Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VARAFORMAÐUR Sjálfstæð- isflokksins lýsti því yfir á fundi í Valhöll á dögunum, að framsókn- armenn væru á góðri leið með að kála eigin flokki. Það má vel vera og ekki skal ég gráta það. Hitt þykir mér öllu verra; ég sé ekki betur en sjálfstæðismenn hafi sett á sömu stefnu og framsóknarmenn. Fylgið saxast jafnt og þétt af flokknum, sam- kvæmt skoðanakönn- unum, en enginn gerir tilraun til að leiðrétta kúrsinn. Flokkurinn hrekst um eins og stefnulaust rekald og steytir á hverju skerinu á eftir öðru, oftast vegna klaufa- skapar áhafnarinnar. Ef slíkt gerðist á sjó yrðu fyrstu viðbrögðin að skipta um mann- skapinn í brúnni. Það má rekja þessar hrakfarir langt aftur í tímann, en við skulum láta nægja að rifja upp hvað hefur gerst frá því um síðustu kosn- ingar. Eftir þær tók formaður Sjálfstæð- isflokksins þann kost- inn, að draga Ingi- björgu Sólrúnu undir ríkisstjórnarsængina, þótt ýmsir aðrir kostir væru í stöð- unni. Hann gat til dæmis endurnýj- að ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum. Það var að vísu naumur meirihluti, en hann gat styrkt stöðuna með því að taka frjálslynda með. Guðjón Arnar og Jón Magnússon eru sjálfstæð- ismenn í hjarta sínu og ég tel næsta víst, að þeir hafi verið til í dansinn með sínum gömlu félögum. En á það var ekki látið reyna. Geir H. Haarde valdi þann kost- inn að stíga í vænginn við Ingi- björgu Sólrúnu og þar var frjór ak- ur. Ingibjörg og hennar fólk vissi sem var, að það var Samfylking- unni lífsnauðsyn að komast í rík- isstjórn. Ef það hefði ekki gengið voru dagar Ingibjargar taldir í póli- tíkinni og Samfylkingin hefði orðið eyðingaröflum geðvonsku vonsvik- inna ráðherraefna að bráð. Þetta vissi Geir, en engu að síður tók hann þann kost að semja við Sam- fylkinguna og semja af sér að auki. Vandræðagangurinn hélt áfram, en þó tók fyrst steininn úr þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur sprakk með látum. Þá var Haukur bróðir minn Leósson, þáverandi stjórn- arformaður Orkuveitunnar, gerður að blóraböggli, þótt allir vissu að hann var að framkvæma vilja þá- verandi borgarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna í borginni, Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Vil- hjálmur varð margsaga og gleym- inn í þeirri umræðu og fyrir einstakan klaufaskap lét hann vinstrimenn komast upp með að stela völdum í borginni. Það var hlegið að borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, sem sátu í huggu- legheitum við kræs- ingar í Höfða og spiluðu lönguvitleysu á meðan borgarstjóra- stóllinn brann undan Vilhjálmi! Þeir höfðu ekki einu sinni „kúlt- úr“ á við rómverska keisarann Neró, sem spilaði á fiðlu meðan Róm brann, en sam- kvæmt sögunni kveikti hann eldana sjálfur! Það sama gerðu borg- arfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Reykja- vík, en Geir H. Haarde fann ekki einu sinni brunalykt! Þetta var vissulega sárt, því það hefur verið styrkur Sjálf- stæðisflokksins að hafa völdin í Reykja- vík. Í þessari stöðu áttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að játa sig sigraða, bíta í skjaldarrendur og hefja nýja sókn. Það var gert að hluta til á yfirborðinu, en í stað þess að hefja mál- efnalega sókn ákvað Vilhjálmur að ná borginni aftur með bak- tjaldamakki; með sömu aðferðinni og vinstrimenn höfðu notað og sjálfstæðismenn fordæmt. Þetta tókst, það má segja að nýi Reykja- víkurlistinn hafi fallið á eigin bragði. Sjálfstæðismenn komust aftur í meirihluta með því að selja borgarstjórastólinn, en sá meiri- hluti er veikur og ekki séð fyrir endann á þeim skollaleik. Ég tel næsta víst, að ónefndur bankastjóri hafi sagt eftir þennan hráskinna- leik: Svona gera menn ekki! Stuðningsmönnum Sjálfstæð- isflokksins í borginni fækkar jafnt og þétt, en „karlinn í brúnni“, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki orð. Það er látið reka. Hann stingur hausnum í sandinn og hugsar sem svo; þetta hlýtur að reddast. Ég hef verið stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og sætti mig ekki við þessa stöðu. Björn Ingi, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, var komin í „djúp- an skít“ eins og sagt er. Það má deila um hvernig hann komst í það fen, en hann hafði þó karlmennsku til að axla sín skinn og hverfa frá borði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík, á að gera það sama. Jafnvel einhverjir skósveinar hans líka. Það er eina leiðin til að Sjálf- stæðisflokkurinn nái aftur tiltrú kjósenda. Nú gefst Geir H. Haarde tæki- færi til að sýna hvað í honum býr. Hann þarf að opna heimleið fyrir þá sjálfstæðismenn, sem hrakist hafa frá borði Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Hann þarf að hreinsa orðspor baktjaldamakks og óheilinda af flokknum. Hann þarf einnig að efna til vinafagnaðar með öðrum en Samfylkingunni við stjórn landsins. Þannig getur Sjálf- stæðisflokkurinn aftur komist í fyrri styrkleika. Láti Geir áfram reka á reiðanum verður að skipta um karlinn í brúnni, því ella endar flokkurinn í sömu stöðu og Fram- sóknarflokkurinn. Sá flokkur hefur tekið eigin gröf. Það er bara spurn- ing, hvenær rekunum verður kast- að. Vilhjálmur á að segja af sér Sverrir Leósson skrifar um stjórnmál » Framsókn- arflokk- urinn hefur grafið eigin gröf og sjálfstæð- ismenn stefna í það sama ef for- maðurinn gríp- ur ekki í taum- ana fyrr en síðar Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni LEIÐARI Mbl. 30. janúar sl. er tvískiptur. Seinni hlutinn ber yf- irskriftina „Umgengnin við söguna“. Tilefni hans er að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá valda- ráni nasista í Þýska- landi eða eins og segir í leiðaranum „frá því að fyrrverandi auðnuleys- ingi frá Austurríki, Adolf Hitler, komst til valda.“ Leiðarahöf- undur fjallar svo um það sem hann kallar uppgjör Þjóðverja við valdatíma nasista sem staðið hafi frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Þetta uppgjör, segir leiðarahöfundur, hafi verið erfitt og ugglaust megi gagnrýna hvernig Þjóðverjar hafi um- gengist sögu sína „en þegar á heildina er litið er það sennilega eins- dæmi.“ Í framhaldinu segir svo m.a. að heim- inum væri hollt „ef slíkt uppgjör færi fram víð- ar.“ Auðvitað finnst leiðarahöfundi ástæða til að benda á að Rússar og Kínverjar ættu margt ógert í þeim efnum. Bandaríkjamenn nefnir hann ekki. Sá sem þetta ritar telur sig þurfa að setja fram nokkrar athugasemdir við þennan litla leiðara Morgunblaðs- ins. Í fyrsta lagi er ástæða til að und- irstrika að það sem gerðist í Þýska- landi 30. janúar 1933 var ekki einhvers konar uppákoma sem fyrr- verandi auðnuleysingi frá Austurríki stóð fyrir. Það sem gerðist var að Hit- ler og nasistaflokkur hans frömdu valdarán. Þetta valdarán var gert í samráði við þýska auðvaldið. Senni- lega var valdaránið endanlega afráðið á fundi sem Hitler átti með fulltrúum banka, iðjuhöldum, stórjarðeigendum og efnahagsráðgjöfum hinn 4. janúar 1933 í Köln. Um þátt þýska auðvalds- ins í valdaráninu vilja margir sem minnst tala. Tilgangur valdaránsins var sá m.a. að ganga milli bols og höfuðs á sam- tökum kommúnista, sósí- aldemókrata og verka- manna – og hefja undirbúning að því að leggja önnur lönd undir Þýskaland. Á fundi með forustumönnum þýska hersins aðeins fimm dög- um eftir valdaránið (hinn 5. febrúar) lét Hitler þá vita hvað til stæði. Og herforingjarnir, sem svarið höfðu Weimar- lýðveldinu hollustueiða, samþykktu með þögninni að lýðveldinu skyldi kom- ið fyrir kattarnef. Í annan stað er ástæða til að draga í efa að sú skoðun leiðarahöfundar fái staðist að umgengni Þjóðverja við söguna sé sennilega einsdæmi (þeg- ar á heildina sé litið) og öðrum þjóð- um til fyrirmyndar. Hvernig hefur þessi lofsverða umgengni við söguna komið fram? Hvað um uppvöðslu ný- nasista síðustu áratugina? Þýska þjóðin hefur vissulega staðið í uppgjöri við valdatíma nasista allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta uppgjör hefur verið á ýmsa vegu og ljóst að þjóðin hefur litið fortíðina misjöfnum augum. Í Austur- Þýskalandi var fasisminn fordæmdur einarðlega í ræðu og riti. Í bókum, blöðum, tímaritum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og í listum yfirleitt voru honum gerð skil. Í skólum voru nemendur fræddir um eðli og grimmdarverk nasismans. Í Vestur- Þýskalandi var fasisminn líka for- dæmdur af almenningi og alla tíð af vinstrisinnum. En íhaldsöflin komust þar fljótlega til valda og afstaða þeirra til fasismans var önnur. Umfjöllun um ódæðisverk nasista átti ekki upp á pallborðið hjá þeim. Uppgjör við nas- ismann var ekki þeirra kappsmál. Þau voru nefnilega samsek og gátu ekki státað af andspyrnu við Hitler né bar- áttu gegn ofsóknum nasista á hendur gyðingum og vinstrisinnum. Gömlum nasistum var hleypt í áhrifastöður. Dómarar sem höfðu starfað undir Hit- ler fengu aftur tækifæri til að dæma vinstrisinna til fangelsisvistar. Gamlir nasistar voru vel séðir hjá vestur- þýska hernum eftir að honum var komið á fót. Engin furða að þýski her- inn skuli enn í dag hafa gamla nasista í hávegum. Meðal þeirra er Claus Stauffenberg sem var einn af þeim sem stóðu að tilræði við Hitler hinn 20. júlí 1944 en hafði áður verið dyggur stuðningsmaður hans. Litið er á hann sem fyrirmynd þýskra hermanna. Þegar þýska þjóðin hafði seinni heimsstyrjöldina að baki vildi hún frið. „Aldrei framar stríð“ var krafa hennar. Um tíu árum síðar heimtaði Konrad Adenauer, þáverandi kansl- ari V-Þjóðverja, að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á vestur-þýskri grund. Árið 1999 létu þýskar flug- vélar sprengjum rigna yfir Belgrad. Í dag er Þýskaland helsti vopnasali Evrópu og í fremstu röð í framleiðslu vopna af bestu gerð. Yfirvöld landsins hreykja sér af veru þýskra hermanna í Afganistan. Kallast þetta að hafa gert upp söguna sína? Er þetta sú umgengni við söguna sem aðrar þjóð- ir ættu að taka sér til fyrirmyndar? Að gera upp söguna Ingimar Jónsson gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins Ingimar Jónsson Höfundur er rithöfundur og íþróttafræðingur. »Þegar þýska þjóðin hafði seinni heims- styrjöldina að baki vildi hún frið. Aldrei framar stríð var krafa hennar. Berglind Hólm Sölufulltrúi berglind@remax.is 694 4000 Hafdís Rafnsdóttir Sölufulltrúi hafdis@remax.is 895 6107 Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteignasali Eignin er samtals 380 fmr skv fmr en að sögn eiganda er um 30 fm að auki sem er ekki inni í fermetratölu hússins og eignin því 410 fm. Húsið er teiknað af Halldóri Gíslasyni arkitekt. Form hússins er einkar glæsilegt og nær arkitektinn fram fallegum og einstökum línum á hinum ýmsu stöðum hússins. Innanhúshönnun er samræmd í öllu húsinu. Gólfefni er náttúrusteinn og fallegt suðurríkja eikarparket. Loftaklæðningin í húsinu er Brasilísk fura og mikið lagt í lagningu þess. Garðurinn er hannaður af Pétri Jónssyni og er mjög fallegur með sérvöldum plöntum, lágreistum skjólveggjum og verönd með heitum potti, falleg lýsing er í garði. Lofthæð er mjög góð í húsinu og að hluta allt að 8 metrar. Útgengt er á 7 stöðum út úr húsinu. Fullkomið þjófavarnarkerfi er í húsinu. Þetta er stórglæsileg eign í algjörum sérflokki sem á enga sér líka á Íslandi. EINSTAKT OG GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS MEÐ STÓRKOSTLEGU ÚTSÝNI Á ÞESSUM EFTIRSÓTTASTAÐ Í GARÐABÆ Eskiholt 7, 210 Garðabær EIG N FY RIR VAN DLÁ TA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.