Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 39 F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti DRAUMUR hvers blaðamanns er að „skúbba“ – vera fyrstur með feita frétt. Lára (Sara Dögg) er nýr liðsmaður hjá „gulu press- unni“, því þarf hún að grafa upp æsifrétt til að komast í tölu alvö- rublaðamanna á dagblaðinu Póst- inum. Fréttalukkan er með Láru, hennar frumraun er meinleys- islegt mannshvarf verkfræðings- ins Mána, bíllinn hans finnst uppi á Sandskeiði, blóði drifinn. Ekki að orðlengja það, hvarfið breytist í snúið og skælt morðmál þar sem Lára er oftast skrefi á undan öðrum blaðamönnum og lögreglu. Hún reynist hafa bein í sínu lunkna fréttanefi og veitir ekki af því þegar líða tekur á at- burðarásina er líf hennar sjálfrar er í bráðri hættu. Á þessa leið er rauði þráðurinn í glæpaþáttaröðinni Pressa, sem hefur nýlokið göngu sinni á Stöð 2, sem einnig sýndi tímamóta- þættina Næturvaktina fyrir skömmu. Stöðvarmenn hafa sann- arlega stungið RÚV aftur fyrir sig á þessu sviði, í bili a.m.k. Gæði Næturvaktarinnar komu ekki á óvart, við erum orðin þrælsjóuð í gerð gamanmála fyrir sjónvarp og engu að kvíða þar sem snillingurinn Jón Gnarr er annars vegar, „handritalæknirinn“ Sigurjón Kjartansson og Pétur Jóhann. Allir hafa þeir sannað sig, en öðru máli gegnir um saka- málasviðið, þar hafa íslenskir þáttagerðarmenn lítið komið við sögu og afraksturinn verið auð- gleymdur til þessa. Í því sam- bandi er vert að hafa í huga að sú bábilja var lífseig fram á síðasta tug nýliðinnar aldar að íslenskar glæpasögur ættu engan rétt á sér og páfarnir hlógu að slíkri firru. Arnaldur Indriðason afsannaði þá kenningu með tug metsölubóka út um alla Evrópu þar sem hefur rignt yfir hann verðlaunum. Um svipað leyti hefur komið fram á sjónarsviðið hópur hugmyndaríkra og skemmtilegra glæpapenna, fimm þeirra eiga þátt í handriti Pressu. Hugsunarhátturinn er breyttur, grundvöllurinn er fyrir hendi, þökk sé höfundunum, og því mið- ur eru glæpamál orðin daglegt brauð í innanlandsfréttum. Fjársvikamálið sem Pressa snýst um og endar með morði er ekki fjarlægt íslenskum raunveru- leika, líkt og glæpasagan er að verða sannasti samtímaspegill lýð- veldisins. Eitt leiðir af öðru og bak við glæpina er gróðafíknin sem tröllríður þjóðfélaginu og er jafnvel búin að eignast sinn fasta útsendingartíma í fréttaþáttum sjónvarpsstöðva og eigin prent- miðla. Græðgin verður fórnarlömbum Pressu að falli, á hælum hennar er óreynd en brött blaðakona sem hefur vissulega ansi oft heppnina með sér, en sjaldan í slíkum mæli að hún trufli ánægju áhorfandans. Þættirnir eru af „danska skól- anum“, evrópskir kvikmyndagerð- armenn hafa heimfært þetta al- ameríska sjónvarpsefni og lagað að hugsunarhætti þjóðar sinnar og fáir náð jafngóðum tökum á því og frændur vorir við sundið. Hetjurnar eru dálítið andhetju- legar í aðra röndina, gjarnan í for- ræðisdeilu, með afkvæmi sín á hælunum, einkalífið heldur súrt og þannig er komið fyrir Láru sem er nýskilin við barnsföður sinn; há- skólagengið ábyrgðarlaust himpi- gimpi með meiri áhuga á ungpíum en dóttur sinni. Lára er falleg stúlka og karl- menn dragast að henni eins og bý- flugur að baldursbrá. Pressan dregur upp skondna mynd af and- rúmsloftinu á ritstjórnarskrifstof- unni; hún er fyndin en trúverðug og kennir margra grasa í mann- lífsflórunni. Þarna eru stjörnu- blaðamennirnir Stína (Arndís Hrönn Egilsdóttir) og Stefán (Stefán Hallur Stefánsson), gamli kvennabósinn og fréttastjórinn Gestur (Þorsteinn Bachmann), enn með blik í auga og ágengur skratti ef hann kemst í tæri við pils. Rit- stjórinn (Kjartan Guðjónsson) er kominn yfir drykkjuslugsstigið og stýrir sínu fólki vel – ef það stend- ur sig. Eins og góðum krimmum sæmir er athyglinni dreift með fölskum grunsemdum og ágætum hlið- arsögum, m.a. af perranum Jörgen og einelti sem dóttir Láru verður fyrir. Siðferðileg skylda blaða- manna blandast oftar en ekki inn í umfjöllun gulu pressunnar og samskipti hennar við aðra fjöl- miðla. Það er mikið að gerast frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, fléttan er margsnúin og sökudólg- urinn er vandlega felumálaður. Stundum ber á dramatísku offlæði sem angrar mann þó aldrei alvar- lega, en er eini ljóðurinn á hand- ritsgerðinni. Óskar Jónasson heldur traust- um höndum um framvinduna, keyrslan er hröð og fumlaus og hann kann greinilega ekki síður við sig í krimmanum en gríninu. Óskar er með traustan tökumann, klippara og tónlistarmenn sér við hlið og leiktjöldin eru ótrúlega raunveruleg og útlit Pressu er fullkomlega óaðfinnanlegt. Þvílík lofrulla og enn er eftir að hæla leikurunum en það er einkar ánægjulegt að sjá jafnvel sam- ansettan leikhóp og í Pressu (slag- ar hátt upp í leikaravalið í Brúð- gumanum). Blandað er saman vönum og menntuðum leikurum og nýgræðingum af götunni, sem gefst mjög vel. Þeir fyrrnefndu eru í fyrirrúmi, með Söru Dögg (Næturvaktin) hárrétta í aðal- hlutverki Láru. Hún er mátulega óörugg til að byrja með, nýgræð- ingurinn á Póstinum, en sækir í sig veðrið og ber uppi margar erf- iðar senur með mikilli prýði. Kjartan og Arndís Hrönn eru eins og fædd og uppalin í (ekki lengur) reykmettuðum ritstjórnarskrif- stofum, sama máli gegnir um Þor- stein Bachmann, sem reynist meira en lítill senuþjófur. Þannig er hægt að halda lengi áfram. Niðurstaðan skiptir mestu máli og hún er skýr: Við ráðum við efn- isflokkinn og sakamálaþættir hafa eignast nýtt og eftirsóknarvert viðmið. Gula presssan kemst í feitt SJÓNVARPSÞÁTTUR STÖÐ 2 Íslenskir sjónvarpsþættir. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Yfirumsjón handrits: Sigurjón Kjartansson. Saga: Sigurjón og Óskar. Handritshöfundar: Árni Þór- arinsson, Páll Kristinn Pálsson, Yrsa Sig- urðardóttir, Ævar Örn Jósepsson. Fram- leiðandi: Þór Freysson. Kvikmyndatökustjóri: Arnar Þórisson. Leikmynd: Sveinn Viðar Hjartarson. Hljóðhönnun: Þorsteinn Ásgeirsson. Klipping: Guðni Halldórsson. Tónlist: Barði Jóhannesson, Eberg. Aðalleik- endur: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Þorsteinn Bachmann, Stef- án Hallur Stefánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Sýningartími 6 x 45 mín. Saga film fyrir Stöð 2. 2008. Pressa bbbbn Sæbjörn Valdimarsson Góðir leikarar „Blandað er saman vönum og menntuðum leikurum og nýgræðingum af götunni, sem gefst mjög vel,“ segir meðal annars í dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.