Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 29
✝ Bára Halldórs-dóttir fæddist í
Stakkholti í Ólafs-
vík 8. desember
1943. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík hinn 5.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Hall-
dór Friðgeir Jóns-
son, útgerðarmaður
í Ólafsvík, og Matt-
hildur Ragnheiður
Kristjánsdóttir,
húsmóðir í Ólafs-
vík. Systkini Báru eru: Laufey,
lést í æsku, Jón Steinn, Krist-
mundur, d. 1997, Pálína, Leifur,
Kristín, Sigurveig Edda, tvíbura-
systirin Bylgja og
Víkingur.
Börn Báru eru
Theódór Rúnar,
Stefanía, Matt-
hildur Ragnheiður,
Guðmundur Frið-
geir og Sigurjón
Þorberg, barna-
börnin eru 21 og
barnabarnabörn 2.
Eiginmaður Báru
er Lárus Fjeldsted.
Bára var uppalin
í Ólafsvík og bjó
hún í Reykjavík frá
árinu 1981.
Útför Báru fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Í dag kveðjum við tengdamóður
mína, Báru Halldórsdóttur, sem varð
bráðkvödd þriðjudaginn 5. febrúar á
heimili sínu.
Ég er búinn að vera samferða Báru í
hartnær tuttugu ár. Fljótlega eftir
okkar fyrstu kynni komst ég að því að
þarna var á ferð atorkumikil kona sem
fátt lét stoppa sig þegar sá var gállinn
á henni enda af miklu skipstjóra- og
sjósóknarakyni en foreldrar hennar
voru Halldór Jónsson, skipstjóri í
Ólafsvík, og kona hans, Matthildur
Ragnheiður Kristjánsdóttir. Báru
varð tíðrætt um foreldra sína og æsku-
og unglingsárin í Ólafsvík þegar lífið
var saltfiskur og netafellingar fyrir
fjölskylduútgerðina og held ég að í
henni hafi leynst lítill skipstjóri og
hefði hún vafalaust orðið það hefði hún
verið karlmaður en bræður hennar all-
ir urðu skipstjórar.
Bára var mikill smekkmanneskja og
fagurkeri og hafði næmt auga fyrir
fatnaði og tísku, ráðlagði hún manni
heilt í þeim efnum og benti jafnvel á,
svona í laumi, að nú væri kominn tími
til að endurnýja jakkann eða buxurnar
en hún hafði stálminni á það í hverju
maður kom síðast. Og stundum var
henni nóg boðið þegar hún sá grútskí-
tugar gallbuxurnar mínar og heimtaði
að fá þær lánaðar í þvott og komu þær
hvítskrúbbaðar til baka og ef hún tók
skyrturna mínar þá var stífingin slík
að ekki þurfti herðatré. Garðurinn
hennar í Sæviðarsundinu var einstak-
ur og virtist sem allt greri í höndunum
á henni á meðan við hjónin vorum aða
reyna að halda lífi í einum kaktus.
Garðurinn var tekinn á vorin þannig
hægt var að setja hallamál á öll beð og
voru þau kórrétt, allt arfahreinsað og
bætt mold í hvar sem þurfti og áburði
þar sem við átti. Með sér í Svævið-
arsundinu átti hún sinn trygga lífs-
förunaut til síðustu tuttugu og sjö ára,
Lárus Fjeldsted, og var hann oft betri
en enginn í garðvinnunni og sá ég þá
oft skipstjórataktana hjá tengdó þegar
grisja þurfti tré, planta út eða bæta
grjóti í steinbeðin.
Bára var mikill göngugarpur og
taldi ekki eftir sér að ganga úr Sævið-
arsundinu í Kópavoginn til okkar þeg-
ar svo bar við en hún keyrði ekki bíl og
hafði engan áhuga á bílum, engu að
síður hafði hún fulla skoðun á því hvað
væri góður bíll og hvað væri vondur
bíll og fannst henni þessi BM eitthvað
bestur.
En svo þvarr líkamlegur kraftur
tengdamóður minnar og virtist þá sem
lífsneistinn hyrfi og hafa síðustu ár
verið henni erfið og mikið um lækna-
heimsóknir og sjúkrahúsvistir en Lár-
us hefur staðið sem klettur við hlið
hennar og reynt að gera líf hennar eins
bærilegt og hægt er.
Bára mín, þú kenndir mér margt
um lífið.
Ég vil votta mína dýpstu samúð
Lárusi, Rúnari, Stefaníu, Matthildi;
Guðmundi og Sigurjóni.
Hermann Vilmundarson.
Elsku amma, okkur langar til að
minnast þín með fáum orðum en þó
skemmtilegum minningum og í leið-
inni þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum með þér.
Þegar við systkinin vorum að fara
yfir það sem við vildum koma til skila
var það okkur efst í huga hversu þol-
inmóð, skilningsrík og umburðarlynd
þú varst í okkar garð þegar við vorum
börn og gerðum alls kyns prakkara-
strik. Það var alltaf svo gaman þegar
þú komst til okkar á sumrin og pass-
aðir okkur. Það trúði því enginn á
Skaganum að þú gætir verið amma
okkar, því þú varst svo ungleg og mikil
pæja. Svo var það hápunktur tilver-
unnar þegar við fengum að heimsækja
ykkur afa til Reykjavíkur, við fengum
alltaf Cocoa Puffs í morgunmat og
fengum að spila PacMan í tölvunni eft-
ir kvöldmat. Það var algjört æði. En þó
síðustu árin okkar allra hafi verið mis-
jafnlega góð, þá trúðir þú því alltaf að
góðu hlutirnir væru bara handan við
hornið og bara að vita af því hjálpar
okkur mikið í gegnum þessar stundir.
Síðustu jól voru frábær og við erum
þakklát og ánægð með að hafa eytt
þeim með þér. Það færði þér svo mikla
gleði að hafa okkur hjá þér þessi jól og
það sást langar leiðir hversu mikið það
gladdi þig. En nú er víst komið að því
að kveðja þig.
Með ástarkveðju,
Freyr, Bergljót Bára og
Bjarni Þór Rúnarsbörn.
Bára fæddist í Stakkholti í Ólafsvík.
Foreldrar hennar voru hjónin Matt-
hildur Kristjánsdóttir húsmóðir og
Halldór Jónsson, útgerðarmaður í
Ólafsvík. Bára og Bylgja voru tvíburar
og næstyngstar í stórum barnahópi
þeirra hjóna.
Ég kynntist Báru í gamla barna-
skólanum í Ólafsvík sem var á Snoppu-
nni skammt frá heimili foreldra Báru.
Við Bára náðum vel saman. Hún var
svolítil strákastelpa, skemmtileg og
uppátektarsöm og það var alltaf eitt-
hvað að gerast í kringum hana. Þetta
var um miðja síðustu öld og ekki gert
ráð fyrir mötuneytum í barnaskólum á
þeim tíma. Ég var sveitastelpa, kom
innan úr Bug sem er innan við Ólafsvík
og Bára bauð mér oft í „drekkutíma“
heima hjá sér. Þar bauð Matthildur
upp á kakó og „meððí“.
Það voru oft mörg börn við borðið
hennar Matthildar.
Bára ólst upp í Ólafsvík og dvaldi
þar fram á fullorðinsár. Hún var ung
þegar hún fæddi elstu börnin sín en
alls eignaðist hún 5 mannvænleg börn.
Það næddi oft um Báru í lífinu, en
það sópaði alltaf að henni og hún var
glæsileg, alltaf smekklega klædd svo
af bar og þrátt fyrir erfiða tíma var
stutt í hláturinn og gleðina sem fyrr.
Árin 28 sem hún bjó með Lárusi
Fjeldsted voru gæfuárin hennar og
með honum leið henni vel og hann ann-
aðist hana í stuttu en snörpu stríði við
manninn með ljáinn. Ég votta Lárusi
og börnum Báru einlæga samúð vegna
fráfalls hennar og þakka samfylgdina.
Sunna Emanúelsdóttir.
Okkur mæðgur langar að minnast
hennar Báru með nokkrum orðum. Við
kynntumst henni þegar Matthildur
kom í fjölskylduna okkar og síðan höf-
um við reglulega hitt hana Báru á gleði-
stundum hjá Hermanni og Matthildi. Í
fjölmenni leyndi sér ekki hvar Bára var,
hún var stórglæsileg, hafði smitandi
hlátur og mikla og skemmtilega frá-
sagnargleði. Allt umhverfi hennar bar
vott um mikla smekkvísi og snyrti-
mennsku enda var hún mikill fagurkeri.
Ævin líður árin hverfa
í aldadjúpið.
Öldur falla, öldur rísa
yfir hafið stjörnur lýsa.
(Maríus Ólafsson.)
Við viljum að leiðarlokum votta Lár-
usi, börnum Báru og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Báru Halldórs-
dóttur.
Kristín og Sigurbjörg.
Þrátt fyrir mikla sorg getum við ekki
annað en brosað í gegnum tárin og
hugsað um hvað við erum heppin. Í 15
ár hlotnaðist okkur sá heiður að vera
hluti af lífi Báru, við höfum aldrei
kynnst neinni manneskju í líkingu við
hana og eigum aldrei eftir að gera það.
Við komum til með að viðhalda minn-
ingunni um þig í huga okkar og hjarta
og við erum stolt af að hafa kynnst þér.
Nú er þinn tími kominn, og við verðum
að reyna að sætta okkur við það, þótt
það sé erfitt.
Við kveðjum Báru í dag með þakk-
læti fyrir margt dýrmætt sem hún gaf
okkur.
Eg vil lofa eina þá
Eg vil lofa eina þá
æðst af kvinnum nefnast má,
meyjan heitir Maríá,
miskunn Guðs hana gæddi
og gjörvöll meinin græddi.
María mær, mær, mær,
María mær, mær, mær,
María mær so mild og skær
mann og Guð hún fæddi.
Heiðurs verð er heims um rann
heilög mey, sem blessan fann;
treysti eg Guði og trúi á hann,
þó tigni eg þig sem bæri,
vel það verðugt væri.
María góð, góð, góð,
María góð, góð, góð,
María góð so mild og rjóð,
meyju hverri skærri.
María drottning dygðug mest,
dáðum prýdd, það auglýsist,
í hennar sæði blessast bezt
bæði konur og kallar
um álfur heims gjörvallar.
María frú, frú, frú,
María frú, frú, frú,
María frú so mild og trú
mest yfir kvinnur allar.
Blessun hlauztu, María mín,
mest yfir hverja auðar lín,
sólu fegri skært þú skín,
skýrlega má því hrósa;
þú ert ein eðla rósa.
María væn, væn, væn,
María væn, væn, væn,
María væn, þín veitist bæn,
virgo gloriosa.
(Jón Þorkelsson Skálholtsrektor)
Það var gæfa okkar að eiga hana fyr-
ir vinkonu og njóta samvista við hana.
Lífið varð okkur ríkara af kynnum okk-
ar við hana. Guð styrki ástvini hennar
og megi allt það góða, sem í henni bjó,
lifa áfram í afkomendum hennar, sem
voru henni svo kærir.
Við minnumst góðrar vinkonu með
söknuði.
Ævar og Ásdís.
Bára Halldórsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ALBERT HÓLM ÞORKELSSON,
bakarameistari,
frá Siglufirði,
Kveldúlfsgötu 22
Borgarnesi,
andaðist þriðjudaginn 12. febrúar á Sjúkrahúsi
Akraness.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ágústína Albertsdóttir, Sigurður Arason,
Katrín Albertsdóttir, Loftur Jóhannsson,
Kristján Þorkell Albertsson, Elín Ebba Guðjónsdóttir
Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Óskar Erlendsson,
afa- og langafabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT ESTER KRATSCH,
Dvalarheimilinu Seljahlíð
áður til heimilis að Bólstaðarhlíð 44,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landsspítalans 5. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Auður Auðunsdóttir Larsen, Finn Larsen,
Þorbjörg Auðunsdóttir,
Guðmundur Auðunsson, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir,
Guðlaug Auðunsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, sonur, bróðir og
mágur,
ANDRÉS SÆVAR GUÐMUNDSSON,
Engjahlíð 1,
Hafnarfirði,
lést að morgni miðvikudagsins 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Leonila Hife Guðmundsson,
Hanna Bára Andrésdóttir,
Alexander Freyr Örvarsson,
Rakel Ólöf Andrésdóttir,
Erla Bára Andrésdóttir, Reynir Þorkelsson,
Ólöf Björg Guðmundsdóttir, Hlöðver Smári Haraldsson,
Sigurður Már Guðmundsson, Eyrún Ragnarsdóttir,
Reynir Ragnarsson,
Ragnar Óli Ragnarsson, Jórunn Halldórsdóttir,
Gísli Þór Ragnarsson, Sæunn Siggadóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RÓSA JÓHANNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis
að Hvassaleiti 153,
Reykjavík,
lést mánudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Skúli J. Björnsson, Anna S. Garðarsdóttir,
Þórhallur Skúlason, Unnur A. Einarsdóttir,
Elva Rósa Skúladóttir,
Sigrún Kristín Skúladóttir,
Hlynur Skúli Skúlason
og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, sonar, afa og langafa,
ÞORVALDAR RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
Funalind 13,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar
L-5 á Landspítala Landakoti.
Guð veri með ykkur öllum.
Aðstandendur.
✝
Þökkum innilega fyrir samúð og vinakveðjur við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐRÍÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Hæðarbyggð 9,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar og dvalar-
heimilisins Holtsbúð, Garðabæ.
Skúli Brynjólfur Steinþórsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Helgi Hólmsteinn Steinþórsson,
Hrafnkell Sigurbjörn Steinþórsson, Bryndís Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.