Morgunblaðið - 24.01.2008, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.01.2008, Qupperneq 40
Fæ ég ekki opnu í Morgunblaðinu…? 45 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tón- leika í Gold Coast í Ástralíu síðastlið- inn sunnudag. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni Big Day Out, en hún er haldin árlega á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Áheyrendur voru gríð- arlega margir, en auk Bjarkar kom bandaríska hljómsveitin Rage Aga- inst the Machine fram þetta kvöld. Í dómi sem Jónas Sen, hljómborðs- leikari Bjarkar, vitnar í á blog- .bjork.com, kemur fram að áhorf- endur hafi púað á Björk á tónleikunum. Í dómnum sem Jónas vitnar til seg- ir meðal annars. „Svo virðist sem aðdáendur Rage Against the Mach- ine hafi púað á Björk þegar söng- konan kom fram á sama tíma og bandarísku rokkararnir á Gold Coast hluta Big Day Out hátíðarinnar á sunnudaginn. Þeim hefur kannski ekki þótt hún nógu pólitísk. Það er auðvitað alrangt hjá þeim. Rage Aga- inst the Machine þykist vera skipuð stjórnleysingjum, en Björk er sjálf byltingin.“ Púað á Björk í Ástralíu Reuters Umdeild Björk Guðmundsdóttir er ekki allra.  Hljómsveitin Sprengjuhöllin hefur lokið við tónsmíðar á nýju lagi sem notað verður í leikritinu Fló á skinni sem LA hefur sýn- ingar á í febrúar. Lagið er samnefnt leikritinu og sver sig svo sem í ætt við þann stíl sem Sprengjuhöllin hefur markað sér þó að hendingar í laginu minni óneitanlega á gamla Small Faces slagarann „Itchycoo Parc“ en þar er ekki leiðum að líkjast. Á blogg- síðu Wim Van Hooste (http:// icelandicmusic.blogspot.com) sem heldur úti einskonar aðdáendasíðu tileinkaðri íslenskri tónlist má svo finna enska útgáfu af lagi Sprengjuhallarinnar „Verum í sam- bandi“ en á ensku kallast lagið „Worry til Spring“. Þá er bara eftir að finna enskt nafn á sveitina sjálfa og útrásin get- ur hafist fyrir alvöru. Hyggur Sprengju- höllin á útrás?  Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hefur vandræðagangur- inn við fram- leiðslu á kvik- myndinni A Journey Home, sem byggist á skáldsögunni Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, verið með ólíkindum. Kvikmyndin er nú komin í hendur þriðja kvikmynda- framleiðandans, True North, sem hefur víst hafið undirbúning fyrir sjálft tökuferlið sem hefst í apríl hér á landi. Komið hefur fram að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany muni leika í kvik- myndinni en nú hefur sú saga kom- ist á kreik að tvær aðrar stór- stjörnur muni bætast í leikara- hópinn innan tíðar. Stjörnubjart Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SÝNINGARRÝMIÐ Smátíma í kjallara Hljóma- lindarhússins á Laugavegi átti aðeins að vera þar í smátíma eins og nafnið gefur til kynna. Þriðja árs nemar í myndlistardeild Listahá- skóla Íslands standa að Smátíma og eftir viku verður því lokað. Smátíma var opnað 9. nóv- ember síðastliðinn og þar hafa nemarnir sýnt tveir og tveir saman viku í senn. Ný sýning hef- ur verið sett upp hvern föstudag og á morgun opnar síðasta parið, Logi Bjarnason og Hanna Birna, sýningu sem stendur til 1. febrúar. „Smátíma hefur gengið vonum framar, verið skemmtileg og gefandi lífsreynsla. Allt hefur gengið eins og smurt og við náðum að skipta um sýningu á hverjum föstudegi eins og við lögðum upp með,“ segir Páll Haukur Björnsson einn myndlistarnemanna. „Auðvitað var þetta nokk- ur keyrsla og aðsóknin upp og ofan. Sýning- arnar urðu líka mjög fjölbreyttar, allt frá nánast tómu galleríi upp í troðfullt af dóti.“ Páll segir að þau stefni ekki á að færa Smá- tíma annað en partur af hópnum gæti samt hald- ið áfram með svipaða starfsemi undir öðru nafni. „Þetta kveikti áhuga meðal okkar á að starfa saman. T.d. að taka að sér tímabundið verkefni eins og þetta, sem sér fyrir lokin á, frekar en að vera að henda sér út í gall- erísrekstur.“ Bók á teikniborðinu Páll segir Smátíma ekki alveg líða undir lok þó sýningarrýmið loki. „Ég er að vinna í því ásamt fleirum að gefa út bók um þetta sýning- arhald okkar. Þó þetta hafi verið tólf sýningar sáum við þær líka sem eitt verk, verkið Smátíma sem verður gert betri skil í bókinni. Við vorum með þessa bókaútgáfu í huga frá upphafi og fengum til liðs við okkur ljósmyndarann Gunn- laug Arnar Sigurðsson sem skráði sýningarnar vel niður. Bókin er aðeins á teikniborðinu en við sjáum fyrir okkur að í henni verði þrjár myndir af hverri sýningu. Við vonumst svo til að hún komi út í vor eftir útskrift. Með henni stendur eitthvað eftir sýninguna sem okkur finnst mik- ilvægt. Það er meira spennandi þegar staðið er að svona tímabundnu verkefni að það gleymist ekki,“ segir Páll en þau gefa bókina út sjálf. „Við erum að reyna að fá einhverja styrki en ætlum að finna sem hagkvæmasta lausn á útgáf- unni svo við verðum ekki upp á aðra komin með mikla peninga. Skólinn styrkti okkur nú aðeins með Smátíma enda vantaði nemendagallerí eftir að því sem við höfðum fyrir ofan Klink og Bank á Laugaveginum var lokað síðastliðinn vetur.“ Smátíma í smátíma Myndlistarnemendur í LHÍ stóðu í gallerísrekstri í vetur og gefa út bók í vor Árvakur/Árni Sæberg Í kjallara Hljómalindar „Allt hefur gengið eins og smurt og við náðum að skipta um sýningu á hverjum föstudegi eins og við lögðum upp með,“ segir Páll. ■ Í kvöld kl. 20.00 Tónleikar á Ísafirði í tilefni af 60 ára afmæli tónlistar- skólans. Verk eftir Shostakovitsj, Poulenc, Chopin og Jónas Tómasson. Listamenn á Ísafirði eru áberandi á tónleikunum. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Einleikari á píanó: Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Einsöngur: Ingunn Ósk Sturludóttir. Kór: Hátíðarkór Tónlistarskólans á Ísafirði. Kórstjóri: Beáta Joó ■ Fim. 31. janúar kl. 19.30 Ættgeng snilligáfa Natasha Korsakova, ungur rússneskur fiðlusnillingur, flytur hinn rómaða fiðlukonsert Brahms. ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.