Morgunblaðið - 24.01.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 24.01.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 25 Læknir hefur verið tekinn afneyðarbíl höfuðborgarsvæð-isins. Hann verður þá ekki leng-ur meðal fyrstu viðbragsaðila á vettvang hjá þeim sem veikastir verða eða þeirra mest slösuðu, líkt og verið hef- ur undanfarin 30 ár. Læknir mun því ekki veita þessum sjúklingum bestu þjónustu fyrr en þeir eru komnir inn fyrir dyr Landspítalans. Lífslíkur sjúklinga sem fóru í hjartastopp utan sjúkrahúss tvöfölduðust með tilkomu neyðarbíls með lækni fyrir 30 árum og hefur sá árangur aukist jafn og þétt. Nú er árang- urinn á höfuðborgarsvæð- inu með því besta sem ger- ist í heiminum. Nám og kröfur sem gerðar eru til sjúkraflutn- ingsmanna, bráðatækna og lækna sem sinna bráða- þjónustu á vettvangi hafa aukist, en það hefur skilað sér í mjög öflugu teymi sem sinnt hefur þeim veikustu á vettvangi. Ég tel varhugavert að taka lækni úr áhöfn neyð- arbíls og er sannfærð í ljósi reynslu minnar og mennt- unnar að hér sé um afturför að ræða. Allir eru sammála um að þjálfun og nám sjúkraflutningamanna hefur aukist og er það vel. Engu að síður er það svo að þegar ástand sjúklings er mjög alvarlegt getur þekking og reynsla læknis skipt sköpum. Með því að fjarlægja lækninn afvett- vangi fyrstu viðbragða tel ég að vegið sé að öryggi sjúklinga. Þetta er ekki ein- ungis mín skoðun því víða í Evrópu, m.a. á Norðurlöndum, í Frakklandi og Þýska- landi er aðkoma lækna að neyðarþjón- ustu, þó að með mismunandi hætti sé. Auðvitað mætti endurskoða hvernig það er gert hér og í raun mjög mikilvægt að hafa svo veigamikla þjónustu í stöðugri endurskoðun en þá með það að markmiði að bæta þjónustuna fremur en að draga úr henni. Þar sem ég þekki til í London er ekki algengt að læknar fari með sjúkrabíl- unum þar sem það tekur svo langan tíma vegna tafa í umferðinni. Þess í stað er þyrla með lækni og bráðatækni þar sem mikil áhersla er lögð á að þeir þjálfi og vinni saman. Þyrlan er hugsuð til að koma þessu teymi sem fyrst á staðinn til sjúk- lingsins en ekki endilega til að flytja sjúk- linginn, svipað fyrirkomulag eins og verið hefur með neyðarbíllinn í Reykjavík. Þeg- ar myrkvar getur þyrlan ekki flogið leng- ur en þá tekur bíll með lækni og bráðaliða við til að fara til alvarlegustu sjúkling- anna, enda umferðin minni. Heldur er verið að fjölga bílum og læknum í útköllin fremur en að fækka vegna þess að það hefur sýnt sig að það bætir þjónustu við sjúklingana. Þetta, þrátt fyrir sparnað og mikið aðhald í heilbrigðiskerfinu í Eng- landi. Er ekki bara best að kalla hlutina réttum nöfnum? Fjallað hefur verið um neyðarbílinn í fjölmiðlum undanfarinn mánuð en full- yrðingar frá stjórnendum LSH hafa verið misvísandi og stundum ónákvæmar. Ýmist hefur verið sagt að verið sé að spara, sem er rétt – að hagræða heitir það víst – eða að ekki sé verið að spara heldur að efla þjónustuna, en það er erfitt að skilja þegar verið er að draga úr lækn- isþjónustu við þá veikustu á höfuðborg- arsvæðinu, áður en þeir koma inn fyrir dyr Landspítalans. Hagræðingin átti að felast í því að taka neyðarbílslækni (sem er ýmist reyndur deildarlæknir eða sérfræðingur) af neyð- arbílnum allan sólarhringinn og setja við störf inn á slysa- og bráðadeild (SBD) LSH í staðinn. Hins vegar átti að draga úr annarri mönnun inni á deildinni í stað- inn og spara á þann hátt. Stjórnendum er jú gert skylt að spara. En þegar dregið er úr mönnun á sama tíma og aðsókn sjúk- linga eykst stöðugt, eins og staðreynd er á SBD LSH er illa unnt að halda því fram að þjónustan við skjólstæðinga hennar aukist, heldur er hætt við að niðurstaðan verði einmitt hið gagnstæða. Í Codex Eticus, læknaeiðnum stendur: Hafið velferð sjúklings og samfélags að leiðarljósi. Minna má á að frá því að tilkynnt var í desember að taka ætti lækni alfarið úr út- kallsteymi neyðarbíls höfuðborgarsvæð- isins hafa margar athugasemdir borist til yfirstjórnar SBD LSH. Bæði frá neyð- arbílslæknunum sem staðið hafa vörð um þessa mik- ilvægu starfsemi og þeim slysa- og bráðalæknum sem búa erlendis ásamt fleiri læknum sem eru í sérnámi í þessari grein. Allir hafa þeir lýst yfir áhyggjum sínum og jafnvel bent á leiðir til að efla þjónustuna. Töf og jafnvel aukakostnaður? Síðan tilkynnt var að það ætti alfarið að leggja niður læknisþjónustu í neyðarbíl hafa stjórnendur LSH lagt til eftirfarandi: 1. Að reynt verði að senda lækni af SBD, sem er að vinna við að sinna sjúkling- um, í útkall. Það getur á hinn bóginn verið óheppilegt og jafnvel beinlínis hættulegt að hlaupa skyndilega frá veikum einstaklingum þegar aðrir á deildinni eru ekki inni í hans málum. Auk þess er alls óvíst hve lengi læknirinn verður frá. Töf verður á að læknirinn komist á staðinn því að það virðist vera að hann verði kallaður til eftir að fulltrúar slökkviliðsins (SHS) verði komnir á staðinn. Það er háð því að það sé til laus bíll hjá SHS til að fara á SBD og sækja lækninn. Sé laus bíll þá fyrst fer hann til sjúklingsins. Vonandi ekki of seint. 2. Til að koma á móts við það að þurfa ekki að vera háð því að einhver bíll sé laus hjá SHS er nú talað um að reynt verði að fá sérútbúinn, hraðskreiðan bíl á slysa- og bráðadeildina til að flytja lækninn. En þá þarf bílstjóra allan sólarhringinn og að- stöðu fyrir þá á deildinni sem ásamt bíln- um er því nýr kostnaðarliður! Þessi kostnaður þarf að dragast frá þeim 30 milljónum króna sem eiga að sparast við þessa aðgerð. Hefði þá ekki verið betra að halda áfram í núverandi kerfi, að læknir og sjúkraflutningsmaður eða bráðatækn- ir fari í útköllin saman og samnýta sam- eiginlega sérútbúinn og hraðskreiðan sjúkrabíl frá Rauða krossinum til þess? Felst ekki ákveðin hagræðing í því fyr- ir skattborgarana, frekar en að þeir þurfi að borga fyrir einn bíl til viðbótar, bíl- stjóra og aðstöðu? Mætti þá hugsanlega leysa þetta mál með því að neyðarbíllinn með núverandi áhöfn (læknir frá LSH og sjúkraflutn- ingsmaður eða bráðatæknir frá SHS) fari frá SB í Fossvogi í stað Slökkviliðsstöðv- arinnar í Skógarhlíð, ef stjórnendur LSH halda fast í því ákvörðun að fá lækninn inn á sjúkrahús? Fækka á verulega útköllum þar sem læknirinn er kallaður til því hann getur ekki verið að sinna veikum einstaklingum inni á LSH og verið í sífellu að hlaupa frá þeim. T.d. á hann ekki lengur að fara til allra meðvitundarlausra einstaklinga eins og verið hefur. Einnig verður að gæta þess að það er ekki alltaf ljóst þegar neyðarbíll fer af stað í útkall hversu al- varlegt ástand sjúklings er og getur það breyst afar fljótt til hins verra. Vissulega þarf ekki lækni með okkar reynslu í öll útköll – en það er með þetta eins og með botnlangann – það verða allt- af einhverjir óbólgnir botnlangar teknir til að missa ekki af þeim sem verður að fjarlægja til að bjarga lífi sjúklingsins – og menn verða að gera það upp við sig hvort þeir sætti sig við það eða ekki. Eins er rétt að benda á að verði útköllin töluvert færri fer hver læknir mjög sjald- an í útköll og hætta er á að læknahóp- urinn fái ekki nægilega góða þjálfun í að slípa til góð og fumlaus vinnubrögð á vett- vangi sem þarf þegar mest liggur við. Ef þú eða þínir nánustu lenda í lífs- hættulegu slysi eða veikindum myndir þú ekki vilja hafa lækni með í fyrsta við- bragðsteymi? Afturför að taka lækni af neyðarbíl Eftir Kristínu Sigurðardóttur »Með því aðfjarlægja lækninn af vett- vangi fyrstu við- bragða tel ég að vegið sé að ör- yggi sjúklinga. Höfundur er sérfræðingur í slysa- og bráðalækningum. Kristín Sigurðardóttir skýringu á þessu. „Yngri kynslóðin hefur kannski meiri áhuga á að skrifa fyrir sjónvarp eða kvik- myndir en þar hefur nú ekki verið feitan gölt að flá til skamms tíma. Leikhúsin hafa borið því við að það sé dýrara að flytja íslensk verk en erlend, laun- in til höfundarins þarf ekki að greiða með erlend verk. Þá kemur maður strax að þeirri spurningu til hvers er verið að halda úti leikhúsum fyrir al- mannafé ef þau líta fyrst og fremst á það sem hlut- verk sitt að flytja erlend verk. Hvers konar bókaút- gáfa væri það ef það væru eingöngu gefnar út þýddar bækur,“ spyr Hávar og segir að þótt fram- boðið á nýjum íslenskum verkum sé ekki mikið sé það meira en það lítur út fyrir að vera. „Það vantar raunverulegt frumkvæði og skipulagt starf innan leikhúsanna þar sem höfundar eru beinlínis fengnir til að skrifa. Það vantar líka þann skilning að þegar verið er að vinna svona vinnu teldist mjög gott hlut- fall ef eitt af hverjum fimm verkum sem leikhúsið setur í gang kæmist á svið. Það þarf að gera ráð fyrir þeirri áhættu. Nánast öll erlend verk sem við fáum hingað eru afrakstur af slíkri vinnu og hingað koma þau algjörlega hefluð og pússuð eftir margar uppsetningar í leikhúsum erlendis. Íslenskir höf- undar njóta þess ekki; ef maður er einu sinni búinn að fá verk frumsýnt verður það ekki sýnt aftur hér. Fyrsta uppfærsla er eina uppfærslan og því hefur höfundurinn ekki tækifæri til að pússa verkið. Þetta setur, finnst mér, ákveðnar kröfur á leik- húsin hér að sinna nýjum verkum ennþá betur en ella því að okkar litli leikhúsmarkaður sér ekki um þetta.“ Ekki sestur að í Hafnarfirði Halla og Kári er annað verkefnið sem Hávar tekur þátt í hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í vetur en fyrir áramót var þar sett upp í samstarfi við Kvenfélagið Garp verkið Svartur fugl eftir David Harrower í þýðingu Hávars. Aðspurður segist hann ekkert vera sestur að í Hafnarfirðinum þótt honum þyki gott að vinna þar. Eins og áður segir verður leikritið Halla og Kári frumsýnt næstkomandi laugardag en leikarar í verkinu eru Erling Jóhannesson, María Pálsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Þorsteinn Bachmann og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm sér svo um tónlistina í verkinu. „Tónlistin skiptir verulegu máli og er mjög falleg og skemmtileg. Ég er afskaplega ánægður með það hvernig þau hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu hafa tekið verkið að sér. Það hefur orðið miklu meira úr því í þeirra höndum en ég hafði gert mér vonir um,“ seg- ir Hávar að lokum. gjörlega á forsendum textans sem er ekki alltaf markmið höfundarins.“ Hávar gegnir formennsku í Leikskáldafélagi Ís- lands og spurður út í stöðu leikskálda á Íslandi í dag virðist hann ekkert alltof bjartsýnn. „Mér finnst staða leikskálda ekkert vera sér- staklega góð því það er ekki verið að frumflytja mörg íslensk verk, þau eru jafnvel færri í dag en fyrir tíu til fimmtán árum. Sérstaklega ef maður horfir á stóru leikhúsinu þrjú, Þjóðleikhúsið, Borg- arleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Einhvern tím- ann var það viðmið að allt að helmingur frumsýn- inga væri íslensk verk, ný eða endurflutningur á eldri verkum,“ segir Hávar en kann enga haldbæra s. og u m l- amtímanum r Hávar Sigurjónsson á laugardaginn gnast hluti hratt án þess að þurfa að hafa fyrir því Árvakur/Árni Sæberg með Höllu og Kára í höndum Hafnarfjarðarleikhússins. Vefsíða Hafnarfjarðarleikhússins: www.hhh.is gangi stúlkna sem er bólusettur munu vinnast 16,9 lífár. Þegar kostnaði um- fram sparnað á hverju ári er deilt á líf- árin sem vinnast sést að það kostar um 1,8 milljónir króna að bjarga hverju líf- ári. Svo geta menn spurt sig, er það of mikið til þess að framlengja líf einnar konu um eitt ár?“ Rannsóknir í öðrum löndum hafa að sögn Jakobs leitt í ljós svipaðar upphæð- ir á hvert lífár, til dæmis í Danmörku og Noregi. Ennfremur hefur í breskri um- ræðu um þetta mál verið sagt forsvaran- legt að hvert lífár kosti 20-30 þúsund pund, eða 2,6-3,9 milljónir króna. Endan- leg niðurstaða hans byggist á slíkum samanburði á milli landa. Bóluefnið fáist á góðu verði Í forsendum sínum miðaði Jakob við að bóluefnin fengjust á 25% afslætti frá uppgefnu heildsöluverði í Lyfjaverðskrá, enda yrðu lyfjakaupin boðin út þegar svo mikið magn ætti að nota. Önnur bóluefni sem verið er að nota fást á þeim afslætti í dag og því ekki ósennilegt að hið sama gæti gilt um þessi. Ríkið þyrfti því að punga út um 30 milljónum árlega í mörg ár áður en árangur kæmi fram. „Þetta er framtíðarfjárfesting. Ég skil það vel að hvatinn fyrir stjórnvöld til að fara út í þetta geti verið lítill, enda kemur sparn- aðurinn ekki fram fyrr en eftir 10-30 ár og ávinningurinn í lífárum kvenna ennþá síðar. Þolinmæði er lykilatriði í þessu samhengi,“ segir Jakob. krabbameinsleit, sem hefur reynst öflugt vopn fram til þessa. „Meðalaldur þeirra kvenna sem greinast hér á landi er 45 ár. Ef þær lifa sjúkdóminn af eiga þær því tiltölulega langt líf eftir, en það vegur þungt í þeirri niðurstöðu að bólusetning- in borgi sig,“ segir Jakob. Hvert ár á minna en tvær milljónir „Ef við bólusetjum spörum við á móti pening, færri konur þurfa til dæmis að fara í skurðaðgerð og geislameðferð. Sá sparnaður er hins vegar ekki nógu mikill til að vega upp á móti kostnaði. Þann kostnað sem verður umfram sparnað setjum við í samhengi við þau lífár sem tekst að endurheimta og finnum út hvað hvert þeirra kostar. Með hverjum ár- nærri allar stúlkur bólu- ndin er sú að með bólu- a aldri megi koma í veg a smitast leghálskrabba- mök. Talið er að nánast trýma þessum smitsjúk- mennum bólusetningum mhaldandi kerfisbundinni r sig á löngum tíma Árvakur/Ómar um og hefur nýlokið nar á Læknadögum. Í HNOTSKURN »Forsendur rannsóknarinnar mið-ast við að kostnaður ríkisins af bólusetningu hvers árgangs stúlkna sé ríflega 30 milljónir króna. »16,9 lífár vinnast með bólusetn-ingu hvers árgangs og því fæst út að hvert lífár kostar um 1,8 milljónir króna. »Forsendurnar gera ráð fyrirsparnaði sem kemur á móti með færri tilfellum krabbameins, og að bóluefnakaupin verði boðin út svo efnin fáist með 25% afslætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.