Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 25
dagsins tækju við slitnuðu aldrei
þau bönd er hnýtt voru í skólanum
okkar á Akureyri.
Þeir voru ógleymanlegir dagarnir
á Akureyri vorið 1988, þegar hóp-
urinn okkar átti 40 ára útskriftaraf-
mæli. Miklir fagnaðarfundir urðu er
við komum saman á skólalóð Gagn-
fræðaskólans, en margir höfðu ekki
sést í 40 ár. Þáverandi skólastjóri,
Sverrir Pálsson, bauð okkur til sam-
verustundar í skólanum og minntist
þess að hópurinn okkar væri sér ein-
staklega minnisstæður, þar sem við
hefðum verið hans fyrstu nemendur.
Sigurveig setti að sjálfsögðu sinn
svip á þessa dýrðardaga með nær-
veru sinni og glaðværð. Á hátíðar-
kvöldinu las hún m.a. upp bráð-
skemmtilega ritgerð sína, sem
fjallaði um dvöl okkar í skíðakofa
skólans veturinn 1948 og vakti þar
með margar góðar minningar.
Sú vinátta sem þarna var rifjuð
upp varð til þess að allar götur síðan
hefur hópurinn hist reglulega.
Nokkrum sinnum höfum við komið
saman í Munaðarnesi og síðustu sex
árin hefur það verið árlegur við-
burður að dvelja í nokkra daga á
Löngumýri í Skagafirði. Þessi sam-
vera varð Sigurveigu mikils virði,
hún hlakkaði alltaf til endur-
fundanna og naut þeirra í ríkum
mæli á meðan heilsan leyfði.
Ljóðið „Saga lífsins“ eftir Pál J.
Árdal kemur í hugann.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
Við heilsuðum Sigurveigu á dög-
um æskunnar, glöddumst með henni
í góðra vina hópi, hryggðumst er
heilsu hennar hrakaði og nú kveðj-
um við hana og söknum vinar í stað.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við öllum hennar aðstandendum.
Skólasystkinin frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Það var mikilvægt á þroskabraut
okkar æskuvinanna norður á Akur-
eyri að eiga skjól hjá þeim sóma-
hjónum Sigurveigu Jónsdóttur leik-
konu og Valdimar Pálssyni
bólstrara í Hrafnagilsstræti 36. Þau
hjónin voru annáluð fyrir gestrisni
og höfðingsskap og margir þjóð-
kunnir snillingar að sunnan lögðu
leið sína á heimilið, bönkuðu uppá
og fengu hlýjar móttökur. Það sama
gilti um okkur strákana – vini sonar
þeirra, Nonna.
Kjallarinn í Hrafnagilsstræti var
traust athvarf í vandræðagangi ung-
lingsáranna, miðstöð umræðna um
hinstu rök tilverunnar og furður
himingeimsins undir dynjandi rokk-
tónlist, tilraunastofa í lífsins listum
– sannkallað orkuver. Við fengum að
athafna okkur í friði – undir hæfi-
lega vökulu og umburðarlyndu eft-
irliti þeirra Veigu og Valda, sem
voru vinir okkar. Líklega er mik-
ilvægt að ungir menn finni að þeim
sé treyst. Ég vona að við höfum ekki
brugðist því trausti sem okkur var
sýnt á þessum dýrðardögum á átt-
unda áratugnum norður á Akureyri,
þegar við vorum að máta okkur við
lífið. En nú hafa leiðir skilið, Veiga
horfin til Valda, og tími til kominn
að ég þakki báðum þeim hjónum
fyrir mig.
Sigurveig var glæsileg hæfileika-
kona, sem geislaði af á leiksviði lífs-
ins, jákvæð og kraftmikil. Hún gaf
af sjálfri sér í öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur, alltaf ung í anda –
líka í hlutverkum gamalla kerlinga,
sem margar voru ógleymanlegar.
Þvílík vöggugjöf – að hafa vit á því
að halda jafnan í góða skapið og
geta glatt aðra.
Alltof snemma bilaði heilsan,
minnið sveik og þoka huldi hvert
kennileitið af öðru. Þessu hlutskipti
mætti Veiga af æðruleysi og hetju-
skap. Hún átti líka góða að, Sigrúnu,
Nonna, tengdadótturina Gerði, vel
gerð barnabörn, sem léttu henni líf-
ið, vöktu yfir henni og glöddu. Nú
hefur þessi góða kona yfirgefið svið-
ið. Ég og mitt fólk þökkum henni
notalegar samverustundir og góðan
viðurgjörning forðum daga. Ástvin-
um hennar vottum við samúð okkar
og óskum þeim blessunar.
Óðinn Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 25
✝ Þorbjörg Sig-finnsdóttir
fæddist í Rauðholti í
Hjaltastaðaþinghá
4. febrúar 1915.
Hún lést á öldr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri mánu-
daginn 11. febrúar
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Sigfinns Mikaels-
sonar og Jónínu
Kristbjargar Ein-
arsdóttur og ólst
upp í stórum systk-
inahópi, en öll systkini hennar eru
látin nema Aðalbjörg, f. 25.5.
1916.
Eiginmaður Þorbjargar var
Björgvin Elíasson, f. 2.1. 1995.
Börn þeirra eru: 1) Bára, f. 14.3.
1937, maki Hilmar Herbertsson, f.
26.4. 1937. Börn þeirra eru: a)
Arnar, f. 29.3. 1959, maki Líney
Ragnarsdóttir, f. 14.12. 1958. Syn-
ir þeirra eru Hilmar Trausti, f.
16.1. 1986, og Arnar Daði, f. 3.7.
1992. Sonur Líneyjar er Ragnar
Miguel Herreras, f. 24.12. 1979. b
) Bryndís, f. 24.10. 1963, fv. maki
Bjarni Sigurðsson, f. 1.3. 1961.
Synir þeirra eru Árni Freyr, f.
11.3. 1988, og Atli Fannar, f. 21.5.
1994. 2) Ása, f. 4.10.
1946, maki Bjarni
Jónsson, f. 23.6.
1946. Börn þeirra
eru: a) Björgvin
Jón, f. 8.1. 1966,
maki Guðlaug
Ragna Sigurð-
ardóttir, f. 10.9.
1966. Börn þeirra
eru Kristín Arna, f.
9.2. 1994, Bjarni
Berg, f. 16.5. 1998,
og Ragna Sara, f.
6.9. 2004. b) Árný
Erla, f. 16.7. 1967,
maki Alfreð Árnason, f. 28.5.
1964. Dætur þeirra eru Elva
Hrönn, f. 25.7. 1993, og Laufey
Ása, f. 5.4. 1996. 3) Gunnar, f. 2.8.
1951, maki Sigurveig Bergsteins-
dóttir, f. 9.12. 1953. Börn þeirra
eru: a) Matthildur Björg, f. 17.12.
1972, sonur hennar er Bjarmi
Dagur Arnarsson, f. 27.3. 2000, b)
Bergsteinn Eyfjörð, f. 21.1. 1974,
maki Vivien Gunnarsson, f. 9.2.
1979, dóttir þeirra er Amelía, f.
13.12. 2006, c) Gunnar Örn, f.
22.5. 1985, og d) Fannar Ingi, f.
24.11. 1992.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Höfðakapellu á Akureyri í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar móðir mín tjáði mér síðast-
liðinn mánudag að hún amma mín á
Akureyri hefði dáið fyrr um daginn
kom það mér svo sem ekki mikið á
óvart, hún var komin vel yfir nírætt
og hafði beðið held ég eftir sínum
„vagni“ um hríð og þó ég viti ekki
annað en henni hafi liðið vel þar sem
hún beið er aldrei gott að bíða of
lengi, svo nú verður nóg að gera í
himnaríki og þurfa allir sem þar eru
að bretta upp ermarnar og taka vel á
móti ömmu minni – en hún hafði
mikið dálæti á þeim stað og öllum
sem þar halda um taumana.
Þó að bæði afi og amma hafi nú
horfið á braut skilja þau eftir sig
minningar sem þeir sem þau þekktu
geyma með sér um mörg ókomin ár.
Ég var svo heppinn að vera sendur í
sveit til ömmu og afa á Akureyri 2-3
vikur á sumrin og var ég varla meira
en fimm ára fyrsta sumarið. Þetta
var sko ekki „ódýr“ skemmtun og
hver dagur heilt ævintýri fyrir mig.
Afi og amma héldu náttúrulega
verndarhendi yfir litla guttanum sín-
um en annars var leiksviðið risastórt
og persónur og leikendur margir, má
þar nefna Gunna frænda, Hönnu
Björgu, svínahirðinn, Jóhönnu
frænku, Helgu Maggý, fólkið í hverf-
inu, öll dýrin og marga fleiri. Já
Rauðamýri 13 var besti staðurinn, á
því lék enginn vafi, amma var afar
skapgóð og hláturmild og átti auð-
velt með að breyta háalvarlegum
hlut í grín með því að sjá það
skondna í stöðunni og man ég ekki til
að hafa nokkurn tíma gert nokkuð af
mér í sveitinni eins ólíklegt og það nú
er og þakka ég það henni ömmu
minni.
Dagarnir voru langir og viðburða-
ríkir en kvöldin voru ekki síður ljúf
en þá kenndi amma mér þulur, vísur
og ljóð og síðan var spilað á spil og
hún amma vissi sko alveg hvernig
átti að skemmta sér við það. Oft sát-
um við svo bara við eldhúsgluggann
og skemmtum okkur við að telja bíl-
ana sem komu yfir Vaðlaheiðina. Það
þurfti ekki mikið til í þá daga. Þannig
á ég eldgamlar og nokkuð skýrar
minningar um ömmu og afa í Rauðu-
mýrinni, ég er afar þakklátur fyrir
þennan tíma sem var í senn frábær
skemmtun og um leið gott veganesti
fyrir dreng úr borginni sem þarna
lærði að meta ýmislegt á annan hátt
en ella hefði orðið.
Blessuð sé minning afa míns og
ömmu minnar á Akureyri
Arnar.
Þorbjörg
Sigfinnsdóttir ✝ Anna SigríðurJóhannsdóttir
fæddist á Akureyri
24. júlí 1919. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu á Víf-
ilsstöðum aðfara-
nótt 9. febrúar sl.
Anna var dóttir
hjónana Jóhanns
Friðfinnsonar skip-
stjóra, f. 6.11. 1889,
d. 29.10. 1942, og
Haflínu Helgadótt-
ur, f. 4.1. 1895, d.
21.1. 1970. Bræður
Önnu voru Bjarni Jóhannson vél-
stjóri f. 4.9. 1921, d. 15.11. 1983,
og Gunnlaugur Friðfinnur Jó-
hannsson rafvirkjameistari, f.
22.11. 1929.
Anna ólst upp á Akureyri en
var oft á sumrum í Ólafsfirði en
einnig í Hrísey. Á yngri árum
gekk hún til almennra starfa,
vann m.a. við vefnað í Sam-
bandsverksmiðjunum á Akureyri.
Hún hóf nám í hjúkrun en varð að
hætta vegna berklaveiki. Árið
1945 giftist Anna Ásgrími Al-
bertssyni gullsmið, f. 9.8. 1914,
hann lést 22.10.
1996. Börn þeirra
eru 1) Sólveig Hall-
dóra sálfræðingur,
gift Páli Halldórs-
syni eðlisfræðingi.
Dóttir þeirra er
Hallgerður, búsett í
Kaupmannahöfn,
eiginmaður hennar
er Jesper Hansen,
eiga þau eina dótt-
ur, Dagmar Sól. Áð-
ur átti Hallgerður
Pál Skírni með fyrri
manni sínum Magn-
úsi Egilssyni. 2) Hafliði Jóhann líf-
fræðingur, ókvæntur og barnlaus.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau
Anna og Ásgrímur á Siglufirði en
árið 1947 fluttu þau til Akureyr-
ar. Árið 1953 fluttu þau í Kópavog
þar sem þau bjuggu á nokkrum
stöðum, en lengst af í Vogutungu
6. Þar bjó Anna þangað til fyrir
einu á hálfu ári, þegar hún lagðist
á sjúkrahús og síðan fór hún á
hjúkrunarheimilið á Vífilsstöðum.
Útför Önnu fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag og hefst athöfn-
in kl. 15.
Enn man ég daginn og kringum-
stæðurnar þegar ég sá, Önnu
tengdamóður mína, fyrst. Það var í
Keflavíkurgöngu 1968. Í einhverjum
áningarstaðnum bar mig að þar sem
hún hafði tekið fram nesti fyrir fjöl-
skylduna. Ég var þá nýbyrjaður að
slá mér upp með Sólveigu dóttur
hennar. Það er minnisstætt hversu
hlýlega hún tók á móti mér, það var
eins og ég hefði alltaf verið hluti af
þessari fjölskyldu. Alla tíð síðan
naut ég þessarar vináttu og víst var
um það að Anna stóð með sínum.
Anna var af þeirri kynslóð þar
sem flestar konur voru heimavinn-
andi og hún gekkst upp í því hlut-
verki. Hún lagði metnað sinn í vand-
að heimilishald og að búa
fjölskyldunni gott og öruggt skjól.
Ég man hvað henni sárnaði þegar
henni fannst við yngra fólkið ekki
meta starf heimavinnandi húsmóður
að verðleikum.
Þegar við hjónin vorum við nám
erlendis var heimili okkar á Íslandi
hjá þeim Önnu og Ásgrími. Þar var
gott að vera og allt gert til að gera
dvölina sem besta. Á þessum árum
urðu sterk tengsl milli Önnu og
Hallgerðar, dóttur okkar. Síðar eftir
að við komum heim, bæði á kafi í
vinnu, var hún löngum hjá ömmu
sinni, þeim báðum til ánægju. Eftir
að Hallgerður flutti til Danmerkur
fylgdist Anna alltaf vel með henni
og börnum hennar.
Anna var mikil handvinnukona og
stundaði m.a. vefnað. Bar heimilið
þess glöggan vitnisburð, en alls
staðar gat að líta handaverkin henn-
ar. Um tíma leiðbeindi hún vistfólki
í Sunnuhlíð við handavinnu. Hún
hafði lifandi áhuga á bókmenntum
og ritum um þjóðlegan fróðleik –
einkum hafði hún áhuga á þjóðlífi og
sögu sveitanna við Eyjafjörð. Hún
kom manni sífellt á óvart með marg-
víslegri þekkingu.
Hún var mikil áhugamanneskja
um garðyrkju og hvergi undi hún
sér betur en í garðinum í Vogatung-
unni, sem hún ræktaði og sinnti af
einstakri natni.
Síðustu árin voru Önnu erfið.
Heilsan gaf sig og hún átti erfitt
með að hreyfa sig. Af ótrúlegri
þrautseigju dróst hún út í garðinn
sinn meðan þess var nokkur kostur.
Síðustu tvö árin var hún að mestu
rúmliggjandi. Fyrst heima, síðan á
Landspítalanum í Fossvogi og loks á
hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum.
Til Vífilsstaða fór hún fyrir rúmu
ári, þar leið henni vel og var sátt. Á
starfsfólks á Vífilsstöðum bestu
þakkir skildar fyrir góða umönnum
og að hafa gert henni síðasta árið
bærilegt.
Páll Halldórsson.
Anna Jóhannsdóttir
FEBRÚARTILBOÐ
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Á LEGSTEINUM OG
FYLGIHLUTUM
10-50% AFSLÁTTUR
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir
og mágkona,
REBEKKA INGVARSDÓTTIR
starfsmannastjóri,
Smárarima 69,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
21. febrúar kl. 13.00.
Einar Ágúst Kristinsson,
Ingvar Örn Einarsson,
Anna Kristrún Einarsdóttir,
Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir,
Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson,
Ásta Ingvarsdóttir, Brynjólfur Eyvindsson,
Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir,
Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir.
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
ÓLAFUR ÞORGEIRSSON
frá Ísafirði,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur laugardaginn 9. febrúar
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
21. febrúar kl. 15.00.
Ása Fanney Þorgeirsdóttir,
Jóhann Þorgeirsson,
Þorgeir, Hildur, Páll Reynir
og börn þeirra.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÓHANNES GUNNARSSON
(Jói Röddu),
Kristnibraut 53,
lést á heimili sínu föstudaginn 8. febrúar.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
19. febrúar kl. 13:00.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir,
Kristján Jóhannesson, Þórey Gísladóttir,
Helgi Jóhannesson, Margrét Ingibergsdóttir
og barnabörn.