Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UPPLÝST verður um hádegi í dag um efnisatriði
sameiginlegs útgangspunkts aðila fyrir kjaravið-
ræður Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Sam-
taka atvinnulífsins (SA) sem samkomulag náðist
um í gærkvöldi.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ,
kvaðst vera ánægð með gang viðræðna í gær og
bjartsýn á framhaldið. „Við náðum sameiginleg-
um útgangspunkti við atvinnurekendur og getum
unnið út frá honum,“ sagði Ingibjörg. Hún kvaðst
ekki geta greint frá efnisatriðum en reiknaði með
að það yrði gert í hádeginu í dag. Ingibjörg sagði
að eftir væri að kynna málið í baklandi samnings-
aðila og fyrr en það hefði verið gert væri ekki
hægt að greina nánar frá því.
Mikil fundahöld hafa verið ákveðin í dag og
munu m.a. forystumenn sambanda innan ASÍ
hitta fulltrúa SA. Ingibjörg sagði ýmislegt eftir
áður en samningar tækjust en það væri mikilvægt
að sameiginlegur útgangspunktur fyrir áfram-
haldandi viðræður væri fundinn.
„Þetta gengur áfram en ekki aftur á bak,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, og taldi að málin yrðu mikið farin
að skýrast um hádegið í dag. Mikil fundahöld
voru í kjaraviðræðunum í gær, bæði á formlegum
og óformlegum fundum sem haldnir voru í hús-
næði ríkissáttasemjara og víðar. Rætt var um
sameiginlegar kröfur, launaramma og ýmis sér-
mál.
Samningsaðilar öfluðu m.a. nýrra upplýsinga
frá Hagstofunni og reiknuðu út þýðingu þeirra til-
lagna sem ræddar voru við samningaborðið. Tals-
verður ágreiningur var um heildarkostnað við
þær launabreytingar sem ræddar voru á grund-
velli tilboðs Samtaka atvinnulífsins.
Framkvæmdastjórn SA kom saman til fundar
fyrir hádegi í gær og eftir hádegi áttu formenn
landssambanda og stærstu félaga ASÍ fund með
SA, m.a. um sameiginleg mál sem reynt er að
ganga frá samhliða viðræðum um launaliði samn-
inga.
Engar nýjar upplýsingar höfðu borist frá
stjórnvöldum til samningsaðila um hvað þau væru
tilbúin að gera til að greiða fyrir gerð samninga
en verkalýðsforystan reiknar með að hún muni
óska eftir fundi með ráðherrum þegar ljóst verð-
ur hvort líklegt sé að kjarasamningar náist.
Flestir forystumenn sem rætt var við í gær
sögðu óvarlegt að ætla að hægt yrði að ljúka
samningum fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr
næstu helgi.
Hafa fundið sameigin-
legan útgangspunkt
Árvakur/RAX
Kjaraviðræður Mikil fundahöld voru um kjara-
samninga í gær, bæði hjá ríkissáttasemjara og
víðar, og verður þeim haldið áfram í dag.
ASÍ og SA kynna sameiginlegan viðræðugrundvöll í dag
Í ótíðinni undanfarið hefur mikið
mætt á starfsmönnum Reykjavík-
urborgar og verktökum sem vinna
MÖRGUM hefur orðið fótaskortur
á svellinu undanfarna daga, enda
víða flughált á gangstéttum,
göngustígum, bílastæðum og víðar
þar sem gangandi fólk er á ferli.
Undanfarna daga hafa nokkrir
leitað á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi eftir að hafa beinbrotnað í
hálkuslysi og enn fleiri hafa marist,
tognað og meitt sig með öðrum
hætti, að sögn læknis á slysadeild-
inni. Ástandið sé hvorki betra né
verra en áður í svipuðu árferði.
Í gær var sandi dreift á gang-
stéttir höfuðborgarinnar á alls 13
litlum traktorum. Sigurður Geirs-
son, yfirverkstjóri hjá
framkvæmdasviði Reykjavík-
urborgar, telur að alls hafi verið
notuð um 60-70 tonn af sandi til
verksins. „Þetta er óhemju magn,“
sagði hann en magnið sem dreift
var í gær jafngildir því sem kemst í
tvo fulllestaða tengivagna.
við að skafa snjó af gönguleiðum,
ekki síður en þeim sem moka götur.
„Við höfum verið að fara af stað
klukkan fjögur á nóttinni nánast
óslitið frá því í byrjun janúar,“
sagði Sigurður.
Árvakur/RAX
60-70 tonn
af sandi á
gönguleiðir
Á hverjum degi brotna nokkrir í hálkuslysum á höfuðborgarsvæðinu
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ALLT síðastliðið ár og það sem af er þessu ári
hefur ekki verið óalgengt að eigendur bíla hafi
þurft að bíða í tvær til fimm vikur eftir því að
koma bílum sínum inn á réttinga- og sprautu-
verkstæði, að sögn Özurar Lárussonar, fram-
kvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. „Það
hefur bara verið brjálað að gera, þrátt fyrir að
menn hafa verið að bæta þjónustuna hjá sér og
stækka verkstæðin,“ segir hann.
Skýringin á örtröðinni á verkstæðunum er
margþætt. Bílafloti landsmanna hefur stækk-
að mjög auk þess sem bílar eru nýrri og af dýr-
ari gerðum en áður. Menn sætta sig því e.t.v.
verr við smárispur og dældir.
Ekki tekist að fá fram hækkanir
Þrátt fyrir að eftirspurnin eftir viðgerðum
hafi verið meiri en framboðið, hefur verð á út-
seldum tíma á verkstæði ekki hækkað umfram
hækkun á vísitölu neysluverðs, að sögn Öz-
urar. Raunar hái það greininni að verkstæð-
iseigendum hafi ekki tekist að knýja fram þær
hækkanir sem þeir þurfi á að halda. Þetta eigi
fyrst og fremst við um viðskipti verkstæðanna
við tryggingafélögin.
Özur segir að eftir því sem hann viti best
hafi enginn verkstæðiseigandi hækkað verð-
skrána umfram almennar verðlagshækkanir í
landinu að undanförnu. Mönnum beri saman
um að þeir hafi hreinlega ekki haft tíma til að
sinna þessum málum, hvorki til að þrýsta á
tryggingafélög til að geta hækkað taxtann né
til að ná fram lækkun á varahlutum frá inn-
flytjendunum. „Það er svo ásett plássið og
mikil vinna. Þeir sem eiga og reka þessi verk-
stæði eru sjálfir úti á gólfi og hafa minni tíma í
bókhaldsvinnuna,“ segir hann.
Hætta eða eru keyptir
Özur segir borðleggjandi að hækka þurfi
verð á verkstæðisvinnu, um það vitni m.a. sú
þróun að mörg verkstæði hafi lagt upp laupana
eða verið keypt af öðrum. Á síðastliðnu ári hafi
a.m.k. fimm verkstæði hætt rekstri, tveimur
þeirra hafi einfaldlega verið lokað en í hinum
tilfellunum voru verkstæðin keypt og sam-
einuð öðrum stærri. „Það er dálítið um það að
smærri verkstæðin eru að detta út. Þetta eru
að verða stærri einingar og þá er það yfirleitt
þannig að það eru bílaumboðin sjálf sem eru að
stækka við sig,“ segir hann. Toyota hafi t.d.
nýlega keypt stórt verkstæði og fjárfestinga-
félag sem tengt er Sjóvá hafi keypt um þriðj-
ungshlut í Bílstjörnunni sem einnig er stórt
verkstæði. Annar þriðjungur í Bílstjörnunni
hafi verið keyptur af félagi sem tengist N1 og
þriðjungur sé í eigu sömu aðila og fyrr.
Flóknari og dýrari búnaður
Einn þeirra þátta sem stuðla að sameiningu
verkstæða er aukinn og flóknari tæknibúnaður
í bílum sem gerir það að verkum að til þess að
gera við bílana þarf vel þjálfaða bifvélavirkja
og dýran og sérhæfðan tækjabúnað. Kaup á
slíkum búnaði eru mörgum ofviða. „Þessi
smærri verkstæði hafa ekki veltu sem stendur
undir þessum kostnaði. Þannig að það er ein-
sýnt hvað þeir þurfa að gera,“ segir Özur Lár-
usson.
Mörg smærri verkstæði hafa hætt eða bifreiðaumboð og tryggingafélög hafa keypt þau
Langar biðraðir á bifreiðaverkstæði
Árvakur/Júlíus
Klessa Mikið er að gera á bifreiðaverk-
stæðum og 2-5 vikna biðtími er algengur.
SKIPULAGÐRI leit að bandarísku
flugvélinni, sem hvarf af ratsjá þeg-
ar hún var um 50 sjómílur vestur af
Keflavík á mánudag, var hætt í
gær. Flugmaðurinn er talinn af þótt
ekki hafi verið gefin út formleg til-
kynning þess efnis.
Í tilkynningu frá Landhelgis-
gæslunni kemur fram að leitað hafi
verið á öllu því svæði sem gera má
ráð fyrir að björgunarbátur flugvél-
arinnar fyndist á, miðað við veður
og sjólag.
Eftirgrennslan heldur áfram og
hefur tilmælum verið beint til skipa
og báta, sem eiga leið um svæðið,
að skipverjar litist gaumgæfilega
um eftir hverju því sem gæti gefið
vísbendingar um afdrif flugmanns-
ins.
Skipulagðri
leit hætt
MARKÚS Örn
Antonsson verð-
ur forstöðumað-
ur Þjóðmenning-
arhúss frá og
með 1. septem-
ber næstkom-
andi. Forsætis-
ráðherra hefur
veitt Guðríði
Sigurðardóttur
lausn frá emb-
ætti forstöðumanns Þjóðmenning-
arhússins frá 1. maí nk. að eigin
ósk og flutt Markús Örn úr starfi
sendiherra í Kanada með sam-
þykki utanríkisráðuneytisins og
skipað hann í embættið.
Guðrún Garðarsdóttir, skrif-
stofustjóri og staðgengill forstöðu-
manns Þjóðmenningarhúss, mun
gegna forstöðumannsstarfinu til 1.
september nk.
Markús Örn hefur verið sendi-
herra Íslands í Kanada frá 1. sept-
ember 2005. Hann á fjölbreyttan
starfsferil að baki og var m.a. út-
varpsstjóri Ríkisútvarpsins 1985-
1991 og 1998-2005, borgarstjóri í
Reykjavík 1991-1994, borgar-
fulltrúi í Reykjavík 1970-1985, rit-
stjóri tímaritsins Frjálsrar verzl-
unar og fleiri tímarita hjá
útgáfufélaginu Frjálsu framtaki
hf. 1972-1983 og fréttamaður og
dagskrárgerðarmaður við Sjón-
varpið í árdaga þess.
Nýr for-
stöðumaður
Þjóðmenn-
ingarhúss
Markús Örn
Antonsson
♦♦♦