Morgunblaðið - 14.02.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 14.02.2008, Síða 18
|fimmtudagur|14. 2. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Í slenskar varphænur eru flestar aflífaðar og urðaðar eftir að þær hafa verpt um eitt ár en einnig er eitthvað um að kjöt þeirra sé nýtt í unnar alifuglaafurðir, s.s. kjúklinga- skinku. Segja má að unghænur séu horfnar úr frystiborðum mat- vöruverslana. Talsverð umræða hefur verið um afdrif varphænsna á norrænum vef- miðlum að undanförnu. Nýlega greindi vefsíða Aftenposten frá því að árlega séu um þrjár milljónir unghæna leiddar í gáma þar sem þær eru drepnar með gasi. Ástæðan ku vera að ekki er nægilegur hagn- aður af sölu þeirra sem matvöru eft- ir að þær hafa þjónað hlutverki sínu sem varphænsn. Að sögn Geirs Gunnars Geirs- sonar, framkvæmdastjóra Stjörnu- eggja, er svipað upp á teningnum hér heima. Hjá þeim sé hænum slátrað og þær urðaðar eftir að þær hætta að nýtast sem varphænsn. „Áður fyrr voru þær settar á markað og þá hét þessi vörutegund unghæn- ur. Síðan hefur eftirspurn eftir þessu dregist stórlega saman, m.a. vegna þess að unghænur þurfa mun meiri eldunartíma en kjúklingar en þróunin hefur verið sú að fólk vill stöðugt nota minni tíma í eldhús- inu.“ Hann bætir því við að áður hafi hænurnar verið matarmeiri þegar þeim var slátrað en nú er. „Þær voru látnar lifa lengur og urðu því stærri og feitari. Nú er ekki því að heilsa því það er óhagkvæmt að láta þær lifa lengur en 72 vikur. Eftir það fara þær að verpa stærri eggjum sem eru skurnveikari og brothættari. Þess vegna eru þær miklu rýrari nú þegar þeim er slátrað en áður.“ Tregða í slátrun Í frétt Aftenposten er vitnað í sér- fræðing í fiðurfé, Birger Svihus, sem segir mótsagnakennt að unghæn- urnar séu ekki markaðssettar sem matvara því í staðinn fyrir að fá nokkrar krónur fyrir kjötið þurfi eggjabóndinn að borga fyrir slátrun og urðun kjötsins. Svihus telur ástæðuna vera markaðslega því meðan unghænur séu ekki í boði haldist verð á kjúklingi hátt. Þetta ætti ekki að vera hvati eggjabænda hér því að sögn Geirs Gunnars framleiðir fyrirtæki hans eingöngu egg en ekki kjúklinga. „Þannig er það almennt á Íslandi enda eru varphænsnin annars konar fuglar en matarfuglarnir,“ segir hann. Stefán Már Símonarson, fram- kvæmdastjóri Nesbú eggja, segir hins vegar markað fyrir unghænur, ekki síst meðal fólks sem er af er- lendu bergi brotið, því víða erlendis þyki þær góður matur og jafnvel betri en kjúklingarnir. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá aðilum sem hafa verið áhugasamir um þetta en þrátt fyrir tilraunir okkar hafa sláturhúsin þrjú í landinu ekki viljað slátra hænunum fyrir okkur. Þess vegna er það því miður þannig að hænurnar eru urðaðar uppi í Álfs- nesi þegar þær hætta að nýtast sem varphænsn, en það er þegar þær eru u.þ.b. 76 vikna.“ Hann segir hinn al- menna íslenska neytanda ekki hafa borið sig mikið eftir unghænunum. „Hins vegar er aldrei að vita hvað myndi gerast ef framboðið væri til staðar. Eflaust myndi einhver kaupa hænurnar því þær seldust vel hér áður fyrr, enda var þessi vara um- talsvert ódýrari en kjúklingur.“ Lítil hagnaðarvon Að sögn Matthíasar H. Guð- mundssonar, formanns félags kjúk- lingabænda og framkvæmdastjóra Reykjagarðs sem framleiðir Holta- kjúkling, er rétt að eignarhald á fyrirtækjum í kjúklingaframleiðslu og eggjaframleiðslu sé ólíkt á Íslandi enda ekki um sams konar fugl að ræða. „Gróft á litið er hann svipaður en annars vegar hefur hann verið erfðaþróaður fyrir mataregg og hins vegar fyrir sláturfugl,“ útskýrir hann. „Vegna þessa eru fuglarnir okkar miklu þyngri en fuglarnir í eggjaframleiðslunni.“ Hann segir þetta meðal annars ástæðu þess að kjúklingabændur hafi verið tregir til að slátra ung- hænum fyrir aðra. „Vélarnar ráða illa við jafnlítinn fugl og kemur úr matareggjaframleiðslunni svo það þarf að gera þetta svo mikið í hönd- unum. Eins þarf að þrífa allt húsið á eftir til að koma í veg fyrir smit frá öðrum búum svo það er margt sem spilar inn í þetta.“ Aðspurður vísar Matthías því á bug að kjúklingabænd- ur haldi kjúklingaverði uppi með því að koma í veg fyrir samkeppni í kjötframleiðslu frá eggjabændunum. „Alls ekki. Þetta er bara tæknilegt og smitsjúkdómalegt mál. Við erum alls ekki að reyna að koma í veg fyrir að eggja- bændur geti komið sinni vöru á markað. Við höfum líka fengið fyrirspurnir frá fólki sem er með aliendur, dúfur og annað fiðurfé sem vill fá okkur til að slátra fyrir sig. Oft eru þetta aðeins nokkur hundruð fuglar í einu og þegar þarf að borga sótt- hreinsun á húsi upp á 2.000 fer- metra er engin hagnaðarvon í slíku fyrir framleiðanda fuglsins.“ Matthías útskýrir að kjúklinga- bændur rækti einnig varphænur til að fá egg í kjúklingaræktina en þær endi ekki sem unghænur í kjötborðum verslana. „Það er orðin svo mikil kjötvinnsla, s.s. kjúk- lingaskinka, kjúklingabollur, nagg- ar og allt mögulegt. Þegar við slátrum varphænum okkar fara þær allar í kjötvinnslu en við setj- um þær ekki á markað.“ Selja kjötið í kjötvinnslu Kristinn Gylfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Brúneggja, kannast við slíka vinnslu. „Þegar hænurnar okkar hætta að nýtast sem varp- hænsn er þeim slátrað og kjötið af þeim selt í kjötvinnslu í kjúklinga- ræktinni, sem hefur aukist gríð- arlega undanfarin ár. Markaðurinn fyrir unghænur eða súpuhænur er hins vegar að mestu búinn.“ Árvakur/Kristján Ólíkar Sumar sjá okkur fyrir eggjum, aðrar eru til undaneldis og ungar þeirra enda þá sem kvöldmatur hjá mannfólkinu. Eflaust myndi einhver kaupa hænurnar því þær seldust vel hér áður fyrr, enda var þessi vara umtals- vert ódýrari en kjúklingur. Varphænsn urðuð en ekki seld sem unghænur Aðferðirnar er að finna í þessari bók. Febrúartilboð - 1990 kr. Vertu breytingin sem þú vilt sjá verða í heiminum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.