Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 32
Ég sat bara með Chim Chim inni í eldhúsi og allt í einu greip hann í brjóst- ið á mér … 35 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hef aldrei komið til Íslands en ég hlakka mik- ið til að koma,“ sagði ástralska leikkonan Caroline Reid þar sem hún var stödd á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, á leið sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna flugfreyjuna Pam Ann fyrir Íslendingum, en hún er eins konar hlið- arsjálf leikkonunnar. Um er að ræða tvær sýn- ingar í Tjarnarbíói, í kvöld og annað kvöld. „Pam Ann er flugfreyja sem er eins og klippt út úr sjöunda áratugnum,“ segir Reid um vinkonu sína. „Hún er kölluð af almenna farrýminu til þess að vinna á fyrsta farrými, og hefur engan áhuga á að fara til baka til almúgans. Hún er ansi óhefluð, og sumum finnst hún meira að segja svolítið óhugnanleg. Hún stríðir nefnilega fulltrúum mis- munandi stétta sem koma um borð í flugvélina. En ég held að hún segi bara það sem alla áhafn- armeðlimi langar að segja við farþega, en þora ekki,“ útskýrir Reid sem hefur haft flugfreyjuna skrautlegu á herðunum í rúmlega tíu ár. Á þeim tíma hefur Pam Ann notið mikilla vinsælda og hef- ur Reid kynnt hana fyrir nokkuð stórum hluta heimsbyggðarinnar. „Ég er til dæmis nýkomin úr ferðalagi um Bretland og Bandaríkin, þannig að ég ferðast mikið.“ Aðspurð segir Reid að sýningin sé hvorki fyrir viðkvæma né óharðnaða einstaklinga. „Nei, guð minn góður, þú þarft eiginlega að vara fólk við. En ég hef að vísu heyrt að þið Íslendingar séuð nokk- uð frjálslyndir, þannig að þetta er kannski allt í lagi,“ segir leikkonan hlæjandi. Pam Ann hefur notið svo mikilla vinsælda að Reid vonast til þess að geta gert sjónvarpsþátt um hana. „Það er reyndar ekkert ákveðið en við erum samt að vinna að einskonar umræðuþætti sem fer fram um borð í flugvél. Við vonumst til að geta komið þeim þætti í loftið á næstu árum.“ Pam Ann hefur samt sem áður komið fram í sjónvarpi nokkrum sinnum, til dæmis í Britain’s Next Top Model-þáttunum sem sýndir hafa verið hér á landi. Þá má einnig geta þess að flugfreyjan góða á sér aðdáendur úr hópi fræga fólksins. Sem dæmi má nefna að hún var fengin til þess að skemmta um borð í einkaþotu Eltons John. „Ég flaug með honum og vinum hans til Feneyja, ég var fengin til að skemmta um borð sem var virkilega gaman,“ segir Reid. Þá mun sjálf Madonna vera á meðal aðdáenda. „Já, mér skilst það, hún sagði víst að Pam Ann væri fyndin á mjög grimmdarlegan hátt sem mér finnst nokkuð vel að orði komist. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvenær Madonna sá Pam Ann,“ segir Reid og hlær. Þess má loks geta að sýningarnar eru í sam- vinnu við Flugfélag Íslands – nema hvað. Flugfreyjan furðulega Pam Ann „Festið sætisólarnar og setjið Gucci og Prada handtöskurnar í farangurshólfið.“ Pam Ann býður Íslendingum í sérstaka uppistandsflugferð í kvöld og annað kvöld Pam Ann verður með uppistand í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld. Báðar sýningar hefjast kl. 20. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala fer fram á midi.is. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NÚ styttist óðum í stórtónleika Hins íslenska þursaflokks og CA- PUT í Laugardalshöllinni, en tón- leikarnir fara fram laugardags- kvöldið 23. febrúar næstkomandi. Sveitirnar tvær, sem samtals telja um 30 hljóðfæraleikara, munu leggjast á eitt á tónleikunum og flytja öll helstu lög Þursaflokksins í viðhafnarútsetningum. Hinn íslenski þursaflokkur var stofnaður árið 1977 og því munu tónleikarnir marka 30 ára afmæli sveitarinnar. Þeir sem ekki geta beðið eftir að sjá hvernig samvinna Þursa- flokksins og CAPUT kemur út geta stillt á Kastljósið í Sjónvarp- inu annað kvöld. Þar munu sveit- irnar flytja lagið „Grafskrift“ í sameiningu en lagið er af sumum talið eitt það allra besta í íslenskri popptónlistarsögu. Samkvæmt upplýsingum frá tónleikahaldara gengur miðasala á tónleikana annars mjög vel og fer miðum ört fækkandi. Lítið mun vera eftir af miðum í sal en eitt- hvað er þó til í stúku. Miðasala er í fullum gangi og fer hún fram á midi.is. Þursar og CAPUT í Kastljósi Hinn íslenski þursaflokku Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Tómas Tómasson bassaleikari á æfingu með Þursaflokknum.  Samkvæmt vefsíðu tímaritsins Monitors verður gestum veitinga- og skemmtistaðarins Priksins boð- ið að snæða frítt í dag milli klukk- an 10 og 15. Tilefnið ku vera nýr matseðill sem staðurinn hefur sett saman en hugmyndin er einnig að bjóða upp á frían mat síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Á þessum síðustu og verstu tím- um verður uppátæki Priksins að teljast aðdáunarvert. Ekki ein- ungis í markaðslegu samhengi, heldur þjóðfélagslegu nú þegar það virðist ætla að harðna á daln- um á Fróni. Ókeypis matur  Ein merki- legasta rokk- sveit samtím- ans, The Mars Volta, sendi á dögunum frá sér sína þriðju plötu, The Bedlam in Goliath. Í til- efni af útgáfunni tóku þeir Cedric Bixler-Zavala og Omar Rodriguez- Lopez upp lagið „Birthday“ með Sykurmolunum sem nú er hægt að streyma á Amazon. Útgáfan er stórgóð og einna skemmtilegast að heyra að þeir fé- lagar hafa lagt töluvert í upptök- urnar á laginu. Það sem stingur einna helst í stúf er að útgáfan er furðulega lík upphaflegu útgáfu Sykurmolanna frá 1987. Áhrifa Sykurmolanna gætir víða og fjöl- margar rokksveitir hafa nefnt sveitina sem eina af sínum helstu áhrifavöldum. Sykurmolarnir héldu 20 ára afmælistónleika í Höll- inni í fyrra sem teknir voru upp. Vonandi verða þeir gefnir út áður en langt um líður. Sykurmola-lag í útgáfu The Mars Volta ■ Í kvöld kl. 19.30 – Örfá sæti laus Ættgeng snilligáfa Natasha Korsakova, ungur rússneskur fiðlusnillingur, flytur hinn rómaða fiðlukonsert Brahms. Einnig verður fluttur eldfjörugur brasilískur forleikur og magnþrungin önnur sinfónía Rakmaninoffs. Stjórnandi: John Neschling. Einleikari: Natasha Korsakova ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra- skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.