Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 1
GEYSILEG fagnaðarlæti brutust út
í Pristina eftir að þingið í Kosovo
samþykkti sjálfstæði og aðskilnað
frá Serbíu. Kosovo var hérað í Serb-
íu og segjast stjórnvöld í Belgrad
aldrei munu viðurkenna sjálfstæðið.
Spurð um afstöðu íslenska ríkisins
til sjálfstæðisins sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra að
hún hefði ekki tekið formlega af-
stöðu. Á næstunni yrði metið hvað
Ísland gerði í þessu tilliti. Hins vegar
myndi Ísland ekki skera sig úr al-
þjóðasamfélaginu og því sem Evrópa
gerði í þessum efnum. | 4 og 14
Mikil gleði
í Kosovo
AP
Fögnuður Ung kona brosir breitt þar sem hún stendur í fánaborginni í
Pristina í gær. Á sama tíma efndu hundruð manna til mótmæla í Belgrad.
STOFNAÐ 1913 48. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
LÍFSSTÍLLINN
VIÐ VILJUM LIFA FLOTT EN SKORTIR
FJÁRHAGSLEGA FYRIRHYGGJU >> 17
Ivanov >> 33
Allir í leikhús!
Leikhúsin í landinu
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÞAÐ var létt yfir fólki í Karphúsinu,
húsnæði Ríkissáttasemjara, um níu-
leytið í gærkvöldi. Þá settust for-
svarsmenn Samtaka atvinnulífsins og
Alþýðusambands Íslands niður
ásamt formönnum landssambanda
stéttarfélaga til þess að skrifa undir
nýja og um margt sérstæða kjara-
samninga. Að því loknu féllust menn í
faðma og gengu sáttir frá samninga-
borðinu. Í þessari viku verður efni
samninganna kynnt félagsmönnum
stéttarfélaga áður en þeir greiða um
þá atkvæði.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í átta
liðum, til að greiða fyrir kjarasamn-
ingunum, voru kynntar í gær og
kosta nálægt 20 milljörðum króna.
Lægstu taxtar hækka mikið
Við undirskrift hækka almennir
launataxtar um 18.000 kr. Þeir
hækka svo um 13.500 kr. árið 2009 og
6.500 kr. árið 2010. Þá hækka launa-
taxtar iðnaðarmanna og skrifstofu-
fólks um 21.000 kr. við undirskrift,
17.500 kr. árið 2009 og 10.500 kr. árið
2010. Taxtar hjá stéttarfélaginu Efl-
ingu hækka um 24–32%. Í samning-
unum er einnig lenging á orlofi í þrjá-
tíu daga, örorku- og dánarbætur
hækka og komi til uppsagnar eiga
starfsmenn nú rétt á viðtali við at-
vinnurekanda um ástæður uppsagn-
ar, þar sem þeir geta óskað eftir
skriflegum rökstuðningi við uppsögn.
Einnig er launþegum tryggður réttur
til að fá hluta launa sinna greiddan í
erlendum gjaldmiðli, kjósi þeir það.
Lægstu launin hækka
Klárað klukkan
níu í gærkvöldi
Aðgerðir ríkisins
kosta 20 milljarða
24–32% hækkun
innan Eflingar
Árvakur/Árni Sæberg
Búið! Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, skrifa undir lokaákvæði kjarasamninganna.
Kjarasamningar | 6 og 8
GEIR H. Haarde forsætisráð-
herra segir nýgerða kjarasamn-
inga bæði merkilega og óvenju-
lega. Aðilar vinnumarkaðarins,
og ekki síst þeir félagsmenn í
stéttarfélögum sem fá nánast
engar kjarabætur að þessu sinni,
eigi heiður skilinn fyrir að hækka
laun þeirra lægst launuðu með
myndarlegum hætti. Í gær kynnti hann ásamt ut-
anríkisráðherra aðgerðir ríkisstjórnarinnar
næstu árin til að greiða fyrir kjarasamningum.
Eiga heiður skilinn
fyrir samningana
„MÉR er til efs að það hafi ver-
ið samið með þessu yfirbragði í
einhverja áratugi. Það er æði
sérstakt,“ segir Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, um
kjarasamningana sem undirrit-
aðir voru í gær. „Auðvitað höf-
um við ekki fengið öllum okkar
málum framgengt en það hefur
tekist ansi vel til,“ segir Grétar sem kveðst
einnig sáttur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
heild.
Til efs að svona hafi
verið samið í áratugi
VILHJÁLMUR Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir gott að
taka þátt í að hækka lægstu laun
jafnmikið og nú er gert, en
merkilegt sé að samningar takist
án almennra hækkana. „Stærsta
hagsmunamál þeirra sem notið
hafa launaskriðs undanfarið er
að verðbólga fari niður. Engin
launahækkun getur komið í staðinn fyrir það og
því eru ekki launahækkanir til þeirra í þessum
samningum,“ segir hann og kveðst sáttur.
Minni verðbólga í
stað launahækkana