Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég man sérstaklega þegar ég flutti
heim frá Bandaríkjunum og hitti þig
aftur í fyrsta sinn, tárin láku niður
kinnar okkar. Þá báðir orðnir tvítug-
ir að aldri og algerlega í blóma lífs-
ins eins og við ættum báðir að vera í
dag.
Barátta þín hefur þér verið mjög
erfið í gegnum árin og lífið ekki ver-
ið þér sanngjarnt. Að fá þig í heim-
sókn rétt fyrir áramót var alveg frá-
bært. Að fá að sjá þig aftur eftir svo
langan tíma. Mér fannst þér hafa
farið svo mikið fram á seinasta ári,
lífið virtist hafa einhverja þýðingu
aftur. Nú ertu kominn á betri stað
og á fund föður þíns og ég veit að þið
sitjið saman kátir. Hvíl þú í friði
elsku vinur.
Tómas Eric.
Pabbi! Það er vont!…Vont!… Það
er Þórir!…
Sonur minn þurfti ekki að segja
meira. Ég vissi strax hvað hann var
að fara þar sem við sátum saman í
bílnum en hann hafði hringt í mig í
vinnuna þennan morgun og beðið
mig að koma út í bíl þar sem hann
var fyrir utan. Við grétum saman.
Þannig barst okkur hjónunum frétt-
in af andláti þessa kæra vinar okkar.
Þórir Örn var gamall skólabróðir
og vinur sona okkar og þó við í gegn-
um tíðina þekktum hann lítið þá
vissum við alltaf af honum í gegnum
syni okkar. En fyrir tveimur árum
kom hann með kröftugum hætti inn í
líf okkar og meira en það, hann gekk
beina leið inn í hjarta okkar og eign-
aðist þar stórt pláss. Þórir var mikið
inni á heimili okkar og við áttum
margar góðar og dýrmætar stundir
með honum. Hann hjálpaði okkur að
taka garðskálann okkar í gegn,
pússa og lakka og oft spurði hann
hvort það væri ekki eitthvað sem
hann gæti gert til að hjálpa. Honum
fannst gaman að elda og þær eru
ekki fáar stundirnar sem við áttum
saman í eldhúsinu að bralla eitthvað
og stundum eldaði hann fyrir okkur.
Við gátum talað saman um allt
mögulegt og við áttum líka með hon-
um stundir þar sem við lásum saman
í Biblíunni og báðum saman. Já, Þór-
ir eignaðist lifandi trú á Jesú Krist
og fór að sækja með okkur kirkju en
við erum í ísl. Kristskirkjunni og þar
fann hann sitt andlega heimili og
þangað sótti hann eins mikið og
hann gat. Hann fór líka oft í Sam-
hjálp og Krossinn.
Líf Þóris var ekki auðvelt. Hann
átti líka sínar skuggahliðar þar sem
hann háði stanslausa baráttu og
hann var með óvæginn sjúkdóm sem
hann að lokum lét í minni pokann
fyrir. En við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að taka þátt í lífi hans og
baráttu þessa síðustu mánuði. Við
fengum að gráta með honum þegar
hann átti erfitt en við fengum líka að
gleðjast með honum og þar kom ljós-
ið í lífinu hans hún Hrefna Mjöll
dóttir hans sterkast inn. Hann kom
oft með hana heim til okkar og það
var frábært að sjá hvernig hún átti
hjarta hans. Hann snerist í kringum
hana og lék við hana eins og við öll
hin börnin sem í kringum okkur eru,
enda voru þau alltaf svo glöð að sjá
hann þegar fjölskyldan, sem hann
var orðinn eins og einn af, kom sam-
an. Svo var gaman að heyra hvernig
hann gat endalaust eldað og borðað
„fiskibollur í karrí“ uppáhaldið
hennar Hrefnu Mjallar, sem við
fengum líka einu sinni að borða með
þeim.
Elsku Þórir, það er tómlegt að
hugsa til þess að þú eigir ekki eftir
að koma inn um dyrnar, knúsa okk-
ur, fá að setja í vél og eiga með okk-
ur góða stund. Já, og svo eru það
líka allir göngutúrarnir sem við fór-
um saman, bæði í Fossvogsdalnum
sem var þér svo kær og í Heiðmörk-
inni þar sem þú sagðir að þú hefðir í
fyrsta skiptið kropið niður fyrir Guði
og gefist honum.
Það er gott að hugsa til þess að þú
ert barnið hans og nú, elsku vinur, í
síðasta sinn:
„Guð og góðu englarnir hans,
geymi þig!…“ Um alla eilífð!…
Jósef og Ingunn.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnavörur
Nú er frost á Fróni
Hlý, undurmjúk ullarnærföt fyrir kalda
kroppa. Barna- og fullorðinsstærðir.
Þumalína,
efst á Skólavörðustígnum.
Sími 551 2136. www.thumalina.is
Heilsa
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Húsnæði í boði
Til sölu Veghús 31 íbúð 903, 92 m²
Góð 3 herb. íbúð á 9. hæð í 10 hæða
lyftublokk. Gott ÍLS-lán áhvílandi.
Laus núna. Lækkað verð niður í 21,9
m.kr. Opið hús fimmtud kl. 16-16,30.
Uppl. í 896 3867.
Glæsileg 3ja herb íbúð í Hafnar-
firði. Til leigu glæsileg 3ja herb. 98
fm íbúð á góðum stað í Hf. Nýlega
standsett. Búnaður og húsgögn inni-
falin ef vill. Langtímaleiga. Laus mjög
fljótlega. Sjá nánar á Kassi.is
Húsnæði óskast
Íbúð óskast!
Einstæð móðir óskar eftir 3ja herb.
íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu á
allt að 90 þús á mán. sími: 892 9418.
Reglusöm og skilvís, með meðmæli.
Bráðvantar íbúð til leigu
Erum ungt reglusamt par sem vantar
íbúð til leigu. Um langtímaleigu er að
ræða,helst í RVK, 2ja-3ja herb.
Greiðslugeta 80-100 þús. pr.mán.
Vinsaml.hafið samband í s.849 4924.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
PMC Silfursmíði.
Grunnnámskeið helgina 2 og 3
febrúar.Uppl. www.listnam.is
skráning sími 6950495
Microsoft kerfisstjóranám
Bættu Microsoft í ferilskrána. Micro-
soft MCSA kerfisstjóranámið, fyrri
hluti, hefst 25. febr. Upplýsingar á
www.raf.is og í síma 863 2186.
Rafiðnaðarskólinn
Tómstundir
Fjarstýrðir bensín- og
rafmagnsbílar í úrvali.
Opið í dag sunnudag frá kl.13-18:00.
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587-0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Stórir skór.is hætta
30% afsláttur af öllum dömuskóm í
stærðum 42-44 og herraskóm í
stærðum 47-50.
Opið þriðjudaga til föstudaga kl.16-
18,30, laugardaga 11-14.
Ásta skósali,
Súðarvogi 7,
sími 553 60 60.
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Helgi pípari
Viðgerðir - Nýlagnir - Breytingar - Lítil
sem stór verk, hitamál o.fl.
Hafið samband í síma 820 8604.
Helgi pípari.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
HALOGEN LJÓSKASTARAR,
mikið úrval.
KASTARAR Á GRIND MEÐ
SNÚRU OG PERU,
150W: 1,095 kr.,
500W: 1,370 kr.,
1000W: 2,299 kr.
VERKFÆRALAGERINN ehf.,
Skeifunni 8.
Sími 588 6090. vl@simnet.is
Ýmislegt
Vantar þig sal fyrir veislu?
Alhliða veisluþjónusta, stórar sem
smáar veislur.
Upplýsingar í s. 567 8197.
Netfang: eldhus@heittogkalt.is
Kirkjustétt 2-6, Reykjavík.
Úrval af herrakuldaskóm úr leðri
með gæruskinnsfóðri.
Verð frá 6.885.- til 12.500.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Rafsuðutæki + hjálmur
Frábærar pinnasuðuvélar á 45.000 kr.
Rafsuðuhjálmur auto -dark (1/25.000
úr sek.) á 12.450 kr. Tilboð: Rafsuða
og hjálmur kr. 50.000. S. 895 6662.
www.holt1.net
Bílar
Audi Allroad 2003.
Ek. 95 þús. mílur. 2,7 vél með 2 túrb-
ínum, 250 hö. Beinskiptur. Hækkan-
leg loftpúðafjöðrun, leður, topplúga,
rafmagn í öllu, Bose-hljóðkerfi.
Lúxusbíll með öllu hugsanlegu og sér
ekki á honum. Verð: 2,6 millj.
Upplýsingar í síma 899 2005.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur
í vetraraksturinn. Akstursmat og
endurtökupróf.
www.bilaskoli.is
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Leitum að verkum
Hjörleifs Sigurðssonar á yfir-
litssýningu. Guðrún, sími:
8668608, gth19@hi.is.
Málverk
Fréttir á SMS
Sjálfsbjörg, Reykjavík
Spilaður var tvímenningur á 8
borðum sl. mánudag
Úrslit urðu í N/S:
Jón Jóhannss. -
Steingrímur Þorgeirss. 228
Kristján Albertss. -
Sigþór Haraldsson 201
A/V
Brynjar Olgeirss. - Birgir Lúðvígsson 226
Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfsson 208
Meðalskor var 168.
Enn er stefnt að sveitakeppni
næsta mánudag, en til þess þarf
að fjölga eitthvað.
Ellefu sveitir í aðal-sveita-
keppninni í Borgarfirðinum
Mánudaginn 28. janúar hófst að-
alsveitakeppnin með þátttöku 11
sveita. Formaður hafði þann hátt á
að hann raðaði pörum í sveitir „eft-
ir eigin geðþótta“ enda væri það
fyrir okkur hinum haft af ráða-
mönnum að nýta valdið, ef marka
mátti orð hans. Kópakallinn var
venju fremur kotroskinn þetta
kvöld er hann kynnti til leiks nýjan
liðsmann sveitar sinnar, Austfirð-
inginn hógværa Bjarna H. Einars-
son, sem nú stundar nám á Bifröst.
„Ekki annað að gera en sækja eitt-
hvað sem bit er í“ sagði kallinn sem
fjórum tímum síðar hafði unnið tvo
fyrstu leikina glæsilega. Það dugði
honum þó ekki alveg á toppinn því
Tungnamenn (sem í þetta sinn eru
flestir frá Varmalandi) gerðu einum
betur. Þá er ljóst að reyndari spil-
arar verða að vara sig á sveit há-
karlanna sem stýrt er af þeim títl-
um Hrönn á Kópareykjum og Björk
á Hvanneyri, en þær er báðar tólf
ára.
Staðan eftir fyrsta kvöld er ann-
ars þessi:
Tungnamenn (Flemming, Guðmundur,
Þórhallur og Brynjólfur) 46
Kópakallinn (Eyjólfur, Jóhann,
Egill og Bjarni) 45
Hákarlarnir (Hrönn, Björk,
Sveinbjörn og Lárus) 37
Stórmót hjá eldri
borgurum sl. þriðjudag
Þriðjudaginn 29. janúar var spil-
aður tvímenningur hjá eldri borg-
urum í Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði.
Til leiks voru mætt 44 pör.
Úrslit urðu þessi.
Erla Sigurjóns – Sigfús Þórðarson 179
Björn Árnason – Albert Þorsteinsson 162
Þorsteinn Laufdal –
Magnús Halldórss. 97
Magnús Oddsson – Ólafur Gíslason 92
Bjarnar Ingimarss. –
Friðrik Hermannss. 89
Ragnar Björnss. –
Jóhann Benediktsson 89
Spilað var í Hraunseli, Flata-
hrauni 3, Hafnarfirði.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is