Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 33

Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13, Grandabíó-Vídeóstund kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, jóga, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, myndlist, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðb/Hafdís Benedikts. Lýður og Harmonikkan kl. 14. Guðsþjónusta kl. 15.10, sr. Bjarni Karlsson. Félag eldri borgara í Garðabæ | Opið á skrif- stofu í Jónshúsi við Strikið 6, kl. 13-15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bókmennta- klúbbur í Kennarahúsinu við Laufásveg kl. 14. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æf- ir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður í handavinnustofu, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband og róleg leikfimi kl. 13, myndlist- arhópur starfar kl. 16.30, og dönskukennsla kl. 16, og kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, brids og handavinna kl. 13, jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bók- bandsklúbbur kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatns- leikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14, handavinnuhorn kl. 13, námskeið í bútasaumi kl. 13, námskeið í gler- og leirlist kl. 13, karla- leikfimi kl. 9.30, boccia kl. 10.30. Óperukvöld í Garðabergi kl. 17, Carmen, eftir Bizet, leik- húsmiðar og skráning í ferð á Garðaholti 21. feb. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi vinnu- stofur opnar, m.a. myndlist umsj. Nanna S. Bald- ursd. Mánud. 10. mars veitir skattstofan fram- talsaðstoð, skráning hafin á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böðun, smíðar og útskurður. Samverustund með handavinnuívafi kl. 13.15. Kaffiveitingar. Messa föstudag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handa- vinna og postulínsmálun kl. 9-16.30, Líkams- rækt í Árbæjarþreki kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl.11.20, tréskurður kl.13, opið hús kl.14. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9-16, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30, góð verð- laun, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Skapandi skrif, Müllersæf- ingar, Bör Börson, Baráttuhópur um bætt veð- urfar miðvikud. kl. 13.30, Páll Bergþórsson mætir. Þegar amma var ung, hláturklúbbur o.s.frv. Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar til Íslendingasagnanna 22. feb., 3 skipti. Leiðbein- andi Trausti Ólafsson. Uppl: 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30, og Listasmiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia karlaflokkur kl.10.30, handverks- og bókastofa og postulínsmálun kl.13, boccia kvennaflokkur kl.13.30, kaffiveit- ingar. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi fyrir eldri borgara mánud. og þriðjud. kl. 12, fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, handavinnustofa opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 9-12, leirlist kl. 9-12, boccia kl. 10, hugmynda- og listastofa kl. 13-16. Hárgreiðsustofa sími 588- 1288. Fótaaðgerðastofa sími 568-3838. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og að- stoð v/böðun. Boccia, handavinna, spænska framhald, hádegisverður, kóræfing, leikfimi og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bók- band, morgunstund, boccia, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin, DVD framhalds- myndasýning kl. 15, hárgreiðslu- og fótaað- gerðastofur opnar alla daga, spilað kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, leikfimi kl. 13.15. Bingó kl 14.30, kaffiveit- ingar. Kirkjustarf Áskirkja | Söngstund með organista kl. 14 -15, kaffisopi á eftir. Samkirkjuleg bænastund á ensku, fylgt er bænakvverinu „True life in God“. Kl. 16.30, klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og kl. 18, TTT-starfið. Efni beggja fundanna er „Söfn- un“. (Allir koma með krukku með loki). Breiðholtskirkja | Trú og stjórnmál. Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10-12, leik- fimi ÍAK kl 11, bænastund kl 12. 6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30. digra- neskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Kvöld- kirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12, ýmiskonar fyrirlestrar, kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10-12 ára í Víkurskóla kl. 15-16. Grensáskirkja | Hversdagmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18. Bænin, orð Guðs og alt- arisganga eru uppistaða messunnar en lögð er áhersla á að stilla töluðu máli í hóf. Hversdags- messan einkennist af kyrrð og einfaldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Vinafundur er í Setrinu kl. 14-16. Rifjaðar upp gamlar minningar, viðhorf og skoð- anir, rætt um hversdaginn og trúna. Kristín sér um kaffið. Íhugað í söng, bæn og lestur Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drottins er höfð um hönd, fyrirbæn og smurning, fyrir þá sem þess óska. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund í kaffisal kirkjunnar kl. 20. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM verður kl. 20, á Holtavegi 28. Sr. Íris Kristjánsdóttir fjallar um Nehemía. Kaffi eftir fundinn. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund í hádegi, að bænastund lokinni er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Helgistund í fé- lagsaðstöðunni að Dalbraut 18-20 kl. 15, umsjón hefur sóknarprestur. Adrenalín gegn rasisma. 9.-10. bekkur kl. 17, umsjón hefur sr. Hildur Eir Bolladóttir. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðsfélagi Sel- fosskirkju kl. 20, í safnaðarheimilinu. Leiðbein- andi er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, BA í guð- fræði. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 22, (ath. breyttir tímar). Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Kaffi í lok stundarinnar, biblíulestur einu sinni í mán- uði, auglýst sérstaklega. 75ára afmæli. Á morgun, föstudaginn 15. febrúar, verður ArnþórIngólfsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, 75 ára. Þann sama dag eiga þau hjónin Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir og Arnþór gullbrúð- kaup. Af þessu tilefni langar þau að hitta vini og vandamenn í Glað- heimum, Álalind 3 í Kópavogi milli kl. 17 og 20 á morgun. dagbók Í dag er fimmtudagur 14. febrúar, 45. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Annar fyrirlesturinn í fyr-irlestraröð Samtakanna ’78og Háskóla Íslands, Með hin-segin augum, verður fluttur á morgun, föstudag. Það er Björn Þor- steinsson heimspekingur sem flytur er- indið Valsað um valdið – Hinsegin póli- tík og samfélagsvélin kl. 12.15 í stofu 101 í Odda. „Í fyrirlestrinum velti ég fyrir mér sambandi valdsins og einstaklingsins, einkum út frá kynferði eða kynhneigð,“ útskýrir Björn. „Ég sæki m.a. í kenn- ingar Foucaults, og velti upp þeirri spurningu hvort einstaklingnum sé mögulegt að rækta eigin þrá, eða hvort hún kemur utan frá. Er kynhneigðin eitthvað sem blundar í okkur, og við uppgötvum í okkur sjálfum, eða er hún eitthvað sem við lærum að iðka um leið og við ölumst upp í samfélaginu – eða er hún jafnvel eitthvað mitt á milli?“ Björn bendir á að samfélagið hefur á öllum tímum viðhaldið tilteknum stað- almyndum um kynlíf, þar sem áhersla er lögð á æxlun innan hjónabands: „Segja má að valdið hafi verið með kyn- lífið á heilanum síðustu aldirnar, og heldur Foucault því fram að kynlífið hafi orðið að sérstöku og mikilvægu fyr- irbæri í samfélaginu með tilkomu borg- arastéttarinnar,“ segir Björn sem mun taka kenningu Foucaults til gagnrýn- innar skoðunar í fyrirlestri sínum út frá hugsuðum á borð við Lacan og Žižek. Andstaða innlimuð Í erindi sínu skoðar Björn einnig hvernig kynhneigð á skjön við ríkjandi samfélagsviðmið aðlagast og innlimast því sem viðtekið er: „Það er eins og sam- félagið nái að laga sig að hvers kyns andstöðu og koma henni fyrir innan ramma hins leyfilega. Um leið hlýtur sú spurning að vakna hvort þessi aðlög- unarhæfni dragi jafnóðum úr krafti radda sem ganga þvert á ríkjandi skipu- lag, eða eigum við kannski frekar að líta svo á að hún auki bara frelsi einstakling- anna?“ segir Björn. Fyrirlestraröðin Með hinsegin aug- um er öllum opin og aðgangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um dag- skrá fyrirlestranna á heimasíðu Sam- takanna ’78 á slóðinni www.sam- tokin78.is. Samfélag | Fyrirlestraröðin Með hinsegin augum á föstudag Hvaðan kemur þráin?  Björn Þor- steinsson fæddist í Kaupmannahöfn 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1986, BA- gráðu í heimspeki frá HÍ 1993 og meistaragráðu frá Ottawa-háskóla 1997. Árið 2005 lauk Björn dokt- orsgráðu í heimspeki við Université Paris VIII. Hann kennir nú við heim- spekiskor Háskóla Íslands og starfar sem ritstjóri hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi. Björn er kvæntur Sig- rúnu Sigurðardóttur menningarfræð- ingi og eiga þau tvær dætur. Myndlist ReykjavíkurAkademían | Samsýning á teikningum eftir tæplega 20 listamenn verður opnuð 15. febrúar kl. 17. Sýningunni er ætlað að veita yfirsýn yfir teikn- inguna í dag. Það er miðillinn sjálfur sem er í for- grunni, hin gamla aðferð að teikna á pappír. Hof- mannsgallerí er í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð. Dans Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Dansað verður í Gull- smára 13, 15. feb. kl. 20. Harmonikufélag Reykjavíkur. Skemmtanir Salur Borgarhólsskóla á Húsavík | Valentínusardiskó á föstudag. Krakkar í 8.-10.bekk velkomnir í Kelduna. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Röð erinda um ástina hefst kl. 17.15. Vikulega er nýr fyrirlesari, hver með sitt sjón- arhorn til 13. mars. Í dag talar Sólveig Anna Bóasdótt- ir um „Hinar ýmsu myndir ástarinnar.“ Fyrirspurnir og umræður. Ókeypis aðgangur. Mannfagnaður Húnvetningafélagið í Reykjavík | Í tilefni 70 ára af- mælis félagsins, sunnud. 17. febr. er boðið til fagnaðar kl. 14, í Húnabúð Skeifunni 11, 3. hæð (lyfta). Hátíð- ardagskrá og veitingar. Fyrirlestrar og fundir Höndin | Fundur í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 20. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslands- deildarAmnesty International, flytur erindi um stöðu mannréttindamála. Fundarstjóri er Ólafía Ragn- arsdóttir. Kaffi og umræður. HUNDURINN Uno sleikti diskinn vandlega eftir að hafa hesthúsað fyrsta flokks steik á Sardi’s veitingahúsinu í New York í gær. Fáir af hans kyni smakka nokkurntíma þessháttar krásir. Ferfætlingum er yfirleitt ekki vísað til borðs á staðnum, en einu sinni á ári er gerð undantekning fyrir sigurvegarann á Westminster hundasýn- ingunni sem lauk í gær. Ekki arða eftir á disknum Reuters FRÉTTIR NORÐMAÐURINN Arve Evensen hannaði Zpey- tvíhenduna sem kom á markað á liðnu ári. Í fréttatilkynningu seg- ir að hér sé án efa um að ræða einhverja mestu byltingu í flugustöngum frá því farið var að nota koltrefjar. Arve Evensen kynnir Zpey-tvíhenduna og frumsýnir Zpey Switch-einhenduna í eftirtöldum verslunum fimmtudaginn 14. febrúar: Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5, kl. 12–14, Veiðihornið, Síðumúla 8, kl. 16–18, Sportbúðin, Krókhálsi 5, kl. 19–21. Veiðimönnum gefst færi á að prófa Zpey-tvíhendur og Zpey Switch-einhendur á kynningu í Sportbúðinni á fimmtudagskvöld ef veður leyfir. Kynnir nýja tvíhendu NÁMSKEIÐ fyrir stelpur í sjálfstyrkingu á aldrinum 13-15 ára og 16-20 ára verður haldið frá 23. febrúar til 31. mars í heilsufyrirtækinu Maður lifandi, Borgartúni 24, neðri hæð. Fjallað verður um: Fram- komu, sjálfsmynd, heilsu, nær- ingu, hreyfingu, förðun, fjármál, kynlíf, áfengi og vímuefni, leik- ræna tjáningu, að sigrast á feimni, að setja sér markmið, ákvarðanatöku, að nýta tækifæri sín og að láta drauma sína ræt- ast. Námskeiðið fer fram á neðri hæð fyrirtækisins Maður lifandi, Borgartúni 24, og verður tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og laugardögum, frá 23. febrúar til 31. mars. Fullt verð fyrir nám- skeiðið er 29.900 kr. Allir þátttakendur fá frían prufutíma í World Class, máltíð á matstað Maður lifandi og dag- bók, ásamt öllum þeim gögnum sem fylgja námskeiðinu, segir m.a. í fréttatilkynningu. Skrán- ing er hafin á www.namskeid- .com. Sjálfstyrkingarnám- skeið fyrir stúlkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.