Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórir Örn Þór-isson fæddist í
Reykjavík 5. októ-
ber 1976. Hann
varð bráðkvaddur
hinn 15. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Þóris eru Kolbrún
Bjarnadóttir, f.
11.4. 1949, og Þórir
Sæmundsson, f.
7.11. 1935, d. 5.4.
1993. Systkini Þóris
samfeðra eru Sæ-
mundur Rúnar, f.
12.1. 1955, Jóhann,
f. 23.7. 1956, Steinar Þór, f. 4.11.
1958, Hugrún Hrönn, f. 31.5. 1967
og Guðrún Jónína Mjöll, f.
11.7.1970. Systkini Þóris sam-
mæðra eru Kristján Hrafn, f.
15.8. 1979, og Helena Guðrún, f.
5.10. 1988. Stjúpfaðir Þóris er
Guðmundur Símon Guðleifsson, f.
10.8. 1939.
Þórir hóf sambúð árið 1996
með Rakel Birgisdóttur, f. 11.2.
1976. Dóttir þeirra er Hrefna
Mjöll, f. 10.3. 1997. Þórir og Rak-
el slitu samvistum.
Þórir bjó hjá móður sinni í Ár-
bænum til sjö ára aldurs þegar
hann flutti til föður síns í Kópa-
voginum. Þórir bjó hjá honum
þar til faðir hans lést árið 1993 og
flutti þá aftur til móður sinnar og
stjúpföður. Fljótlega eftir að
skyldunámi lauk hóf Þórir nám í
matreiðslu en lauk ekki námi.
Hann vann ýmis störf um ævina,
til að mynda við járnabindingar,
á dekkjaverkstæði,
ýmis störf í
tengslum við mat-
reiðslu auk þess að
prófa sjómennsk-
una. Lengi vel vann
Þórir á Kópavogs-
hæli en síðustu
misserin starfaði
hann í einingaverk-
smiðjunni Smellinn
á Akranesi.
Þórir hafði mik-
inn áhuga á mat-
reiðslu, enda lista-
kokkur. Á sínum
yngri árum æfði hann bæði knatt-
spyrnu og golf og náði frábærum
árangri í golfinu þar sem hann
vann til fjölda verðlauna. Þórir
náði einnig þeim fágæta árangri
að fara holu í höggi í kringum tíu
ára aldurinn og var á þeim tíma
yngstur þeirra sem höfðu afrekað
það hér á landi.
Þórir háði langvinna baráttu
við alkóhólisma og fíkn frá tán-
ingsaldri. Hann náði sér oft vel á
strik en tókst aldrei að losa sig úr
viðjum fíknarinnar fyrir fullt og
allt. Þórir leitaði mikið í trúna og
sótti kirkjustarf í miklum mæli í
seinni tíð.
Sólargeisli Þóris í lífinu síðasta
áratug var dóttir hans, Hrefna
Mjöll. Samband þeirra var ávallt
gott og einlægt svo eftir var tek-
ið.
Útför Þóris Arnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi, mér finnst svo erfitt
að kveðja þig. Ég á svo margar góð-
ar minningar um okkur saman og
allt sem við gerðum og það sem þú
kenndir mér. Ég veit að þú munt
alltaf vaka yfir mér og passa mig. Þú
varst ótrúlega góður og blíður við
mig og alltaf gafstu þér tíma til að
hringja til að vita hvernig mér gekk í
prófunum og svo komstu svo oft að
sækja mig og við fórum saman í sund
og yfirleitt endaði sundferðin okkar
með pylsu og kók, svo þegar ég var
að koma til þín um helgar var alltaf
fastur liður að ég fékk fiskibollur
með heimsins bestu karrísósu og ef
ég var heppin fékk ég bollurnar líka í
hádeginu daginn eftir. Göngutúrarn-
ir okkar voru líka svo skemmtilegir,
þá spjölluðum við svo mikið saman
og þú varst að segja mér frá afa Þóri
og hvað hann var góður maður. Þú
kallaðir mig alltaf litla húninn þinn
og þú varst stóri bangsapabbi. Best
fannst mér að liggja uppi í rúmi að
kúra hjá þér, þú að klóra mér á bak-
inu. Í mínum huga ertu stærsti og
sterkasti pabbi í heimi og því finnst
mér svo skrýtið að þú sért farinn og
að ég sjái þig ekki meira. Ég sakna
þín svo mikið en ég veit að núna ertu
hjá Guði þar sem þér líður betur og
ert að passa litlu börnin sem voru
veik. Það er mér huggun að vita að
nú ertu ekki lengur veikur og að þér
líður ekki lengur illa.
Elsku besti pabbi, ég elska þig al-
veg upp í geim og til baka og til allra
útlanda og til baka. Megi Guð og
góðu englarnir geyma þig.
Jesús, vertu hjá mér
þegar allt er erfitt,
þegar ég græt,
þegar ég reiðist,
þegar einhver fer frá mér,
Jesús vertu hjá mér.
(Björ Lykke.)
Þín elskandi dóttir
Hrefna Mjöll.
„Lítill drengur ljós og fagur.“
Þannig viljum við muna yngsta
bróður okkar sem nú er látinn langt
fyrir aldur fram. Lífshlaup þessa
bjarta og glaða drengs var á margan
hátt þyrnum stráð þrátt fyrir sterk-
an lífsvilja og mikið ástríki þeirra
sem næst honum stóðu.
Þegar Þórir Örn fæddist vorum
við eldri bræðurnir orðnir fullorðnir
og ólumst því ekki upp saman en
böndin voru sterk þótt við heyrðum
stundum ekki í honum um lengri eða
skemmri tíma. Jólin voru þó sá tími
sem við systkin sameinuðumst öll og
okkur er minnisstætt þegar kom í
hans hlut að halda jólaboð fjölskyld-
unnar. Þá leyndi sér ekki að hann
hafði mikla hæfileika á sviði mat-
reiðslu og viss gassagangur yfir
hangikjötinu minnti óneitanlega á
tilburði föður okkar, Þóris Sæ-
mundssonar. Bróðir okkar hafði
mikinn áhuga á matreiðslu og um
tíma nam hann þá grein enda stóð
hugur hans ávallt til frekara náms.
Frá unga aldri ólst Þórir Örn að
mestu upp hjá föður okkar og voru
þeir feðgar einkar samrýmdir og
nutu elsku hvor annars. Það var því
mikið áfall fyrir Þóri Örn aðeins sex-
tán ára að missa pabba sinn árið
1993. Ekki bar hann sorg sína á torg
og bar höfuðið ávallt hátt þó að lífið
hafi ekki alltaf farið mildum höndum
um hann. En í gegnum skýjað him-
inhvolfið sá hann ætíð til sólar og átti
sterka von um gleði og hamingju
sem fólst ekki síst í ást og kærleika
til dóttur sinnar, Hrefnu Mjallar,
sem hann naut samvista við enda var
hann afar barngóður og hændust
börn að honum. Hann hafði mikla
persónutöfra og útgeislun og vildi
nýta hæfileika sína til góðra verka
og tókst þegar best lét svo vel upp að
eftir var tekið. Hann átti margar
ómældar gleðistundir þar sem hans
innri birta og yndislegur hlátur fékk
lýst inn í líf okkar hinna.
Sem barn var Þórir Örn heilbrigð-
ur og fjörugur og var hann mikið eft-
irlæti pabba síns. Hann byrjaði
snemma að stunda golf með pabba
sem hafði gífurlega trú á golfhæfi-
leikum sonar síns. Á sínum tíma var
Þórir Örn yngsti kylfingurinn til
þess að fara holu í höggi. Ástríðan
fyrir golfíþróttinni var slík að um
tíma fluttu þeir feðgar til Spánar til
að leggja áherslu á golfið. Þar fór
Þórir Örn í golfskóla auk þess sem
hann var sendur í skóla til þess að
læra spænsku.
Nú þegar ástkær bróðir okkar
hefur kvatt þessa jarðvist og haldið á
aðrar slóðir, þær sömu og faðir okk-
ar, er víst að verða fagnaðarfundir.
Þar og á meðal vor mun andi
þeirra feðga lifa í ljósi kærleikans
um ókomna tíð.
Og þó skal engum dýrðardraumi glatað
sem dreymdi þína önd.
Í auðmýkt hjartans ennþá færðu ratað
í óska þinna lönd.
Því minningin um morgunlandið bjarta
um myrka vegu lýsir þínu hjarta.
(Tómas Guðmundsson.)
Rúnar, Jóhann og Steinar.
Litli bróðir minn, Þórir Örn, er
dáinn. Það tekur tíma að venjast
þeirri hugsun og tíma að læra að lifa
með því. Ég man þá eftirvæntingu
að eignast lítinn bróður, ég var níu
ára gömul og átti fyrir 3 eldri bræð-
ur og eina yngri systur. Pabbi og
Kolla voru dugleg að leyfa okkur
systrum að taka þátt í umönnun litla
krúttsins. Ég man hversu stollt ég
arkaði um Hraunbæ með fallegasta
barnið í hverfinu, fallegt andlitið,
spékopparnir og ljósa hárið, feg-
ursta sýn að mínu mati, og þó svo ár-
in hafi liðið lifir sú mynd sterkust í
huga mér.
Mikill og sár var söknuður okkar
systkina þegar pabbi okkar dó langt
fyrir aldur fram og sérstaklega fyrir
Þóri, aðeins 16 ára ungling. Sá dagur
markaði djúp spor í sál hans, þeirra
tengsl voru sérstök. Þórir snerti alla
í minni fjölskyldu jafnt börn sem
fullorðna. Stundum þegar hann kom
í heimsókn var hann allt í einu horf-
inn. Þegar maður leitaði að honum
sat hann gjarnan hjá krökkunum og
talaði við þau á þeirra máli eða öll
gæludýr heimilisins voru komin upp
í fangið á honum. Lífið er brothætt
og vegirnir snúnir og ekki gefst okk-
ur öllum að rata sama veg, að villast
er ekki flókið og það var hluti af hans
lífi eins og svo margra. En minningin
um fagra, hlýja og vonmikla sál lifir
áfram og litli sólargeislinn hans, hún
Hrefna Mjöll, er lifandi sönnun þess.
Elsku Þórir Örn.
Óvænt kallaði guð þig til sín langt
fyrir aldur fram.
Hjarta mitt brast og tárin flæddu,
en þú fórst ekki einn. Hluti af mér
fór með þér þá stund sem þú kvadd-
ir, fagrar minningar og kærleikur
þinn munu leiða mig í gegnum lífsins
fegurð og ólgusjó.
Þó svo ég geti ekki séð þig verður
þú ætíð við hlið mér.
Keðjan hefur rofnað og ekkert
virðist eins. En eitt af öðru munum
við hlýða kallinu og keðjan verður
heil á ný.
Ég elskaði þig meðan þú lifðir og
látinn elska ég þig líka, í hjarta mér
verður þú alltaf fallegi litli bróðir
minn.
Þín elskandi systir.
Hrefna Mjöll, megi algóður guð
leiða þína litlu hönd á þessari sorg-
arstundu.
Hugrún.
Elsku yndislegi Þórir Örn minn,
þú varst svo miklu meira en litli
bróðir. Mér hefur alltaf fundist ég
eiga svo mikið í þér og kallaði þig
stundum fósturson okkar.
Þegar þú varst lítill fluttir þú heim
til pabba og þar var nú oft mikið fjör
hjá okkur. Við gátum spjallað og
hlegið og hlustað á Ego saman, þó
það hafi nú verið meira fyrir þig en
mig. Þegar pabbi fór eitt sinn til út-
landa vorum við Gilli beðin um að
passa þig. Það var yndislegt, mér
fannst ég bera svo mikla ábyrgð á
þér og var stolt stóra systir. Það gat
þó stundum verið strögl á morgnana
að vekja þig en það var sama hversu
pirruð ég gat orðið, þú náðir alltaf að
fá mig til að brosa aftur.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann á svona stundu,
bæði góðar og aðrar ekki eins góðar.
Þú áttir oft erfitt og lífið var ekki
alltaf dans á rósum hjá þér, elsku
Þórir minn. En það sem stendur efst
í huga mínum núna er hversu ynd-
islegur þú varst. Þú heillaðir alla
sem kynntust þér, eins og þú varst í
raun og veru. Heillandi persóna,
kraftmikill, barna- og dýravinur og
fallegur utan sem innan. Alltaf náðir
þú öllum börnum og dýrum á þitt
band. Þú varst einstaklega næmur á
börn, hvort sem það var að sýna
þeim ást og hlýju eða ná þeim í ein-
hvern leik. Börnin mín fengu að fara
til þín og gista þegar þú bjóst á
Akranesi. Þú lékst þér við þau alla
helgina, horfðir á gelgjumyndir með
stelpunum eða varst í tölvunni með
stráknum og dældir í þau ís. Börnin
mín grétu sáran þegar við þurftum
að segja þeim að þú værir farinn.
Þau töluðu sérstaklega um það hvað
þú værir góður og skemmtilegur og
þau sakna frænda síns sárt.
Þegar pabbi dó misstir þú svo
mikið meira en pabba, þú misstir
besta vin þinn og það heimili sem þú
ólst upp við. Þetta var erfiður tími
fyrir alla og ekki síst þig. En sólin
tók að skína skært nokkrum árum
seinna þegar litla perlan þín, hún
Hrefna Mjöll fæddist. Ég dáðist oft
af ykkur feðginum, þegar þið komuð
í heimsókn. Hún gat varla slitið sig
frá þér og þú gafst þér alltaf tíma til
að tala við hana, þó að við værum í
miðju spjalli. Þú varst einstakur fað-
ir og elskaðir stelpuna þína skilyrð-
islaust. Ég veit að þú munt verða hjá
henni og leiða hana í gegnum lífið.
Elsku litli bróðir, ég veit að þú
hefur loksins fengið frið og líkami
þinn er hvíldinni feginn. En ég sakna
þín svo sárt og það er svo erfitt að
kveðja. Það eina sem færir mér
huggun núna er að ég veit að þú ert
hjá pabba og þar leið þér alltaf vel.
Þín Gunný,
Guðrún Jónína Mjöll.
Flestir sem eiga stóran bróður
vita hversu gott það er. Hversu
mikla öryggistilfinningu það veitir.
Hversu sterkt haldreipi það er, ekki
síst ef abbast er upp á mann á ung-
lingsárunum. Ég var einn af þessum
heppnu. Minn bróðir hét Þórir Örn
Þórisson. Og hvílíkur bróðir.
Stuðningurinn sem Þórir veitti
mér var ekki einungis þess kyns að
geta sagt, án þess að þurfa að halla
réttu máli, að sá sem hygðist gera
mér eitthvað ætti að hugsa sig tvisv-
ar um vegna tilvistar stóra bróður.
Þórir var nefnilega ekki síður stoð
og stytta feimins og óöruggs ung-
lings á félagslega sviðinu. Einlægum
samtölum okkar, sem stundum stóðu
langt fram á morgun, gleymi ég aldr-
ei. Og ófá skiptin, þegar mér hafa
fallist hendur frammi fyrir einhverju
verkefni, hef ég hugsað til þess þeg-
ar hann sagði að ég gæti allt sem mig
langaði til að gera.
Þórir var ein af hjartahlýjustu, ein
af fjölhæfustu, og síðast en ekki síst,
ein af skemmtilegustu manneskjum
sem ég hef kynnst. Og ekki þarf að
fjölyrða um hversu bráðgreindur og
hörkuduglegur hann var. Það sáu
allir fljótt sem voru í kringum hann.
Þórir kenndi mér margt. Eitt af
því eftirminnilegasta er það hvernig
á að faðma þá sem manni þykir vænt
um. Allir sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að fá faðmlag frá Þóri í lif-
anda lífi geta vottað um það hversu
þétt og innileg þau voru. Þegar Þórir
flutti til okkar mömmu, pabba og
Helenu eftir andlát pabba hans hófst
kennslan. Seinna sagði hann mér að
það að faðma mig fyrst eftir að hann
flutti hafi verið eins og að faðma
standlampa. Ef faðmlög mín í dag
komast þó ekki væri nema í hálf-
kvisti við þau sem Þórir gaf get ég
vel við unað.
Ein er sú manneskja sem hefur
fengið fleiri faðmlög frá Þóri en
nokkur annar, dóttir hans og auga-
steinn, Hrefna Mjöll. Hamingjusam-
ari mann en þegar hún fæddist hef
ég vart séð. Þórir var líka eins og
fæddur í pabbahlutverkið. Hann
hefði gengið veröldina á enda til að
gleðja Hrefnu sína. Hann sagði mér
líka oftar en einu sinni að á myrk-
ustu augnablikum lífs síns hélt hann
áfram baráttunni vegna hennar.
Myrku augnablikin voru því miður
allt of mörg í lífi Þóris bróður. Hann
háði harða rimmu við fíkniefnadjöf-
ulinn nánast hálfa ævina og varð að
lokum undir. En hann barðist hetju-
lega. Sama hversu oft hann lenti aft-
ur á byrjunarreit þá hélt hann af
stað að nýju í þrá sinni eftir „venju-
legu“ lífi. Þvílík seigla. Þvílíkur
nagli. En þvílíkur sjúkdómur.
Lengi höfðum við bræðurnir talað
um að fara saman einn daginn á leik
á Anfield Road, heimavelli Liver-
pool, okkar liðs í enska boltanum.
Það varð aldrei. Elsku bróðir, þegar
kemur að því að ég fer á Anfield þá
mun ég fara fyrir okkur báða. Ég
mun hvetja okkar menn tvöfalt
meira en ég hefði annars gert. Með
stóra mynd af þér í brjóstvasanum.
Ég get varla beðið eftir að hitta
þig aftur á himnum elsku Þórir. Þar
munum við ekki bara spjalla og
hlæja saman fram á morgun eins og
forðum, heldur inn í eilífðina. Og
horfa á alla þá Liverpool-leiki sem
okkur langar til í bestu stúkusætum
sem völ er á.
Þinn Kiddi bróðir,
Kristján Hrafn.
Elskulegi fallegi, góði, stóri bróðir
minn er látinn og nú sit ég hér og
skrifa minningargrein um hann.
Það er svo margt sem maður man
eftir sem er ómögulegt að fara að
velja úr og ómögulegt að þurfa að
velja hverju á að sleppa.
Ég verð samt að minnast á það
þegar ég bjó hjá þér í Hafnafirði.
Þrátt fyrir að þú værir í einhverju
rugli þá, þá var alltaf sama heim-
ilishaldið og rútínan og mér leið al-
veg rosalega vel. Ég kom heim úr
skólanum, lærði og ef Hrefna var hjá
þér þá lærðum við saman. Svo fórum
við yfirleitt í búðina og keyptum í
matinn og þú eldaðir svo eitthvað
frábærlega gott handa okkur. Eftir
matinn skiptumst við á við uppvaskið
áður en við lögðumst í sófann fyrir
kósýkvöldin okkar. Þetta var yndis-
legt.
Þú hafðir einstaka hæfileika í eld-
húsinu, matreiddir hvað sem er fram
úr hægri erminni og það smakkaðist
alltaf jafn frábærlega. Þú varst líka
með algjört hjarta úr gulli, það er ég
alveg viss um. Þú varst rosalega
mikill dýravinur og barnavinur. Öll
dýr og börn gjörsamlega soguðust
að þér. Ljósið í lífi þínu var að sjálf-
sögðu Hrefna Mjöll og þú ljómaðir
allur þegar þú talaðir um þessa
Guðsgjöf eins og þú sagðir. Seinustu
vikur talaðirðu líka svo mikið um
Frosta minn og þú hlakkaði svo til
þess að hitta hann. Þú varst alltaf að
segja okkur að þú ætlaðir að fara
með hann í langa göngutúra en því
miður náðir þú aldrei að hitta hann.
Þú varst svo fallegur strákur, Þór-
Þórir Örn Þórisson
✝
Ástkær eiginmaður minn,
ELFAR H. RAGNARSSON,
Hátúni 10A,
lést á Skjóli sunnudaginn 6. janúar.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Sif Ólafsson.
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÓSK NORÐFJÖRÐ ÓSKARSDÓTTIR
frá Hrísey,
Dvergabakka 34,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
7. febrúar kl. 15.00.
Pétur Geir Helgason
og fjölskylda.