Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 23
sar þar til
og bygg-
nn er mjög
snúið að
ið þannig
keið eftir
ótt öll þau
mestan
ég að
Ragnar veiktist alvarlega við
upphaf háskólanámsins. Vegna önd-
unarerfiðleika hafði með tímanum
safnast mikið koltvíoxíð fyrir í blóði
hans. Súrefnisskorturinn hafði auk-
ist smám saman en að lokum missti
Ragnar meðvitund og var hætt
kominn. „Koltvíoxíðið var orðið svo
hátt að ég held að það sé það mesta
sem hefur mælst í lifandi manni!“
rifjar Ragnar upp.
Í veikindunum byrjaði hann að
nota öndunarvél, fyrst aðeins á nótt-
unni en nokkrum árum síðar allan
sólarhringinn. Ragnar hefur ekki
þurft að dvelja langdvölum á
sjúkrahúsi vegna þessa en var
lengst af með öndunarvél sem þurfti
stöðugt að vera í sambandi við raf-
magn. Ferðafrelsið fékkst ekki fyrr
en í nóvember árið 2006 þegar hann
fékk nýja færanlega öndunarvél
sem gengur fyrir rafhlöðum. Í því
fólst mikil bylting að sögn Ragnars
og foreldra hans. „Það var mikið
frelsi að fá nýju vélina, hún breytti
mjög miklu fyrir mig,“ segir Ragn-
ar. „Áður hafði það verið mikið
stress að fara eitthvað, jafnvel á
milli herbergja. Því fylgdi óöryggi.“
Sveigjanleg þjónusta
Í dag þarf Ragnar aðstoð við nán-
ast alla þætti daglegs lífs. Kvölds og
morgna fær hann aðstoð á vegum
heimahjúkrunar við að fara í og úr
rúminu. Þá þarf stöðugt að fylgjast
með öndunarvélinni og er Ragnar
því aldrei einn.
„Ég fæ alla þjónustu hingað
heim,“ segir Ragnar. Frá því í febr-
úar í fyrra hefur hann fengið þjón-
ustu hjá Heilsuverndarstöðinni (áð-
ur Impro) í tengslum við
tilraunaverkefnið. Ragnar segir
helsta kost þessarar þjónustu þann
að hún er mjög sveigjanleg og ein-
staklingsmiðuð. Hjúkrunarfræð-
ingur eða sjúkraliði aðstoðar Ragn-
ar yfir daginn eftir þörfum t.d. við
að matast. Hann segir verkefnið
hafa gengið vel. Talsverðan tíma
taki að þjálfa starfsfólkið, það hafi
þurft að kynnast hans þörfum og að-
stæðum. Að þeim aðlögunartíma
liðnum hafi allt gengið að óskum.
„Ég er mjög ánægður með þessa
þjónustu, allir sem sinna henni eru
orðnir vanir. Það er mikið ábyrgð-
arstarf að sinna mér,“ segir hann
brosandi.
Áhugamálin tölvur og íþróttir
Ragnar hefur mikinn áhuga á
tölvum og íþróttum og lætur fáa
íþróttaviðburði sem sýndir eru í
sjónvarpi fram hjá sér fara. „Það
skiptir nánast ekki máli hver íþrótt-
in er, ég hef áhuga,“ segir Ragnar
brosandi.
„Tölvan er lífæðin hans,“ segir
Ragna móðir hans. Í tölvunni gerir
Ragnar m.a. krossgátur og les sér
til gagns og gamans. Þá aðstoðar
hann móður sína m.a. við yfirlestur
o.fl. „Svo er ég fjármálastjóri fjöl-
skyldunnar,“ segir Ragnar.
Hann nýtir sér nýjustu tækni við
notkun tölvunnar, hann getur enn
notað tölvumús en á orðið erfitt með
það og er sífellt að leita að betri
tækni. „Ég fylgist vel með tækni-
nýjungum á þessu sviði,“ segir
Ragnar. Hann er nú að taka í gagnið
búnað sem hann getur notað hökuna
við að stjórna. Nýi búnaðurinn gerir
honum kleift að stjórna ýmsu í sínu
umhverfi, t.d. að kveikja og slökkva
á sjónvarpinu og opna og loka dyr-
um og gluggum ef því er að skipta.
„Ég get varla ímyndað mér
hvernig líf Ragnars væri ef hann
hefði ekki tölvuna,“ segir Bjarni
faðir hans.
reytt miklu
ra mína“
Árvakur/Árni Sæberg
ldrum sínum, Rögnu Marinósdóttur og Bjarna
rir rafhlöðu.
okallaður
ótein sem
búið til eðli-
s vöðva-
i sem þýðir
ill áhugi á
róun-
enn stutt á
Háskóla Íslands
MD
sem það þarf á að halda,“ segir Þór.
ann segir misjafnt hversu mikla aðstoð
ð þurfi í tengslum við öndunarvélaþjón-
na. „Þjónustan er notendastýrð sem
r að notendurnir stjórna ferðinni að
legu leyti. Getur þjónustan því verið
breytileg frá einum tíma til annars.“
Sú þjónusta sem nú er boðið upp á er
byggð upp að danskri fyrirmynd. Fulltrúar
félags- og heilbrigðisráðuneytis, félagsþjón-
ustunnar í Hafnarfirði, Svæðisskrifstofu
fatlaðra á Reykjanesi og hagsmunasamtaka
kynntu sér málið í Danmörku árið 2006 og í
kjölfarið ákvað ríkisstjórnin að hleypa til-
raunaverkefninu af stokkunum.
„Það tekur tíma að byggja upp svona
þjónustu,“ segir Þór. „Þetta kostar peninga
en á móti má velta fyrir sér þeim sparnaði
sem verður hjá stofnunum sem annars hefðu
þurft að veita þjónustuna. En einnig snýst
þetta um aukin lífsgæði fólks. Slíkt má vel
meta til fjármuna í nútíma heilsuhagfræði.“
lífsgæði fólks
imahúsum áður en árið er úti
si þeirra sem þurfa á öndunarvél að halda
HNOTSKURN
»Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherraveitti Landspítalanum sex milljónir á
ðasta ári til að þjálfa starfsfólk vegna
ndunarvélameðferðar í heimahúsum.
»Sama ár fór af stað tilraunaverkefni tiltveggja ára um slíka þjónustu.
ert Ragnari Bjarnasyni og fjölskyldu hans lífið léttara. „Þetta
streng. Hann þjáist af sjaldgæfum vöðvarýrnunarsjúkdómi
dri og þurft á öndunarvél að halda í rúman áratug.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Það er einfaldlega ekkikostur að taka einhliðaupp evru. Slíkt er ekkitrúverðugt og því fylgir
margs konar óhagræði og auka-
kostnaður,“ sagði Geir H. Haarde
forsætisráðherra á Viðskiptaþingi
á vegum Viðskiptaráðs Íslands á
Hilton Nordica hótelinu í gær. Yf-
irskrift þingsins var „Íslenska
krónan – byrði eða blóraböggull?“
Geir vísaði í þessu samhengi til
ræðu fulltrúa stjórnar Evrópska
seðlabankans á þinginu, sem sagði
einhliða upptöku evru einungis
gerða á eigin ábyrgð og áhættu ís-
lenskra stjórnvalda, ekki væri sér-
stakra aðgerða að vænta hinum
megin frá, til að styðja við bakið á
þeim sem slíkt gera.
Gjaldmiðlar eru verkfæri en
þeim fylgja ekki trúarbrögð
„Eins og margoft hefur komið
fram er aðild að Evrópusamband-
inu ekki á dagskrá núverandi rík-
isstjórnar og þar með ekki heldur
upptaka evru. Við þurfum því að
einbeita okkur að því að koma hér
á meira jafnvægi í efnahagslífinu
eftir uppsveiflu síðustu ára. Ná
verðbólgunni niður og draga úr
viðskiptahallanum. Þetta tvennt,
ásamt því að halda áfram að
treysta og fjölga stoðunum undir
okkar atvinnulífi, eru stóru verk-
efnin framundan,“ sagði hann og
ítrekaði að krónan væri verkfæri
og að henni fylgdu engar sérstakar
trúarsetningar eða trúarbrögð.
Forsætisráðherra talaði einnig
um áhrif versnandi aðstæðna á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum.
Kvað hann nauðsynlegt að allir
áttuðu sig á því að lækkandi hluta-
bréfaverð, ekki síst á bréfum í fjár-
málafyrirtækjum, hefði nákvæm-
lega ekkert með stöðu íslensku
krónunnar að gera. Þar væru aðrir
kraftar að verki.
Ríkisstjórnin fundar með að-
ilum á fjármálamarkaði í dag
„Á síðustu vikum hefur skulda-
tryggingarálag íslensku bankanna
einnig hækkað töluvert en líklegt
má telja að það stafi að hluta til af
upplýsingaskorti alþjóðlegra fjár-
festa um raunverulega stöðu bank-
anna. Sérfræðingar greiningarfyr-
irtækisins Credit Sights hafa til að
mynda sagt að áhættan í tengslum
við íslensku viðskiptabankana sé
ofmetin og að skuldatryggingar-
álagið gefi ekki rétta mynd af
raunstöðu þeirra. Hins vegar er
þetta álag eitt og sér grafalvarlegt
mál og torveldar bönkunum eðli-
lega lánsfjáröflun á mörkuðum
sem eru erfiðir fyrir vegna láns-
með erlendri lántöku ríkissjóðs
sem endurlánaði svo Seðlabankan-
um fé.
Þá sagði ráðherrann mikilvægt
að íslensk fyrirtæki hefðu höfuð-
stöðvar sínar hér á landi jafnvel
þótt þau störfuðu einnig á alþjóða-
markaði. Stefna ríkisstjórnarinnar
væri að skapa þeim samkeppnis-
hæft rekstrarumhverfi hér á landi,
m.a. með því að heimila þeim að
færa bókhald sitt og ársreikninga í
erlendri mynt, að uppfylltum laga-
skilyrðum. „Sá misskilningur virð-
ist vera uppi að fjármálafyrirtæki
búi við lakari aðstöðu í þessu tilliti
en önnur fyrirtæki, en svo er
ekki.“ Geir tiltók að fyrirtæki kysu
ekki einvörðungu að gera upp í
krónum eða evrum, heldur gerðu í
dag 112, af þeim 219 íslensku fyr-
irtækjum sem ekki gera upp í ís-
lenskum krónum, upp í banda-
ríkjadollurum. 77 fyrirtæki gerðu
upp í evrum og 21 í sterlingspund-
um. Enn önnur gerðu svo upp í
norskum krónum, kanadískum
dollurum og japönskum jenum.
Bindur vonir við jákvæð áhrif
kjarasamninga á efnahagslíf
„Margt bendir til að kjarasamn-
ingar á almenna markaðnum séu
nú að komast á lokastig. Ég geri
mér vonir um að niðurstaða þeirra
muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt
efnahagslíf og stuðla að auknu
jafnvægi með lægri verðbólgu og
minni viðskiptahalla,“ sagði Geir.
Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri
tilbúin að greiða fyrir samningun-
um og vísaði í því sambandi sér-
staklega til stefnuyfirlýsingar
hennar um lækkun á sköttum ein-
staklinga og fyrirtækja.
Í lok ræðu sinnar sagði Geir það
óumdeilt að grundvallarstoðir ís-
lenska hagkerfisins væru traustar.
„Þar ber hvað hæst afar sterka
stöðu ríkissjóðs með afgang sem
nemur um 2,5% af landsfram-
leiðslu og hreinar skuldir sem
nema rétt um 5% af landsfram-
leiðslu. Þessi staða er nær eins-
dæmi í Evrópu og ber vott um öfl-
uga og aðhaldssama ríkisfjármála-
stefnu. Jafnframt er eiginfjárstaða
bankanna sterk og það sýnir
trausta stöðu þeirra að þeir skuli
hafa skilað miklum hagnaði á síð-
asta ári þrátt fyrir þann mótbyr
sem verið hefur á alþjóðafjármála-
mörkuðum frá síðasta hausti,“
sagði hann.
Hvatti Geir til einlægrar um-
ræðu um gjaldeyrismálin á næstu
misserum, en varaði við því að þau
mál yrðu sett á það sem hann
nefndi „pólitískt bögglauppboð“.
Hann sagði Íslendinga að öllu
virtu hafa góð spil á hendi, en
mestu skipti að spila vel úr þeim,
bæði til skemmri og lengri tíma.
fjárskorts,“ sagði Geir.
Hann kvað eðlilegt að ríkis-
stjórnin væri í viðbragðsstöðu og
undirbyggi ráðstafanir í því skyni
að draga úr neikvæðum afleiðing-
um hugsanlegrar lánsfjárkreppu á
alþjóðamörkuðum. Tilkynnti hann
þá að í dag myndi ríkisstjórnin
funda með aðilum á fjármálamark-
aði, þar sem lögð yrðu á ráðin um
þessi mál.
Vill leiðrétta rangfærslurnar
um efnahags- og atvinnulífið
Hann rakti einnig nýlegar um-
sagnir matsfyrirtækisins Moody’s
um íslensku bankana og úttekt
Fjármálaeftirlitsins á stöðu þeirra.
Þrátt fyrir þær jákvæðu niður-
stöður gætti enn neikvæðrar um-
fjöllunar hjá einstaka greiningar-
aðilum og fjölmiðlum. Þar sagði
hann að iðulega væri farið með
hreinar staðreyndavillur og staða
íslenska hagkerfisins ýkt mjög.
„Ríkisstjórnin er reiðubúin til
samstarfs við hin ýmsu samtök at-
vinnulífsins, hvort sem það er á
vettvangi Viðskiptaráðsins, Sam-
taka fjármálafyrirtækja eða ann-
arra samtaka með það að megin-
markmiði að miðla upplýsingum
og greiningum um íslenskt efna-
hags- og atvinnulíf til erlendra
greiningaraðila, fjárfesta og fjöl-
miðla.“ Auk þess sagði Geir ráð-
herra ríkisstjórnarinnar áfram til-
búna að sækja fundi erlendis til að
gera grein fyrir stöðu íslensks
efnahags- og atvinnulífs og leið-
rétta þær rangfærslur sem kunna
að vera á ferðinni.
Geri upp í mynt að eigin vali
en hafi höfuðstöðvar á Íslandi
Ríkisstjórnin hefur að sögn for-
sætisráðherra fylgst grannt með
framvindu mála á alþjóðafjármála-
markaði með það fyrir augum að
styrkja eiginfjárstöðu Seðlabank-
ans enn fremur en þegar hefur
verið gert, þyki ástæða til og leyfi
aðstæður það. Árið 2006 var
ákveðið að auka gjaldeyrisforðann
Árvakur/Golli
Viðskipti Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Geir Haarde forsætisráðherra ræðast
við á Viðskiptaþingi. Fleiri ráðherrar voru á þinginu, auk frammámanna í viðskiptalífi og opinberum geira.
Ekki kostur að taka
evruna upp einhliða
Í HNOTSKURN
»Geir kveðst reiðubúinn aðmiðla upplýsingum um ís-
lenskt efnahags- og atvinnulíf
til erlendra greiningaraðila,
fjárfesta og fjölmiðla.
»Hann vill að fyrirtæki fáiað gera upp í gjaldmiðli að
eigin vali.
»Hann telur komandi kjara-samninga geta haft jákvæð
áhrif á efnahaginn og stuðlað
að jafnvægi með lægri verð-
bólgu og minni viðskiptahalla.