Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VERKALÝÐSHREYFINGIN og samtök atvinnurekenda eru nú ná- lægt því að ná samkomulagi um forsendur næstu kjarasamninga. Hugmyndin sem rædd hefur verið er sú að í stað þess að hafa upp- sagnarákvæði í samningum muni samningsaðilar meta eftir rúmt ár hvort ástæða sé til að framlengja samningana um tvö ár til viðbótar í ljósi efnahagsástandsins, verð- bólgu og kaupmáttarþróunar. Það setur hins vegar strik í reikninginn að ef samningarnir gilda næstu þrjú árin verða þeir lausir í aðdraganda næstu þing- kosninga. Skiptar skoðanir eru um þetta og telja sumir ráðlegra að heildarsamningstíminn verði tvö og hálft eða þrjú og hálft ár vegna kosninganna 2011. Samninganefndir Starfsgreina- sambandsins og Flóafélaganna voru á sáttafundi með samn- inganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær og boðað er til næsta fundar á morgun, föstudag. Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, segir um forsendur samninga að menn vilji sjá að verð- bólgan sé á niðurleið og kaupmátt- urinn að aukast ef framlengja eigi samninga eftir eitt ár. „Við sjáum útlínur í þessu,“ seg- ir Kristján. „Við höfum verið að reyna að setja niður fyrir okkur hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar ef við framlengjum samn- inginn til tveggja ára í viðbót eftir eitt ár. Við myndum þá gera áfangaskiptan kjarasamning þar sem eftir eitt ár myndum við stinga niður fæti, skoða stöðuna og meta hvort ástæða væri til að grípa inn í og framlengja ekki samninginn.“ Verslunarmenn eiga samn- ingafund með atvinnurekendum á föstudaginn. „Menn eru alla vega komnir yfir einn þröskuld,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um niðurstöðu sem virðist vera í sjónmáli um forsendur samninga. Enn er þó langt til lands í kjara- viðræðunum og er búist við að í kjölfar samkomulags um forsendur samninga verði hægt að hefja raunverulegar viðræður um launa- lið næstu samninga upp úr næstu helgi. Komast yfir erfiðan þröskuld Meta eftir eitt ár hvort framlengja eigi samningana Árvakur/Golli Ræða málin Forystumenn í samninganefndum Starfsgreinasambands- ins báru saman bækur sínar á milli funda hjá ríkissáttasemjara í gær. „MEÐ þessu viljum við mótmæla því hversu léleg þessi lög eru,“ segir Kormákur Geirharðsson, krá- areigandi og stjórnarmaður í Félagi kráareigenda, um þá ákvörðun 10-15 kráareigenda að leyfa reyk- ingar inni á stöðum sínum í gær. Bendir Kormákur á að í lögum frá 2006 sem banni reykingar inni á veit- inga- og skemmtistöðum sé ekki að finna nein refsi- ákvæði, auk þess sem skortur sé á úrræðum fyrir kráareigendur til að koma upp reykingaaðstöðu í formi reykherbergis fyrir gesti sína innanhúss. Segir Kormákur aðgerðunum ætlað að veita þeim spark í rassinn sem hafi þessi lög inni á borði hjá sér og eftir eiga að semja reglugerð um málið. „Við kráareigendur erum allir hlynntir banninu. Við er- um hins vegar ekki hlynntir úrlausn málsins,“ segir Kormákur og tekur fram að Félag kráareigenda hyggist funda um málið í dag og ræða þar næstu skref í þessum mótmælaaðgerðum sínum. Árvakur/Ómar Mótmæla því hversu léleg lögin eru Kráareigendur leyfa reykingar í mótmælaskyni Norpa ekki úti Víða gripu gestir á öldurhúsum borgarinnar tækifærið til reykinga innanhúss fegins hendi. ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo hefur höfðað mál gegn ís- lenska ríkinu til að fá endurgreiðslu opinberra gjalda sem fyrirtækið greiddi fyrir starfsmenn tveggja starfsmannaleigna vegna vinnu við Kárahnjúka. Að sögn lögmanns Impregilo, Garðars Valdimarsson- ar, hefur fyrirtækið farið fram á það við fjármálaráðuneytið að það greiði gjöldin til baka en af því hafi ekki orðið. Málið verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið kemur til í framhaldi af dómi Hæstaréttar í september sl., en rétturinn komst að þeirri niður- stöðu að starfsmannaleigurnar teld- ust launagreiðendur hinna útleigðu starfsmanna og Impregilo hefði því ekki borið skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Garðari nemur upphæðin um 1,5 milljörðum með vöxtum. Hann úti- lokar ekki að fleiri mál verði höfðuð, s.s. vegna eftirálagðra gjalda á Impregilo vegna starfsmannanna. Krefjast endur- greiðslu Mál Impregilo gegn ríkinu þingfest í dag FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÚSNÆÐISVERÐ á Flórída hefur hríðlækkað undanfarin tvö ár eftir að hafa stigið hratt árin þar á undan. Líkt og víða annars staðar er lækk- unin mjög mismunandi eftir svæðum en dæmi eru um að verð hafi fallið um allt 30% frá hámarksverði. Það er því ekki að furða þótt fjölmiðlar á Flórída og raunar víðar um Bandaríkin tali um að fasteignabólan á Flórída hafi sprungið. Engar opinberar tölur eru til um hversu margir Íslendingar eiga hús á Flórída en að mati Þóris Gröndals, ræðismanns Íslands í ríkinu, eru þeir á bilinu 300-500 en gætu þess vegna verið töluvert fleiri. Að mati hans og Andreu Björg- vinsdóttur, sem starfar fyrir Flórída fasteignir í Orlando, má gera ráð fyr- ir að um 100 Íslendingar hafi keypt sér hús á Flórída frá ársbyrjun árið 2005 en það var á því ári sem blaðran var þanin til hins ýtrasta – þangað til hún sprakk, eins og blöðrum hættir til að gera. Minni lækkun í Ventura Þéttasta Íslendingabyggðin á Flórída er í hverfi sem heitir Ventura en Þórir telur að um 100 íslenskar fjölskyldur eigi þar hús. Andrea segir að þar sem Ventura sé ekki svokallað leiguhverfi, en í slík- um hverfum er leyfilegt að leigja öll hús í skammtímaleigu, hafi verðfallið þar verið minna en víðast hvar ann- ars staðar, líklega um 10-12%. Annað sé upp á teningnum í leiguhverfum en þar sé nú hægt að fá hús sem eru fal- boðin á 400.000 dollara á 300.000 doll- ara eða á 19,3 milljónir króna í stað 25,7 milljóna. „Það er hægt að gera rosalega góð kaup núna, það er hægt að bjóða svo langt niður. En það á við um þau hverfi þar sem eru eingöngu túristar,“ segir Andrea. Þeir sem keyptu á meðan fast- eignabólan var í hámarki og þurfa af einhverjum ástæðum að selja eign- irnar aftur hafa augljóslega tapað verulegum fjárhæðum. Aðspurð seg- ist Andrea ekki þekkja dæmi um að Íslendingur hafi keypt á toppnum en síðan þurft að selja með tapi. Í leigu- hverfunum sé annað upp á teningn- um, sérstaklega meðal þeirra sem litu á fasteignir sem fjárfestingu og keyptu e.t.v. fimm til átta hús og íbúðir. Andrea telur að betri tímar séu framundan á fasteignamarkaði, a.m.k. séu bandarískir fasteignasalar almennt á því að tíðin batni eftir því sem nær dregur forsetakosningum. „Þetta er mjög gott tækifæri til að fjárfesta í góðum hverfum,“ segir hún. Hafi Íslendingar hug á að kaupa eignir á Flórída er ljóst að þeir ættu að kynna sér málið vel. Það gæti t.a.m. verið óráð að kaupa hús í Cape Coral á suðvesturhluta Flórída. Þar eru nú 19.000 einbýlishús og íbúðir til sölu. Tæplega 500 seldust í nóvem- ber. Með þessu áframhaldi mun taka þrjú ár að vinna á sölulistanum.  Líklega eiga 300-500 Íslendingar hús á Flórída  Mikil verðlækkun frá 2005 Verðfall á húsum í sólskinsríkinu Í HNOTSKURN »Líklegt er að um 300-500 Ís-lendingar eigi íbúðir og hús á Flórída en þeir gætu verið fleiri. »Um 100 Íslendingar hafakeypt sér hús á Flórída frá árinu 2005 en þá náði fast- eignaverð nýjum og áður óþekktum hæðum. »Síðan þá hefur verðið falliðmikið, mismikið þó.Reuters Framboð Verð á húsum hefur fallið. GEIR H. Haarde forsætis- ráðherra hefur skipað Ólaf Hjálmarsson skrif- stofustjóra í embætti hag- stofustjóra til næstu fimm ára frá 1. mars nk. en níu manns sóttu um stöðuna. Ólafur fæddist árið 1957. Hann lauk cand. oecon.- prófi frá viðskiptadeild HÍ árið 1984 og MA-gráðu í þjóðhagfræði frá York University í Toronto 1986. Ólafur hef- ur verið skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 1999 og stað- gengill skrifstofustjóra 1992-1999. Nýr hagstofu- stjóri skipaður Ólafur Hjálmarsson LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók í gær fjórða manninn í tengslum við tilraun til inn- flutnings á rúmlega 4,5 kg af amfetamíni og 600 g af kókaíni til landsins með hraðsend- ingu í nóvember sl. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum í dag. Mað- urinn, sem hefur alloft komið við sögu lög- reglu áður, var handtekinn fyrir utan Leifs- stöð við annan mann. Hinum manninum var fljótlega sleppt. Fjórði maðurinn handtekinn SAMÞYKKT var á aðalfundi Lögreglufélags Norðurlands vestra síðastliðinn þriðjudag ályktun þess efnis að beina því til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að áfram verði unnið að samein- ingu og stækkun lögregluembættanna. „Á Norðurlandi eru fjögur lögreglulið og eru þrjú þeirra fremur smá og sjá lög- reglumenn ótalmarga kosti í sameiningu þeirra og telja mikilvægt að fá eitt sjálfstætt lögregluembætti á landshlutanum,“ að því er segir í ályktun aðalfundarins. Aðspurður um samþykkt lögreglufélagsins segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að á vegum ráðuneytis síns sé nú unnið að úttekt á reynslunni af nýskipan lögreglumála. Að henni lokinni kveðst ráðherra munu fara yfir niðurstöðuna og segja álit sitt. Frekari sameiningu BÓNUS hvetur þá sem lögðu leið sína í verslun fyrirtækisins á Seltjarnarnesi á þriðjudag til að skoða hvort 30% afsláttur hafi skilað sér af vörunum. Vegna rangrar forritunar virðist afsláttur ekki hafa skilað sér af öllum vörum hluta dagsins. Um er að ræða tilvik þar sem starfsmenn skráðu inn tiltekinn fjölda vara og renndu svo einni vöru í gegn. Þá virðist í ein- hverjum tilvikum aðeins þessi eina vara hafa komið inn með afslætti. Bónus hvetur fólk sem kann að hafa orðið af afslætti til að setja sig í samband við skrifstofu Bónuss. Urðu af afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.