Morgunblaðið - 24.01.2008, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„VELDI Moggans að riða til
falls?“
Margir velta því fyrir sér hvað
gamla góða Mogganum gangi til
með þeim síendurteknu og ýktu
hrakspám og harmafregnum af
vettvangi viðskiptalífsins sem ein-
kennt hafa skrif blaðsins að und-
anförnu: „Hundruð bankastarfs-
manna að missa störf sín?“,
„Glitnir hættir við!“ og nú síðast í
fyrradag „Veldi Baugs í breskri
smásölu að riða til falls?“.
Mörgum hefur eflaust brugðið
við þessa frétt, enda efst á hægri
síðu framarlega í blaðinu. Við
nánari skoðun koma í ljós gæsa-
lappir utan um fyrirsögnina (líkt
og hér að ofan) og síðan frétta-
texti sem segir allt aðra sögu en
fyrirsögnin, enda tilvitnun í
breskt blað og vísast runnin und-
an rifjum öfundar- eða óvild-
armanna umrædds fyrirtækis.
Hagnaðartölurnar sem raktar eru
í fréttinni eru hins vegar gríð-
arlegar af hinum fjölmörgu verk-
efnum fyrirtækisins í Bretlandi
og ekkert sem bendir til þess að
veldi þess þar sé „að riða til falls“.
Þeim fer fjölgandi hér sem ann-
ars staðar sem „hlaupa“ í gegnum
fyrirsagnir þeirra fjölmörgu dag-
blaða sem berast okkur, umbeðin
sem óumbeðin, og meðtaka ómeð-
vitað það sem í þeim fyrirsögnum
felst. Áhrif fyrirsagna sem þess-
ara eru því afar neikvæð og vekja
óneitanlega spurningar um hvatir
stjórnenda blaðsins.
Spurningar um hvatir seðla-
bankastjóra vakna einnig þegar
vefritið Eyjan fullyrðir að hann
hafi hlakkandi fundið FL Group
uppnefnið FL-ENRON með vís-
an til bandaríska örlagafyrirtæk-
isins Enron og flíkað uppnefninu
víða. Til slíks tals er væntanlega
ekki efnt með hag íslenska hag-
kerfisins í huga, a.m.k. ekki
þeirra sem eiga hagsmuni að
verja í FL Group, Baugi eða
Glitni.
Það er jafnauðvelt að tala hlut-
ina niður og að tala þá upp. Ís-
lenska viðskiptalífið og almenn-
ingur í landinu þarf satt að segja
hvorki á niðurtali seðla-
bankastjóra né Moggans að halda
um þessar mundir – þvert á móti.
Jakob Frímann Magnússon
„Veldi að
riða til falls?“
Höfundur er tónlistarmaður.
ALAN Greenspan er farinn og
Ben S. Bernanke tekinn við seðla-
banka BNA. Hann lagði strax fram
drög að reglum sem takmarka
,,framandi og dýr“ lán til fólks með
ónógt lánstraust. Þær
skylda banka til að
kanna greiðslugetu
fólks, krefja þá um að
sýna dulin gjöld falin í
vaxtaálaginu og
hindra villandi auglýs-
ingar. Lántaka er gert
kleift að leita réttar
síns sé út af brugðið.
„Bankamenn eiga ekki
rétt á að skapa sér
viðskiptavenjur, sín á
milli, á kostnað annars
fólks“, sagði Justice
Foster (f. 1689).
,,Ósanngjarnar og vill-
andi viðskiptavenjur
skaða ekki aðeins lán-
taka og fjölskyldur
þeirra heldur sam-
félagið í heild og hag-
kerfið með,“ sagði
Bernanke nýlega.
Nýju reglurnar taka
gildi eftir þrjá mánuði.
Um er að ræða kú-
vendingu frá fyrri
tregðu til að skipta sér
af því hvernig samn-
ingsfrelsið er notað.
Reglurnar breyta litlu
á næstunni en koma í
veg fyrir að mistök
verði endurtekin. Um
það snýst málið, skylt
er að læra af mistökum. Vanskil
,,undirmálslána“ ollu lánakreppu,
traustið er skert.
Afskiptaleysi er ábyrgðarleysi
Ekki er nóg að hagstjórn snúist
um vexti en annað sé látið eiga sig.
Sé svo er um slaka hagstjórn að
ræða, eins þó stýrivöxtum sé beitt
af hörku. Stjórnvöld verða að sjá
þetta, mikil skuldsetning heimila
getur fylgt ofmati eigna og skapað
þeim óbærilega áhættu. Sé haft 25-
30% eigið fé við íbúðakaup þola
fjölskyldur slíkt verðfall án þess að
skelfast. Ef hins vegar er lánað 90-
95% eins og títt er nú og jafnvel
100%, þá getur orðið skuldadrifið
verðfall eins og í kreppunni miklu.
Fólk sem sér eignastöðu sína nei-
kvæða reynir þá í örþrifum að
selja, til að lágmarka tap sitt. Ekki
þarf þá marga skelfda til að verð-
fall verði snöggt og mikið. Í Skand-
inavíu gerðist þetta fyrir 15-20 ár-
um, verðið féll um 50%. Ef nægt
eigið fé er í íbúðakaupum gerist
þetta ekki, verðið
stendur þá í stað þar
til hagkerfið tekur við
sér á ný. Þannig var
þetta hér á landi.
Á markaði ríkir viss
leiga og verð á hvern
fermetra. Lækki vext-
ir rísa leigutekjur und-
ir meiri lánum og
hækki söluverð bera
eignir hærri lán. Ef
gnótt er lánsfjár og
skortur á húsnæði
hækka lágir vextir
verðið. Vandinn felst í
skortinum. Þetta gerð-
ist hjá okkur sl. fjögur
ár. Fólk sem kaupir
íbúð nú hefur meiri
greiðslubyrði en fyrr,
skuldar meira og
áhættan er meiri. Það
hélt að lægri vextir og
hærri lán væru til
bóta, en svo var ekki.
Þegar hugað er að
velferð þarf að muna
þetta. Enginn þekk-
ingarauki fylgir því að
verða fjárráða. Bank-
ar þurfa alltaf að
skammta fé að vissu
leyti, eftirspurnin er
oft ekki djúpt hugsuð.
Fjöldinn hefur hvorki
næga þekkingu né tíma til að afla
sér hennar. Fólk þarf húsnæði og
er háð leiðsögn bankanna. Þeim
ber að gæta hagsmuna fólks en
ekki líta á það sem gróðatækifæri.
100% bankaflón
Lánaþenslu banka má gagnrýna.
Fjöldi íbúðalána þeirra var veittur
án þess að íbúðakaup væru að baki.
Þau lán voru til eyðslu. Reynslulitl-
ir bankamenn, hvattir með kaup-
réttum og bónusum, höfðu velferð
ekki í huga. Bankinn sem auglýsti
,,100% lán – 100% banki“ hefði átt
að bæta við ,,100% bankaflón“.
Bankastjórinn brosandi er nú far-
inn með pokann sinn digra. Bankar
eru með hundruð milljarða í íbúða-
lánum sem enginn annar en þeir
sjálfir hafa metið. Vandinn er líkur
þeim sem amerískir bankar glíma
við, að vísu enn dulinn vegna
þenslu. Það kemur að skuldadögum
og útlánatöpum. Fjölmörg heimili
verða fórnarlömb þessa. Munum þó
að það var Landsbankinn sem
hvarf fyrstur frá 100% lánunum og
ber heiður og þökk fyrir.
Ótal dæmi eru um lánaþenslu.
Bankamönnum ber að þekkja sitt
fag, skaðsemi þenslu og að hafa
hag viðskiptavina í fyrirrúmi. Þeim
ber að hemja græðgi sína og láta
það ekki henda oftar að lánastefnan
sé mótuð í markaðsdeildinni. Von-
andi læra þeir líka að láta ekki
hendur skipta máli séu þeir ekki
sammála Alþingi. Á þeim bæ hefur
lengi verið litið svo á að ríkið eigi
að líta til með húsnæðismálum,
ekki er séð stefnubreyting þar á.
Framferði banka sýnir nauðsyn
þess að þeir njóti aðhalds: Þeir
sniðganga landsbyggðina, áskilja
sér einhliða rétt til vaxta og þókn-
ana og veita fólki ekki ábyrga ráð-
gjöf.
Barnaleg oftrú
Stjórnvöld áttu að bregðast við.
Oftrú þeirra á ,,lögmál markaðar-
ins“ er barnaleg í ljósi fákeppni,
sem veldur því að menn skammta
sér kjörin. ,,Laissez-faire“ af-
skiptaleysisstjórnun reyndist aldrei
vel í rekstri. Hún er ekki betri til
hagstjórnar í fákeppni. Oft er rætt
um sjálfstæði Seðlabankans. En
getur nokkur verið sjálfstæður sem
ekki hefur sjálfstæðar skoðanir?
Bankinn eltir tískustrauma í hag-
stjórn og þorir ekki að gera nauð-
synlega hluti af því að hann sér þá
ekki gerða annars staðar. Stjórn-
völd áttu að vera búin að setja regl-
ur á borð við reglur Bernankes fyr-
ir löngu. Hægri hönd ríkisvaldsins
veit ekki hvað sú vinstri gjörir.
Ósamræmi er milli þess sem Seðla-
bankinn og Íbúðalánsjóður gera. Sá
síðarnefndi á að vera til staðar fyr-
ir fólkið í landinu, hvar sem það er
búsett. Þegar bankarnir létu hend-
ur skipta máli átti hann að halda
sínu striki en ekki taka þátt í því
sem ekki gat staðist til frambúðar.
Oftrú á afskiptaleysi
Ragnar Önundarson fjallar um
markaðinn, íbúðaverð og
íbúðalán til einstaklinga
» Oft er rættum sjálf-
stæði Seðla-
bankans. En
getur nokkur
verið sjálf-
stæður sem
ekki hefur sjálf-
stæðar skoð-
anir? Bankinn
eltir tísku-
strauma í hag-
stjórn.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur,
bankamaður og fjármálaráðgjafi.
UMFRAM flest annað hvílir
skylda um sanngirni í samskiptum,
skylda sáttaumleitana í deilum,
friðarskylda, á herðum forseta Al-
þingis. Hans er að skapa sátt og
góðan samstarfsanda á Alþingi og
að sama skapi hlýtur forseti að
forðast þjónkun við framkvæmd-
arvaldið, forðast að birtast sem ein-
hliða talsmaður meiri-
hlutans vilji hann
standa undir nafni
sem forseti þingsins
alls. Í nálægum þjóð-
þingum gerist það
iðulega að forsetinn
kemur úr röðum
stjórnarandstöðunnar
sem undirstrikar
þetta. Á Alþingi Ís-
lendinga er annað
uppi.
Fimmtudaginn 10.
janúar sl. skrifar
Sturla Böðvarsson,
forseti Alþingis, grein
í Morgunblaðið. Fer
þar ein samfelld lof-
gjörð um Sturlu
Böðvarsson sjálfan og
það hversu lýðræð-
islega og með vönd-
uðum hætti hann hafi
staðið að málum við
undirbúning og af-
greiðslu þing-
skapalagafrumvarps-
ins svokallaða. Fátt er fjær sanni.
Þá erum við Vinstri græn höfð fyr-
ir rangri sök í ýmsum atriðum
málsins og látið eins og stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn vilji
ekki aðeins standa beinlínis gegn
umbótum í störfum Alþingis heldur
sé hann og áhugalaus um bætta að-
stöðu stjórnarandstöðu á þingi! Er
nú trúlegt eða hitt þó heldur að
þetta sé svona?
Efnislegur
ágreiningur um málið
Hinn efnislega ágreining um
þingskapalagafrumvarp forsetans
geta menn kynnt sér. Ég hvet
menn til þess að skoða þar fylgi-
gögn í málinu, þar á meðal og ekki
síst hina ítarlegu greinargerð sem
þingflokkur Vinstri grænna sendi
frá sér og nefndarálit okkar um
málið. Okkar niðurstaða, okkar mat
var og er einfaldlega það, að með
þessum einhliða breytingum hafi
vald framkvæmdarvaldsins gagn-
vart þingræðinu enn styrkst og var
þó nóg fyrir. Með frumvarpinu var
gengið alltof langt í að takmarka
möguleika stjórnarandstöðu til að
spyrna við fótum, til að andæfa
umdeildum eða viðamiklum málum
sem ríkisstjórn, í krafti meirihluta
síns á Alþingi, vill keyra í gegn.
Eitt helsta bitvopnið í vopnabúri
stjórnarandstöðunnar var takmark-
að alltof harkalega án þess að ann-
að kæmi á móti sem styrkti þá
stöðu stjórnarandstöðunnar að öðru
leyti. Við Vinstri græn lögðum
fram fjölmargar tillögur í málinu,
nú síðast þá að afgreiðslu yrði
frestað fram í byrjun febrúar, um-
sagna óháðra aðila leitað í millitíð-
inni og vandað betur til verka svo
sátt gæti náðst. Því var um-
svifalaust hafnað.
Allt þetta veit forseti Alþingis.
Það er því undarlegt af hans hálfu
að ætla nú aftur að efna til úlfúðar
í málinu. Tilraun Sturlu Böðv-
arssonar til að útmála okkur
Vinstri græn í blaðagreinum sem
dragbíta á einhverjar óumdeildar
breytingar til bóta á starfsháttum
Alþingis er fráleit og dæmd til að
mistakast. Staðreyndin
er einfaldlega sú að til
staðar er efnislegur og
pólitískur ágreiningur
um það hvort þessar
breytingar og það
samhengi sem þær
voru settar í hafi verið
til bóta eða ekki, hvort
réttlætanlegt var að
gera þær með þessum
hætti eða ekki og
hvort eðlilega hafi ver-
ið að þeim staðið.
Þingræði eða ráð-
herravald?
Það sem vekur sér-
staka athygli er sú
staðreynd að greinin,
með innihaldi sínu og
anda, skuli yfirleitt
skrifuð af forseta Al-
þingis. Með greininni
leggur Sturla Böðv-
arsson lykkju á leið
sína til að viðhalda úlf-
úð og deilum. Það er
sem sagt ekki þannig að forseti Al-
þingis stingi niður penna til að við-
urkenna að efnislegur og málefna-
legur ágreiningur hafi verið um
málið. Ekki heldur þannig að hon-
um þyki leitt að ekki náðist sam-
staða. Enn er það ekki þannig að
hann skrifi greinina til að bjóða
fram sættir að málalyktum og rétta
út hönd sína í anda þeirrar frið-
arskyldu sem embætti hans fylgir.
Nei, þvert á móti. Sjálfstæðismað-
urinn Sturla Böðvarsson hælist um
að hann hafi náð að hundsa sjón-
armið stærsta þingflokks stjórn-
arandstöðunnar og þröngva málinu
í gegn. Þessi skrif forseta, lítilla
sanda sem þau eru, segja allt sem
segja þarf um þær hvatir sem
greinilega lágu að baki.
Mörgum reynist erfitt að hætta
að tala og hugsa sem ráðherra og
aðlagast nýju hlutverki og breytt-
um skyldum. Þegar valdastólarnir
blasa við reynist enn öðrum auðvelt
að gleyma því um hæl hvað það
þýðir að vera í stjórnarandstöðu.
Ríkisstjórnin réð sér ekki fyrir
kæti með þær málalyktir sem þing-
skapalagafrumvarpið fékk og fór
forsætisráðherra fremstur í flokki
að hæla forseta fyrir dugnaðinn.
Framkvæmdarvaldið hrósar enn
sigri og hyggur eflaust gott til
glóðarinnar með vel smurt færi-
bandið reiðubúið til þjónustu. En
það eru ekki allir sigrar til vinnings
þegar betur er að gáð, ekki allar
ferðir til fjár. Um það dæmir
reynslan og er ólygin.
Enn rýfur forseti
Alþingis friðinn
Steingrímur J. Sigfússon gerir
athugasemdir við grein Sturlu
Böðvarssonar
Steingrímur J.
Sigfússon
»Með grein-inni leggur
Sturla Böðv-
arsson lykkju á
leið sína til að
viðhalda úlfúð
og deilum.
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
ÞAÐ er nú augljóst að örfáir
fulltrúar í borgarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna hafa blekkt Ólaf F.
Magnússon til fylgis við sig með því
að ljúga því að honum að þeir væru
um það bil að mynda nýjan meiri-
hluta með Vinstri grænum.
Það er nú augljóst að Ólafur F.
Magnússon blekkti sjálfstæðismenn
til að halda að hann væri fær um að
mynda slíkan meirihluta með því að
segja þeim ekki frá því að nánustu
varamenn hans myndu aldrei styðja
slík vinnubrögð.
Það er nú augljóst að annar eins
farsi, önnur eins handarbaka-
vinnubrögð og önnur eins svívirða
við virðingu kjósenda og lýðræðið í
landinu hefur aldrei átt sér stað í
stjórnmálasögunni.
Þær systur Lágkúra og Lygi leiða
hinn nýja „meirihluta“ til valda í
Ráðhúsinu.
Þú sérð þetta líka, er það ekki,
Geir Hilmar? Og finnst þér flokki
þínum sæmandi að komast til
„valda“ með þessum hætti?
Þær systur
Lágkúra
og Lygi
Höfundur er skáld.
Illugi Jökulsson
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsendar
greinar. Formið er að finna við opn-
un forsíðu fréttavefjarins mbl.is
vinstra megin á skjánum undir
Morgunblaðshausnum þar sem
stendur Senda inn efni eða neð-
arlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum Sendu inn efni.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að skrá sig inn í kerf-
ið með kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til gerða reiti.
Næst þegar kerfið er notað er nóg
að slá inn netfang og lykilorð og er
þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamlegast
beðnir að nota þetta kerfi. Nánari
upplýsingar gefur starfsfólk greina-
deildar.
Móttökukerfi aðsendra greina