Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 10

Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við ætlum að fá að fljóta með, Eggert minn, við getum ekki verið þekktir fyrir annað en að fylgja vinum okkar til hundrað ára síðustu sporin. VEÐUR Garðabær var útnefndur drauma-sveitarfélagið í árlegri úttekt Vísbendingar, eins og í fyrra. Að þessu sinni var einkunn bæjarins 8,2 og lækkaði úr 8,3. Í úttektinni er horft til lágrar skattheimtu, hóf- legrar íbúafjölg- unar, afkomu sem hlutfalls af tekjum, hlutfalls skulda af tekjum og veltufjárhlut- falls. Auðvitað er þetta hugar- leikfimi, en hún felur þó í sér góða vísbendingu um stöðu sveitarfélag- anna.     Í öðru og þriðja sæti eru Seltjarn-arnes með 7,3 í einkunn, sem lækk- aði úr 7,9, og Mosfellsbær með 7, sem hækkaði úr 6,3. Reykjavík er hins- vegar í 26. sæti með 3,4 og Hafnar- fjörður í næstneðsta sæti af 38 sveit- arfélögum með 2 og hrapar úr 4,1.     Niðurstaða úttektar Vísbendingarer sú að á undanförnum árum hafi fjárhag sveitarfélaganna hrak- að. Heildarskuldbindingar sveitarfé- laganna jukust úr 229 milljörðum króna árið 2005 í um 280 milljarða árið 2006. „Afkoma bæjarfélaganna var miklu lakari en árið 2005. Skýr- ingin er … að á kosningaári verða stjórnmálamenn oft uppteknir við annað en sparnað.“     Því er spáð að samdráttur í efna-hagslífinu komi hart niður á sveitarfélögunum með ýmsum hætti, meðal annars vegna uppsagna og erfiðleika í rekstri fyrirtækja. Sveit- arfélög eigi ekki jafnmikla mögu- leika og fyrirtækin á því að draga saman kostnað. „Engu að síður er afar mikilvægt að stjórnmálamenn sýni ráðdeild og keppist ekki við að kaupa sér vinsældir með yfirboðum í útgjöldum og skattbreytingum.“     Freistingar geta reynst stjórn-málamönnum erfiðar eins og dæmin sanna. STAKSTEINAR Draumasveitarfélagið og hin sveitarfélögin SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   !      *(!  + ,- .  & / 0    + -          "!!"  #      "!!"  !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     !     !    !!!"     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %$  % $% %    %   % %      $%   % %    %  %  %                                  *$BC &&&            ! "#    $      "      " % *! $$ B *! ' ( )   (     *  <2 <! <2 <! <2 ' ) !" + !,- . "!/  D2 E                  B   " 2  & '( ) *"    ( + ) "(( /         "" !  ! "#     +#(   <7  (        , -" !( &  ! "# , . $ /  0  "      01""&&22 !"& &3  &+ !, Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Soffía Sigurðardóttir | 30. janúar 2008 Lögreglugrátkórinn Óánægja lögreglu- manna birtist í hverju einstöku atriðinu á eftir öðru. Jakkinn er of síð- ur, vaktataflan vitlaus, launin lág, borgararnir óhlýðnir. Hvert og eitt af framantöldu er samt ekki vanda- málið, heldur aðeins birtingarmyndir á undirliggjandi vanda. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera lögreglumaður. Til þess þarf mann- eskju í góðu andlegu jafnvægi og frísku líkamlegu ástandi. Meira: fia.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 30. janúar Bara einn klefi?! Ég er svolítið hissa á að bara einn bar skuli ganga í berhögg við hið illræmda og ósveigj- anlega reykingabann. … Ég verð að játa að ég dáist pínu að þeim á Barnum við Laugaveg sem eru með reykklefa og ætla að láta reyna á hver útkoman verður. Ég stend með þeim. Það sem gerir mig hissa er hversu hlýðnir hinir skemmtistaðirnir eru, því mér hefur alltaf þótt íslenska þjóðar- sálin óþekk í eðli sínu. Meira: jenfo.blog.is Snorri Bergz | 30. janúar 2008 Snjór í Jerúsalem Meðan ég bjó þarna suðurfrá snjóaði bara einu sinni, formlega, en ekki kallaði ég það snjó. … En ég held að fáar borgir séu jafn fallegar í snjó eins og Jerúsalem. Fáar borgir eru eins fallegar per se. En snjórinn gerir allt fallegra, og um stundarsakir gleyma menn vandamálum og erjum og horfa á hvernig snjórinn hylur óhreinindi á götunum og grjótið, sem alls staðar má finna þarna. Meira: hvala.blog.is Kristinn Petursson | 30. janúar 2008 Bremsa bankarnir offjárfestingu í fasteignum? Samkvæmt frétt á for- síðu 24 stunda eru við- skiptabankarnir nú þeg- ar farnir að „bremsa af“ útlán til bygginga- framkvæmda. Þetta er mjög faglega að verki staðið, og kemur þá í veg fyrir að það verði offramboð á fast- eignamarkaði – eins og gerst hefur er- lendis. Mikilvægt er að viðskipta- bankar sýni varfærni í slíkum útlánum. Mér finnst íslenskir bankar hafa staðið sig afburða vel í útrásinni og hagnast vel á því erlendis. Að því leyti – og á mörgum öðrum sviðum – er rekstur viðskiptabankanna til fyr- irmyndar. Veika hlið viðskiptabankanna er að þeir hafa sýnt óvarkárni í að lána fé til að „sprengja upp“ verð aflaheimilda (sem var orðið óeðlilega hátt þegar) – úr um 1.200 kr/kg fyrir tveim árum í um 3.500 kr/kg sl. sumar … Engar raunhæfar forsendur finnast um að verð á þorskvóta sé raunhæft umfram 600 kr/kg, sbr. þetta skjal, enda er 600 kr/kg svipað verð og þorskkvóti selst á í Noregi (lægra í Rússlandi) sem er ágætur faglegur samanburður, þessu til staðfestingar. Er þá ekki íslenskur sjávarútvegur orðinn yfirveðsettur um mörg hundruð milljarða … á sama tíma og mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nánast úrskurðað stjórnkerfi fiskveiða til breytinga … þar sem áskildar skaðabætur til tjónþola fylgja tilvitn- uðum úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna? Varla áforma íslensk stjórnvöld að marka stefnu í því að standa í svim- andi háum skaðabótagreiðslum vegna mannréttindabrota – vænt- anlega fyrir tugi milljarða – til þúsunda Íslendinga í náinni framtíð … í stað þess að breyta fiskveiðistjórnarlög- unum þannig að þau standist mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna! Er ekki nægur skaði þegar orðinn – umrótið og raskið og skaði á sjáv- arbyggðum sem mannlegum sam- félögum – og nú þarf væntanlega að borga bætur strax til þessara tveggja … (sjá grein eftir Magnús Thoroddsen á miðopnu Morg- unblaðinu í dag). Meira: kristinnp.blog.is BLOG.IS SVIFRYK mældist fimm sinnum yf- ir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíð- ar á tímabilinu 7. des. 2007 til 16. jan. 2008 sl. og köfnunarefnisdíoxíð einu sinni. Færri bifreiðar reyndust vera á nagladekkjum nú en á sama tíma í fyrra, eða 42%. Hlutfall negldra dekkja í Reykja- vík var kannað 22. janúar síðastlið- inn og reyndust 42% ökutækja vera á nagladekkjum og 58% á ónegldum dekkjum. 47% ökutækja voru á negldum dekkjum á sama tíma í fyrra. Árið 2005 voru um það bil 56% bifreiða á negldum dekkjum, að því er segir í tilkynningu. Svifryk yfir mörkum Svifryk (PM10) hefur mælst tvisv- ar sinnum yfir sólarhrings heilsu- verndarmörkum frá áramótum við Grensásveg en mörkin eru 50 míkró- grömm á rúmmetra. Farstöð umhverfissviðs var stað- sett á horni Miklubrautar og Stakka- hlíðar á tímabilinu 7. desember 2007 til 16. janúar 2008 og mældist svif- ryksmengun þar fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum. Styrkur svifryks fór á sama tíma tvisvar sinnum yfir heilsuverndar- mörkin við Grensásveginn. Þetta bendir til þess að meiri mengun sé við Miklubraut/Stakka- hlíð en Miklubraut/Grensásveg. Aft- ur á móti sé einnig ljóst að fram- kvæma þurfi fleiri mælingar til að sjá hvort þetta ástand gildir árið um kring og mæla á fleiri stöðum í Hlíðahverfi, er haft eftir Önnu Rósu Böðvarsdóttur, starfsmanni hjá mengunarvörnum umhverfissviðs, í fréttatilkynningu. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) er annað efni sem mælt er á mælistöðv- um umhverfissviðs og eru sólar- hrings heilsuverndarmörk þess 75 míkrógrömm á rúmmetra. NO2 fór ekki yfir mörkin við Grensásveg. Þau fóru hins vegar yfir mörkin við Miklubraut 8. janúar. NO2 fór einu sinni yfir klukku- stundarmörkin við Grensásveginn en átta sinnum á Miklubraut. Klukkustundarmörkin eru 110 míkrógrömm á rúmmetra. Sam- kvæmt reglugerð má fara sjö sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörk- in og 175 sinnum yfir klukkustund- armörkin. Aðaluppspretta köfnunarefnis- díoxíðs (NO2) í Reykjavík er frá um- ferð en stærsti hluti þess verður til vegna oxunar á köfnarefnismónoxíði með ósoni (O3). Hár styrkur þess er talinn hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks, samkvæmt tilkynningu. Dregur úr notkun nagladekkja FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.