Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
OG? HA,
HVAÐ?
TEKUR ÞÚ EKKI
EFTIR NEINU NÝJU?
GEFÐU MÉR
VÍSBENDINGU
VAAAH! FRÁBÆRT...
HNYKILL Í
TILVISTAR-
KREPPU
ÉG
SAGÐI ÞÉR
AÐ FARA
HEIM!
ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ GERIR
SJÁLFAN ÞIG OG FJÖLSKYLDU
ÞÍNA AÐ FÍFLI MEÐ AÐ
TALA VIÐ LAUFBLÖÐ
MÉR FINNST EKKERT
HEIMSKULEGRA EN AÐ TALA
VIÐ ASNALEG LAUF SEM
ERU EINSKIS VIRÐI
HVAÐ EF FORELDRAR
ÞÍNIR SJÁ ÞETTA?
ÉG VERÐ KOMINN
ÚT Í GEIM ÞEGAR
ÞAÐ GERIST
HRÓLFUR, FALDIR ÞÚ
FLÖSKU AF ROMMI INNI Í
SVEFNHERBERGI, Í KOMMÓÐUNNI,
Í ÞRIÐJU SKÚFFU FRÁ HÆGRI,
UNDIR FIMM BOLUM OG
ÞREMUR SOKKUM?
KANNSKI... HVERNIG LEIT HÚN ÚT?
HVAÐ
HÉT KONAN
HANS
NÓA?
JÓHANNA
AF ÖRK?
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ VIÐ
HÖFUM KEYPT HLUT Í HÓTELI
FYRIR TVÆR OG HÁLFA MILLJÓN
ÞAÐ VAR
EINS GOTT AÐ
VIÐ GÁTUM
HÆTT VIÐ
VIÐ ERUM
ÞVÍ MIÐUR
EKKI JAFN
KLÁR OG VIÐ
HÉLDUM
MAÐUR
ER ALLTAF
AÐ LÆRA
ÞETTA ER Í
SÍÐASTA SKIPTI
SEM VIÐ SAM-
ÞYKKJUM ÓKEYPIS
FRÍ GEGN ÞVÍ AÐ
HLUSTA Á
SÖLURÆÐU
ERTU AÐ
GRÍNAST?
NÚNA ÞEGAR
VIÐ ÞEKKJUM
LEIKINN, ÞÁ
ÆTTUM VIÐ
AÐ GERA
ÞETTA OFTAR
BÍLSTJÓRI
NÖRNU LEMARR
BARÐI
KÓNGULÓAR-
MANNINN Í
HNAKKANN..
HÚGÓ, SETTIR
ÞÚ SPRENGJUNA
Í LYFTUNA?
JÁ, ÉG ÆTLAÐI AÐ
LOSA OKKUR VIÐ
MARY JANE PARKER
HÚN STAL
HLUTVERKI SEM ÞÚ
ÁTTIR AÐ FÁ!
SEM
ÁSTIN
MÍN ÁTTI
AÐ FÁ
dagbók|velvakandi
Betra bak
OKKUR hjónin langar að hrósa
versluninni Betra bak fyrir góða
þjónustu, sérstaklega fá Heimir
sölumaður og strákarnir sem keyra
heim stórt hrós fyrir lipurð og góða
þjónustu.
Elín og Brynjar.
Léleg þjónusta
ÉG var svo glöð þegar mér var gefið
inneignarkort frá Löðri þvottastöð,
Bæjarlind 2, fyrir þrif á bíl. Ég
geymdi kortið til vetrar og svo kom
að því núna 17. janúar að ég fór með
bílinn minn í alþrif. Ég var búin að
panta tíma kl. fjögur og kanna
hvernig þetta færi fram og ég var
mætt með bílinn minn svona fimm-
tán mínútum fyrir fjögur. Þegar ég
kom spurði ég manninn sem tók á
móti bílnum hvort ég ætti að sækja
hann um kl. 19 eða hvort þeir
hringdu í mig. Við hringjum þegar
bíllinn er tilbúinn. Og þið hafið núm-
erið mitt? (ég gaf það upp þegar ég
pantaði þrifin) Já, já, ekkert mál,
sagði maðurinn og ég fór heim glöð
og sæl með þessa frábæru þjónustu.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Þegar ég hafði ekkert heyrt frá þeim
um kl. 19 ákvað ég að láta skutla mér
til þeirra svo þeir þyrftu ekki að vera
lengur (mér var tjáð að þeir lokuðu
kl. 19 og það yrði hringt í mig fyrir
þann tíma). Þegar ég kom á staðinn
kl. 19.09 var allt læst og lokað og ég
fékk nett áfall, ekkert símanúmer
var þannig að ég gat ekkert hringt.
Ég brá á það ráð að hringja í lög-
regluna og kanna hvort þeir gætu
hjálpað. Þeir sögðust hafa nafn
framkvæmdastjórans og myndu
hafa samband við hann. Stuttu
seinna hringir síminn. Í honum er
framkvæmda-stjórinn frekar stuttur
í spuna og fúll og skilur bara ekkert í
þessum misskilningi. Bíddu, bíddu,
hvaða misskilningur er þarna á ferð,
þeir einfaldlega gleymdu að hringja í
mig. Eftir nokkra umræðu þar sem
málið var alltaf að maðurinn væri
ekki í vinnunni og þetta væri bara
misskilningur sagði hann að hann
myndi senda mann á staðinn og ég
gæti þá sótt bílinn. Ég sagðist nú
vera komin heim og sú sem hefði
skutlað mér væri farin, gætu þeir nú
ekki séð sóma sinn í því að koma
með bílinn? Smá vandamál, strák-
urinn var bara einn, en getur þú þá
keyrt hann heim? Já, sagði ég, ekk-
ert mál. Strákurinn kom og var ekki
glaður, ég fékk bílinn en motturnar
gleymdust. Viðmót allra í fyrirtæk-
inu var dónalegt og allt látið líta út
eins og ég hefði misskilið þetta. Ég
fékk þrifin reyndar frítt, en var með
gjafakort.
Sigríður Guðnadóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞVÍLÍK fegurð! Myndin er eins og úr öðrum heimi. Svona getur Ísland sýnt
á sér margar hliðar. Sólsetur í janúar austan við Vík í Mýrdal. Tröllið í
Fagradalshömrum baðar sig í sólsetrinu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Tröllið í Fagradalshömrum – blóðrautt sólarlag
FRÉTTIR
KVENFÉLAG Álftaness hefur fært slysa- og bráðadeild Landspítala að
gjöf DVD-diska með barnaefni. Myndform styrkti kvenfélagskonur með
diskunum.
Gjöfin kemur sér vel til þess að gleðja börn sem leita á deildina og stytta
þeim stundir.
Kvenfélagskonur gáfu
DVD-diska fyrir börn