Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 20
daglegt líf 20 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Fríðu Björnsdóttur VALENTÍNUSARDAGURINN hefur til skamms tíma ekki verið hátíðisdagur meðal okkar Íslend- inga þótt eitthvað sé það að breytast og sumir farnir að notfæra sér tæki- færið til að gleðja elskuna sína á einn eða annan hátt. Þessu er öðru- vísi farið í henni Ameríku. Þar skreyta menn jafnvel hús og lóðir í tilefni dagsins. Uppruni Valentínusardagsins er ekki alveg ljós. Sumir segja að hann sé haldinn í minningu Rómverjans heilags Valentínusar. Hann var tek- inn í heilagra manna tölu vegna þess að hann varð að líða píslarvætti þeg- ar hann neitaði að afneita kristninni. Valentínus dó 14. febrúar árið 269. Sagan segir að Valentínus hafi skilið eftir kveðjubréf til dóttur fangavarð- arins, en dóttirin hafði vingast við Valentínus á meðan hann var í fang- elsinu. Undir bréfið skrifaði hann „frá þínum Valentínusi“. Aðrar sögur segja að heilagur Valentínus hafi verið prestur í Róm á dögum Claudiusar keisara og hafi lent í fangelsi fyrir að storka keis- aranum. Árið 496 á Gelasius páfi svo að hafa tekið hann í heilagra manna tölu og ákveðið að hans skyldi upp frá því minnst 14. febrúar ár hvert. Fallegar gjafir til ástvinarins Á Valentínusardag senda menn þeim sem þeim þykir vænst um sér- stök kort, konfektkassa, blóm og ótalmargt annað, allt skreyt með rauðum valentínusarhjörtum. Í Bandaríkjunum er dagurinn orðinn mikilvægur öllum þeim sem stunda einhverja sölumennsku því salan á valentínusartengdum gjöfum er gíf- urleg og gróðinn eftir því. Í borginni Loveland (Ástarlandi) í Colorado er að sjálfsögðu mikið um að vera á þessum degi og pósthús staðarins sópar að sér peningum því allir vilja senda póstkort á Valentínusardag- inn stimplað í Ástarlandi. Skreyta hús og garða á Valentínusardaginn Ljósmynd/Fríða Valentínusarskreyting Það er margt skrítið í henni Ameríku. Í bænum Pass-a-Grille sunnan við St. Petersburg í Flórída voru menn búnir að skreyta lóðir sínar með hjörtum, slaufum og ýmsu öðru í janúarlok. Margbreytilegir siðir ÓLÍKIR siðir á Valentínusardegi tíðkast víða um lönd. Í Wales skáru menn gjarnan út skeiðar úr tré og skreyttu með lyklum og skráargötum og gáfu á Valentínusardaginn. Þetta átti að þýða: „Þú ert með lykilinn að hjarta mínu.“ Á miðöldum drógu ungir menn og konur hjartalaga miða með nafni á úr skál og komust þannig að raun um hver væri þeirra Valent- ínus. Miðinn var svo festur á ermi viðkomandi og borinn í eina viku. Að bera hjartað á erminni þýðir nú víða að auðvelt sé að sjá hvern hug við- komandi ber til ákveðinnar persónu. Í sumum löndum er við hæfi að ungar stúlkur þiggi eitthvert fataplagg frá karlmanni á þessum degi. Ef stúlkan hafnar ekki gjöfinni þýðir það að hún vilji giftast manninum. Sæi stúlka hér áður fyrr rauðbrysting fljúga yfir á Valentínusardegi þýddi það að hún myndi giftast sjómanni. Sæi hún hins vegar spörfugl táknaði það að hún ætti eftir að giftast fátækum manni en myndi þó verða hamingjusöm alla ævi. Gullfinka táknaði að stúlkan giftist milljónamæringi. Spurning: Mig langar til að leigja sumarhús eða íbúð erlendis. Hvernig fer ég að? Á NETINU eru ótal vefir sem bjóða þúsundir íbúða og húsa í mismunandi löndum. Sumar vef- síður eru n.k. miðlæg umboðsfyr- irtæki fyrir eigendur húsa þar sem fyrirtækin sjá alfarið um útleig- una, t.d. interhome.com og e- domizil.com. Aðrar síður bjóða samskipti beint við eigendur eins og homeaway.com, vrbo.com eða craigslist.org (undir „vacation ren- tals“). Ekki er óalgengt að festa þurfi húsið með 20-30% af heild- arverði og greiða svo afganginn nokkrum vikum áður en leigutími hefst. Á hverju þarf helst að gæta sín? Hafið á hreinu hvar húsið eða íbúðin er staðsett og finnið það á korti, t.d. á vefnum viamichel- in.com. Ef fjölskyldan er á bíla- leigubíl skiptir kannski ekki máli hvort nokkrir kílómetrar eru í næstu matvöruverslun. Ef enginn er bíllinn gegnir öðru máli. Einnig getur skipt suma máli að húsið sé í rólegu hverfi. Skoðið líka vel allar myndir sem fylgja húsinu á vefn- um. Lesið vandlega smáa letrið. Nær leigan yfir öll gjöld eða þarf að borga rafmagn, sængurfatnað og þrif sér? Í sumum tilvikum þarf að reiða fram tryggingu við komuna sem fæst endurgreidd við brottför ef allt er í lagi. Alla jafnan er best að láta greiðslur fara í gegnum kred- itkort, ekki að millifæra gegnum banka. Ef skipt er beint við eig- endur þarf að tryggja sérstaklega að engin brögð séu í tafli. Það ætti aldrei að senda peninga í gegnum Western Union eða á annan hátt þar sem ekki er hægt að rekja slóð viðtakandans. Ekki gleyma íbúðaskiptum, þar sem tveir aðilar sameinast um að skipta á húsnæði í ákveðinn tíma. Homeexchange.com er ein best þekkta vefsíðan. Einnig má nefna www.ihen.com og intervacus.com. Síðurnar taka hóflegt gjald fyrir milligöngu, en það kostar ekkert að skoða myndirnar. En hvert skal halda og til hvaða héraðs? Það má finna kosti við alla staðsetningu. Fyrir barnafólk get- ur verið þægilegt að leigja hús með sundlaug eða hús við sjó/vatn þegar heitt er í veðri. Á sama hátt getur verið mjög heillandi að leigja hús lengst uppi í sveit eða í fámennu fjallaþorpi þar sem færi gefst á að kynnast aðeins þorps- búum og umhverfi þeirra. Í fjalla- héruðum er sumarhitinn oft minni en á láglendinu. Það er oft gott að velja svæði rétt fyrir utan þau vinsælustu. Ef stefnan er tekin á Ítalíu má reikna með að leigan sé almennt hærri í Toskana en í nágrannahéruðunum Umbria og Marche eða í suðurhér- uðunum Campania, Puglia og Ca- labria. Gleymið ekki Tékklandi og Ungverjalandi, Króatíu og Slóven- íu þar sem oft er mun ódýrara að leigja og „lifa“. Venjulega er skýrt tekið fram hvort húsinu eða íbúðinni fylgi sundlaug, sjónvarp o.fl. en fyrir sundlaugina er auðvitað borgað mun meira. Hugsanlega geta 2-3 fjölskyldur sameinast um að leigja stórt og fallegt hús með sundlaug – það ætti að vera viðráðanlegt, sjá t.d. vefsíðuna thebigdomain- .com. Að velja hús fyrir fríið Árvakur/Ómar Áfangastaður Hafið staðsetningu sumarhússins á hreinu og verið búin að finna það á korti áður en lagt er af stað. www.interhome.com www.e-domizil.com. www.homeaway.com www.vrbo.com www.craigslist.org www.ihen.com www.intervacus.com www.thebigdomain.com www.homeexchange.com Þau svara Ian Watson hefur langa reynslu sem ferðahand- bókahöf- undur og fararstjóri. Margrét Gunnarsdóttir er ritstjóri vefj- arins ferdalangur.net. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „EKTA súkkulaði veitir vissa unaðstilfinningu í munni og það er líka mikið af lesitíni í því sem hefur góð áhrif á taugarnar. Kryddið í Rococo-súkkulaðinu er gott fyrir kynlífið, til dæmis ræsir chillipipar út allar æðar og pípur. Ofsa gott og skemmtilegt. Það er unaðsleg tilfinning að setjast nið- ur með tvo eða þrjá eðalmola, kveikja á kertaljósi og skreyta með rós. Það þarf ekki að vera mikið til að skapa rómantíska stemningu, hvort sem það er á Valentínusardeginum í dag eða einhverjum öðrum degi,“ segir Edda Heiðrún Backman um Ro- coco-súkkulaðið sem er það nýj- asta sem hún býður upp á í búð- inni sinni Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu. „Þetta er eðalnammi frá Bret- landi, lífrænt, fair trade, til- raunakennt og skemmtilegt. Það eru allskonar krydd í súkkulaðinu sem gerir þetta svo spennandi. Til dæmis engifer, persneskt lime, basilíka, lavander, rósaolía, chilli- pipar og fleira,“ segir Edda Heið- rún en hjá henni er líka hægt að leigja súkkulaðigosbrunna, en þá rennur bráðið súkkulaði líkt og vatn um gosbrunninn og svo er hægt að dýfa jarðarberjum, mangói eða hverju sem er ofan í súkkulaðið og gæða sér á. Ekki amalegt fyrir elskendur sem vilja gleðjast saman. Einnig er tilvalið að búa til heitt súkkulaði úr 100% kakói, til að bjóða elskunni sinni að súpa á. „Við erum líka með súkkulaði fyrir sykursjúka og þá sem vilja borða eðalnammi án þess að bæta miklu á sig. Þá er vanilla eða mal- tósa í stað sykurs.“ Það er ekkert nýtt að súkkulaði og unaður fari saman því upp- haflega var súkkulaði fórnargjöf og fórnardrykkur, sem guðirnir drukku til að komast í algleymis- ástand. Rósirnar hjá Eddu Heiðrúnu eru sérstakar því að hún ætlar að endurskíra þær allar. „Við ætlum að setja á þær íslensk nöfn. Sú ljósfjólubláa hefur fengið nafnið Sigurrós og við erum að hugsa um að skíra bláu rósina Hallgerði langbrók.“ Kynþokkafullt og krydd- að súkkulaði fyrir ástina Árvakur/Golli Ást Rautt og seiðandi nammi í fögrum umbúðum. Árvakur/Golli Bleikt Fyrir geirvörtur og varir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.