Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 21
m á fræðasviði. Alls bárust sjóðnum 252 umsóknir um
n af 120 stúdentum. Verðlaunin hafa verið veitt árlega
i. Fer sú athöfn fram á Bessastöðum. Sérstök dóm-
thyglisvert er að fjögur verkefnanna tengjast næsta
m í Reykjavík.
ðlaunin afhent
Árvakur/Kristinn
Árvakur/Árni Sæberg
60 ára og eldri Sigurlaug hefur hugað að stefnumót-
un í málum eldri starfsmanna hjá Reykjavíkurborg.
MARKMIÐ verkefnisins, sem Sigurlaug R. Sævars-
dóttir hefur verið að vinna að, er að setja fram drög að
heildstæðri stefnumótun í málefnum eldri starfmanna
hjá Reykjavíkurborg með tillögum að raunhæfum að-
gerðum. Aðaláherslan er á starfsmenn 60 ára og eldri.
Markmiðið er að setja fram hugmyndir sem annars
vegar geta skapað forsendur fyrir því að starfsmenn,
sem nú eru í starfi, geti og vilji starfa lengur en ella.
Hins vegar að skapa aðstæður á vinnustöðum borg-
arinnar sem laði að eldri starfsmenn vegna góðs að-
búnaðar, vinnufyrirkomulags eða kjara.
„Ég var að læra mannauðsstjórnun núna síðast,“
segir Sigurlaug. „Málið á sér þó vissa forsögu. Ég var
á Bifröst og skrifaði þar BS-ritgerð sem nefndist
„Þjóðfélagskostnaður vegna biðlista sjúkrahúsanna“.
Þá sá ég hve mikið af eldra fólki var lengi á biðlistum.
Þetta var síðan kveikja þess að ég fór í heilsuhagfræði.
Ég lauk meistaranámi í henni og þar var meist-
araritgerðin um áhrif félagsstarfs aldraðra á heilsu.
Síðan kom þetta verkefni upp og þá vakti það áhuga
minn.
Viðtöl við starfsmannastjóra hjá Reykjavíkurborg
og aðra gáfu mér dýpri sýn á það hvernig þessum mál-
um er háttað. Margt er vel gert hjá borginni en áhersl-
an í verkefninu var á að skoða hvað mætti betur fara
og hvernig mætti halda lengur þeim starfsmönnum
sem það kysu. Það kviknuðu margar góðar tillögur frá
þessum aðilum í viðtölunum. Þar má nefna aukinn
sveigjanleika sem hægt væri að taka upp á mörgum
sviðum, svo sem það að vinna bara ákveðna mánuði á
ári en vera í fríi aðra. Þetta getur verið svolítið við-
kvæmt mál. Það getur verið erfitt fyrir fólk sem er
orðið roskið að sækja um að fá að vinna aðeins minna.
Síðan þessi réttindamál, þar lagði ég til að við 65 ára
aldur ætti starfsmaður með meira en 10 ára starfs-
aldur hjá borginni rétt á að fá afslátt af vinnuskyld-
unni. Hann mætti þá vinna 80% og fá 100% laun í eitt
ár. Eftir 15 ár ætti hann rétt á tveimur slíkum árum og
eftir 20 ár rétt á þremur. Og þannig mætti trappa sig
niður
Viðbrögð viðmælenda voru almennt mjög góð.
Margir fögnuðu því að þetta verkefni hefði farið af
stað. Sumir voru tortryggnir á að það væri full alvara
á bak við það. En almennt fögnuðu menn því að það
væri áhugi á að huga sérstaklega að þessum hópi og
fannst tími til kominn.“
Gráa gullið
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 21
rfræði.
ð núna
hjá Haf-
ru að
ar verður
eru
punktar
a er nán-
a að
em birtist
o menn
m þeir
er á fullu
er búið
strum.
fækka
ðalatriðin.
ir að fá í
m árang-
að fara
ð gæti
nuði. Það
markmið
em virk-
förvun.
ast til að
is og
að beina
að nám í
gar mig
mhalds-
vrópu.“
ni Sæberg
rð við að
va.
BERGÞÓRA. Arnarsdóttir vann að
viðskiptahugmyndinni og nýsköp-
unarverkefninu ICCE en það fólst í
því að undirbúa stofnun íslenskrar
viðskiptastofu með heimildir til að
losa gróðurhúsalofttegundir og
rannsaka ítarlega grundvöll og for-
sendur slíkrar viðskiptastofu. Nið-
urstaða verkefnisins er skýr og það
er samdóma álit þeirra sem komið
hafa að verkefninu að mjög mikil
tækifæri séu með tilkomu og stofn-
un ICCE, jafnt fyrir íslenskt við-
skiptalíf, stjórnvöld, viðskiptastof-
una sjálfa, bændur (með
kolefnisbindingu) og síðast en ekki
síst vegna jákvæðra umhverfis-
áhrifa.
„Ég er í hagfræði og með próf í
verðbréfamiðlun og hef starfað á
verðbréfamarkaðnum,“ segir Berg-
þóra Arnarsdóttir. „Þetta verkefni
er upphaflega hugmynd Þorsteins
Inga Sigfússonar, sem tók við al-
heimsorkuverðlaunum síðasta sum-
ar úr hendi Pútíns. Ég sá auglýst
eftir nemanda sem væri til í að taka
verkefnið að sér.
Við Íslendingar búum yfir mikilli
reynslu af auðlindastjórnun í gegn-
um fiskveiðistjórnunarkerfið. Við
höfum gert stór mistök þar með
gjafakvótanum. Nú eigum við að
geta nýtt þá reynslu. Ríkisstjórnin
hefur gefið út að hún ætli að draga
mjög úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda. Með hlutdeildarkvóta
sem væri seldur kæmi hvati fyrir
fyrirtæki til að leggja út í rann-
sóknar- og þróunarstörf til að
minnka útblástur og geta þá selt
öðrum vannýttan kvóta sinn.
Viðskipti með losunarheimildir
eða kolefniskredit, sem er við-
skiptaeining losunarheimilda, eru
ný í alþjóðlegu samhengi. Margir al-
þjóðlegir sérfræðingar telja að
markaður með kolefniskredit muni
innan tíu ára verða einn stærsti
vörumarkaður í heiminum og innan
nokkurra áratuga muni hann verða
sá stærsti og velta þannig meiri
fjármunum en t.d. markaðir með ol-
íu, málma og korn. Ef einungis los-
unarheimildir Íslands til ársins 2012
eru skoðaðar á núverandi markaðs-
verði kolefniskredita, er markaðs-
virðið yfir 19 milljarðar króna. Þá er
ótalinn allur framtíðarkvóti landsins
sem og þau gríðarlegu tækifæri sem
fólgin eru í því að nýta t.d. end-
urnýjanlega orkugjafa, jarð-
varmatækni, kolefnisbindingu
ásamt öðrum aðferðum sem Íslend-
ingar geta nýtt sérþekkingu sína í
til að búa til kolefniskredit og selja á
frjálsum markaði.
Það er því ljóst að mikil framtíð-
artækifæri eru fyrir fjölmarga hlut-
eigandi aðila um að ICCE taki frá
byrjun þátt í einum mest stækkandi
vörumarkaði heims.“
Viðskipti með losunarheimildir
Árvakur/Árni Sæberg
Viðskipti Bergþóra Arnarsdóttir kannaði grundvöll íslenskrar við-
skiptastofu með heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir.
SJÓNHIMNAN er mjög viðkvæm
fyrir breytingum í súrefnismagni.
Sjúkdómar eins og gláka, syk-
ursýkissjónkvilli og æðalokanir í
sjónhimnu eru allir taldir tengjast
súrefnisbússkap sjónhimnunnar.
Verkefni Egils Axfjörð Frið-
geirssonar miðaði að því að skoða
svokallað víxlflæði í sjónhimnu,
sem er það þegar súrefni flæðir
beint milli slag- og bláæða án við-
komu í háræðanetinu.
Með því að mæla súrefnismettun
í slag- og bláæðum í sjónhimnu með
súrefnismæli frá Oxymap tókst að
sýna fram á þetta víxlflæði í sjón-
himnu í mönnum og að súrefni
flæðir á milli slag- og bláæða áður
en það kemur í háræðarnar. Þetta
gæti haft mikla þýðingu fyrir rann-
sóknir á ofangreindum sjúkdóm-
um.
„Við vorum í verklegri eðlisfræði
og heimsóttum þá augnlæknadeild
Landspítalans. Þar hittum við Ein-
ar Stefánsson. Þetta er eitt af verk-
efnum hans. Í framhaldi af því sótt-
ist ég eftir að fá vinnu á deildinni.
Það er ekki vitað nákvæmlega
enn hvaða áhrif umrætt víxlflæði
hefur. En það gæti tengst sjúkdóm-
um eins og gláku og sykursýk-
issjónukvilla og eins æðalokunum í
sjónhimnu. Þetta tengist allt súr-
efnisbúskapnum eins og umræddir
sjúkdómar. Þetta verkefni er samt
allt á frumstigi og það á eftir að
koma í ljós hvort tekst að stemma
stigu við þeim.
Verkefnið fólst annars í að nota
súrefnismæli sem er ný íslensk
hönnun og getur mælt súrefn-
ismettunina beint í sjónhimnunni.
Mælirinn er breytt augnbotna-
myndavél sem tekur mynd af aug-
anu. Með því að beita ljós-
flæðistærðfræði er síðan hægt að
reikna út mettunina. Verkefnið var
að nota þennan mæli og nota gögn
sem aflað væri með honum til að
skoða víxlflæði súrefnis.
Það er stefnt að því að birta
grein um þetta verkefni í al-
þjóðlegu vísindatímariti. Í fram-
haldinu verður væntanlega farið að
skoða aðferðina betur og tengja
hana við önnur fyrirbæri, svo sem
virkni augans í ljósi og myrkri. Í
framtíðinni verður svo væntanlega
hægt að ráðast betur til atlögu við
áðurnefnda sjúkdóma.“
Víxlflæði súrefnis í sjónhimnu
Árvakur/G.Rúnar
Augnsjúkdómar Egill kannaði
flæði súrefnis í sjónhimnu.
VERKEFNI þeirra Önnu Ósk-
arsdóttur og Tinnu Óskar Þórarins-
dóttur fólst í að hanna búnað sem
nýst gæti þverlömuðum einstaklingi
(þeim sem eru lamaðir fyrir neðan
háls) til að öðlast meiri hreyfigetu í
fingrum með raförvun. Í því skyni
voru hannaðar og búnar til frum-
gerðir að netum í formi hanska sem
einstaklingur gæti komið sjálfur á
höndina og tekið af án hjálpar. Slíkt
tæki myndi auka mjög sjálfstæði og
lífsgæði þverlamaðra með skaða við
hálshryggjarliði.
„Hugmyndin að verkefninu
kviknaði út frá reynslu Haraldar
Sigþórssonar sem er sjálfur þver-
lamaður og samstarfsmaður Þórðar
Helgasonar,“ segir Tinna Ósk.
„Hann átti sjálfur tæki sem átti að
þjóna sama markmiði en það hafði
ekki reynst nógu vel. Hann vildi líka
geta bjargað sér sjálfur í stað þess
að vera upp á aðra kominn.
Í hvern hanska er komið fyrir
fjölda rafskauta. Ákveðin fylki raf-
skauta eru síðan virkjuð til að örva
þá vöðvahópa sem þarf til að ná fram
tilætluðum griphreyfingum. Þessi
aðferð er nýjung, en hingað til hefur
Rafskautanet fyrir
fingurendurhæfni
Árvakur/Árni Sæberg
Aukin hreyfigeta Þær Anna og Tinna unnu að því að hanna búnað, sem
nýst gæti þverlömuðum einstaklingi til að öðlast meiri hreyfigetu..
verið notast við nokkur sjálflímandi
rafskaut sem límd eru á valda staði á
hendinni. Ef niðurstaða raförvunar
á þessum tilteknu stöðum skilaði
ekki árangri þurfti að fjarlægja raf-
skautið og endurskoða staðsetningu
þess. Það er ekki bara tímafrekt
heldur getur valdið sársauka og
óþægindum, auk þess sem raf-
skautið slitnar mun hraðar.
Við hönnuðum þrjár frumgerðir
hanskans. Við prófuðum okkur
áfram við hönnunina og Haraldur
reyndi þá og gerði athugasemdir.
Þeir reyndust hafa hver sinn kost og
galla en á endanum var Haraldur
mjög ánægður með árangurinn. Nú
sér hann fram á að geta bjargað sér
betur í framtíðinni og framkvæmt
helstu athafnir.
Við verkefnið nýttum við okkur
nám í bæði rafmagnsfræði og raf-
eindatækni sem eru skyldukúrsar í
heilbrigðisverkfræðinni. Við erum
nú komnar með hanskana en eigum
eftir að hanna fylgibúnað. Loks mun
fylgja forrit í tölvu fyrir notandann.
Þetta verður heildarpakki sem von-
andi kemst þá í framleiðslu einhvern
tímann.“