Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING UPPSETNING leikhússins Lyric í Hammersmith- hverfi Lundúna og Vesturports á Hamskiptum Frans Kafka fær glimrandi dóma í tímaritinu Time Out og í leik- húsblaðinu The Stage. Hið síðarnefnda segir túlkun Björns Thors á Gregor Samsa eina þá almögnuðustu sem boðið sé upp á í Lundúnum, með tilliti til líkams- tjáningar. Túlkun hans sé auk þess hjartnæm og sjónarhornið á verkið óvenjulegt, áhorfendur sem fluga á vegg að fylgjast með hamskiptum Samsa og viðbrögðum fjölskyldu hans. Áhorfandinn sé jafnfirrtur eða utangátta og aðalpersónan fyrir vik- ið. Time Out gefur sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum og segir snilld á ferð. Farið er fögrum orðum um sviðsmynd Barkar Jónssonar og leikur Björns sagður sýna sársauk- ann sem fylgi því að vera mann- eskja. Hér sé á ferðinni sjaldgæf umbreyting frá bókmenntaverki í leikhúsverk og afbragðsgóð sam- vinna leikstjóra, sviðshönnuðar og leikara. Ótrúleg Hamskipti Time Out segir sýn- inguna snilldarbragð Björn Thors ÆVISAGA Hall- dórs Laxness eft- ir Halldór Guð- mundsson hefur fengið lofsamlega dóma í Þýska- landi, þar sem hún kom nýverið út. Bókin hefur vakið mikla at- hygli og dómar um hana hafa birst í flestum helstu stórblöðum Þýskalands. Þar segir m.a. um ævi- söguna að hún sé skrifuð bæði af mikilli þekkingu og innsæi í verk skáldsins. Þá sé hún líka spennandi lestur. Dagblaðið Die Welt segir ævisög- una afar upplýsandi og grundvall- arrit um ævi og verk Laxness og Die Zeit segir bókina sýna hversu vel Halldór endurspegli 20. öldina. Bók- in sé saga hins leitandi mennta- manns á 20. öld, manns sem fer milli kaþólsku og kommúnisma, hins borgaralega og bóhemska, stjórn- mála og taóískrar lífsspeki. Tímaritið Der Spiegel tekur í sama streng og segir ævisöguna teygja sig langt út fyrir söguleg og menningarleg mörk fámennrar eyju í norðurhöfum. Evrópsk menning- arsaga frá íslensku sjónarhorni. Lof fyrir Laxness Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Á TÓNLEIKUM Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld leiða saman hesta sína bras- ilíski hljómsveitarstjórinn John Neschling og fiðluleik- arinn Natasha Korsakova. Korsakova er af rússneskum og grískum ættum og hóf fiðlu- nám fimm ára gömul. Á tón- leikunum mun hún leika sí- vinsælan fiðlukonsert Brahms, en auk hans eru á efnisskránni magnþrungin sinfónía nr. 2 eftir Rakmaninoff og leiftrandi brasilískur konsertforleikur eftir Carmargo Guarnieri. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Tónleikar Fiðlusnillingur með Sinfóníunni í kvöld Natasha Korsakova LISTASAFN Reykjavíkur verður opið til kl. 22 í kvöld á löngum fimmtudegi. Tveir við- burðir fara fram í safninu að því tilefni. Kl. 17.30 frumsýnir Kviksaga heimildarmyndina Huldufólk 102 eftir Nisha Inalsingh. Að myndinni lokinni munu Kristinn Schram, Terry Gunnell og Unnur Þóra Jökuls- dóttir ræða um myndina og hlutverk huldufólks í menning- arlífi og ímynd Íslands. Sama kvöld verður Sófa- spjalli hafið í safninu en í því verða sýningar safnsins settar í sviðsljósið á nýjan og óhefðbund- inn hátt. Að þessu sinni verður fókusinn á sýningu Steingríms Eyfjörð í safninu. Myndlist Huldufólk í Lista- safni Reykjavíkur Steingrímur Eyfjörð Í NÝJASTA hefti Sögu, tíma- riti Sögufélagsins, kennir margra grasa. Meðal annars veltir Pétur H. Ármannsson arkitekt fyrir sér húsverndun og varðveislugildi gamalla húsa. Aðrar spurningar sem höfundar efnis í Sögu glíma við eru m.a: Voru stjórnvöld viðbúin kjarnorkuárás á Ís- land á 6. og 7. áratugnum?, Var frillulífi viðurkennt sam- búðarform á miðöldum?, Hver fann upp fjósið?, Í hverju fólst gagnrýni á þingræðið á árunum milli stríða? og Hver var þekking Íslendinga á Rúss- landi á 19. öld? Auk þess eru í heftinu átján rit- dómar og ritfregnir. Sagnfræði Kennir margra grasa í Sögu Tímarit Sögufélagsins. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „HETJUR gerist Frakklandi í ágúst árið 1959 og fjallar um þrjá uppgjafa- hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni sem dvelja á elliheimili og hafa verið þar afar lengi, allt upp í 25 ár. Þeir eiga allir við sín vandamál að stríða eftir styrjöldina sem setti óafmáan- legt mark sitt á ævi þeirra. Þeir hafa eignað sér verönd fyrir framan elli- heimilið og verja hana gegn öðrum vistmönnum og nota svipaðar aðferð- ir og í stríðinu forðum. Þeir hafa sagt forstöðukonunni, sem öllu ræður, stríð á hendur og í raun og veru eru þeir að drepa tímann, það er að segja bókstaflega, með því að skoða útsýnið og velta lífinu fyrir sér hvað það sé og hvar. Þeir láta sig dreyma um konur og ferðalög og reyna þannig að vekja einhvers konar líf þarna á veröndinni þar sem ekki bærist hár á höfði. Það er svolítið sérkennilegt samband þeirra þriggja á milli,“ segir Hafliði Arngrímsson leikstjóri um leikritið Hetjur sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins á morgun. Hetjur er franskt leikrit, ritað árið 2003 af Gerald Sibleyras. Verkið, í þýðingu Toms Stoppard, vann til Laurence Olivier-verðlaunanna fyrir „The best new comedy“ þegar það var sett upp í West End í London árið 2006. Auk þess fékk það Moliere- verðlaunin í Frakklandi sem er sam- svarandi Grímunni hér hjá okkur. Pétur Gunnarsson þýðir verkið yfir á íslensku. Þrátt fyrir nokkuð sorgleg- an söguþráð er þetta gamanleikur, grátbroslegur gamanleikur sem vek- ur jafnframt vonandi til umhugsunar að sögn Hafliða. „Gömlu stríðs- hetjurnar þrjár eru um áttrætt og ekki líklegar til stórræða. Þyturinn í laufum trjánna á hæðunum í fjarska vekur þó forvitni og lífsþorsta og minna þá á að það er eitthvað þarna úti sem er annað en tilbreytingarlaus ellin. Þá langar að leita á vit ævintýr- anna eða öllu heldur lífinu en hrak- andi heilsa og óraunsæ krafa eins þeirra kemur í veg fyrir að þeir kom- ist af stað. Þeir geta þó látið sig dreyma. Það er ekki mikið annað sem býður þeirra en dauðinn, hann nálg- ast alltaf, en þeir tefja fyrir honum með hugarflugi sínu.“ Á besta aldri Með hlutverk eldriborgaranna þriggja fara Guðmundur Ólafsson, Sigurður Skúlason og Theódór Júl- íusson, aðrir „lifandi“ leikarar koma ekki fyrir í verkinu. „Þetta eru þrír þroskaðir leikarar á besta aldri með reynslu og mér gengur þokkalega að leikstýra þeim. Þeir hlusta stundum á mig,“ segir Hafliði kankvís og bætir dór áður en Guðmundi leikstýrði hann í Mein Kampf í Borgarleikhús- inu á sínum tíma. Um leikmynd og búninga í verkinu sjá Jürgen Höth og Brit Daldrop, tvö nöfn sem hafa ekki áður komið við sögu í íslensku leik- húsi. „Þetta er fólk frá Þýskalandi, Jür- gen er aðalleikmyndahönnuður- inn en Brit er aðstoðarkona hans. Hann starfar í Þýskalandi og hefur unnið með ýmsum frægum leik- stjórum, til dæmis með Robert Wilson, Ruth Berghaus og Erich Wonder. Ég er mjög ánægður með útkomuna hjá þeim, þetta er kröfu- hörð leikmynd og pínulítið öðruvísi,“ segir Hafliði. Hetjur er önnur frumsýningin í Borgarleikhúsinu í vikunni. Leikverkið Hetjur í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar verður frumsýnt á morgun Ekki líklegir til stórræða Árvakur/Ómar Ræða saman Sigurður Skúlason, Theodór Júlíusson og Guðmundur Ólafsson í hlutverkum sínum sem fyrrverandi stríðshetjur sem dvelja nú á elliheimili en dreymir um að komast á vit ævintýranna þrátt fyrir hrakandi heilsu. við að það sé ótta legt karlasamfélag í kringum þessa uppsetningu. Hann hefur ekki leikstýrt Sigurði og Theó- Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is KLARINETTULEIKARINN Dim- itri Ashkenazy kemur fram á hádeg- istónleikaröðinni VON103 í hádeg- inu á morgun í tónleikasalnum VON, Efstaleiti 7. Þar spilar hann ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur víólu- leikara og Nínu Margréti Gríms- dóttur píanóleikara. Nína Margrét segir Dimitri ekki hafa leikið mjög oft hér á landi. „Ég veit til þess að hann hafi leikið einu sinni með Sinfóníuhljómsveitinni, hann hefur tvisvar áður haldið tón- leika með mér og hugsanlega eina til viðbótar,“ segir Nína sem byrjaði að vinna með honum í tengslum við tón- leikaferð til Japans sem hún fór árið 2006 ásamt öðrum íslenskum tónlist- armönnum, þar á meðal Þórunni Ósk sem spilar með þeim á morgun. „Við buðum honum með til Japans sem gestaspilara og í framhaldi af því spannst frekara samstarfs. Við höfum alltaf verið í góðu sambandi síðan enda vinnum við mjög vel sam- an,“ segir Nína. Henni finnst mikil lýrík og yfirvegun einkenna klarin- ettuleik Dimitri. Auðmeltanlegt í hádeginu Á efnisskrá hádegistónleikanna á morgun eru tvö verk. Fyrra verkið er tilbrigðaverk franska tónskálds- ins Jean Françaix fyrir klarinettu og píanó er nefnist Tema con variazioni. Síðara verk tónleikanna verður meistarastykki Wolfgang Amadeus Mozarts fyrir klarinettu, víólu og píanó, sn. Kegelstatt Tríó í Es-dúr K. 498 frá árinu 1786. „Við leikum fyrst dúó eftir Françaix sem er frek- ar skemmtilegt en svo förum við yfir í meiri klassík í Mozart. Þetta er mjög auðmeltanlegt í hádeginu og afskaplega hlustendavænt. Dimitri ætlar líka að spjalla aðeins við áhorf- endur um tónskáldin. Tónleikarnir taka 40 mínútur án hlés, þeir eru með óformlegu sniði og tilvaldir fyr- ir þá sem vilja eiga klassískt há- degi,“ segir Nína. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og fara sem fyrr segir fram í tónleika- salnum VON, Efstaleiti 7. Klassískir hádegistónleikar Góður Dimitri Ashkenazy klarinettuleikari leikur í VON í hádeginu á morgun ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur og Nínu Margréti Grímsdóttur. ♦♦♦ eftir Gerald Sibleyras Íslensk þýðing: Pétur Gunnarsson. Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Ljós: Kári Gíslason. Leikmynd og búningar: Jürgen Höth og Brit Daldrop. Leikendur: Guðmundur Ólafs- son, Sigurður Skúlason og Theódór Júlíusson. Hetjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.