Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 15
MENNING
Árið 1947 tóku meðlimir í Fé-lagi íslenskra frístundamál-ara (FÍF) sig til og stofnuðu
Málaraskóla FÍF. Réðu þeir til sín
skoskan listamann, Waistel Cooper
að nafni, til að kenna þeim mód-
elteikningu. Þriðjudaginn 9. des-
ember, þetta sama ár, var fyrsti
teiknitíminn í skólanum og sóttu
15 manns námskeiðið. Ári síðar
bættist við kennsla í högg-
myndagerð undir leiðsögn Ás-
mundar Sveinssonar og stofnaðar
voru barna- og unglingadeildir við
skólann sem þau Unnur Briem og
Ragnar Kjartansson sinntu af mikl-
um dugnaði.
Árið 1950 höfðu Þorvaldur
Skúlason, Karl Kvaran og Kjartan
Guðjónsson bæst við kenn-
arateymið og óx skólinn svo hratt
að FÍF gaf hann frá sér og var
skólinn gerður að sjálfseign-
arstofnun sem nú nefnist Mynd-
listaskólinn í Reykjavík.
Myndlistarskólinn hefur við-haldið þeirri stefnu að fá
starfandi myndlistarmenn til að
sinna kennslu og gegnum tíðina
hafa fjölmargir þjóðkunnir lista-
menn miðlað þekkingu sinni til
nemenda. Má þar nefna, Hörð
Ágústsson, Eirík Smith, Guðmundu
Andrésdóttur, Hring Jóhannesson,
Jón Gunnar Árnason, Baltasar
Samper, Ingólf Örn Arnarson,
Hrafnkel Sigurðsson, Brynhildi
Þorgeirsdóttur, Hildi Bjarnadótt-
ur, Margréti Blöndal og Ragnar
Kjartansson (yngri). Í dag hefur
skólinn um 700 nemendur, en auk
stakra námskeiða er kennt fullt
nám í keramik í samvinnu við Iðn-
skólann í Reykjavík og fornám
myndlistar- og hönnunarsviðs, fyr-
ir nemendur sem hyggja á há-
skólanám í myndlist, hönnun eða
arkitektúr. Þetta er jafnframt eini
myndlistarskólinn sem er til húsa í
höfuðborginni, samanborið t.d. við
23 tónlistarskóla.
Samkvæmt gögnum sem ég fékkfrá myndlistarskólanum hafa
föst framlög til hans haldist
óbreytt síðan um aldamótin þrátt
fyrir mikla hækkun á launavísitölu.
Og framlög til fornáms hækkað
rétt um 8%. En heildarframlög til
skólans í fyrra voru tæpar 42 millj-
ónir króna. Námskeið í Myndlista-
skólanum í Reykjavík eru metin til
eininga jafnt á við hvert annað fag
í framhaldsskólum. Fær myndlista-
skólinn 7.500 króna framlag, að
meðaltali, á einingu sem er þrefalt
minna en listgreinar í framhalds-
skóla. Hér er augljóst misræmi og
útreikningar sýna að ef framlög til
skólans haldast óbreytt safnar
hann skuldum sem hann ræður
ekki við, nema gjöld verði hækkuð
upp úr öllu valdi, sem eru nú þegar
of há til að eitthvert samræmi sé á
milli útgjalda nemenda til eininga í
myndlistarskólanum og í fram-
haldsskólum.
Á hvorn veginn sem er tórirskólinn vart lengi í þessari
mynd. Væntanlega yrði það for-
námið sem þyrfti að hverfa og yrði
undirbúningsnámi fyrir listhá-
skólanám þá eingöngu sinnt í
mennta- og fjölbrautaskólum. Án
þess að kasta rýrð á það ágæta
starf sem kennarar á listmennta-
brautum sinna, gefur fornám MÍR
fólki færi á að einbeita sér að list-
náminu í eitt ár, ótruflað, og njóta
leiðsagnar frá listamönnum sem
eru sjálfir starfandi í framlínunni
og gefa sér eina til þrjár vikur til
að sinna kennslu. Árangur fornáms
MÍR er að á milli 80 og 90% nem-
enda skila sér í listháskólanám. Í
keðjuverkandi mæli kæmi það sér
illa fyrir Listaháskóla Íslands og
þá framtíð myndlistar á Íslandi ef
fornám MÍR legðist niður sökum
fjárskorts.
Menntamálaráðuneytið leikuróneitanlega lykilhlutverk í
framtíð skólans. Þess vegna þótti
mér forvitnilegt að hlýða á viðtal
við Þorgerði Katrínu mennta-
málaráðherra, í heimildarmynd um
Feneyjaferð Steingríms Eyfjörðs
(fyrrverandi kennara við Mynd-
listaskólann í Reykjavík), sem nú
er til sýnis í Listasafni Reykjavík-
ur. En þar lýsir ráðherra því hve
myndlist er mikilvæg fyrir sam-
félagið „Hún opnar nýjar víddir og
kennir manni að horfa á hlutina
upp á nýtt. Það er svo heilbrigt
fyrir allar þjóðarsálir.“ Spurning
er hvort eitthvað raunverulegt
liggi að baki þessari yfirlýsingu
eða hvort þetta séu bara orðin tóm.
Framtíð myndlistarskóla
AF LISTUM
Jón B. K. Ransu
» Árangur fornámsMÍR er að milli 80 og
90% nemenda skila sér í
listháskólanám.
Einum kennt Þorvaldur Skúlason kennir nemendum Myndlistaskólans í
Reykjavík réttu handtökin á fyrstu árum skólans.
ransu@mbl.is
VARÐ bezta skíðafæri í áraraðir til
að margir gengu á svig við blás-
aratónleika Myrkra músíkdaga á
laugardag? Svo mætti halda eftir
varla 20 manna aðsókn að dæma.
Alltjent fór vönduð vinna fyrir
óþarflega litla eftirtekt, að
ógleymdum ljómandi góðum flutn-
ingi. Þar á ofan voru tónverkin
fimm af fjölbreyttara tagi en al-
gengt er á MM. E.t.v. sumpart að
þakka víðum aldursramma höfunda,
auk þess sem viðkunnanlegur brúk-
unarblær sveif yfir verki Jónasar
Tómassonar og gerði sitt til að efla
því hlustvænleika.
Aðeins eitt verk féll að ráði í
klissjusligaða gryfju hins staðlaða
módernisma, því þrátt fyrir að sögn
þjóðleg og búddísk áhrif skáru Til-
brigði [13’] Hokosöwu sig að hverf-
andi leyti úr þeim grúa hægferðugt
líðandi verka (með „smágosum“ á
hæfilegu stangli) er virðast nærri
„sine qua non“ meðal miðaldra
vestrænna framúrstefnuhöfunda.
Allavega gat ég ekki í fljótu bragði
greint teljandi mun á litbrigða-
meðferð Japanans og sams konar
nálgun kollega hans í okkar heims-
hluta. Áður en varði var framvindu-
rýrt stykkið því orðið gizka fyrir-
sjáanlegt og að sama skapi lang-
dregið.
Hið dimmradda Andar [11’] Önnu
Þorvaldsdóttur hófst að vísu með
svipuðum hætti, í samræmi við yf-
irlýst áhrif andardráttar og öldu-
gangs. En þá fór hins vegar eitt-
hvað að gerast. Verkið varð
melódískara, m.a.s. lét skynj-
anlegur endurómur íslenzkra þjóð-
laga á sér kræla, og stemmningin
færðist á snöggtum innblásnara pó-
etískt plan með tilhöfðandi draum-
farakenndri angurværð, áður það
fjaraði út á andvörpum soghljóða.
Merkjanleg melódík var til stað-
ar þegar í upphafi Concertinos [13’]
hins ísfirzka Jónasar Tómassonar
fyrir tvær fiðlur, blásarasextett (2
horn) og kontrabassa, einkum í þétt
samlægu fiðluröddunum er Hlíf
Sigurjónsdóttir og Sigurlaug Eð-
valdsdóttir struku af fínlegri natni.
Sprúðlandi scherzókenndur mið-
hluti jók enn á aðgengileika verks-
ins – aukinheldur með til skamms
tíma forboðnum púlsrytma. Gaman
til þess að vita að fleiri en yngstu
höfundar þori að hunza akademísk
nýlistalögmál með jafnfrískandi
léttúð.
Hlutfallslega klassísk verk þeirra
landa Herberts Hriberschek
Ágústssonar og Páls Pampichlers
frá 1984, Scherzo [4’] og Nonett [6’]
settu í lokin klæðilega viðbótarvídd
á tónleikana með glimrandi tromp-
etblæstri Eiríks Arnar Pálssonar í
forgrunni. Hvort tveggja upplífg-
andi og fagmannlega skrifað dí-
vertímentó í beztu merkingu orðs-
ins.
Fjölbreytt
og frískandi
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Salurinn
Anna S. Þorvaldsdóttir: Andar* (frumfl.).
Hosokawa: Variations* (frfl. á Ísl.). Jón-
as Tómasson: Concertino (frfl.). Herbert
H. Ágústsson: Scherzo (1984). Páll P.
Pálsson: Nonett (1984). Blásaraoktett-
inn Hnúkaþeyr ásamt félögum úr m.a.
strengjahópnum Aþenu. Stjórnandi: Hall-
fríður Ólafsdóttir*. Laugardaginn 9. febr-
úar kl. 14.
Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar
bbbbn
Sími 551 3010
Stefán
Óskar
Þorgeir
Söngsýning til heiðurs
Stefáni Islandi
Endursýning vegna fjölda áskorana
Laugardaginn 23. febrúar
í Langholtskirkju, kl. 15.00
Forsala aðgöngumiða: Eymundsson Austurstræti 540 2130
Eymundsson Kringlunni 540 2150
Laugardaginn 23. febrúar í Tónbergi,
sal Tónlistarskólans á Akranesi, kl. 20:00
Miðasala við innganginn.
Flytjendur tónlistar auk Karlakórsins: Þorgeir Andrésson og
Óskar Pétursson, Sigfús Pétursson og Pétur Pétursson.
Hljóðfæraleikur: Thomas R. Higgerson, píanóleikari.
Stjórnandi: Stefán R. Gíslason.
Flytjendur texta: Agnar H. Gunnarsson og Hannes Örn Blandon.
Handrit: Gunnar Rögnvaldsson,
Myndsýning: Sigríður Sigurðardóttir og Unnar Ingvarsson,
Sýningarstjórn: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
KARLAKÓRINN HEIMIR, SKAGAFIRÐI
Ný
pr
en
t