Morgunblaðið - 24.01.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ríkharður Chanfæddist í Malas-
íu 3. september
1946. Hann lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 16. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Chan Kee Lin,
f. í Malasíu 17. des-
ember 1915, d. 27.
október 1996, og
Ho Thai, f. í Malas-
íu 23. september
1921. Systkini Rík-
harðs eru: Chan
Soon Kai, f. 28. september 1941,
d. 2. apríl 1985, Chan Kum Moi, f.
12. maí 1943, Prisscella Chan See
Mooi, f. 18. maí 1950, Chan Soon
Wah, f. 9. júlí 1951, Sally Chan
Sai Moi, f. 4. júlí 1956, og Evelyn
Chan Yoke Ying, f. 22. september
1962.
Eiginkona Ríkharðs er Anna
Greta Gunnarsdóttir, f. í Reykja-
vík 24. október 1954. Foreldrar
hennar eru Gunnar Björn Henry
Sigurðsson, f. 20. apríl 1928 í
Reykjavík, og Þórdís Grímheiður
Magnúsdóttir, f. 19. janúar 1928 í
Reykjavík.
Ríkharður og Anna Greta giftu
sig 14. júní 1975.
Börn þeirra eru: 1)
Sonja Arna Chan, f.
30. júní 1976, maki
Haraldur Svavars-
son, f. 5. apríl 1975,
dóttir þeirra er
Helga Chan, f. 26.
júní 2003. 2) Gunn-
ar Davíð Chan, f.
28. febrúar 1981,
maki Unnur Lárus-
dóttir, f. 23. maí
1978. 3) Stefanía
Chan, f. 11. febrúar
1994.
Ríkharður, sem var yfirleitt
kallaður Ronnie eða Rikki, ólst
upp í Kuala Lumpur í Malasíu.
Hann kom til Íslands 29. ágúst
1973 og hefur búið hér síðan.
Ríkharður var lærður iðnfræð-
ingur frá Malasíu. Hann var til
sjós sem kokkur hjá Eimskip árin
1978-1985. Árið 1989 útskrifaðist
hann sem matreiðslumaður frá
Hótel Holti. Hjónin stofnuðu veit-
ingastaðinn Rikki Chan í Kringl-
unni árið 1992. Þau opnuðu ann-
að útibú á Smáratorgi árið 1998.
Útför Ríkharðs fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Pabbi okkar er farinn. Í ágúst síð-
astliðnum greindist hann með
krabbamein og fannst okkur þá eins
og heimurinn hefði hrunið. Hvernig
gat það verið? Hann svo hraustur og
á besta aldri. En eins og pabbi
sagði: „Svona er lífið.“ Þessi setning
lýsir honum best. Hann var með
jafnaðargeð og tók lífinu með æðru-
leysi. Pabbi sagði líka að við ættum
að gera hlutina strax en ekki bíða
með þá þangað til á morgun. Við
ætlum að reyna að tileinka okkur
þessa kosti hans og hafa þá að leið-
arljósi í gegnum lífið.
Pabbi var mjög vinnusamur og
þurfti ávallt að hafa eitthvað fyrir
stafni. Hann sagði að fjölskyldan
væri númer eitt, tvö og þrjú. Hann
vann og vann svo við hefðum það
betra. Þá þótti honum ekki leiðin-
legt að bjóða fólki í mat og gerði það
alltaf af mikilli gleði og það var allt-
af nóg til fyrir alla og rúmlega það.
Þegar allir voru búnir að borða
gekk hann á milli manna og sagði:
„Viltu ekki borða meira, það er nóg
til.“ Pabbi var mikill áhugamaður
um fótbolta og missti sjaldan af leik
með Chelsea eða KR. Hann og afi
áttu alltaf ársmiða hjá KR og fóru
saman á alla heimaleiki liðsins.
Pabba þótti heldur ekki leiðinlegt að
fara til London á Chelsea-leiki,
hann og mamma fóru á tvo eða þrjá
leiki á ári. Pabbi var búinn að vera
stuðningsmaður Chelsea frá ung-
lingsárum. Hann var í Chelsea-
klúbbnum á Íslandi nánast frá
stofnun hans og var kjörinn heið-
ursfélagi í klúbbnum.
Pabbi, ferðin með þér og mömmu
til London í október síðastliðnum
var okkur ómetanleg. Við munum
aldrei gleyma gleðinni og brosinu
þínu þegar Chelsea skoraði öll átta
mörkin í þessum tveimur leikjum
sem við fórum á. Elsku besti pabbi,
við erum svo þakklátar fyrir að hafa
fengið þig sem pabba okkar. Þú
varst alltaf svo sterkur og traustur.
Þú kenndir okkur mikið og álit þitt
var okkur mikils virði. Við munum
ávallt varðveita minningu þína með
okkur og Helgu Chan. Það sem
huggar okkur á þessum erfiðu tím-
um er að þú ert kominn úr veika lík-
amanum þínum. Eflaust hafa líka
orðið góðir endurfundir hjá þér, afa
og bróður þínum.
Við elskum þig pabbi, hvíldu í
friði.
Þínar dætur,
Sonja Arna og Stefanía.
Ég elska þig pabbi minn og mun
alltaf hafa þig í hjartanu mínu, þú
og mamma hafið alltaf verið mínar
fyrirmyndir í lífinu. Ég mun aldrei
gleyma hvernig þú gerðir hlutina í
jákvæðni og miklaðir ekkert fyrir
þér, það hefur alltaf hjálpað mér í
lífinu að halda bara áfram hvað sem
kæmi uppá. Takk fyrir allt og ég á
ávallt eftir að sakna þín. Hlakka til
að sjá þig aftur.
Þinn sonur
Gunnar Davíð Chan.
Með örfáum orðum vil ég minnast
tengdaföður míns, Ronnie Chan,
sem lést langt um aldur fram eftir
snarpa viðureign við illvígan sjúk-
dóm. Þegar ég kynntist Sonju dótt-
ur hans var mér ákaflega vel tekið á
heimili þeirra hjóna Önnu Gretu og
Ronnie. Það var ekki nóg með að ég
væri kynntur fyrir stórri fjölskyldu
Önnu Gretu heldur bauðst mér að
fara með fjölskyldunni til Malasíu
og Kína til að hitta ættingja Ronnie
sem þar búa. Allt er þetta fólk sér-
staklega vingjarnlegt og gestrisið.
Þau hjónin Ronnie og Anna Greta
hafa alltaf verið höfðingjar heim að
sækja og verið samhent í því að
halda miklar veislur þar sem
galdraðar voru fram miklar kræs-
ingar og séð til þess að allir hefðu
nóg af veisluföngum. Hann var sér-
lega örlátur og taldi aldrei eftir sér
að gera öðrum greiða og oft nutum
við Sonja og Helga okkar góðsemi
hans og Önnu Gretu.
Ronnie var ætíð mikill vinnu-
þjarkur og vann oftast alla daga vik-
unnar. Það var helst að hann tæki
sér smá frí ef Chelsealeikur var í
sjónvarpinu. Einnig naut hann þess
að fara til Englands og fylgjast með
sínum mönnum á vellinum. Ég naut
góðs af því síðastliðið haust að fara
með þeim hjónum til Manchester á
leik þó að kraftar hans þá færu
þverrandi.
Það er ekki langt síðan hann ætl-
aði sér að minnka við sig vinnuna og
njóta lífsins betur. Hann hafði fest
kaup á glæsiíbúð í miðborg Kuala
Lumpur. Þar hugðust þau dvelja í
frítíma sínum í námunda við fjöl-
skyldu hans en þar búa systkini
hans og móðir. Þau fengu íbúðina
afhenta í sumar og bjuggu hana fal-
legum húsbúnaði. Því miður fór þó á
annan veg en ætlað var því að þá fór
hann fyrir alvöru að kenna sér þess
meins sem nú hefur dregið hann til
dauða.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast slíkum öðlingi og það er
með miklum söknuði sem hann er
kvaddur.
Minningin um góðan mann lifir.
Haraldur Svavarsson.
Kær tengdasonur okkar er fallinn
frá langt um aldur fram. Ronnie,
eins og hann var kallaður, kom til
Íslands 1973, kynntist dóttur okkar,
Önnu Gretu og giftu þau sig og
stofnuðu heimili. Þau eignuðust þrjú
mannvænleg börn.
Eftir að Ronnie kom til landsins
byrjaði hann að vinna í fiskvinnslu.
Fljótlega fór hann á matreiðslunám-
skeið sem veitti réttindi til að vera
matsveinn á fiskiskipum. Þá hóf
hann störf sem matsveinn á Hafn-
arfjarðartogaranum Júní og var alla
tíð virtur sem góður matsveinn
svangra togarasjómanna. Hann inn-
ritaðist síðan í Matreiðslu- og veit-
ingaskólann og var í námi á Hótel
Holti. 1988 lauk hann námi en hélt
áfram að starfa á Holtinu.
Ronnie réðst til Eimskipafélags
Íslands sem matsveinn og bryti og
gat sér gott orð sem flinkur mat-
reiðslumaður.
1990 fékk Ronnie hvatningu frá
eiganda Hótels Holts um að kaupa
veitingastað í Kringlunni og hóf
hann þar rekstur matsölustaðar
með austurlenska rétti. Nefndi
hann staðinn Rikka Chan. Staður-
inn hefur notið mikilla vinsælda al-
mennings og hefur Ronnie auðgað
íslenska matarmenningu með rétt-
um frá sínum heimaslóðum. Hann
kunni að notfæra sér gæði íslensks
hráefnis og er brautryðjandi á því
sviði. Þegar komið er á Stjörnutorg-
ið er alltaf biðröð á Rikka Chan sem
sýnir viðhorf til þessarar frábæru
matargerðar.
Í janúar 2007 ákvað Ronnie að
draga sig í hlé frá rekstrinum að
mestu leyti.
Afhenti hann syni sínum, Gunnari
Davíð Chan, framkvæmdastjóra-
stöðuna og ábyrgð á rekstrinum.
Hugðist Ronnie njóta þessi að lifa í
ró og næði með fjölskyldu sinni sem
honum þótti svo vænt um. En örlög-
in tóku í taumana og í byrjun ágúst
greindist Ronnie með krabbamein
og fór í meðferð á Landspítalanum.
Barátta hans var hörð og snörp við
þennan erfiða sjúkdóm sem leiddi
hann til dauða.
Ronnie hafði ýmis áhugamál svo
sem knattspyrnu og var stuðnings-
maður KR og Chelsea og var gerður
heiðursfélagi Chelseaklúbbsins í
haust.
Við söknum og syrgjum góðan
tengdason og þökkum honum fyrir
fylgdina sem við vonuðum að yrði
lengri. Fjölskylda okkar saknar
góðs manns og kveður hann í Guð-
sfriði.
Við sendum móður hans og systr-
um í Malasíu innilegar samúðar-
kveðjur, en hann hafði alltaf góð
tengsl við sína heimahaga.
Gunnar B.H. Sigurðsson,
Þórdís G. Magnúsdóttir.
Nú er Ronnie látinn, eftir stutta
og erfiða baráttu við krabbamein.
Þegar ég hugsa um Ronnie er það
fyrsta sem mér dettur í hug æðru-
leysi, hvernig hann tók á sjúkdómn-
um og örlögum sínum gagnvart
sjúkdómnum. Hann hafði meiri
áhyggjur á þeim sem stóðu honum
næst en sjálfum sér.
Ronnie er búinn að vera í mínu lífi
frá því ég man eftir mér, ég man
þegar ég sá hann fyrst, í herbergi
sem hann og Anna leigðu í Ísbjarn-
arhúsinu, þar sem þau unnu saman.
Ég man eftir giftingunni þeirra, já,
ég man eftir mörgu. Ronnie mark-
aði líf okkar allra, í fjölskyldunni
a.m.k. Hann er og verður sá allra
duglegasti og samviskusamasti
maður sem ég hef kynnst og einnig
sá allra gjafmildasti. Ronnie var og
er fyrirmynd þeirra sem vegna vel,
allir fengu að njóta góðs af. Þegar
við komum í heimsókn, í matarboð
eða rétt í einn kaffisopa hjá þeim
hjónum, var alltaf sama viðkvæðið,
„nóg-til“. Kannski er það sem lýsir
honum best, alltaf tilbúinn að
hjálpa, gefa og bjóða og alltaf var
„nóg-til“. „Nóg-til“ af dugnaði, gjaf-
mildi og væntumþykju, það er Ron-
nie í mínum augum.
Elsku Anna Greta, Sonja, Gunnar
Davíð og Stefanía, söknuður ykkar
er mikill.
Birgir, Guðrún og börn.
Ekki grunaði okkur þegar við fór-
um norður í júní sl. með Ronnie og
Önnu Gretu og Ronnie fékk slæman
magaverk að það væri vísirinn að
því sem koma skyldi og það svo
fljótt fyrir þennan góða og einstaka
mann. Okkur langar að þakka hon-
um áralöng kynni sem mági, svila og
vinnuveitanda, en Björg starfaði hjá
Ríkharður Chan
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
ÓSK HALLSDÓTTIR
frá Hrísey,
Tinnubergi 6,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum, Fossvogi,
miðvikudaginn 16. janúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn
25. janúar kl. 13.00.
Garðar Sigurpálsson,
Hulda Garðarsdóttir, Erling Jóhannesson,
Alma Garðarsdóttir, Jón Guðmundsson,
Sigurpáll Hallur Garðarsson,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
áður Ránargötu 27,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 16. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
25. janúar kl. 13.30.
María Elínborg Ingvadóttir,
Herdís Ingvadóttir,
Jón Grétar Ingvason, Hjördís Arnardóttir,
Bjarni Rafn Ingvason, Rósa Þ. Þorsteinsdóttir,
Áslaug Nanna Ingvadóttir,
Ingvi Júlíus Ingvason, Unnur Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS ÓSKARSDÓTTIR,
Framnesvegi 15,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
19. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 29. janúar kl. 14.00.
Jóhannes Jóhannesson, Hjördís B. Sigurðar,
Halldóra Jóhannesdóttir, Sigurgísli S. Ketilsson,
Helga Jóhannesdóttir, Gylfi Bergmann,
Gunnar Jóhannesson,
Jón Jóhannesson, Hanna Dóra Hjartardóttir,
Petrína M. Jóhannesdóttir, Ögmundur M. Ögmundsson,
Þröstur Jóhannesson, Guðbjörg H. Magnadóttir,
ömmu-, langömmu-, og langlangömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis að Drafnarstíg 2,
lést mánudaginn 21. janúar.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
28. janúar kl. 13.00.
Magnús Ingi Ingvarsson, Aðalheiður Alexandersdóttir,
Guðjón Magnússon, Anna Björk Eðvarðsdóttir,
Ingvar Magnússon, Bryndís Björk Karlsdóttir,
Rut Magnúsdóttir, Ingólfur Garðarsson,
Anna Ingvarsdóttir,
Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen,
Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir
og barnabarnabörn
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN BJARNEY GARÐARSDÓTTIR,
Stigahlíð 30,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 25. janúar kl. 13.00.
Garðar Halldórsson, Inga Jónsdóttir,
Kristín Jóna Halldórsdóttir,
Anna Þórunn Halldórsdóttir, Ágúst Þorsteinsson,
Helgi Þór Helgason, Guðbjörg Hanna Gylfadóttir,
Hanna Ragnheiður Helgadóttir, Steffen Simbold,
barnabörn og barnabarnabörn.