Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sæmundur Jó-hannsson fædd- ist á Skriðulandi í Arnarneshreppi 24. nóvember 1924. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 12. janúar síð- astliðinn. Hann var sonur Ástríðar Sæ- mundsdóttur frá Kleif í Þorvaldsdal og Jóhanns Sig- valdasonar frá Rauðalæk í Hörgár- dal. Sæmundur var næstelstur í stórum systkinahópi en hin voru Bára, f. 1921, d. 1996, Gunnar, f. 1926, d. 1987, Sigrún, f. 1928, Baldvin Helgi, f. 1931, d. 1944, Þóroddur Ingvar, f. 1932, d. 1989, Aðalsteinn Björgvin, f. 1934, tvíburarnir Áslaug og Snjó- laug, f. 1938 og Bryndís, f. 1942. Sæmundur fór snemma í vega- vinnu og gat þannig aðstoðað for- eldra sína við framfærslu heim- ilisins. Hann lauk múraranámi og byggði m.a. stórt steinhús að Ytri Ásta Kristín Sæmundsdóttir Norrman, f. 3.2. 1959, hjúkrunar- fræðingur í Svíþjóð, gift Lars Tommie Norrman frá Svíþjóð og eiga þau dæturnar Christinu, Söndru og Ylvu. Guðrún, húsmóðir í Hafn- arfirði, f. 23.7.1962, gift Kjartani Birgissyni frá Reykjavík, þau eiga 2 börn, Margréti og Kjartan Helga. Sæmundur var mikill athafna- maður. Hann vann að mestu við sína iðn, en fór á sjóinn bæði sem háseti og kokkur þegar minna var að gera í múrverki. Hann var mikils metinn fagmaður og vann við iðn sína fram á síðustu daga. Hann hafði mikinn áhuga á lík- amsrækt, stundaði sund daglega og var fastur gestur á líkams- ræktarstöðinni. Hann var líka mikill göngugarpur og fór oft í göngur með Útivist. Hann var fróður maður og hætti aldrei að læra. Fór meðal annars í tölvu- skóla þegar hann var kominn yfir áttrætt. Hann var góður bridsspil- ari og keppnismaður í þeirri íþrótt. Líkt og frændi hans Jónas Hallgrímsson var Sæmundur ein- stakur náttúruunnandi og mál- leysingjar voru honum kærir. Sæmundur verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Reistará fyrir for- eldra sína og systk- ini. Húsið stendur enn í dag. Sæmund- ur flutti suður til Reykjavíkur og lauk múrarameist- aranámi 1953. Sæmundur kvænt- ist Margréti Krist- jánsdóttur frá Siglu- firði í mars 1957 en hún er dóttir hjón- anna Kristjáns B. Kjartanssonar út- gerðarmanns og Ólínu Kristjánsdóttur húsfreyju. Sæmundur og Margrét slitu sam- vistum 1985. Saman eignuðust þau 3 börn. Þau eru: Kjartan, húsasmíðameistari og grunnskólakennari á Ólafsvík, f. 5.7.1957. Hann á frá fyrra hjóna- bandi dótturina Lilju Björk, sam- býlismaður Jón Aðalsteinn Krist- jánsson, þau eiga 2 syni, Danival Ísak og Dag Aron. Kjartan er kvæntur Ekaterynu Siparenko og á hún eina dóttur, Anastasiyu. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, pabbi minn. Eins og á unglingsárum mínum hef ég núna síðustu dagana verið í vinnu hjá þér og hugurinn reikar yfir þessa leið sem við fórum saman þú og ég. Slóðirnar okkar eru nokkuð líkar. Auðvitað gekk á ýmsu á leið- inni. Stundum fórumst við á mis en náðum þó alltaf saman aftur. Við áttum mörg frábær ár saman. Allir þínir kostir sem ekki fengu notið sín á uppvaxtarárum mínum blómstr- uðu á elliárunum þínum. Þú varst frábær afi hennar Lilju Bjarkar og þú stóðst þig svo sannarlega í lang- afahlutverkinu líka. Í fersku minni er mér dagurinn sem við áttum sam- an í vinnunni í sumar meistararnir tveir og lærlingurinn Danival Ísak. Svo fannst þér nú ósköp vænt um litla Dag Aron líka. Í vor bættust svo Katya og Anastasiya við í fjöl- skylduna. Þrátt fyrir tungumála- hindranir þá leyndi sér ekki að þér þótti mjög vænt um þær. Það var þér afar mikilvægt að þeim liði sem allra best hér á Íslandi. Ég var að skoða myndir heima hjá þér. Fallegur drengur í ferming- arfötunum sínum. Ungur myndar- legur maður við sveinsstykkið sitt. Tignarlegur fjölskyldumaður við dráttarkarlinn að draga netin á netabát. Aldraður maður á ættar- móti með afkomendum sínum. Ég hef setið langtímum saman og horft á þessar myndir, pabbi. Einu sinni varstu lítill drengur eins og ég. Þú sagðir mér aldrei frá þeim tíma, pabbi. Varstu svona pjakkur eins og ég var? Hvernig voru æsku- og upp- vaxtarárin þín? Þú vildir aldrei tala um það. Ég er þakklátur að ég fékk að vera svona náið með þér síðustu dagana sem þú lifðir, fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú fórst. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn þinn hafi dregið úr þér máttinn til að tjá þig með orðum, þá skildum við hvor annan. Stundum ypptir þú öxlum liggjandi í rúminu þínu og það gerðir þú oftast þegar þér fannst málefnin frekar lítilfjörleg og nenntir ekki að ræða þau. Þú varst svo þakklátur hinu minsta sem gert var fyrir þig. Þú varst svo auðmjúk- ur. Við vorum ekkert að kveinka okkur, pabbi. Við bitum á jaxlinn og héldum ótrauðir áfram þar til yfir lauk. Ég hef það andskotans nógu gott svaraðir þú mér, kvalinn af sjúkdómnum þínum. Við vissum báðir hvert stefndi og óhræddur lagðir þú upp í þetta ferðalag. Þú kenndir mér svo margt á þessum síðustu dögum, pabbi minn. Svo margt um sjálfan mig. Á þinn hátt gerðir þú mér grein fyrir því að það væri afar eðlilegt að þú þyrftir að fara núna. En mikið ósköp hefði ég nú viljað hafa þig lengur hjá okkur, pabbi. Það er ekki okkar stíll að gráta, pabbi. Við berum ekki tilfinn- ingar okkar á borð. Lífið og brenni- vínið setti mark sitt á okkur. Þrátt fyrir að oft hafi það verið þér ósann- gjarnt þá hallmæltir þú aldrei nokkrum manni. Mikill öðlingur er horfinn á vit feðra sinna. Ég þakka þér samferð- ina pabbi minn og ég veit þú hefur það fínt þar sem þú ert. Það verður mikill missir að þér. Ég á eftir að sakna símtalanna frá þér. Hvaðan fæ ég nú nýjustu fréttir úr heimi vísindanna eða fyrirlestur um það hvernig einhver dýrategund aflar sér fæðu sinnar? Kveðja, Kjartan Elsku pabbi. Það er skrýtin til- finning að ganga hér um íbúðina þína og þú ert ekki hér. Ég er senni- lega eitthvað treg að þessu leyti, en síðustu dagana sem við áttum sam- an á sjúkrahúsinu, hugsaði ég ekki um annað en að ég vildi að þú hefðir það sem best og að þú fengir að fara, þar sem þú varst orðinn of veikur til að geta notið lífsins. Það var svo ekki fyrr en rúmum sólar- hring síðar sem ég gerði mér grein fyrir að þú værir horfinn frá mér. Þá komu fram allar minningarnar og sú tilhugsun að ég ætti aldrei eft- ir að hitta þig og tala við þig var óbærileg. Þú varst yndislegur pabbi. Ég hugsa oft til þess tíma þegar við krakkarnir, nýkomin með bílpróf klessukeyrðum bílana þína hvert á fætur öðru og það eina sem þú hafð- ir áhuga á var hvort einhver hefði slasast. Að bíllinn væri ónýtur var algjört aukaatriði því eins og þú sagðir: „Það er alltaf hægt að bæta dauða hluti,“ og við vorum ekki einu sinni skömmuð. Ég hugsa til þess þegar við sátum uppi heilu næturn- ar og töluðum saman um allt og ekk- ert, lögðum þrautir fyrir hvort ann- að og leystum gátur lífsins. Þú varst mikill dýravinur og varst alltaf með einhverja villiketti í fæði og hús- næði. Þeir fengu að koma og fara eins og þeir vildu. Þú þurftir aldrei að eiga neitt dýr. Þau áttu þína ást skilyrðislaust. Þau löðuðust að þér, hvort sem það var læðan í næsta húsi sem flutti inn í klæðaskápinn þinn þegar kom að því að gjóta kett- lingum, eða köngulóin sem bjó utan á glugganum þínum síðastliðið sum- ar. Þú fylgdist grannt með henni, hvernig hún veiddi í net sitt og háði sína lífsbaráttu. Þú náðir þér í bók um skordýr og last af miklum áhuga. Þú varst mjög heillaður af þessum litlu dýrum. Tíkin okkar elskaði þig meira en nokkra aðra manneskju og þegar afi kom fékk hún svo langa göngutúra að hún var alveg uppgefin. Þú varst alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég man þegar þú ákvaðst að fara til Þýskalands á ráðstefnu, þá fórst þú að læra þýsku, þegar þú fékkst sænskan tengdason fórst þú í Há- skólann að læra sænsku og þegar tölvurnar komu fórst þú á tölvu- námskeið. Þú varst gífurlega fróður um margt, sérstaklega um náttúr- una. Þú varst mikill umhverfis- verndarmaður. Einn af fáum á Ís- landi sem kom lífrænum úrgangi í moldarform. Þú átt stórt og gott bókasafn og bæri eitthvað á góma sem þú vissir ekki gastu alltaf slegið því upp. Þú varst gífurlega sterkur maður, bæði andlega og líkamlega. Síðustu dagar þínir eru gott dæmi um það. Þú varst alveg sáttur við að líf þitt var að verða búið. Samt varst þú skemmtilegur og notaðir þína síð- ustu krafta í að hlæja og gera að gamni þínu. Elsku pabbi. Ég vil þakka þér þann tíma sem við áttum saman. Minning þín mun lifa í huga mínum alla tíð. Ég vil einnig nota tækifærið til að þakka læknum og öðru starfsfólki á A-7 þá góðu umönnun sem pabbi fékk hjá ykkur og skilning og styrk sem þið veittuð okkur aðstandend- um. Ásta. Sæmundur Jóhannsson, eða afi Sæmi, eins og hann var kallaður í minni fjölskyldu, er fallinn frá. Mig langar að minnast hans með nokkr- um orðum. Ég hitti Sæmund fyrst stuttu eftir að ég kynntist Guðrúnu dóttur hans. Það var um páska og mér var boðið í mat hjá þeim hjón- um og það sem kom mér mest á óvart var að hann eldaði allan mat- inn, ég hafði ekki vanist því að karl- menn elduðu mat. Matur var mjög mikilvægur þátt- ur í lífi Sæmundar og var hann tilbúinn að prófa nýjar matarupp- skriftir og var áskrifandi að fjölda matreiðslubókaklúbba. Hann hugs- aði mikið um heilsuna, gekk á fjöll með Útivist og fór í sund á hverjum degi og synti langar vegalengdir, en fyrir nokkrum vikum kvartaði hann yfir því að hann gæti ekki synt nema 400 metra vegna slappleika, 83 ára gamall! Sæmundur var mikill fag- maður í sinni iðn og vann sín verk af mikilli kunnáttu og dugnaði. Hann átti það stundum til að fara á sjó ef ekki voru næg verkefni fyrir hendi í landi. Ég vann með honum fyrir mörgum árum sem handlangari í tíu daga og þar lærði ég vinnubrögð sem reynst hafa mér vel. Sæmundur var mikill skákáhugamaður og bridgespilari og varð meðal annars Vestfjarðameistari í þeirri íþrótt. Hann hafði mikinn áhuga á íslensku máli og málvernd og átti það jafnvel til að hringja í frétta- og blaðamenn til að leiðrétta þá. Hann hafði sterk- ar skoðanir á mörgum málum svo sem umhverfisvernd og fiskveiði- stjórnun, einnig á Kárahnjúkavirkj- un þar sem hann var búinn að reikna það út að hún myndi aldrei borga sig. Sæmundur hafði einstakt lag á dýrum og löðuðust þau að honum og er hundurinn minn gott dæmi um það, en hún fór gjörsamlega ham- förum þegar hún hitti hann og róað- ist ekki fyrr en hún var búin að kara hann frá toppi til táar. Í ætt hans er fræg frásögnin af mannýgu nauti á bernskuheimili Sæmundar, en hann var sá eini sem gat farið með það á milli bæja þegar kýrnar þurftu á því að halda. Í sumar áttum við góðar stundir þegar við unnum við steypu- viðgerðir á tröppunum heima hjá mér og átti ég fullt í fangi með að hræra steypu og handlanga í 83 ára gamlan múrarameistarann, en að loknu dagsverki eyddum við góðum stundum yfir grilli og köldum bjór á sólpallinum í faðmi fjölskyldunnar. Ég kveð þig nú, kæri vinur, og megi Drottinn blessa þig og vernda. Kjartan Birgisson. Elsku afi! Jólin í ár voru engin venjuleg jól. Þetta voru fyrstu jólin í 13 ár sem þú varst ekki hjá okkur og það var eins og það vantaði jólatréð. Þú varst vanur að koma í byrjun desember, oftast rétt áður en ís- lensku jólasveinarnir fóru að koma með gott í skóinn. Þú komst með fullt af lakrís og öðru íslensku nammi, hangikjöt og Macintosh. Þú varst alltaf að gefa okkur eitthvað. Twiggy tíkin okkar var yfir sig ham- ingjusöm þegar þú komst, þú þreyttist aldrei á að klóra henni. Það var bara þegar afi var í heim- sókn sem hún fékk að sitja uppi í sófa. Þá sat hún í fangi þínu og horfði ögrandi á mömmu. Ef Twiggy sat ekki í fangi þínu var Ylva þar. Við munum eftir áramótunum rétt eftir að Ylva fæddist, þegar við dönsuðum í kjallaranum langt fram á nótt. Jólin í sumarbústaðnum voru líka mjög skemmtileg. Þá var 20 stiga frost og snjór yfir öllu. Við stelpurnar fórum í langan göngutúr með þér yfir vatnið sem var frosið. Svo sátum við og spiluðum á kvöld- in. Það var gaman að spila við þig. Þegar við komum að heimsækja þig í Reykjavík fengum við að reikna á reiknivélina þína. Þú áttir skemmti- lega reiknivél með strimli sem kom út. Mamma var alltaf hrædd um að við mundum skemma hana, en þér var alveg sama. Elsku afi. Þú bjóst langt frá okk- ur, en við áttum samt margar góðar stundir saman þegar þú komst út til okkar. Við söknum þín mikið og munum alltaf minnast þín. Christina, Sandra, Ylva og Twiggy. Sæll afi, hvað segirðu? Afi: Segi það ekki! Svona byrjuðu flest okkar samtöl í gegnum árin. Það er skrýtið að heyra þig ekki segja þetta aftur, en í staðinn sitja og skrifa nokkur fá- tækleg orð um þig, sem segja bara brot af því sem ég vildi segja. Það var mér svo fjarlægt að þú værir að fara að kveðja okkur. Ég hugsa um öll skiptin sem ég ætlaði að koma í heimsókn en gerði það ekki og öll skiptin sem ég ætlaði að hringja en gaf mér ekki tíma. Allt í einu er það of seint. Þegar ég hugsa til baka um það sem er mér minnisstæðast um þig þá kemur alltaf upp í huga mér páskaegg og jóladagatöl. Það var nú ein af þessum föstu venjum að gefa okkur barnabörnunum páskaegg á páskum og dagatöl á jólum. Ég held að ég hafi verið 18 eða 19 ára þegar þú hættir að gefa mér. Þegar ég svo eignaðist strákana mína, Danival Ísak og Dag Aron, þá komstu alltaf með handa þeim og það þótti mér svo vænt um. Minningarnar um þig eru ótal margar, ég man t.d. svo vel þegar ég var 12 ára og við fórum í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf. Svo þegar við vorum búin að kaupa gjöfina þá hélstu á pokanum og sveiflaðir honum svo til og frá að mesta furða var að enginn yrði fyrir honum. Jólakirkjan á sérstakan sess í hjarta mínu,enda ófá jólin sem hún hefur verið uppi og spilað Heims um ból og ljósið í henni lýst í myrkrinu. Flottu skautarnir sem þú gafst mér ein jólin, eru mér líka minnisstæðir, sérstaklega þar sem enginn átti eins skauta og ég og voru þeir sko rosa- lega flottir. Viku áður en þú lést var ég að leita af skautunum en fann þá því miður ekki. Við Danival fórum á skauta og kíktum svo á þig á spít- alann þegar við vorum búin. Þú hafðir svo gaman af því að fá Dani- val í heimsókn, hann spurði svo mik- ið og svo hafði hann svo miklar áhyggjur af þér, hvort þú myndir sjá einhverjar þrettándabrennur þar sem það var nú þrettándinn. Honum fannst svo leiðinlegt að þú sæir ekki brennuna sem hann ætlaði á í Hafnarfirði. Þú hlóst bara að honum og hafðir gaman af þessum pælingum. Danival er mikið búinn að spyrja um þig síðustu daga og það er búið að vera frekar erfitt að útskýra gang lífsins fyrir 6 ára gömlu barni. Þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára gamall þá varstu nýlega hættur að vinna, þú fórst alltaf í sund og í ræktina. Ef maður spurði þig svo hvort þú værir hættur að vinna þá sagðistu alltaf vera í fríi, fyrst í vetr- arfríi, svo í jólafríi, ætli sumarfrí hefði svo ekki tekið við. Mér þótti svo vænt um þegar þú komst og múraðir fyrir mig einn vegg í bílskúrnum og ég veit að þér þótti vænt um að ég bað þig um hjálp. Við áttum góðar stundir þá daga og spjölluðum yfir kaffi og kleinum.Við töluðum um það á spít- alanum að þú þyrftir að koma og klára bílskúrinn, það væru jú þrír veggir eftir, og þú ætlaðir að kenna mér hvernig þetta væri gert. Það verður víst að bíða betri tíma. Ég er svo þakklát fyrir síðustu dagana okkar saman, að hafa fengið að vera hjá þér allt til enda er mér svo mikils virði. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði og von um að þér líði betur. Þín Lilja Björk. Afi Sæmi var frábær afi! Það var alltaf gaman þegar hann kom í heimsókn. Hann sprellaði mikið í okkur með sínum einstaka húmor sem var engum líkur. Símtölin okk- ar gátu líka orðið skrautleg því hann gat ruglað endalaust í okkur. Það var bara gaman. Frá því við vorum lítil börn hefur afi gefið okkur súkkulaðidagatöl þegar jólin nálgast. Það klikkaði náttúrlega ekki þessi jól frekar en önnur þó að maður sé að verða tví- tugur. Páskaegg gaf hann okkur líka á hverju ári. Eitt árið bjó hann þau meira að segja til sjálfur og voru þau svo stútfull af nammi að það lá við að það væri ekki hægt að koma fyrir málshætti. Oft kom hann líka með nammi í heimsókn, dró það kannski ekki upp úr vasanum fyrr en hann var búinn að sitja dágóða stund inni í stofu, með 2 spennta krakka í kringum sig. Það var líka gaman að hafa hann hjá okkur um hátíðir. Borða saman góðan mat og eiga góðar stundir saman. Öll dýr virtust elska afa. Okkar hundur, Perla, var þar engin und- antekning. Afi var uppáhaldið henn- ar. Hún gjörsamlega tapaði sér þeg- ar hann kom í heimsókn og sat í kjöltu hans brosandi allan hringinn þegar hann var hér. Það var því mjög erfitt fyrir hana í sumar þegar afi kom og múraði tröppurnar heima hjá okkur og Perla þurfti að vera inni. Það mátti auðvitað ekki trufla múrarameistarann þegar hann var að verki. Afi Sæmi var mikill sundmaður. Sæmundur Jóhannsson Á dauðastund og dómsins tíð, drottinn, það skal mín huggun blíð, orð þitt er sama: Eg er hann, sem inn þig leiði í himnarann; þjónn minn skal vera þar ég er. – Því hefur þú, Jesú, lofað mér. Glaður ég þá í friði fer. (Úr 5. passíusálmi.) Elísabet Kristjánsdóttir (Beta). HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.