafnan undan í flæmingi þegar rædd eru yf- irskilvitleg málefni af alvöru eða þurfa allt í einu að snúa sér að ein- hverju öðru. Að auki er Fragile óvenjuilla leikin, handritið eins og gatasigti og endirinn ófrumlegur og engan veginn tæmandi fyrir þá sem hafa haldið út sýninguna. Spánverj- ar geta miklu betur í hrollagerð. Illfyglið á 2. hæð Fragile/Frágiles Spánn 2005. Myndform 2007. 97 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Jaume Balaqueró. Aðalleik- arar: Calista Flockhart, Elena Anaya, Richard Roxburgh. Spennuhrollur  Sæbjörn Valdimarsson EINSTAKLEGA vönduð ald- arfjórðungsútgáfa eins besta framtíðartryllis sögunnar er end- urunnin, bæði hljóð og mynd á stafrænan hátt með hrífandi ár- angri. Viðbótarefnið er mikið að magni og forvitnilegt, 4 diskar fullir af skemmtilegum og fræð- andi upplýsingum um myndina sem trónir í fremstu röð sígildra framtíðarverka. Chandlerískur einkaspæjari á 21. öldinni (Ford), er fenginn til þess að hafa uppi á fullkomnustu tegund af vél- mennum sem gert hafa upp- reisn úti í geimnum og eru nú komin til jarðarinnar. Góður vís- indaskáldskapur eftir sögu Dicks, fær afbragðsfína meðferð í spæjarasögu framtíðarinnar með frábærum leikmyndum og myrku umhverfi. Regnvotur, drungalegur stíll Scotts hæfir efninu vel og Ford er traustvekjandi Marlow- týpa í aðalhlutverkinu. Tímamóta- mynd sem setti ný viðmið og sama verður sagt um þessa óvenju vönduðu og viðamiklu endur- útgáfu. Lengi getur gott batnað Blade Runner: The Final Cut – Collector’s Edition Bandaríkin 1982/2007. Sam myndir. 2008. 115 mín. + 4 diskar með aukaefni. Ekki við hæfi yngri en 14 ára. Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikarar: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young. Framtíðartryllir  Sæbjörn Valdimarsson DAVID er í öngum sínum, konan hans, Kitty, er hlaupin frá honum til New York. Til að hafa uppi á henni ræður David einkaspæj- arann Jack (Burns), sér til að- stoðar. Þegar þeir eru komnir á sporið, sér David sig um hönd, tel- ur Kitty ekki þess virði að hafa af henni frekari áhyggjur og hverfur á braut. Burns vakti athygli fyrir einum 10 árum með forvitnilegum, lág- stemmdum mannlífs- myndum en þeim hefur farið hrakandi að undanförnu. Lo- oking for Kitty sýnir batamerki, oft fyndin og tengslin sem skapast á milli tveggja einmanna karla (Jack er nýbúinn að missa konuna), eru sannfærandi og þar nær Burns að hitta réttan tón. Þar fyrir utan er Looking for Kitty full léttvæg fundin, bæði efnið og að allri gerð. Hvar ertu, Kitty? Looking for Kitty Bandaríkin 2005. Myndform 2007. 74 mín. Ekki við hæfi yngri en 14 ára. Leik- stjóri: Edward Burns. Aðalleikarar: Edw- ard Burns, David Krumholt. Gamandrama bbmnn Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.