Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 36
Ég var mjög hrædd við
úlfana í Rússlandi og
kuldann í Alaska … 39
»
reykjavíkreykjavík
VERSLUNIN Ósóma hefur undanfarin fjögur ár selt föt
og fylgihluti með íslenskri grafík og kannast flestir við
bolina með Ósóma-kindinni. Í lok mánaðarins verður
versluninni lokað fyrir fullt og allt og eigendur hennar,
Þórdís Claessen og Gunnlaugur Grétarsson snúa sér að
öðrum verkefnum.
„Það eru ákveðin kaflaskil í lífi okkar beggja, ég er að
láta mig dreyma um að fara í meistaranám og Gulli er að
fara að fjölga mannkyninu,“ segir Þórdís.
Hún segir að blendnar tilfinningar fylgi þessum tíma-
mótum, en þau kunni vel að meta árin sem verslunin
starfaði. „Við höfum lært mikið á fjórum árum og erum
stolt af því sem við höfum uppskorið. Það eru svo margir
sem þekkja Ósóma-kindina og vörumerkið miðað við það
að við auglýsum varla neitt, kindin hefur hlaupið um og
auglýst sig sjálf.“
Þórdís og Gulli hafa hug á að halda áfram með vöru-
merkið þó að verslunin verði ekki lengur til staðar. „Við
erum alls ekki að hætta þótt við leggjum yfirbygginguna
niður. Við ætlum að halda áfram í annarri mynd, ann-
aðhvort að selja á netinu eða koma vörunum inn í aðrar
verslanir, það hafa nokkrar sýnt áhuga. Við höfum líka
áhuga á því að vinna með einhverjum sem hefur hug-
myndir um það hvernig á að keyra áfram íslenska hönn-
un og kynna hana, einhvern með viðskiptavit. Okkur hef-
ur kannski vantað það, við höfum fullt af hugmyndum og
kunnum að gera grafík.“
Ósóma hættir
Árvakur/Ásdís
Ósóma Gulli og Þórdís ætla að hætta í verslunarrekstr-
inum en Ósóma-kindin gæti átt sér framhaldslíf.
Hinn íslenzki
Þursaflokkur
fagnar 30 ára
starfsafmæli á
þessu ári og af því
tilefni verða
haldnir tónleikar
ásamt Caput-flokknum í Laug-
ardalshöll laugardaginn 23. febr-
úar, eins og margoft hefur komið
fram. Fimm dögum áður mun Sena
gefa út heildarsafn með Þursa-
flokknum sem inniheldur allar fjór-
ar plötur sveitarinnar ásamt auka-
plötu með fimm lögum af plötunni
sem aldrei kom Ókomin forneskjan.
Allar plöturnar hafa verið settar í
nýjan búning í tilefni útgáfunnar,
endurhljóðblandaðar og bæklingar
og kápa innihalda áður óbirtar
myndir og sögu Þursaflokksins.
Þess má geta að forsíðu plötu-
umslagsins Ókomin forneskjan
teiknaði Hallgrímur Helgason á
sínu 19. ári en hann var þá nemandi
í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Teiknaði Þursa-umslag
19 ára gamall
Seinni útgáfutónleikar Hjalta-
líns fara fram á NASA í kvöld en
þeir fyrri fóru fram á Græna hatt-
inum á Akureyri 25. janúar síðast-
liðinn. Af því tilefni hefur verið
fjölgað lítillega í sveitinni og telur
hún nú um 13 hljóðfæraleikara og
söngvara. Hin nýbakaða móðir Ólöf
Arnalds mun hita upp tónleikagesti
og raftónlistarmaðurinn Borko
kemur einnig fram en hann und-
irbýr nú útgáfu á sinni fyrstu plötu.
Fyrstu plötu Hjaltalíns Sleepdrunk
Seasons var einkar vel tekið fyrir
síðustu jól og hana var víða að finna
á vinsældalistum í lok árs.
Miðar fást á www.midi.is.
Útgáfu fagnað
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
BORKO er listamannsnafn Björns Kristjáns-
sonar. Þó að hann stígi nú fram með sína fyrstu
breiðskífu hefur hann verið lengi að í listinni og
er rækilega innviklaður í hóp þann er við krútt
er kenndur. Þá liggur eftir hann þónokkuð af út-
gefnu efni, mestmegnis á hinum ýmsu safn-
plötum en þó kom út fjögurra laga stuttskífa
undir merkjum bresku útgáfunnar Resonant,
Trees And Limbo, árið 2001.
„Ég hef þá samið nokkuð fyrir dansverk og
leikhús en ekkert af því hefur komið út,“ segir í
Björn í samtali við blaðamann.
Klár
Breiðskífan ber hinn bjartsýnislega titil Cele-
brating Life en það er akureyrska útgáfan Kimi
Records sem gefur út hér á landi en Morr Music
erlendis. Morr Music þykir mikil gæðaútgáfa,
gerir út frá Berlín, og hefur gert þónokkuð af
því að gefa út íslenska tónlist; m.a. með múm,
Seabear og Benna Hemm Hemm.
„Já, loksins er hún klár,“ segir Björn. „Þetta
er búið að vera lengi í farvatninu. Thomas (Morr,
eigandi Morr Music) er búin að bíða eftir plöt-
unni síðan hann heyrði demó hjá mér árið 2001.“
Björn segir elsta lagið á henni sex ára gamalt
en það nýjasta hafi orðið til í fyrrasumar.
„Ég fór síðan að safna þessu saman í sumar og
útsetti þetta allt saman upp á nýtt. Ég vildi fá
heildarhljóm í plötuna auk þess sem þetta hjálp-
aði mér að átta mig á því í hvaða stefnu ég vildi
taka hana. Eftir það fór ég að hleypa öðrum í
þau.“
Þeir sem koma að plötunni auk Björns eru
Helgi Svavar Helgason trommuleikari, Róbert
Sturla Reynisson gítarleikari, þeir Örvar og Ei-
ríkur Orri úr múm, Áki Ásgeirson og Guð-
mundur Óskar, bassaleikari úr Hjaltalín.
Borko hefur átt fremur lágstemmdan feril til
þessa, en það hefur ekkert verið sérstaklega
meðvitað.
„Maður er einfaldlega alltaf upptekinn við
eitthvað annað og þetta hefur bara æxlast svona.
Maður hefur verið í námi og vinnu og ég sjálfur
hef t.d. verið að bíða ansi lengi eftir þessari
plötu. Ég fékk svo tveggja mánaða frí síðasta
sumar frá kennslu og þá gat ég loksins einbeitt
mér að plötunni.“
Tónleikar
Platan kemur út í byrjun mars erlendis en 13.
mars hér á landi. Borko fer í Evróputúr með
múm 27. febrúar og hyggst svo fylgja plötunni
frekar eftir með spilamennsku hér og hvar
næstu mánuði. Á fimmtudaginn leikur hann svo
á útgáfutónleikum Hjaltalín á NASA en þá kem-
ur Ólöf Arnalds fram einnig. Sjálfur hyggst
hann svo halda útgáfutónleika í apríl.
Lífinu fagnað
Fyrsta breiðskífa raftónlistarmannsins Borko kemur út í næsta mánuði
Morgunblaðið/Valdís Thor
Borko „Já, loksins er hún klár,“ segir Björn Kristjánsson um fyrstu breiðskífuna sína. Hún heitir
Celebrating Life og hefur verið í undirbúningi í talsvert langan tíma.
www.myspace.com/borkoborko
■ Lau. 16. febrúar kl. 17
Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu
Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri
hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og
hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og
kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu,
flautu, klarinett og strengjakvartett.
■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus
Sellósnillingur í toppformi
Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag,
leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á
dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens.
■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30
Liszt og Bruckner
Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir
Liszt og sinfónía eftir Bruckner.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is