Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
RAGNAR Sverrisson, kaupmaður á Akureyri,
hefur yfirleitt í nógu að snúast. Síðustu tvær
og hálfa viku hefur hann þó haft óvenju hægt
um sig en það kom ekki til af góðu: Við lok
fjallgöngu rann hann á svelli og skall svo
harkalega á bakið að bein neðarlega í hryggn-
um brotnaði. Hann var rúmfastur fyrstu vik-
una og hefur verið heima við síðan, en nýtti
tímann vel; skipulagði ýmsar fjallgöngur í
sumar!
Ragnar, sem hugðist mæta aftur í vinnuna
síðdegis í gær, á og rekur Herradeild JMJ og
er formaður Kaupmannafélags Akureyrar.
Hann er með munninn fyrir neðan nefið, eins
og sagt er. „Strákarnir sögðu að það hefði orð-
ið mér til lífs að ég kinnbeinsbrotnaði ekki og
gæti því talað,“ sagði hann skælbrosandi og
skellihlæjandi í gær. „Strákarnir“ eru sam-
starfsmennirnir í versluninni.
Þeir Ragnar voru að koma ofan úr Krossa-
fjalli sunnan Dalvíkur sunnudaginn 27. janúar.
„Við vorum komnir niður brattann og vorum
rétt búnir að taka af okkur mannbroddana
þegar ég steinlá,“ sagði Ragnar þegar blaða-
maður spurði um óhappið. „Ég lá stífur í rúm-
inu fyrstu vikuna, gat ekki einu sinni farið á
klósettið. En nú er þetta allt að koma. Þegar
maður sagðist hafa brotið bein í hryggnum
varð fólki mjög illt við, en þetta er ekkert al-
varlegt.“
Ragnar fékk fjallgöngubakteríuna fyrir
nokkrum árum – á gamals aldri. „Ég var 54
ára, hafði lengt haft áhuga á þessu en byrjaði
loksins og þá varð ekki aftur snúið. Ég er
stundum talinn dálítið aktívur!“
Hann fer á fjöll flesta sunnudaga ásamt
fleira fólki og hefur gaman af, og sem betur fer
hefur aldrei neinn slasast fyrr en nú. „Það má
segja að þegar maður klífur fjöll, er með ísaxir
og mannbrodda geti það verið hættulegt og
þess vegna passar fólk sig mjög vel. En þarna
var ég nánast kominn niður á jafnsléttu og orð-
inn of kærulaus.“
Ragnar hefur haft nóg fyrir stafni heima í
Áshlíðinni, aðallega við að skipuleggja ferðir
sumarsins, t.d. 24 x 24 gönguna í byrjun júlí,
þegar farið verður fjórða árið í röð á 24 tinda í
Eyjafirði á jafnmörgum klukkustundum. Þá
hugmynd fékk Ragnar fyrir nokkrum árum,
lét hana verða að veruleika og í fyrra voru tug-
ir manna með í för.
Þessi merkilega ganga verður farin laug-
ardaginn 12. júlí í sumar. Hugmyndin kviknaði
þegar Ragnar gekk á Hvannadalshnjúk. „Þá
var fararstjóri Þorvaldur Þórsson, Olli.
Hundrað tinda maðurinn. Það var hann sem
gerði mér grein fyrir því hve Eyjafjarð-
arsvæðið væri flott; hve fjöllin hér í kring væru
glæsilegt útivistarsvæði. Olli hafði farið þenn-
an hring, hafði reynt tvisvar en þurft að snúa
við í fyrra skiptið því hann lenti í grenjandi
stórhríð í júlí!“
Frásögn Þorvaldar kveikti í Ragnari, hann
talaði við mann og annan og fyrsta 24 tinda
gangan var farin 2005. „Sumum leist satt að
segja ekkert á að ég færi að standa í þessu og
héldu hreinlega að ég væri orðinn klikkaður.
En ég lét ekki segjast, fékk unga og ferska
stráka með mér í þetta og Olla til að vera far-
arstjóri, og nú er þessi ferð orðin hefð.“
Á síðasta ári fóru 49 á alla tindana 24 en 75
manns tóku þátt í hluta göngunnar.
Framtakið hefur vakið töluverða athygli,
eins og nærri má geta. „Þeir hjá Ungmenna-
félagi Íslands eru búnir að hafa samband og
við ætlum í samstarf við þá sumarið 2009, þeg-
ar Landsmótið verður haldið hér á Akureyri.
Þá verður 24 tinda gangan okkar þáttur í
Landsmótinu.“
Um næstu helgi fer hópur Ragnars á Blá-
mannshatt en hann verður auðvitað illa fjarri
góðu gamni og missir af ferð í fyrsta skipti.
Hann er ákveðinn í að fara á fjöll á ný um
páskana en er í augnablikinu aðallega með
hugann við gönguferð sem er á dagskrá á
Jónsmessunni. „Það verður flott ferð; við byrj-
um á Grenivík, förum á Kaldbak og síðan á alla
toppa eins langt og hægt er. Þetta eru einir 40
kílómetrar og við ætlum okkur 20 tíma í þetta.“
Hann segist ekki vita til þess að þess háttar
ferð hafi verið farin og til stendur að fljúga yfir
svæðið bráðlega til að skoða aðstæður.
Ragnar hlakkaði til, þegar blaðamaður kom
í heimsókn, að komast aftur í búðina. „Ég hef
saknað þess mikið að vera í vinnunni. Sem bet-
ur fer er ég að byrja aftur. Og ég hlakka líka
mikið til þess að komast aftur á fjöll.“
„Hlakka til að komast aftur á fjöll“
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Tilhlökkun Ekki var aftur snúið eftir að Ragnar Sverrisson gekk á fjöll í fyrsta skipti. Hann
fékk heiftarlega fjallgöngubakteríu og fer ásamt félögum sínum flesta sunnudaga ársins.
Í HNOTSKURN
»Glerárdalshringurinn 24 x 24 er fé-lag sem stofnað var um göngu í júlí
ár hvert. Gengið er fjallahringinn sem
myndar Glerárdal í Eyjafirði. Heild-
arvegalengd leiðarinnar er rétt tæpir 50
km. Fjöllin í hringnum eru í réttri röð:
Hlíðarfjall, Hrossahnjúkur, Jökulborg,
Þríklakkar, Blátindur, Tröllafjall, Kistu-
fjall, Bóndi, Bunga, Tröllahyrna, Hrúta-
fjall, Litli-Krummi, Strýta, Tröllatindur,
Stóristallur, Stóri-Krummi, Kista,
Steinsfell, Glerárdalshnjúkur, Syðri-
Súlur, Kambsfjall, Snorragnúpur, Kerl-
ing og Ytri-Súlur.
Datt og braut bein en
planaði fjallgöngur
í sumar á sjúkrabeði
TENGLAR
...........................................................
www.glerardalur.is
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ALLT að níu háhýsi sem eru sam-
bærileg turninum sem risinn er við
Smáratorg í Kópavogi gætu risið þar,
gangi tillögur sem nú eru í skipulags-
ferli og aðrar, sem enn eru á teikni-
borðinu, eftir, að sögn Guðríðar Arn-
ardóttur, bæjarfulltrúa Samfylking-
arinnar í Kópavogi.
Áhyggjur vegna þeirra snúa fyrst
og fremst að umferðarmálum.
„Ef allar þessar áætlanir ganga eft-
ir verður þetta langþéttasta byggð á
landinu,“ segir Guðríður. 25. febrúar
næstkomandi tekur samvinnunefnd
um svæðisskipulag höfuðborgar-
svæðisins ákvörðun um svæðisskipu-
lag vegna Glaðheimasvæðis, en þar
stendur til að byggingamagn verði
195.000 fermetrar. Samfylkingunni
finnist ekki rétt að taka aðeins af-
stöðu til þessa einstaka reits enda
liggi fyrir skipulag á tugum þúsunda
fermetra í viðbót. „Svo vitum við að
miklu meira er í farvatninu á Smára-
svæðinu,“ segir Guðríður. Sem dæmi
séu hugmyndir um 140.000 fermetra
byggingarmagn sunnan Smáralindar.
Reynt að stöðva skipulagsslys
Hún bendir á að nú sé verið að
ljúka við tvöföldun Reykjanesbraut-
ar. Umferðarspá sem Kópavogsbær
hafi lagt fram fyrir samvinnunefnd
um svæðisskipulag höfuðborgar-
svæðisins geri ráð fyrir að þegar þurfi
að ráðast í þreföldun Reykjanes-
brautar til hvorrar áttar. Það þýðir
áttföld Reykjanesbraut,“ segir Guð-
ríður.
Markmiðið með því að vekja at-
hygli á málinu meðan það er enn á
svæðisskipulagsstigi sé að reyna að
koma í veg fyrir skipulagsslys.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir að ekki sé enn búið
að vinna skipulagið, aðeins sé búið að
setja niður hugmyndir á blað.
Þarna verði ekki það magn sem
Samfylkingin tali um. „Þetta eru ýtr-
ustu kröfur byggingaraðila. Það er
ekki einu sinni byrjað að vinna skipu-
lag á svæðinu. “
Hvað Glaðheimasvæðið varði sé
það í vinnslu í svæðisskipulagi. Ekki
sé búið að auglýsa aðal- eða deili-
skipulag. „Það er ekki búið að ákveða
hvort þetta verða tveir, átta eða átta-
tíu turnar.“
Gunnar segir að nýleg tvöföldun
Reykjanesbrautar hafi komið allt of
seint og umferðarkerfið í kring hafi
verið löngu sprungið. Nú þurfi að bæa
við einni akrein á hvorri hlið.
Gunnar segir vel koma til greina að
reisa nokkra turna til viðbótar á
svæðinu við Smárann, þótt hann geti
ekki sagt til um það eins og er hver
verði endanleg tala þeirra. „Þetta er
mjög verðmætt land sem er nálægt
stofnbrautum og er í miðju bæjar-
félaga.“
Bæjarstjóri Kópavogs segir koma til greina að reisa nokkra turna til viðbótar í nágrenni Smárans
Gagnrýna áhrif
háhýsa á umferð
við Smárann
Morgunblaðið/ÞÖK
Glaðheimasvæðið Fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins liggur tillaga um að reisa
byggingar sem alls verða 195.000 fermetrar á Glaðheimasvæðinu. Nefndin ræðir tillöguna í lok febrúar.
Í HNOTSKURN
»Meðal framkvæmda sem fyr-irhugaðar eru í Kópavogi er
28.000 fermetra verslunar- og
skrifstofuhúsnæði við Lindir 4.
»13 hæða turn hefur veriðsamþykktur við Bæjarlind og
9.300 fermetra atvinnuhúsnæði
við Dalveg 32, að sögn Guðríðar
Arnardóttur.
»Framkvæmdir við 18.000 fer-metra turn norðan Smára-
lindar standa yfir.
SAMKVÆMT heimildum Morg-
unblaðsins eru uppi hugmyndir
um að rífa verslunarkjarnann við
Smáratorg í Kópavogi og reisa
háhýsi í hans stað. Ekki er talið
líklegt að þetta verði gert í nán-
ustu framtíð. Verslunarkjarninn
við Smáratorg hefur verið starf-
ræktur í áratug.
Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri í Kópavogi segir, spurður
um þetta, að manna á millum hafi
verið rætt að rífa torgið og
byggja háhýsi í nágrenni turnsins
sem nýlega er risinn við Smára-
torgið.
Ekki hafi þó komið fram tillaga
frá eiganda um þetta og málið
því ekki til meðferðar hjá bæj-
aryfirvöldum.
Smáratorg rifið
og háhýsi byggt í staðinn?