Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ GETUR NOTAÐ
VENJULEGT LÍMBAND TIL
AÐ LOSA ÞIG VIÐ
KATTAHÁRIN...
...AF HÚSGÖGNUNUM
ÞÍNUM
HVAÐA
GLOTT ER
ÞETTA?
HUGSAÐU
UM ÞETTA
SVONA...
HELDURÐU
ÞAÐ Í
ALVÖRUNNI?
NEI!ÞETTA ERU ERFIÐUSTUDAGAR LÍFS ÞÍNS...
FULLIR AF MÓTLÆTI
EN EF ÞÚ BERÐ HÖFUÐIÐ
HÁTT OG BERST GEGN
ÞESSU MÓTLÆTI ÁTTU
EFTIR AÐ VERÐA STERKARI!
ÉG SÉ ENGA
ÁSTÆÐU FYRIR ÞVÍ
AÐ LÆRA NEITT
EF FÓLKI FINNST
EKKI MERKILEGT
AÐ ÉG KUNNI ÞAÐ
Í AUGNABLIKINU ER
SLÖKKT Á FARSÍMANUM,
HANN UTAN
ÞJÓNUSTUSVÆÐIS EÐA...
ÉG ER MEÐ ALLA ÞESSA
KRAFTA... EN AF HVERJU
TEKST MÉR ALDREI AÐ
VINNA Í LOTTÓINU?
HÖGNI ER EKKI ENN
KOMINN HEIM. ÉG TRÚI
EKKI AÐ ÞÚ HAFIR
HLEYPT HONUM ÚT
ÉG
KLÚÐRAÐI
ÞESSU...
ÉG SKAL FARA ÚT
AÐ LEITA AÐ HONUM... ÉG
ER VISS UM AÐ ÞAÐ ER ALLT
Í LAGI MEÐ HANN
Æ, NEI... ÞETTA
ER HRÆÐILEGT
VIÐ
ERUM
KOMIN
HVAÐ
NÚ?
EKKERT SÉRSTAKT...
ÉG ÆTLA BARA AÐ
FLEYGJA YKKUR OFAN
AF ÞESSU BJARGI...
OG
TAKA
MYND AF
FALLINU
NEI!
dagbók|velvakandi
Bríet Sunna frábær
ÉG TEK sannarlega undir aðdáun á
Bríeti Sunnu varðandi söng í Kálfa-
tjarnarkirkju við jarðarför í desem-
ber. Hún söng yndislega án undir-
leikara tvö lög, Angel og Söknuð. Ég
hef ekki heyrt í henni síðan hún var í
Idolinu og hún mætti vissulega
koma fram í sjónvarpinu, t.d. í Kast-
ljósi. Falleg stúlka með silfurtæra,
tilfinningaríka rödd.
Bríet Sunna fær stórt faðmlag.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Mosfellsbæ.
Níðingsverk gegn dýrum
Á HEIMASÍÐU Kattholts mátti ný-
lega lesa frásögn af því að 5 litlir
kettlingar hefðu fundist í pappa-
kassa nálægt Rauðavatni, greinilega
bornir út. Það er ótrúlega sorglegt
til þess að vita, að til skuli vera fólk
sem haldið er slíkri mannvonsku.
Hvað gengur svona fólki eiginlega
til? Er það alls ekkert að hugsa þeg-
ar það framkvæmir slíkt níðingsverk
gegn saklausum dýrum? Hvernig
eiga litlir kettlingar (af mynd að
dæma kannski 6-8 vikna gamlir) að
bjarga sér um hávetur úti í auðn-
inni? Það hlýtur hverjum vitibornum
manni að vera ljóst að svona lítil dýr
veiða sér ekki til matar og eru í raun
ósjálfbjarga. Þannig að þeir hafa
verið bornir þarna út til að veslast
upp og deyja úr hungri. Það eru
vitanlega til önnur og mannúðlegri
ráð. Ef ekki er hægt að útvega litlum
kettlingum heimili, er miklu hrein-
legra að láta svæfa þá á miskunn-
saman hátt hjá dýralækni. Og hvað
með læðuna, móðurina? Sú getur
ekki átt sjö dagana sæla hjá slíkum
eigendum. Svona meðferð á dýrum
er til háborinnar skammar. Og varð-
ar við dýraverndunarlög. Ef mögu-
legt er, þarf að finna þá sem gera
svona lagað og draga þá til ábyrgð-
ar. Því miður er þessi saga ekki eins-
dæmi. Það er sorgleg staðreynd að
allt of margir hugsa illa um dýrin sín
og henda þeim frá sér þegar þeim
hentar og kæra sig kollótta um af-
drif þeirra. Sem betur fer var þess-
um kettlingum bjargað í Kattholt.
Mörg kisan hefur fengið þar skjól,
þegar eigendurnir henda þeim út á
Guð og gaddinn. Til allrar hamingju
er mikið til af hjartahlýju og góðu
fólki sem hlúir að vegalausum kis-
um. Munum að við fullorðna fólkið
eigum að vera börnum góð fyrir-
mynd: Kennum þeim að vera góð við
dýrin og sýna þeim miskunn og virð-
ingu. Þarna úti er fullt af svöngum
og köldum kisum, sem eiga sér ekk-
ert skjól og lífsbaráttan er þeim
hörð og erfið, ekki síst þegar veður
eru eins válynd og í vetur. Hugsum
líka til smáfuglanna og eins má alveg
gauka afgöngum að honum krumma,
sem nú á erfitt með æti.
Dýravinur.
Guðrún Jakobsen skrifaði
FYRR í vikunni birtist í Velvakanda
áskorun til Ríkisútvarpsins og -sjón-
varps þess efnis að að þau íslensku
leikverk sem nú á að hætta að sýna í
leikhúsum verði sýnd í sjónvarpinu.
Rangt var farið með nafn höfundar,
en það var Guðrún Jakobsen sem
skrifaði.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSIR ungu Seltirningar nýttu sér tækifærið þegar starfsdagur var í
Valhúsaskóla og skruppu í brekkuna. Núna er sleðafærið alveg prýðlegt
og því er um að gera að draga fram allt sem rennur.
Árvakur/Frikki
Brunað í brekkunni
Fréttir í tölvupósti
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
íbúðin skiptist í forstofu með flísum á gólfi, stofu með parketi og góðri
verönd útfrá stofu. Baðherbergi með kari og upphengt WC. Óvenju stórt
og gott eldhús með borðkrók og geymslu innaf. Á efri hæð er annað bað-
herbergi með tenglum fyrir þvottavél og þurrkara. 4 svefnherbergi, þar
sem eru upptekin loft, og með ljósu parketi á gólfum. Verð 38.9 milljónir.
Vallargerði í Kópavogi
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk.
533 4200
Ársalir ehf - fasteignamiðlun
533 4200 eða 892 0667