Morgunblaðið - 24.01.2008, Side 31

Morgunblaðið - 24.01.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2008 31 Þegar komið er að kveðjulokum reikar hugurinn gjarnan til fyrstu kynna. Kára kynntist ég í aprílbyrjun ’72 þegar ég flutti á Krókinn og hóf sambúð með syni hans. Mér var strax frá fyrsta degi tekið sem væri ég dóttir hans. Fyrsta barnabarnið, Björgvin, fæddist ári síðar, síðar kom Árni Hermann og þar á eftir María. Það má með sanni segja að barnabörnin hafi haft mikil og góð áhrif á líf Kára. Hann hafði unun af því að umgangast þau, leika við þau, kenna þeim og vera vinur þeirra og félagi. Tók hann nærri sér þegar þau fluttu suður í nám hvert af öðru en fylgdist vel með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist yfir því sem vel gekk. Sagði nú reyndar stundum við Björgvin þeg- ar hann þurfti starfa sinna vegna að Kári Hermannsson ✝ Kári Hermanns-son fæddist í Keldudal í Skaga- firði 24. janúar 1923. Hann lést á heimili sínu á Sauð- árkróki 24. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkróks- kirkju 29. desember. ferðast um langan veg, t.d. austur til Asíu: „Æ, Björgvin minn, ferðu nú ekki bráðum að hætta þessum ferðalögum?“ Var orðinn sáttur við að hafa hann í Dan- mörku þar sem hann býr og kom svo sem ekki að sök þó að hann þyrfti að skreppa til Finnlands en óaði við svona löngum ferðalögum þarna austur um. Kári var einn af þeim mönnum sem „geta allt“ en allt sem hann gerði var vel gert. Hann t.d. hann- aði, teiknaði og smíðaði fyrstu íbúð- ina sem við Reynir fluttum í. Ótalin og ómetanleg eru einnig handtökin sem hann innti af hendi við bygg- ingu hússins í Eskihlíðinni. Alltaf var hann tilbúinn að bæta við vinnudag sinn til þess að hjálpa okkur og aðstoða á allan hátt. Kári hafði afskaplega gaman af ýmiskonar ræktun meðan heilsan leyfði, t.d. trjárækt, tómatarækt og gulræturnar hans voru þær albestu sem maður fékk. Garðurinn þeirra Sillu var hreinn unaðsreitur á fal- legum sumardegi, falleg tré og margskonar blóm sem þau hjónin ræktuðu saman. Það er margt sem ég á eftir að sakna; bíltúrar á sumrin (kíkja í ber, í kaffihús á Hofsósi eða Lýdó, í sumarbústaðinn hjá Díu og Róari), vöfflukaffi á Smáró, og margt fleira. Hann sýndi alltaf áhuga á því sem ég var að gera. Ef ég t.d. hafði farið í fjallgöngu, dró hann fram göngukortið og það var spáð og spekúlerað í gönguleiðinni. Ef ég velti upp einhverju sem mig langaði að framkvæma var hann strax stokkinn af stað til að aðstoða mig eins og mögulegt var. Ástæðulaust að bíða til morguns með það sem hægt væri að framkvæma í dag! Við vorum líklega nokkuð samstiga að því leytinu. Þó að skrokkurinn hafi verið orð- inn ákaflega lélegur mörg undan- farin ár lét hann það þó ekki aftra sér við að framkvæma ýmislegt sem hann ætlaði sér og var það hreint með ólíkindum hvað hann gat gert. Það er stundum sagt að hugurinn beri mann hálfa leið, en ég held að hann hafi oft borið Kára miklu lengra. Það verður skrýtið að fara í berjamó án þess að koma við á Smáragrundinni og sýna afrakstur- inn og ræða sprettuna og bestu ber- jatínslustaðina! Nú er líklega komið að því að tengdadóttirin hreinsi sín ber sjálf! Ég þakka Kára fyrir allt gott sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Megi Guð að blessa minn- ingu hans. Helga Rósa. honum í 9 góð ár. Margs er að minn- ast og margt að þakka og viljum við kveðja Ronnie með ljóði Bubba. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Anna Greta, Sonja, Gunnar Davíð og Stefanía, ykkar er miss- irinn mestur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Björg og Ívar. Látinn er sómamaðurinn og svili minn Ríkharður Chan. Ronnie, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann, greindist með illvíg- an sjúkdóm sem hann réð ekki við og lést hann langt um aldur fram hinn 16. janúar sl. Það var öllum mikið reiðarslag þegar niðurstaða um veikindi hans kom í ljós. Ronnie kom til Íslands fyrir um 35 árum á leið sinni um heiminn. Hvað það var sem gerði það að verkum að hann stansaði hér til lífstíðar veit ég ekki, en hef þá trú að þar hafi mágkona mín Anna Greta haft áhrif, því þau hófu búskap fljótlega eftir komu hans til Íslands. Við fyrstu kynni af Ronnie sá ég strax að þar fór maður sem var í senn hreinskiptinn, heið- arlegur og umhyggjusamur um sína. Hann var traustur í alla staði og vinnusamur með eindæmum. Ronnie varð strax mikill Íslend- ingur í sér, þó minntist hann oft á heimaland sitt, Malasíu, með orð- unum „svona er þetta í Malasíu“, með blik í auga. Hann vann ýmis störf til sjós, sem háseti og síðan sem matreiðslumaður, en þeirri iðn sýndi hann fljótt áhuga. Ronnie vildi öðlast þau réttindi sem til þurfti, fór í land og síðan á samning hjá hótel Holti og útskrifaðist þaðan með sæmd. Ronnie og Anna Greta stofn- uðu fyrirtækið Rikka Chan sem þau helguðu sig alla tíð og hefur sonur þeirra, Gunnar Davíð, nú tekið við af föður sínum. Það væri mikið verk að fara yfir lífshlaup Ronnies því þar er af mörgu að taka, en það sem stendur upp úr er hversu einlægni og trú- mennska var honum í blóð borið. Kom það í ljós í veikindum hans hversu æðrulaus hann var og vilji hans til að lífið hefði áfram sinn vanagang þótt eitthvað bjátaði á. Þegar hann fékk þær fregnir að hann ætti skammt eftir ólifað og næði sennilega ekki að lifa jólin af voru áhyggjur hans ekki þær hversu veikur hann var heldur að það myndi trufla aðra í jólaundir- búningnum. Þannig hugsaði hann allt til enda, ekki um sig heldur aðra. Í baráttu við erfiðan sjúkdóm hélt Ronnie reisn sinn og sýndi öðr- um hversu sterkur hann var í örm- um fjölskyldu sinnar sem hugsaði um hann af kærleika þannig að dag- arnir væru honum sem eðlilegastir. Anna Greta, sorg þín og söknuður er mikill við missi eiginmanns þar sem þið voruð ekki síður vinir og fé- lagar. Sonja, Gunnar Davíð, Stef- anía og Helga, sorg ykkar er mikil við missi föður og afa. Kæra fjölskylda, minning um eig- inmann, föður og afa er ykkur dýr- mæt, því hann var fram á síðasta dag hann sjálfur og þannig vildi hann að við værum. Kæri Ronnie, ég vil að lokum þakka þér þau góðu kynni sem við áttum, þau voru mér og minni fjöl- skyldu verðmæt. Kveðja Bjarnleifur. Kveðja til Ronnie. Hann birtist á Fróni í leðurjakka með bros, þar hitti hann unga mey, í bíl sem var í laginu eins og skel. En þó að jakkinn hafi hlaupið, og konan sekki lengur mey, þá brosir hann enn. Þau áttu börn og buru sem eru þeim kær, byggðu hús og fengu nýj- an bíl ferðuðust víða og sóttu Aust- urlönd. En svo kom kallið, hann varð að kveðja, þá leit hann um öxl og sagði, brosið. En fjölskyldan sat eftir ein, og ekkert var brosið. En svo líða tímar og þá kemur brosið. Elsku Ronnie, þakka þér sam- fylgdina. Megi almættið fylgja þér og fjöl- skyldu þinni. Þín mágkona Lilja. Með mikilli sorg langar mig að minnast einstaklega góðs manns, frænda og vinnuveitanda sem var kallaður frá okkur allt of snemma. Ronnie, eins og við kölluðum hann í fjölskyldunni, var sérstak- lega barngóður og tók oft upp á því að fara með okkur frændsystkinin öll saman í bíó og var öllum skar- anum „troðið“ upp í lítinn Volkswa- gen. Það þótti í fínu lagi á þeim tíma. Svo vorum við Sonja dóttir hans miklar vinkonur þegar við vor- um litlar og þá var ég mikið inni á heimili þeirra og vorum við oft á ferðinni með pabba hennar. Við fengum að fara með honum upp í skip á þeim tíma sem hann var kokkur á skipi. Sennilega hefur hann þá verið að dekra við mann- skapinn eins og hann gerði við fjöl- skylduna og vini í sínum alrómuðu veislum. Fyrir okkur var bara gam- an að koma með og vera á flakki. Einnig þótti mér frekar „kúl“ að Ronnie átti poppvél og svo bjó hann stundum til kínverskar flögur og kínverskar núðlur sem var framandi fyrir okkur á þeim tíma og spenn- andi séð í gegnum barnsaugu. Þegar Ronnie opnaði svo sinn fyrsta eigin veitingastað í Kringl- unni var ég ásamt Sonju ráðin fyrsti starfsmaðurinn sem ég var frekar stolt af. Ronnie var svo rausnarleg- ur við viðskiptavini sína að stundum varð okkur um og ó – það sama gilti um starfsfólk hans því honum var mjög annt um að starfsfólki sínu liði vel. Að sama skapi gerði hann kröf- ur um vinnusemi enda var hann sjálfur einstaklega samviskusamur og vinnusamur og hugsaði um veit- ingastaði sína af fullri alvöru eins og góðum kokki sæmir. Eftirminnileg- ar voru ferðirnar eftir vinnu í Álf- heimana þar sem Ronnie bauð upp á ís eftir góðan vinnudag á næstum því hverjum einasta degi sumarsins. Ég mun aldrei gleyma þeirri hetjulegri baráttu sem Ronnie háði þá síðustu mánuði sem hann átti eft- ir ólifaða og er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hitta hann og faðma áður en hann fór. Undir það síðasta var hann máttfarinn en vin- gjarnlegt bros var enn á vör og enn var að sjá hlýjan gljáa í augunum sem í gegnum tíðina kom oft í stað orða. Elsku Anna Greta, Sonja og Helga Chan, Gunnar Davíð og Stef- anía, það er óbærilegt að gera sér grein fyrir sársaukafullri sorginni sem þið þurfið nú að ganga í gegn- um við þennan stóra missi. Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk til að horfa fram á við og halda minn- ingunni um yndislegan eiginmann og föður hátt á lofti. Við eigum öll svo eftir að sakna hans. Okkar hlýj- ustu hugsanir eru ávallt hjá ykkur. Anna Vilborg, Frédéric og Elías Orri Pascal Hamburg.  Fleiri minningargreinar um Ríkharð Chan bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR, (STELLA), Reyrengi 31, áður Gautaborg, lést á heimili sínu laugardaginn 19. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Sonny Andersson, Sæmundur Steinar Sæmundsson, Halldóra Lára Svavarsdóttir, Hjálmar Kristjánsson, Jökull Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS FRIÐJÓNSSON útgerðarmaður frá Siglufirði, lést þann 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hans. Orri Vigfússon, Unnur Kristinsdóttir, Friðjón Óli Vigfússon, Unnur Ölversdóttir, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Guðni Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR H. GUÐBJÖRNSSON, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. janúar kl. 11.00. Guðbjörg Ragnarsdóttir, Björgvin Gíslason, Bjarnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Hermannsson, Pétur Pálmason, Sigríður Víkingsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON húsasmíðameistari, Þorragötu 9, lést þriðjudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 15.00. Ásdís Sigurðardóttir, Sigurgeir Ó. Sigmundsson, Ingunn Mai Friðleifsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Bjarni Ólafur Ólafsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13.00. Hjördís Ásberg, Hjörleifur Jakobsson, Guðmundur Gauti Sveinsson, Elísa Björg Sveinsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUNNAR RÓSMUNDSSON, vélstjóri og handverksmaður, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Lokastíg 18, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 22. janúar. Útförin fer fram mánudaginn 28. janúar frá Hallgrímskirkju klukkan 11.00. Valgerður Gunnarsdóttir, Gylfi Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.