Morgunblaðið - 31.01.2008, Page 12

Morgunblaðið - 31.01.2008, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ENN finnst lítið af mælanlegri loðnu en töluvert er þó af henni dreifðri á stóru svæði út af sunnanverðum Austfjörðum. „Við erum hérna í ein- hverri loðnu. Við fórum út í kringum 65 gráðurnar og erum núna á 64,45 og austur undir 9. gráðu. Hér er loðnuhrafl á rosalega stóru svæði, en enginn kraftur í því. Það er dálítið erfitt að halda utan um þetta, því það er eiginlega alveg sama hvernig siglt er það er alls staðar einhver loðna, en engin ákveðin ganga,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs- stjóri á Bjarna Sæmundssyni, en Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Þeir voru þá staddir austur af Breiðdalsvík, en byrjuðu leitina út af Reyðarfirði. Rannsóknarskipið var í höfn um helgina, en hélt aftur út í byrjun vikunnar. Einhver veiðiskip eru á slóðinni nokkru norðar, en lítið hafði frétzt af veiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hafði verið tilkynnt um 21.000 tonna afla í gær, en enn sem komið er er leyfi- legur heildarafli íslenzku skipanna tæp 122.000 tonn. „Loðnan er venjulega búin að þétta sig saman í göngu á þessum tíma, en það getur verið að þegar hún kemur aðeins sunnar leysist hún upp aftur. Við skoðum síðasta hlut- ann af þessu eitthvað áfram og síðan reynum við að draga okkur eitthvað norður úr ef loðnan skyldi vera á eitthvað takmarkaðra svæði og ákveðnara. Eins og loðnan er hérna sunnar, er mjög erfitt að ná utan um þetta. Hún er svo dreifð á svo stóru svæði,“ sagði Sveinn. Það er reglan að miðað er við að 400.000 tonn af loðnu þurfi til að hrygna til að tryggja vöxt og viðgang stofnsins, en það sem er umfram það megi veiða. Sveinn vildi ekki tjá sig um það hve mikið hefði mælzt til þessa. Það væri ekki tímabært. Hann segir að það sé ekkert óeðli- legt að það sé loðna á þessum slóðum á þessum tíma. Það sé venjulega ekki fyrr en í febrúar, sem hún fari að ganga upp að landinu og haldi síð- an vestur með því. Það gerist sjaldn- ast fyrr en eftir fyrstu viku febr- úarmánaðar. Stundum seinna. Þetta sé breytilegt frá ári til árs. „Oftast er hún farin að sýna sig við suðausturhornið, uppi á söndum og inni á bugtum ekki mikið seinna en um miðjan febrúar, þó dæmi séu um það að hún hafi komið mikið seinna. Svo er alltaf möguleiki á því að það komi vestanganga. Það hafa stund- um komið mjög stórar göngur að vestan. Árni Friðriksson er á leið út til sjórannsókna og byrjar fyrir vest- an. Það verður maður þar um borð til að kíkja eftir loðnu, þegar farið verð- ur yfir þau svæði,“ sagði Sveinn. Loðnuhrafl á stóru svæði Árvakur/Kristján Fiskveiðar Lítið finnst af veiðanlegri loðnu enn sem komið er. Loðnan ekki farin að mynda göngur og erfitt að mæla hana FYRIRTÆKIÐ Perlufiskur á Pat- reksfirði hefur fengið úthlutað byggðakvóta Bíldudals og mun hefja þar vinnslu innan þriggja vikna. Um er að ræða bolfiskkvóta að ígildi 239 tonna af þorski. Sam- kvæmt reglum um úthlutun byggðakvóta skal sá sem kvótann fær landa til vinnslu í viðkomandi höfn að minnsta kosti tvöföldum byggðakvótanum. Haraldur Haraldsson, annar eig- anda Perlufiskis, segir að starf- semin verði flutt frá Patreksfirði í húsnæði í eigu Stapa á Bíldudal. „Við gerum ráð fyrir að vinna þarna um 2.000 tonn af bolfiski á ári, en úthlutun byggðakvótans er til þriggja ára. Við höfum verið að vinna á bilinu 700 til 900 tonn á ári á Patreksfirði til þessa, mest steinbít og þorsk, en með þessu aukum við umsvifin verulega. Við erum með einn bát í útgerð en nú bætast tveir öflugir snurvoð- arbátar við og alls verða því á milli 30 og 40 manns í vinnu, bæði á sjó og í landi. Fólki sem hefur unnið hjá fyrirtækinu á Patreks- firði verður boðinn akstur til og frá Bíldudal til vinnu þar,“ segir Haraldur. Vinna fisk á Bíldudal ÚR VERINU Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VERIÐ er að nota hugtakið „störf án staðsetningar“ til að draga embættisstörf til Reykja- víkur en ekki til að dreifa þeim um landið, sagði Bjarni Harð- arson, þingmaður Framsókn- arflokksins, á Alþingi í gær og hafði áhyggjur af því að fram- kvæmdastjóri Vatnajökuls- þjóðgarðs yrði í Reykjavík. Bjarni vísaði til fundargerðar stjórnar þjóðgarðsins og sagði þar hafa komið fram að það væri sameiginlegur skilningur stjórn- armanna að framkvæmdastjórinn yrði staðsettur í einu af þeim átta sveitarfélögum sem eiga land að þjóðgarðinum, eða á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég verð fyrir tölu- verðum vonbrigðum með að þetta mál skuli vera í þessum farvegi,“ sagði Bjarni. Þingmenn Samfylkingarinnar blésu á þessar áhyggjur og sögðu rangt að til stæði að flytja lands- byggðarstörf til höfuðborgar- svæðisins. „Það er alveg klárt að við ætlum að vinna að þessum málum og við höfum líka þá hug- mynd að það starf sem hér var rætt um áðan verði staðsett þar sem það kemur þjóðgarðinum best og ég hef alltaf litið á það sem það verði á Hornafirði,“ sagði Lúðvík Bergvinsson þing- flokksformaður. Árvakur/RAX Við jökulinn Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs verður að líkindum í nágrenni garðsins. Störf dregin til Reykjavíkur? Össur Skarphéðinsson 29. janúar Elton og Össur Maður hittir allskonar fólk á ferðalögum. Á hót- elinu í Abu Dhabi í síð- ustu viku villtist ég í ljósa- skiptunum inn á vitlausan gang. Ég ramb- aði inn í útsýnissal þar sem sá vítt yfir hina miklu og vaxandi borg. Þar stóð maður við gluggann og var hugsanlega að dást að útsýninu. Hann var svolítið lotinn til herðanna, hnellinn, frekar lágvaxinn og humm- aði fyrir munni sér. Þegar ég gekk inn í fjarlægari enda salarins hrökk hann í kút, snerist þegar á hæli og fór án þess að kveðja viðstadda Íslendinga. Mér fannst ég kannast við kauða, en kom honum ekki alveg fyrir mig. Þegar ég ætlaði að halda áfram að finna réttu leiðina í vistarverur mínar og rölti í humátt á eftir einmana karl- inum gaf hann í, og um leið stukku tvær górillur út úr skugganum og sögðu það sem hefði þó átt að liggja í augum uppi fyrir alla viðstadda: „You are not with Elton John.“ Þá rann upp fyrir mér hver var að skoða með mér útsýnið. Ég sneri upp á mig, gekk hvatskeyttur í burt og sagði snúðugt á drottningarensku: „No, I’m with the King.“ Meira: ossur.hexia.net Jón Magnússon 30. janúar Clintonarnir Sagt er að Edward Kenn- edy hafi ofboðið fram- ganga Clinton-hjónanna í kosningabaráttunni en það er þá ekki í fyrsta skipti sem þau ofbjóða fólki. […] Þau kunna líka þá list til fullnustu að rugla umræðuna eins og Sjálfstæðisflokkurinn og fjölmiðlar hans varðandi skömm flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur eru að gera núna. Meira: jonmagnusson.blog.is Björgvin G. Sigurðsson 30. janúar Góð ákvörðun Ákvörðun Kaupþings um að ekki verði af yfirtöku bankans á hollenska bankanum NIBC er einkar skynsamleg í ljósi að- stæðna á markaði. Þetta er ábyrg ákvörðun sem er Kaupþingi til álitsauka í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem sköpuðust á al- þjóðalánamörkuðum undir lok ársins. Meira: bjorgvin.is RÁÐHERRAR munu ekki sitja á þingi ef frumvarp Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins, og tveggja sam- flokksmanna hans verður að lögum. Kristinn mælti fyrir frumvarpinu í gær en það felur einnig í sér að heimild til setningar bráðabirgða- laga verði felld á brott sem og að leggja þurfi stjórnarskrárbreyting- ar undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í máli Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra kom fram að hann væri andvígur því að fella út ákvæði um bráðabirgðalög en hann fagnaði engu að síður umræðu um stjórnar- skrána. Hvað varðar hugmynd um að ráðherrar víki af þingi og í þeirra stað komi varaþingmenn benti Geir á að með því myndu bætast 12 þing- menn við stjórnarliðið. Það væri kannski ekki það sem mest þörf væri á. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra var hins vegar hlynntur því að ráðherrar létu af þingmennsku og sagði það vera til þess fallið að skerpa enn frekar skilin milli löggjafans og fram- kvæmdavaldsins. „Ég vil lýsa stuðningi við þetta viðhorf eins og ég hef áður gert úr þessum stól,“ sagði Össur í umræðunum á Al- þingi í gær. Ráðherrar víki af þingi ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA Auðir bekkir Þingfundur var með rólegra móti í gær og fámennt í þingsal lungann úr deginum. Talsverður fjöldi þingmanna var fjarverandi, m.a. vegna jan- úarfunda Norðurlandaráðs sem haldnir voru í Svíþjóð. Áætlaður hálf- tími til umræðu um störf þingsins var ekki nýttur til fulls og ekki lágu fyrir nógu margar fyrirspurnir til að fylla hefðbundinn fyrirspurnartíma mið- vikudags, svo önnur mál voru einnig tekin á dagskrá. Svifasein Landsvirkjun Álfheiður Ingadóttir, VG, er ekki sátt við hversu löng bið hefur verið eftir skýrslu frá iðn- aðarráðherra um kostnað við Kára- hnjúkavirkjun og vísaði í gær til fréttar í Viðskipta- blaðinu um að kostnaðurinn gæti farið í 200 milljarða króna, þ.e. 100% fram úr upphaflegri áætl- un. Ráðherrar hafa tíu vikur til að svara skýrslubeiðnum þingmanna en Álfheiður sagði nú vera komnar fimm- tán vikur frá umræddri beiðni. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra svaraði því til að skýrsl- an væri flókin og ekki væri hægt að gera hana nema fá ákveðin gögn frá Landsvirkjun. „Þau gögn bárust iðn- aðarráðuneytinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir töluvert harðan og þrýstings- mikinn eftirrekstur,“ sagði Össur. Táknmálstúlkun Kolbrún Halldórsdóttir, VG, hefur lagt fram fyrirspurn til mennta- málaráðherra um táknmálstúlkun og spyr m.a. hversu margir túlkar hafi útskrif- ast úr táknmáls- fræði við Háskóla Íslands og hvaða kröfur séu gerðar til táknmálstúlka sem starfa fyrir opinbera aðila. Þá spyr Kolbrún hvort komi til álita að táknmálstúlkar fái lögverndað starfs- heiti. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og m.a. verður rætt um nýja Evrópu- skýrslu utanríkisráðherra. Álfheiður Ingadóttir Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.