Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BYGGING Búðarhálsvirkjunar er aftur komin
á dagskrá Landsvirkjunar og miðast undir-
búningur við að útboð geti farið fram á þessu
ári ef samningar takast um raforkusölu frá
virkjuninni. Öll leyfi fyrir Búðarhálsvirkjun
liggja fyrir og umhverfismat. Endanleg
ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en nið-
urstöður liggja fyrir um raforkusölu. Útboðs-
hönnun Búðarhálsvirkjunar var lokið á árinu
2002 en ýmsar breytingar hafa þó orðið á for-
sendum þannig að hönnun virkjunarinnar hef-
ur nú verið tekin upp að nýju.
Langur undirbúningur
„Við höfum lengi verið með í undirbúningi
fjórar virkjanir í Þjórsá og Tungnaá. Þeirra
efst er Búðarhálsvirkjun og við höfum öll leyfi
fyrir henni,“ segir Björn Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri virkjunardeildar Landsvirkjun-
ar. ,,Hins vegar eru ekki komin leyfi fyrir
virkjununum þremur í neðri hluta Þjórsár og
það er unnið að undirbúningi þeirra. Viðræður
standa yfir við landeigendur og einnig er verið
að reyna að þoka áfram skipulagsmálum á
svæðinu sem er á valdi sveitarfélaganna.“
Búðarhálsvirkjun var tilbúin til útboðs fyrir
nokkrum árum eins og fyrr segir og voru
nokkrar framkvæmdir raunar hafnar árið
2002. Að sögn Björns var virkjunin upphaflega
hönnuð fyrir útboð sem 100 MW virkjun mið-
að við vatnsmiðlun úr Norðlingaöldu. „Það er
ekki búið að ákveða þetta endanlega en hún
verður á bilinu 80-90 MW ef hún verður byggð
án Norðlingaölduveitu,“ segir Björn.
Hann segir tiltölulega lítið mál að endur-
skoða gögnin með tilliti til breyttra forsendna
þannig að hægt verði að bjóða hana út en ljóst
sé að án vatnsmiðlunar úr Norðlingaölduveitu
eins og upphaflega var gert ráð fyrir er virkj-
unin ekki eins hagkvæm og virkjanirnar í
neðri hluta Þjórsár. Að sögn Björns ræðst
framhaldið af viðræðum um sölu raforkunnar.
,,Við byggjum hana ekki fyrr en búið verður
að selja úr henni orkuna,“ segir Björn. „Við
erum að vinna að undirbúningi þess að geta
boðið hana út, jafnvel á þessu ári,“ bætir hann
við.
Landsvirkjun lýsti yfir í fyrra að hún mundi
ekki ganga til samningaviðræðna að sinni við
fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera
á Suður- eða Vesturlandi.
Björn fjallaði um virkjanir sem eru í und-
irbúningi á vegum Landsvirkjunar á Útboðs-
þingi 2008 í seinustu viku og kom fram að unn-
ið væri að undirbúningi og hönnun tveggja
virkjana svo þær yrðu tilbúnar til útboðs á
þessu ári en þær eru Búðarhálsvirkjun og
Hvammsvirkjun. Leyfi fyrir Hvammsvirkjun
liggur þó ekki enn fyrir og verður ekkert að-
hafst við hana fyrir en það liggur fyrir.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur á eftir að
staðfesta breytingu á aðalskipulagi, en að sögn
Björns leggur það grundvöll að umsókn um
virkjunar- og framkvæmdaleyfi fyrir
Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Sveitar-
stjórn Flóahrepps hefur ákveðið að auglýsa
aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir Urriða-
fossvirkjun og er búist við að það verði tekið
til afgreiðslu síðar á þessu ári.
Landsvirkjun vinnur að samningum við alls
39 landeigendur við Þjórsá sem hagsmuna
eiga að gæta vegna fyrirhugaðra framkvæmda
vegna áforma um virkjanir í neðri hluta Þjórs-
ár. Er þar verið að skoða möguleika á að
draga úr áhrifum af völdum virkjananna fyrir
hverja jörð og er það tímafrekt ferli. „Við höf-
um lækkað vatnsborð í tveimur lónum til að
draga úr áhrifunum og það er verið að skoða
gerð varnargarða til að draga úr því að ein-
hverjar totur úr lónunum gangi inn á ein-
stakar jarðir. Þetta er mikil og nauðsynleg
vinna og er unnin samhliða samningum við
einstaka landeigendur og þarf að vera tilbúin
áður en frá samningum er gengið til að skil-
greina hvaða tjóni þeir geta orðið fyrir,“ segir
Björn.
Skipulagsstofnun féllst á Búðarháls-
virkjun með skilyrðum árið 2001
Árið 2001 féllst Skipulagsstofnun á fyrir-
hugaða byggingu Búðarhálsvirkjunar með
stíflun Köldukvíslar og Tungnaár við Búð-
arháls, lagningu Búðarhálslínu 1 og lagningu
vega á Búðarhálsi með því skilyrði að bætt
verði fyrir umhverfisáhrif vegna gróðurlendis
sem tapist af völdum Sporðöldulóns við Búð-
arháls. Þær umbætur felist í endurreisn gróð-
urlendis. Gert var ráð fyrir því í úrskurðinum
að samráð verði haft við Landgræðslu ríkisins,
Náttúruvernd ríkisins og hlutaðeigandi sveit-
arstjórnir um útfærslu þessara aðgerða. Í úr-
skurðinum var á því byggt á sínum tíma að
hægt yrði að reisa allt að 120 MW vatnsafls-
virkjun við Búðarháls og lagningu 17 km
langrar 220 kV háspennulínu frá stöðvarhúsi
Búðarhálsvirkjunar við Sultartangalón að
tengivirki við Sultartangastöð.
Í matsskýrslu kemur fram að af heildarflat-
armáli Sporðöldulóns, sem verði um 7 km²,
séu um 2 km² vel gróið svæði og 4 km² ber-
svæði. „Helstu umhverfisáhrif af völdum Búð-
arhálsvirkjunar verða vegna myndunar Sporð-
öldulóns, en við það skerðist gróðurlendi,
búsvæði fugla og menningarminjar og breyt-
ing verður á landslagi,“ sagði í úrskurðinum.
Búðarhálsvirkjun gæti
farið í útboð á þessu ári
Leyfi til að reisa virkjunina og umhverfismat liggja fyrir Gert ráð fyrir 80-
90 MW uppsettu afli Ákvörðun ræðst af samningum um raforkusölu
!"
#$%%$
&
'"
#$
&
!"
!
"
#
(
)
!*+"
$%
&
'
&
(
Í HNOTSKURN
»Áætlaður heildarkostnaður við Búð-arhálsvirkjun, Hvammsvirkjun, Holta-
virkjun og Urriðafossvirkjun er um 67 millj-
arðar kr. án fjármagnskostnaðar á
byggingartíma og án vsk.
»Heildarorkuvinnsla virkjananna fjög-urra er áætluð um 2.600 GWh/a.
»Seint á seinasta ári undirrituðu Lands-virkjun og Verne Holdings viljayfirlýs-
ingu um samningaviðræður um sölu á 50-80
MW að afli til netþjónabús á Keflavíkurvelli.
Þá er til skoðunar að selja rafmagn til fyr-
irtækis við kísilhreinsun fyrir sólarhlöður.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
MIKILL meirihluti orkuvinnslunn-
ar í Níkaragva er sóttur í olíu og er
ætlunin að hlutur endurnýjanlegrar
orku vaxi hratt, mjög hratt, á næstu
árum og gegnir jarðvarminn þar
lykilhlutverki. Stór hluti útflutnings-
tekna landsins rennur til olíukaupa
og gætu þessi umskipti því haft
geysilega efnahagslega þýðingu og
aukið þjóðartekjur verulega.
Þetta segir Emilio Rapaccioli,
orkumálaráðherra Níkaragva, sem
kom til Íslands í vikunni og ræddi
við fulltrúa orkufyrirtækjanna og
orkurannsóknarstofnana um mögu-
leika á framtíðarsamstarfi.
Að sögn Rapacciolis, sem kom í
boði Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands, ÞSSÍ, er á næstu sjö til átta
árum stefnt að því að auka fram-
leiðslu jarðvarmaorku í Níkaragva
um 200 MW fyrir
um 400 milljónir
Bandaríkjadala,
eða hátt í 26 millj-
arða króna á nú-
verandi gengi.
Sú upphæð
gæti hækkað
verulega gangi
bjartsýnustu
spár eftir.
Gróflega áætlað er þannig um að
ræða sjötta hluta mögulegrar jarð-
varmaorku í landinu, en Rappaccioli
skrifaði undir samstarfssamning við
ÞSSÍ um fimm ára þróunarverkefni
á sviði jarðhitamála í Níkaragva.
Verkefnið felur í sér uppbyggingu
mannauðs til að nýta jarðvarma í
Níkaragva og munu íslenskir vís-
indamenn miðla stjórnvöldum þar af
sérþekkingu sinni og þjálfun á þessu
sviði. Verkefnið er eitt af stærstu
verkefnum ÞSSÍ og kostnaður met-
inn á rúmar fjórar milljónir Banda-
ríkjadala, um 260 milljónir króna.
Olían þjóðarbúinu dýr
Hækkandi heimsmarkaðsverð á
olíu hefur stórhækkað orkureikning
Níkaragva – skv. landsskýrslu Eco-
nomist Intelligence Unit var hlutur
olíu og skyldra vara um 24% af verð-
mæti innfluttrar vöru á árinu 2006,
en um 80% af orkunni koma úr olíu.
Orkuframleiðslugetan árið 2005
var 627 MW, meðaleftirspurn 483
MW, og má sækja 1.200 MW í jarð-
varmann, um 2.000 MW í vatnsaflið
og 1.000 MW í vindorkuna.
Minna er vitað um möguleika sól-
arorku og vinnslu úr lífmassa, en
taka skal fram að tölurnar eru gróf-
lega áætlaðar. Svigrúmið er engu að
síður mun meira en notkunin og að
sögn Rappacciolis eru uppi hug-
myndir um að Níkaragva selji orku
til nágrannaríkja, eftir dreifikerfi
sem liggi bæði til norðurs og suðurs.
Rætt við Íslendinga um uppbyggingu jarðvarmavirkjana fyrir á þriðja tug milljarða íslenskra króna
Miklir möguleikar í Níkaragva
Í HNOTSKURN
»Íbúafjöldi landsins árið 2005var 5,142 milljónir.
»Tvær jarðvarmavirkjanir eruí landinu og framleiða 40 MW.
»Vinstrimaðurinn DanielOrtega leiðir stjórnina.
AP
Jarðhitinn Slökkviliðsmaður slekkur elda nærri gíg eldfjallsins Masaya í
apríl 2001. Þótt margt sé ólíkt með þjóðunum minnir landslagið á Ísland.
Emilio Rapaccioli
UNDANFARIN ár hefur starfsmönnum Ís-
lenskra orkurannsókna farið stöðugt
fjölgandi. Frá því ÍSOR var stofnað sum-
arið 2003 við aðskilnað rannsóknarsviðs
Orkustofnunar frá Orkustofnun hefur
fjöldi starfsmanna nær tvöfaldast. Þeir
eru nú liðlega 80.
Ástæðan eru vaxandi umsvif í jarð-
hitarannsóknum á Íslandi með byggingu
nýrra jarðgufuvirkjana og undirbúnings-
rannsóknir vegna þeirra. Hið sama gildir
um verkefni erlendis, einkum í tengslum
við útrás íslenskra fyrirtækja í orkuiðnað-
inum, segir á heimasíðu ÍSOR.
Á síðastliðnu ári komu 27 nýir starfs-
menn til ÍSOR og eru þeir boðnir velkomn-
ir til starfa. Fáeinir starfsmenn létu af
störfum.
Aukin umsvif
hjá ÍSOR í fyrra
Morgunblaðið/ÞÖK
FRESTUR til að skila inn athugasemdum
vegna svokallaðs Baldursgötureits er
runninn út. Alls voru gerðar 14 athuga-
semdir, þar af átta eftir að frestur var
framlengdur hinn 11. janúar sl. 10 íbúar
skrifa undir eina athugasemdanna. Bald-
ursgötureiturinn afmarkast af Freyju-
götu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðar-
götu.
Í einni athugasemdinni segir m.a.:
„Byggingarmáti okkar frá upphafi
Reykjavíkurbyggðar endurspeglast í þess-
um byggingum gamla bæjarins og er hluti
af menningu þjóðarinnar – og þær verðum
við að varðveita fyrir komandi kynslóðir –
annað er villimennska.“
Í annarri segir m.a.: „Samkvæmt deili-
skipulagi í kynningu á þessum litla reit
mun framtíð 8 gamalla húsa fara í uppnám
með því að heimilað verði að hækka þau
og breikka það mikið að ekki er annað
hægt en að rífa húsin til að ná fram því
aukna byggingamagni sem boðað er.
Munu húsin 8 bætast við listann yfir þau
100 hús sem þegar eru í niðurrifshættu í
hverfinu 101 Reykjavík.“
Árvakur/Kristinn
Fjórtán athuga-
semdir bárust