Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 17
UMRÆÐAN
ÞESS misskilnings gætir víða,
jafnt meðal löglærðra sem ólög-
lærðra, að ráðherra dómsmála geti
skipað hvern sem er til héraðsdóm-
arastarfa á grundvelli þess að hann
hafi hið formlega skipunarvald á
sinni hendi. Við meðferð slíks valds
er ráðherra bundinn af ýmsum
stjórnsýslulegum sjónarmiðum og
reglum, lögfestum og ólögfestum,
m.a. þeim að beita valdinu með
málefnalegum hætti. Í því felst að
ráðherranum ber að skipa þann
sem er hæfastur til starfans hverju
sinni enda er það grundvallarregla
við úthlutun opinberra starfa. Til
þess að tryggja að ráðherra taki
upplýsta og gagnsæja málefnalega
ákvörðun við héraðsdómaraskipan
hefur Alþingi ákveðið með lögum
að skipa sérstaka hæfisnefnd til að
meta hæfi og getu umsækjenda til
að sinna hinu vandasama dómara-
starfi. Mat nefndarinnar á að
tryggja stöðu og sjálfstæði dóm-
stólanna sem þriðju valdstoð rík-
isins og auka tiltrú almennings á
starfsemi þeirra. Þegar ráðherra
skipar ekki einn úr röðum hinna
hæfustu umsækjenda til starfans
að mati hæfisnefndarinnar beitir
ráðherrann skipunarvaldi sínu ekki
með málefnalegum stjórnsýslu-
legum hætti eins og honum ber að
gera. Málið er ekki flóknara en það,
hvað svo sem líður öllum tilraunum
ráðherra til að telja fólki trú um að
hann hafi tekið ákvörðun á við-
urkenndum málefnalegum for-
sendum. Eftir standa aðeins vanga-
veltur um það af hverju ráðherrann
kýs að ganga gegn góðri stjórn-
sýslu. Dæmi hver fyrir sig.
Hróbjartur Jónatansson
Misskilningur
um vald
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
STURLA Böðvarsson, forseti Al-
þingis, skrifar grein í Morgunblaðið,
10. janúar sl. um ný þingskapalög.
Því miður er þessi grein slík afbökun
á veruleikanum að ekki verður und-
an því vikist að koma
nokkrum leiðréttingum
við.
Forseti Alþingis vís-
ar til sögunnar og
deilna sem risið hafa
um breytingar á þing-
skapalögum í tímans
rás og fer allt aftur á tí-
unda áratug síðustu
aldar. Ekki fjölyrðir
hann um þær breyt-
ingar sem gerðar hafa
verið á þingskapalög-
unum frá þessum tíma,
hvað þá að hann fjalli
um þær miklu breytingar sem orðið
hafa á störfum þingsins á þessu tíma-
bili og þær hefðir sem mótast hafa í
sátt en án lagabreytinga.
Tillögur VG um
markvissara þinghald
Skilja mætti á grein Sturlu Böðv-
arssonar að hann einn hafi haft
áhuga á breyttum þingsköpum.
Staðreyndin er sú að flestir þing-
flokkar hafa sett fram tillögur í þá
veru. Sumar þeirra hafa náð fram að
ganga en aðrar ekki. Þannig hefur
þingflokkur VG t.d. ítrekað lagt fram
hugmyndir um að efla fagleg vinnu-
brögð á þinginu, gera þinghaldið
markvissara, opna störf þess meira
en nú er, lengja þingtímann, færa
næturfundi inn á dagtímann og
stytta ræðutíma í tengslum við slíkar
breytingar. Stigið var skref í þessa
átt með nýjum þingskapalögum en
að okkar mati um of á forsendum
stjórnarmeirihlutans. Þá höfum við
sett fram tillögur um að stjórnarand-
staða verði virkari í stjórn þingsins,
t.d. með því að stjórnarandstaða
fengi hlutdeild í verkstjórn þing-
nefnda, forseti Alþingis kæmi úr
hennar röðum en að lágmarki kæmi
fyrsti varaforseti frá stjórnarand-
stöðu. Öllu slíku var alfarið hafnað.
Fyrir þessu hef ég gert grein í
sölum Alþingis og rakið þar gang
mála allar götur frá því ég settist
fyrst við borð þingflokksformanna
árið 1999. Þekki ég þessar umræður
frá fyrstu hendi enda
með lengsta reynslu í
þessu efni allra þeirra
sem nú sitja við borð
þingflokksformanna
og forseta þingsins. Í
ræðu við afgreiðslu
þingskapafrumvarps-
ins fyrir jól gerði ég
rækilega grein fyrir
hinni svokölluðu
„miklu vinnu“ og
meintu „samninga-
viðræðum“ sem fram
áttu að hafa farið síð-
astliðið haust. Ef
framganga forseta þingsins Sturlu
Böðvarssonar á að flokkast undir
samningaviðræður þá er það eitt-
hvað alveg nýtt í mínum reynslu-
heimi.
Ekkert samkomulag,
engir peningar!
Sannast sagna rak mig í roga-
stans við eftirfarandi staðhæfingu í
Morgunblaðsgrein Sturlu Böðv-
arssonar: „Við lok þeirrar miklu
vinnu reyndust fulltrúar VG ekki til-
búnir að fallast á þau sjónarmið sem
ég hafði náð samkomulagi um við
aðra og höfnuðu því miður samstarfi
um málið nema þeirra sjónarmið um
ótakmarkaðan ræðutíma næði fram
að ganga. Auk þess vildu þeir slíta
sundur breytingar á þingsköpum og
bætta starfsaðstöðu þingmanna.“
Það er vissulega rétt að þing-
flokkur VG vildi aðgreina breyt-
ingar á þingskapalögum annars
vegar og peningatilboð til stjórn-
arandstöðuflokkanna til manna-
ráðninga, fleiri utanlandsferða og
annars af því tagi, hins vegar. For-
seti þingsins var afdráttarlaus hvað
þetta snertir: Ekkert samkomulag,
engir peningar!
Okkur var gert alveg ljóst að ef
við værum ekki reiðubúin til þess að
fallast á kröfur forseta og meirihlut-
ans um breytingar á þing-
skapalögum yrði heldur ekki um að
ræða aukið fjárframlag til manna-
ráðninga og annarra verkefna til að
bæta hag stjórnarandstöðu.
Varðandi hitt að VG hafi ekki léð
máls á því að stytta ræðutíma er það
einfaldlega ósatt. Það kom rækilega
fram áður en þingmálið var lagt
fram og við umræðu um frumvarpið
að VG studdi breytingar sem fólu í
sér verulega styttingu á ræðutíma
svo og á ýmsum öðrum þáttum sem
við töldum vera til þess fallna að
gera þinghaldið markvissara.
Við vildum hins vegar skoða málin
heildstætt og ekki undir neinum
kringumstæðum veikja stjórn-
arandstöðuna í því hlutverki sem
henni er ætlað samkvæmt Stjórn-
arskrá Íslands, að stuðla að vand-
aðri lagasetningu og veita fram-
kvæmdavaldi og stjórnarmeirihluta
aðhald.
Grátbroslegar yfirlýsingar
Í upphafi þings nú í vikunni hefur
forseti Alþingis og einstaka þing-
menn úr „þingskapameirihlutanum“
sem myndaðist fyrir jól, verið með
hástemmdar yfirlýsingar um hve
mjög breytingarnar sem gerðar
voru á þingskapalögum, hefðu verið
til góðs, það mætti þegar sjá á öllu
vinnulagi þingsins! Athygli vekur að
auk Sturlu Böðvarssonar, forseta
Alþingis, hafa fyrrverandi ráð-
herrar, sem átt hafa erfiðan málstað
að verja á Alþingi, gengið sér-
staklega fram fyrir skjöldu síðustu
daga til að dásama hvílík himna-
sending nýja þingskapafrumvarpið
er.
Þetta er nánast grátbroslegt á að
hlýða í ljósi þess að enn er ekkert
farið að reyna á hin umdeildu
ákvæði þingskapalaganna sem færa
framkvæmdavaldinu og meirihlut-
anum sem það styðst við á Alþingi
aukin völd og áhrif á kostnað stjórn-
arandstöðu.
Forseti Alþingis leiðréttur
Ögmundur Jónasson fjallar um
nýju þingskapalögin » Það er vissulega réttað þingflokkur VG
vildi aðgreina breyt-
ingar á þingskapalögum
og peningatilboð til
stjórnarandstöðuflokk-
anna
Ögmundur Jónasson
Höfundur er form. þingflokks Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
SAMKEPPNISEFTIRLIT er
meingallað hér á landi. Nýjasta
dæmi þess er mál Kortaþjónust-
unnar. Samkeppnisyf-
irvöld voru rúm fimm
ár að koma böndum á
misnotkun Visa og Eu-
rocard á markaðs-
ráðandi stöðu sinni.
Samkeppniseft-
irlitið tekur ekki á
brotum þegar þau eiga
sér stað, heldur löngu,
löngu síðar. Réttnefni
á stofnuninni er því
frekar Samkeppnis-
eftirálit. Hún er sögu-
skrifari samkeppn-
islagabrota og leggur
á málamyndasektir
mörgum árum eftir að
almenningur hefur
fengið að blæða vegna
minnkandi samkeppni.
Oftast hafa sam-
keppnislagabrot staðið
yfir árum saman þegar
Samkeppniseftirlitið
tekur þau til rann-
sóknar. Einatt tekur
rannsókn tvö til þrjú
ár, en dæmi eru um allt að sex ár.
Það tók stofnunina fimm ár að rann-
saka samkeppnislagabrot Eimskips
gagnvart Samskipum.
Ný fyrirtæki á markaði geta ekki
treyst á samkeppnislögin til að
vernda sig gegn samkeppn-
islagabrotum. Iceland Express er
gott dæmi um það. Samkeppniseft-
irlitið komst að þeirri niðurstöðu á
miðju árinu 2007 að Icelandair hefði
misnotað markaðsráðandi stöðu sína
gegn Iceland Express á árinu 2004.
En þessi úrskurður kom þremur árum
of seint. Stofnendur Iceland Express
höfðu ekki fjárhagslega
burði til að standa gegn
þeim 5,2 milljarða
króna fórnarkostnaði
sem Icelandair lagði í
til að drepa af sér sam-
keppnina. Þeir seldu
fyrirtækið því á bruna-
útsölu árið 2004 og
þóttust heppnir að
sleppa við gjaldþrot.
Þar brugðust sam-
keppnisyfirvöld hlut-
verki sínu, enda var
þeim í lófa lagið að
stöðva brot Icelandair.
En þess í stað vildu þau
skrifa sögu.
Nú hefur verið
ákveðið að efla Sam-
keppniseftirlitið, enda
er skortur á samkeppni
talin ein helsta ástæða
þess hvað verðlag er
hátt hér á landi. Sú
styrking gerir hins veg-
ar lítið gagn nema að
starfshættir stofnunar-
innar verði færðir til nútímans. Hér er
ekki verið að skamma starfsmenn
hennar fyrir leti, öðru nær. Það er
starfsramminn og hugsunarhátturinn
sem þarf að breytast.
Samkeppnis-
eftirálit
Ólafur Hauksson fjallar um
starfsemi og starfshætti Sam-
keppniseftirlitsins
Ólafur Hauksson
» Oftast hafasamkeppn-
islagabrot stað-
ið yfir árum
saman þegar
samkeppnisyf-
irvöld taka þau
til rannsóknar.
Höfundur var einn af stofnendum
Iceland Express.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
OFT hefur mig langað til að tjá skoð-
anir mínar á ýmsum málefnum á síð-
um Moggans. Það sem hefur þó
ávallt stoppað mig er það að ég er ör-
yrki, ómenntuð og með sterka til-
finningu fyrir því hvernig þjóðfélag-
ið lítur á mína líka. En ekki lengur!
Sjúkdómi mínum get ég ekki breytt
og verður örorka að einhverju leyti
hluti af mínu lífi alltaf, en ómenntuð
verð ég ekki lengur og trúin á sjálfa
mig, lífið og tilverurétt minn í því er
komin til að vera! Þökk sé Starfs-
endurhæfingu Norðurlands og öllu
því góða fólki sem að því bráðnauð-
synlega verkefni kemur. Sl. 1½ ár
hef ég verið nemandi SN og hefur
það verulega breytt lífi mínu til hins
betra. Að fá tækifæri til að byggja
sig upp eftir langa fjarveru af vinnu-
markaði og úr takti við eðlilegt líf,
vegna veikinda, er ómetanlegt. Ekki
bara fyrir einstaklinginn sjálfan
heldur líka fyrir fjölskylduna, sam-
félagið og þjóðfélagið í heild! Sú frétt
að SN fái ekki fjármagn til að halda
verðugri starfsemi sinni áfram er
mikið áfall. Loksins þegar eitthvað
gott kemur til hjálpar öryrkjum og
kostar ekki „gígantískar“ upphæðir
er lokað á verkefnið. Af hverju í
ósköpunum er ekki hægt að veita fé
til endurhæfingar þegar árangurinn
er eins góður og raun ber vitni? Vilja
ráðamenn kannski ekki breyta
ástandinu? Þeir hefðu þá reyndar
minni ástæðu til að væla yfir þeim
mikla bagga sem öryrkjar eru á
þjóðfélaginu ef þeim fækkaði vegna
góðrar endurhæfingar. Ég skora á
ráðamenn menntamála-, heilbrigð-
ismála- og félagsmálaráðuneytis að
endurskoða málin rækilega og
styrkja Starfsendurhæfingu Norð-
urlands til áframhaldandi góðra
verka. Meira að segja ég, ómenntaði
öryrkinn, sé hagkvæmnina í þessu
frábæra verkefni fyrir þjóðarbúið og
vona að menntun skili þeirri sýn líka!
SIGRÍÐUR RÓSA
SIGURÐARDÓTTIR,
nemandi SN og gildur
þjóðfélagsþegn.
Mannbætandi verkefni
sem vert er að styrkja
Frá Sigríði Rósu Sigurðardóttur