Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F jöldi útkalla í desem- bermánuði dró athyglina svo um munar að hinu gríðarlega álagi sem hef- ur verið á starfsfólk Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, síðustu ár. Fjöldi slökkviútkalla í desember sló met, var 278 en mest áður 185 í maí 2006. Stækkun höfuðborgarsvæðisins til austurs og fjölgun íbúa eiga þátt í metfjölda útkalla, jafnt sjúkra- sem slökkvibifreiða, og þykir þörf fyrir að bæta við slökkvistöð á svæðinu. Fyrir eru stöðvar í Skógarhlíð, við Tunguháls og í Skútahrauni, Hafn- arfirði, að viðbættri stöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Stjórn SHS samþykkti nýlega að fjórða stöðin skyldi staðsett við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, að því gefnu að hægt yrði að flytja stöðina við Tunguháls niður á Stekkjarbakka, flutningurinn er forsenda framkvæmdanna. Kostnaður við nýju stöðvarnar er gróflega áætlaður um 700 milljónir, eða um 350 milljónir á stöð, auk kostnaðar vegna tækjakaupa. Stækkun höfuðborgarsvæðisins á síðustu árum og ný hverfi á jöðrum núverandi þjónustusvæða hafa reynt mjög á getu SHS til að sinna útköll- um innan viðmiðunarmarka. Aksturstími er lykilþáttur í stað- setningu slökkvistöðva og er viðmið SHS að sjúkrabifreiðar í forgangi eitt og tvö séu að hámarki sex mínútur á áfangastað, að viðbættum tveimur mín. til að taka á móti innhringingu, greina þörfina, koma boðum áfram og komast í bílinn. Með forgangi eitt og tvö í sjúkra- flutningum er átt við sjúkraflutninga þegar um er að ræða alvarlegt slys eða sjúkdóma sem „ógna lífsnauð- synlegri líkamsstarfsemi“. Flokkun- in í eldsútköllum er í stuttu máli þannig að ef lífi, eignum eða umhverfi er ógnað er þau sett í 1. og 2. flokk. Reynt á ýtrustu þolmörk SHS Staðsetning slökkvistöðva er því hugsuð út frá því hversu langan tíma tekur að sinna útköllum og eins og sjá má af töflunni hér til hliðar getur fyr- irhuguð stöð í Stekkjarbakka haft stærsta þjónustusvæðið, sinnt um 100.000 manns. Markmið SHS er að ná viðbragðs- tíma slökkvibifreiða niður í átta mín- útur í að minnsta kosti 90% tilvika. Sama markmið kemur fram í kröfulýsingu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins frá árinu 2006, en þar segir að beiðni skuli sinna í 90% tilvika innan 8 mínútna í þéttbýli en 20 mín. í dreifbýli, þegar um er að ræða forgang eitt og tvö. Eins og fyrr segir hefur útþensla byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu valdið því að ofangreind tímamark- mið nást í mörgum tilfellum ekki og er þá fyrst og fremst um að ræða austasta hluta byggðarinnar og hverfi í Mosfellsbæ þar sem reyndin er þveröfug við markmiðin, sjúkra- útköll voru árið 2006 í yfir 90% tilvika yfir tímamarkmiðunum. Tekið skal fram að Mosfellsbær kemur langverst út af sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu og til samanburðar var hlutfall útkalla inn- an viðmiðunarmarka í Garðabæ nærri 80%, litlu hærra en í Hafnar- firði og í Reykjavík, en rúmlega 40% á Seltjarnarnesi. Hver aukamínúta dýrkeypt Til að setja þessa seinkun í sam- hengi bendir Daði Þorsteinsson, sviðsstjóri greiningarsviðs SHS, á að skv. sænskum útreikningum kosti hver aukamínúta samfélagið að með- altali um 100.000 íslenskar krónur, á hvert útkall slökkviliðs. Gengur Daði út frá því að svipað eigi við um sjúkrabíla, þótt tölur liggi ekki fyrir. Slökkvistöðin við Tunguháls sinnir Mosfellsbæ og er hinn langi við- bragðstími m.a. rakinn til þess að hún þykir óheppilega staðsett vegna slæmrar tengingar við stofnæðar – fyrirhuguð tenging hefur aldrei kom- ist af teikniborðinu – að viðbættri fjarlægðinni austur eftir. Þáttur veg- tenginga í löngum aksturstíma stöðv- arinnar á Tunguhálsi er ekkert eins- dæmi. Hlutfall útkalla á Seltjarnarnesi sem voru innan við- miðunarmarka lækkaði á árunum 2004 til 2006, m.a. vegna mislægra gatnamóta við Hringbraut og Snorrabraut nærri Skógarhlíð. Því eru uppi hugmyndir um að flytja stöðina við Skógarhlíð niður að Hringbraut, gegnt BSÍ, í því skyni að stytta viðbragðstímann. Fæli sú framkvæmd í sér samein- ingu við stöðina á flugvellinum, skref sem nokkur hagræðing er talin mundu hljótast af. Metfjöldi útkalla veldur miklu álagi á starfsfólk sjúkra- og slökkvi- bifreiða og sökum tímaskorts geta margir ekki gefið sér tíma fyrir nauð- synlegar æfingar, svo sem fyrir út- köll í háhýsum, eða við aðrar erfiðar aðstæður sem þarfnast undirbún- ings. Útköllum fyrir sjúkra- og slökkvi- bifreiðar fjölgar stöðugt og er breytt aldurssamsetning íbúa á höfuðborg- arsvæðinu talin einn orsakaþátta, þ.e. eldra fólki fjölgar ört. Svo kann það að vera þáttur að um- ferðin þyngist ár frá ári. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, undanfarin ár. Baldur Arnar- son kynnti sér skýrslur SHS um aukinn fjölda útkalla og þörfina fyrir nýja stöð á ört vaxandi íbúasvæði. Þörf fyrir nýja slökkvistöð Í HNOTSKURN »Svar- og boðunartíminn er sásami fyrir sjúkra- og slökkvi- bifreiðar (2 mín.), heildarvið- bragðstíminn fyrir slökkvibíla er hins vegar tíu mínútur. »Að sögn Daða Þorsteins-sonar, sviðsstjóra greining- arsviðs hjá SHS, gerir fjöldi hringtorga í austurhverfunum slökkvibifreiðum erfitt um vik. Dreifing Eins og sjá má af kortinu miðar staðsetning stöðva að sem bestri álagsdreifingu með tilliti til aksturstíma.                                  Aksturstími Stöðin í Stekkjarbakka mun þjóna flestum. Staðsetning í Hvarfahverfi og við Vesturlandsveg hefur verið tekin til athugunar.                       !"#$### !##$### %#$### #$### &#$### "#$### #         !  "  #!  "  $!  "  %!  Aukning Sjúkraútköllum fjölgar. "'$### "#$### !'$### !#$### '$### #    &  !     '(()'((* '(() '((+ '(($ '((* !( $" ## !( $) ( !( $ #( "# $) *' "! $& ** "" $% %& ") $* "" baldura@mbl.is FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, mun í þess- ari viku taka þátt í heimsráðstefnu um framtíð orku- mála sem haldin er í Abu Dhabi í Sameinuðu arab- ísku furstadæm- unum. Hann mun því næst fara í opinbera heimsókn til Katar. Verður þetta í fyrsta sinn sem for- seti Íslands fer í opinbera heimsókn til ríkis í arabaheiminum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra verður með í för auk embættis- manna frá iðnaðarráðuneyti, utan- ríkisráðuneyti og forsetaembætt- inu og fjölmargir fulltrúar ís- lenskra fyrirtækja. Ráðstefnan er hin fyrsta sinnar tegundar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er nú lögð rík áhersla á að efla alþjóðlega sam- vinnu um framtíð orkumála. Forseti í fyrsta sinn til arabaheimsins Ólafur Ragnar Grímsson „VIÐ ERUM komnir upp í 65 sjúkraútköll á dag að jafnaði og sumir á vaktinni eru þannig að þeir hafa engan tíma til að æfa núna. Ef þeir eru sett- ir á vissa sjúkrabíla eru þeir í útköllum allan dag- inn og hafa í raun engan tíma til að sinna slökkvi- liðshliðinni, að viðhalda kunnáttunni þar,“ segir Daði Þorsteinsson, sviðsstjóri greiningarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, um álag- ið í stéttinni. Meirihluti starfsmanna SHS hefur menntun til að sinna bæði slökkvistörfum og sjúkraflutningum og er menntunin bundin í reglugerð, að því er kemur fram á vefsíðu SHS. „Þeir geta þá komið verr undirbúnir en æski- legt er í vissar tegundir af útköllum. Þá á ég meðal annars við útköll sem þarf sjaldan að fara í, á borð við í háhýsum og önnur slík flókin útköll. Ef þeir geta ekki æft þessa hluti geta liðið nokkur ár milli þess að þeir fái að æfa hand- tökin, og þá við raunveruleg útköll.“ Að sögn Daða var slegið met í desember í fjölda útkalla slökkvibifreiða, þau voru þá 278, alls 93 fleiri en í maí 2005, sem var áður metmánuðurinn. Útköllum sjúkrabifreiða hefur stöðugt fjölgað og var árið 2006 metár í því sam- hengi, þá var fjöldinn 22.884, en 19.200 árið 2001. Árið 2007 fer yfir 23.700 en yfirferð gagna er enn ólokið. Veðurfarið í desember er talið ein helsta orsök útkallafjöldans hjá slökkviliðinu og segir Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, að ef veðurmynstrið breytist í þá veru að lægðir verði jafn tíðar og djúpar megi vænta frekari aukn- ingar í fjölda útkalla. Háannatíminn byrjar upp úr hádegi Árið 2006 voru alls 1.422 eldsútköll hjá SHS í þéttbýli en til samanburðar var hann 1.246 árið 2005, 1.142 2004 og 1.084 árið 2003. Háannatími eldsútkalla byrjar upp úr hádegi en nær svo hámarki við lok vinnudags og minnk- ar svo eftir því sem líður á kvöldið. Það er þó ekki fyrr en eftir miðnætti sem tíðnin lækkar að ráði, eins og kemur fram í skýrslu Margrétar Maríu Leifsdóttur um tölfræði útkalla hjá SHS 2006. Hafa engan tíma fyrir æfingarnar Daði Þorsteinsson ELDUR kom upp í fjallaskála við Tjaldafell, norðan við Skjaldbreið, í fyrrinótt. Ingi Rafnar Júlíusson, einn eigenda skálans, sagði í samtali við Morgunblaðið að kviknað hefði í út frá kamínu í skálanum, en ekki hefði eldurinn verið mikill. „Reyk- skynjari í skálanum lét í sér heyra áður en reykurinn varð sýnilegur og hófum við strax að slökkva eld- inn.“ Nauðsynlegt reyndist að rífa hluta þils úr vegg og lofti til að kom- ast að eldinum, en það hefði gengið vel, enda skálinn vel búinn slökkvi- tækjum og öðrum öryggisbúnaði. Engin slys urðu á fólki vegna eldsins, en Ingi segist ekki vita hvert umfang tjóns sé að svo stöddu. Kviknaði í fjallaskála               BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra og formaður Þingvallanefnd- ar, segir á heimasíðu sinni að frá því hann tók við formennsku í nefndinni árið 1992 hafi ekki verið rætt hvort taka ætti nýja gröf í þjóðargrafreitnum. Þegjandi sam- komulag ríki um að hann fái að hvíla í friði. Stuðningshópur Bobb- ys Fischers hefur komið fram með þá hugmynd að Fischer verði bor- inn til grafar í þjóðargrafreitnum. Samkomulag um reitinn Árvakur/RAX Grafreitur Sumir vilja grafa Fisch- er í grafreitnum á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.