Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 11 ÚR VERINU Það er grafalvarlegt mál að mannrétt-indanefnd Sameinuðu þjóðanna skulihafa komizt að þeirri niðurstöður aðkvótakerfið brjóti í bága við mann- réttindi og atvinnufrelsi fólks. Íslenzk stjórn- völd verða að sjálfsögðu að fara yfir úrskurð nefndarinnar og meta hvernig skuli bregðast við honum. Ef staðreyndin er sú að ekki megi takmarka atvinnufrelsi manna með þeim hætti sem kvótakerfið gerir er þjóðinni mikill vandi á höndum. Auðvitað er öllum ljóst að takmarka verður veiðarnar. Auðvitað er öllum ljóst að frjálsar veiðar ganga aldrei upp. En hvernig er hægt að takmarka veiðarnar með þeim hætti að það standist lög og fari ekki í bága mann- réttindi. Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvort verið sé að brjóta mannréttindi með kvótakerfinu. Þar gengur mönnum ýmislegt til. Aðalatriðið er einfalt. Það geta ekki allir stundað fiskveiðar á Íslandsmiðum eins og þeim sýnist. Stjórnvöldum ber að setja um veiðarnar lög og reglur sem stuðla að sjálf- bærri nýtingu auðlindarinnar, en jafnframt að skipa til með þeim hætti að veiðarnar verði að- bærar. Að þær skili bæði þeim sem veiðarnar stunda og þjóðinni sjálfri viðunandi afrakstri. Þetta tvennt verður að fara saman við fisk- veiðistjórnunina. Nú er það framundan í fyrsta lagi að meta hvort úrskurður mannréttindanefndarinnar leiðir til þess að gera þurfi grundvallarbreyt- ingar á fiskveiðistjórnuninn. Verði niðurstaðan sú að ekki þurfi að breyta, munum við búa áfram við núverandi fiskveiðistjórnun, hugs- anlega með smávægilegum breytingum. Verði niðurstaðan á hinn veginn, er mikið starf fyrir höndum. Markmiðin hljóta engu að síður að vera hin sömu og áður. Sjálfbærar veiðar, sem skila þeim sem þær stunda og þjóðinni sjálfri viðunandi tekjum. Það verður ekki gert öðru vísi en að takmarka aðganginn. Það er hægt að gera á ýmsa vegu, en hvaða leið sem verður farin hlýtur hún að byggjast á einhvers konar unnar var miðað við það verð sem þurfti að fást fyrir þorskblokkina í Bandaríkjunum. Eft- ir því sem syrti í álinn var gengið lækkað. Ekki var tekið á vandanum. Með kvótakerfinu breyttist þessi mynd smám saman. Nú er sjáv- arútvegurinn sjálfbær atvinnugrein sem skilar tekjum í þjóðarbúið í stað þess að vera í þeirri undarlegu stöðu að vera hvort tveggja í senn undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar og baggi á þjóðarbúinu. Trúlega vill enginn fá þá stöðu upp á ný. Kvótakerfið hefur skilað miklu, en það hefur jafnframt kostað miklar fórnir. Nú, í ljósi úr- skurðar mannréttindanefndar SÞ, er því góður tími til að horfa yfir farinn veg. Meta hvað hef- ur áunnizt og hvað hefur tapazt. Horfa síðan fram á við og komast að niðurstöðu, móta fisk- veiðistjórnun, sem felur í sér allt í senn, sjálf- bærar veiðar, hagkvæman útveg og brýtur hvergi í bága við lög eða mannréttindi, ef nið- urstaðan verður að svo sé ekki nú. Þetta þarf að gera fordómalaust og með þá staðreynd í huga að fiskveiðar verða aldrei gefnar frjálsar. Það verður alltaf að takmarka aðganginn. Aðgangurinn verður alltaf takmarkaður » Auðvitað er öllum ljóst að frjálsar veiðar ganga aldrei upp. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is skömmtun. Takmarkaður aðgangur að auðlind verður svo alltaf að einhvers konar verðmæti. Eigi hagkvæmni að vera leiðarljósið verður að- göngumiðinn, í hvaða formi sem hann er, að vera framseljanlegur. Þá má kannski segja að komið sé að grund- vallaratriði. Eiga veiðarnar að vera hag- kvæmar? Auðvitað vilja það allir, en eigi að nota sjávarútveginn til að viðhalda byggð, er ekki annað hægt að sjá en hagkvæmninni verði kastað fyrir róða. Það sést bezt í Noregi þar sem þeir sem sjóinn stunda í smáum byggðum í Norður-Noregi eru á framfæri hins opinbera stóran hluta ársins. Þar er of litlum aflaheim- ildum dreift á of marga. Þegar litið er til þess tíma, sem kvótakerfið var sett á birtist afar dökk mynd. Sjávarútveg- urinn var nánast allur á hausnum. Skipin voru allt of mörg vegna stjórnlauss innflutnings á árunum þar á undan. Gengi íslenzku krón- Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÝJA flokkunar- og pökkunarlínan frá Völku, Valka RapidAligner, vakti mikla at- hygli, er hún var sýnd hjá Ný-fiski í Sandgerði í síð- ustu viku. Vinnslulínan er hvort tveggja í senn nákvæmari og sjálfvirkari er áður hefur þekkzt og bætir meðferð hráefnis og nýtingu þess að sama skapi. Vinnslulínan pakkar með sjálfvirkum hætti ferskum flökum og flakbitum í umbúðir af fastri þyngd af mikilli nákvæmni. Vinnslu- línan flokkar, velur saman bita og raðar og er búin innmötunarbúnaði fyrir fisk og frauðkassa. Helgi Hjálmarsson er fram- kvæmdastjóri Völku. Hann segir að fyrirtækið sérhæfi sig í þróun á sjálf- virknilausnum fyrir fiskvinnslu, sem hafi það að meginmarkmiði að auka gæði og bæta nýtingu hráefnis og skila þannig fiskvinnslunni auknu virði fyrir afurðirnar. „Við höfum verið að einbeita okk- ur að þróun og byggja okkur þannig upp að við getum orðið lausnafyr- irtæki í fiskvinnslunni. Hvort sem í landi eða úti á sjó, þó að við höfum ekki selt neitt út á sjó enn. Við erum að byggja upp grunn af tækjabúnaði og hugbúnaði til að geta boðið heild- arlausnir. Meðal annars fórum við út í það að þróa tækjaþjón, sem byggist á eins konar miðstöð, sem stýrir í senn öllum tækjum og búnaði, sem tengjast viðkomandi kerfi. Hann er með notendavænt vefviðmót á öll tæki og með honum er hægt að bjóða upp á fjarþjónustu á allan tækjabún- að. Komnir með góðan grunn Núna erum við komnir með mjög góðan grunn til að geta tekizt á við þessi verkefni og sjáum mikil tæki- færi í aukinni sjálfvirkni í fisk- vinnslu. Mikið af störfum í fisk- vinnslu í dag er einhæf röðunarstörf, innmötun á vélar og færibönd til dæmis. Nýja vélin okkar tekur með- al annars á því verkefni, því hún rað- ar sjálf í kassana. Það þarf ekki starfsfólk til þess og auk þess næst miklu meiri nákvæmni með sjálf- virkninni. Það er því tvöfaldur ávinn- ingur af því. Við erum svo komnir af stað með þjarkaverkefni með HB Granda. Við fengum meðal annars styrk frá AVS-sjóðnum í það. Það hjálpar manni mjög mikið að vinna að þess- um málum að hafa haft aðgang að sjóðum eins og AVS og Tækniþróun- arsjóði. Þetta er dýr þróun og það væri miklu erfiðara að fjármagna hana, kæmu ekki til styrkir af þessu tagi. Hjá HB Granda munum við nota þjark til að raða fiskinum inn á vélar en þar sjáum við mikil tæki- færi. Í fiskvinnslunni hér á landi má gera ráð fyrir að um 10-15% starf- anna felist í einfaldri innmötun. Gangi þjarkaverkefnið vel sjáum við í því mikla möguleika til hagræðing- ar. Röðun í umbúðir hluti af flokkuninni Það er mikill galli á núverandi flokkunarbúnaði, sem Marel, Scan- vægt til dæmis og fleiri hafa verið að framleiða, að með honum glatast möguleikinn á því að raða stykkjun- um í umbúðir. Sá búnaður flokkar fiskinn með armi sem skýtur fisk- inum eða fiskbútunum út af bandinu í ákveðið hólf, sem annaðhvort telur stykkin eða vigtar þau. Með því get- ur viðkvæmur fiskur skemmzt og auk þess þarf mann til að raða fisk- inum í umbúðirnar. Við lítum því á vélina sem næsta skrefið í flokkun- arbúnaði þar sem röðun í umbúðir eða inn á aðrar vélar er hluti af flokkuninni. Kosturinn við vélina er líka sá hve vel hún fer með fiskinn. Það skiptir miklu máli með ýsuna, en hún er afar viðkvæm. Þess vegna vilja engir vinnslumenn setja ýsuna í aðrar gerðir af flokkunarbúnaði. Miðað við þau jákvæðu viðbrögð sem við fengum á kynningunni í Nýfiski í vikunni teljum við að sölumöguleikar hér á landi séu mjög góðir. Við erum einnig að skoða mögu- leika á pökkun í smápakkningar, sem mikið er um erlendis. Það eru pakkningar með mjög fáum eining- um og þar er einnig algengt að fjöldi eininga sé fyrirfram ákveðinn, þann- ig gæti vélin þurft að gera 600 gramma pakkningar með 3 stykkj- um. Þá verður nákvæmnin í samval- inu ennþá mikilvægari. Það er vax- andi krafa erlendis að allt sé selt í fastri þyngd. Það einfaldar svo margt í búðunum til dæmis. Við erum líka að stefna á útflutn- ing og höfum verið á sjávarútvegs- sýningunni í Brussel síðastliðin fjög- ur ár. Það tekur tíma, en nú erum við komnir með þann grunn sem þarf til að fara á erlenda markaði. Við höf- um þegar fengið mjög jákvæð við- brögð, en þá erum við að tala um matvælamarkaðinn almennt, ekki bara fiskinn. Þetta er allt í gangi en tekur auðvitað tíma. Við reiknum þó með því að á þessu ári verði fyrstu sölurnar erlendis. Við erum þar mik- ið að horfa til Noregs og Færeyja og þá erum við að tala um mjög sam- bærilegan búnað við það sem er hér heima. Svo eru líka möguleikar í lax- eldi í Noregi, Chile og Skotlandi. Það ættu að vera tækifæri þar,“ segir Helgi Hjálmarsson. Sérhæfa sig í sjálfvirkni- lausnum fyrir fiskvinnslu Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, hyggur á landvinn- inga erlendis enda eru þar miklir möguleikar framundan Helgi Hjálmarsson Árvakur/Hjörtur Gíslason Nýjungar Mikill áhugi var á nýju vélinni frá Völku, þegar hún var sýnd hjá Ný-fiski í Sandgerði. Vélin leysir ýmis vandamál sem menn hafa glímt við. „VIÐ höfum verið með yfirvigt upp á 2 til 2,5%, en með nýju vélinni frá Völku náum við yfirvigtinni niður í 0,2%. Það þarf ekkert mjög flókna stærðfræði til að reikna út hvað það þýðir. Við spörum okkur um 25 krónur á hvert kíló, en það svarar til 15 til 20 milljóna króna sparnaðar á ári. Það munar um minna,“ segir Gunnar Bragi Guðmundsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði. „Það er búið að vera mjög gaman að taka þátt í þessu verkefni. Ótrúlegt hvað við eigum mikla hugvitsmenn og duglegt fólk. Það er kannski það sem manni finnst bezt í þessu. Byrjað var að vinna að þessu verkefni árið 2006 og aðeins tveimur árum seinna stendur vélin fullkláruð og fullhönnuð í notkun inni í sal með svo flóknum og full- komnum tæknibúnaði. Það finnst mér aðdáunarverðast í þessu. Vélin sem slík er að hluta til smíð- uð eftir okkar óskum. Við höfðum lýst eftir vél sem gæti gert þetta. Helgi Hjálmarsson var einmitt á sama tíma að hanna búnað, sem hann hélt að gæti leyst okkar vanda- mál. Ferski fiskurinn er svo við- kvæmt hráefni og við erum að selja hann í hæstu verðflokkum. Því verð- um við að vera með fullkomna vöru og til þess að geta það þurfum við góða meðhöndlun. Þá er þróunin sú að það er alltaf verið að selja í minni og minni umbúðum eins og þriggja og fimm kílóa kössum. Þá verður strax vandamál með yfirvigt. Þegar maður er með bita sem eru 250 til 300 grömm og þriggja kílóa kassa, fara allt að þrettán stykki í kassann. Þá er mjög erfitt að finna stykki, sem gerir það að verkum að vigtin verði nákvæmlega þrjú kíló í kass- anum. En það er einmitt það sem forritið í vélinni gerir. Það finnur stykki sem er á leiðinni í flokk- aranum þannig að það passi ná- kvæmlega upp á vigtina. Það er al- veg ótrúlegt að sjá þetta virka. Ferskur fiskur, einkum ýsa, er mjög viðkvæmur í allri meðhöndlun, en vélin fer einstaklega vel með fisk- inn. Hann verður ekki fyrir neinu hnjaski á leið sinni ofan í kassana, en vélin raðar sjálfvirkt í þá. Það er mjög mikilvægur þáttur því ef fisk- urinn byrjar að rifna þurfum við að flokka hann frá og setja í lausfryst- ingu, en fyrir þann fisk fæst mun lægra verð. Þarna getum við líka verið að vinna með tvo mismunandi gæðaflokka í einu. Það er alveg nýtt í þessu að geta verið með tvo gæða- flokka auk þess að vera með mis- munandi stærðarflokka í gangi sam- tímis,“ segir Gunnar Bragi. Árvakur/Hjörtur Gíslason Tækni Birgir Kristinsson og Gunnar Bragi Guðmundsson, framkvæmda- stjórar Ný-fisks í Sandgerði, eru ánægðir með nýju vélina frá Völku. Spara 15 til 20 milljónir á ári „MÉR lízt mjög vel á vélina frá Völku. Hún skil- ar því sem þarf í meðferð hráefn- isins. Hún er bezta tækið sem ég hef séð varð- andi það. Hvað okkur varðar er það kannski spurning m af- köstin. Hvort þau séu næg fyrir okkur,“ segir Gunnar Aðalbjörns- son, rekstrarstjóri Samherja á Dal- vík. .„Við höfum frá upphafi fylgzt með þróun vélarinnar, en Helgi sýndi okkur hvað hann var að gera fyrir tveimur eða þremur árum. Á þeim tíma vorum við að kaupa tæki frá Marel, þannig að við ákváðum bara að fylgjast með þessu. Þessi keyrsla hjá Ný-fiski fannst mér lofa mjög góðu. Ég er mjög hrifinn af þessu,“ segir Gunnar. Hrifinn Gunnar Aðalbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.