Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 SÝND Í REGNBOGANUM eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞAÐ ÁTTI ENGINN AÐ MEIÐAST SÝND Í REGNBOGANUM NJÓTTU MEÐAN Á NEFINU STENDUR LEIKSTÝRT AF SIDNEY LUMET LEIKSTJÓRA SERPICO OG DOG DAY AFTERNOON TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. HAMINGJAN FELST EKKI Í EFNISLEGUM GÆÐUM. Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Before the devil knows you’re dead kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára Aliens vs. Predator kl. 10:10 B.i. 16 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI eee DÓRI DNA, DV Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Ástríkur á Ól... ísl. tal kl. 3:30 - 5:40 Nú mætast þau aftur! - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Jumper kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 12 ára Rambo kl. 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ól... kl. 5:50 Brúðguminn kl. 8 B.i. 12 ára MYNDDISKAR» TÍMARITIÐ Myndir mánaðarins hefur á annan áratug verið hand- hægt hjálpargagn þeirra sem stytta sér stundir við að horfa á mynd- bönd og nú síðari árin á mynddiska. Það liggur frammi á öllum þeim 60- 70 myndbandaleigum sem eru fé- lagar í Myndmark, samtökum út- gefenda og leigna. Leigurnar kaupa blaðið, sem er jafnan litríkt og smekklega útlítandi á góðum papp- ír, og dreifa því ókeypis til við- skiptavinanna. Hlutverk MM er að kynna útgáfu mynddiska hérlendis, sem er nán- ast alfarið í höndum Senu, Mynd- forms og Sam-mynda, sömu aðila og reka kvikmyndahúsin á Reykja- víkursvæðinu, Akureyri og víðar. Ekki alls fyrir löngu var nafni blaðsins breytt úr Myndböndum mánaðarins og var það að sögn ábyrgðarmannsins, Stefáns Unn- arssonar, framkvæmdastjóra Myndmarks, bæði vegna DVD- mynddiskatækninnar sem hefur rutt gömlu myndböndunum gjör- samlega úr vegi og fyrsta skrefið í umtalsverðum stakkaskiptum sem verið er að gera á efni þess og koma í ljós í næsta tölublaði, 1. mars. Helstu breytingarnar eru þær að í framtíðinni mun MM fjalla bæði um myndirnar sem eru í bíóunum og þær sem koma út á DVD, og stækkar af því tilefni í 89 síður. Sem fyrr mun blaðið birta fjöl- breytt efni tengt mynddiskaútgáf- unni og kvikmyndageiranum, bæði fréttir, slúður og fróðleiksmola í bland við upplýsingarnar um efni og úrgáfudag þeirra 30-40 mynd- diska sem gefnir eru út mán- aðarlega og frumsýningardag og fróðleik um bíómyndir mánaðarins. MM er eina blaðið sinnar tegundar á landinu og er dreift í um 24.000 eintökum. Stærra og fjölbreyttara Sæbjörn Valdimarsson FRUMRAUN handritshöfundarins Franks (Minority Report, Get Shorty) í leikstjórastólnum, heldur manni lengst af límdum við skjáinn. Aðalpersónan, Chris (Gordon-Levitt), er efnispiltur sem framtíðin brosir við þegar augnabliks kæruleysi hans verður vinum hans að fjörtjóni og setur ævilangt mark sitt á líf unga mannsins. Þegar atburðarásin fer í gang er Chris að reyna að fóta sig í tilverunni á ný. Hann býr hjá blindum vini sínum (Daniels), stundar nám og endurhæfingu og vinnur sem næturvörður í litlum banka í heimaborg sinni. Eitt kvöldið kynnist hann Gary (Matthew Goode), geðugum náunga sem vill púrra hann upp og Chris veitir sann- arlega ekki af uppörvun. Gary kynnir hann fyrir Janet (Isla Fisher) og allt gengur vel um sinn, en það reynist ekki góðmennska sem býr að baki vináttu Garys. Óvenjuleg og grípandi með undiröldu sem verður nán- ast óbærileg þegar líða tekur á, því persóna Chris er bæði vel upp byggð af Frank og leikin af hinum upprenn- andi Gordon-Levitt. Þeir fara með okkur fram á ystu nöf en blálokin eru í litlu samræmi við ískalt raunsæið sem hefur ráðið ferðinni lengst af. Magnaðir aukaleikarar bæta forvitnilega mynd sem hefði gjarnan mátt sýna í kvikmyndahúsi. Nytsamur sakleysingi MYNDDISKUR Glæpir/Spenna Bandaríkin 2007. Sena. 95 mín. Ekki við hæfi yngri en 14 ára. Ísl. texti. Leikstjóri: Scott Frank. Aðalleikarar: Joseph Gordon- Levitt, Jeff Daniels. The Lookout m Sæbjörn Valdimarsson UM helgina hófust sýningar á Before the Devil Knows You are Dead, nýj- ustu mynd hins gamalfræga Sydneys Lumets og því ekki úr vegi að taka fyr- ir eitt af gömlu meistarastykkjunum hans. Lumet og Coppola eru menn- irnir sem gerðu Pacino að stórstjörnu og Dog Day Afternoon er tvímæla- laust eitt lykilverka leikstjórans og leikarans. Gráthlægileg mynd um þrjá ólánsama homma (Pacino, Sarandon, Cazale), sem eiga ekki fyrir kynleið- réttingaraðgerð á einum þeirra og grípa til örþrifaráða. Ræna banka, en er sjálfsagt flest betur gefið því áætluð fimm mínútna skyndigripdeild verður að fjölmiðlafári og sirkussýningu sem styttir New York-búum stundir lang- an heitan eftirmiðdag. Tímamóta- mynd í umræðunni um samkynhneigð, sem hún höndlar af samúð og virðingu þótt andrúmsloftið sé eftirminnilega tragikómískt. Pacino og Cazale óborg- anlegir, svo broslegir og umkomulaus- ir í senn. Mögnuð mynd byggð á þéttu handriti um broslega en brjóst- umkennanlega minnipokamenn sem missa gjörsamlega stjórn á atburða- rásinni. Bankarán verður fjölmiðlafár MYNDDISKUR Glæpadrama Bandaríkin 1975. Sam-myndir 2007. 120 mín. Ísl. texti. Öllum leyfð. Leik- stjóri: Sydney Lumet. Aðalleikarar: Al Pacino, John Cazale, Chris Sarandon, Charles Durning. Dog Day Afternoon  Sæbjörn Valdimarsson BARNSLEG gleði einkennir Bollí- vúdd-myndir, enda er efnisþráðurinn undantekningarlítið í ævintýrastíl. Fátækir og mæddir verða ríkir og sælir, niðurlægt fólk fær uppreisn æru og yndisfagrar söguhetjurnar eru með eindæmum hamingjusamar. Þ.e.a.s. undir lokin, gjarnan eftir til- finningabarning á hafdjúpum ást- arinnar. Sviðin eru skrautleg, fólkið fallegt og klætt litríkum búningum, tónlistin fjörug eins og dansarnir, en tvennt það síðasttalda vil ég hafa í temmilegum mæli fyrir mínum frónsku skilningarvitum. Marigold er samsuða Bollívúdd- mynda og Hollívúdd- og dregur nafn sitt af aðalpersónunni sem er leikin af Larter (Heroes). Marigold er hroka- fullt smástirni sem vegna óþolandi framkomu sinnar er brottræk í Hollí- vúdd og kemst fyrir slembilukku í Bollívúdd-mynd Í Bombay. Því miður er myndin viðrinisleg, hvorki vestræn né austurlensk en lendir í hálfgerðu tómarúmi þar á milli. Hún reynir að vera barnaleg en er það ekki að inn- ræti. Larter er fín leikkona á skján- um og er lífleg sem truntan Marigold. Hollívúdd mætir Bollívúdd MYNDDISKUR Gaman/Söngleikur Bandaríkin 2006. Myndform. 111 mín. Ekki við hæfi yngri en 12 ára. Íslenskur texti. Leikstjóri: Williard Carroll. Aðal- leikarar: Ali Larter, Salman Khan, Nandana Sen. Marigold  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.