Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hinn frábæri og kraftmikli pallbíll L200 skilar þér 163 hestöflum og frábærum aksturseiginleikum. Þessi vel búni bíll heldur því áfram að setja ný viðmið í þessum flokki bíla. Hann fékk til dæmis hæstu einkunn í flokki pallbíla í nýlegu elgsprófi í Svíþjóð. Komdu og prófaðu kraftmeiri L200. STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN - SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR LOFTKÆLING - HITI Í SÆTUM - FULLKOMIN AKSTURSTÖLVA KLÁRLEGA BETRI KAUP L200 –163 HESTHÖFL OG 2.700 KG DRÁTTARGETA Verð frá 3.150.000 kr. BEINskIPTUR HEITKLÆÐNING Á PALLI 32 TOMMU DEKK DRÁTTARBEISLI 220.000 KR. AUKAHLUTA- PAKKI FYLGIR Námskeið fimmtudaginn 28. febrúar fyrir þá sem vilja læra að gera innri gæðaúttektir samkvæmt staðli eða þurfa að þekkja hvernig innri úttektir ganga fyrir sig. Farið yfir grundvallaratriði og skipulag gæðaúttekta samkvæmt ISO 19011. Hópverkefni um gæðaúttektir Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 12.30-16.40. Þátttökugjald kr. 22.500. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir Innri gæðaúttektir samkvæmt ISO 19011 Mb l. 9 72 25 3 ÞETTA HELST ... ● ALISTAIR Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, tilkynnti í gær að Northern Rock bankann yrði þjóð- nýttur. Taldi ríkisstjórnin að þau til- boð sem hefðu borist í bankann hefðu ekki verið í þágu viðskiptavina bankans og breskra skattgreiðenda en tilboðin snerust einkum um end- urgreiðslur á neyðarlánum breska seðlabankans, alls upp 25-30 millj- arða punda. Sagði Darling að þjóð- nýtingin væri tímabundin og henni ætlað að koma í veg fyrir að vandi bankans smitaðist út í bankakerfið. Northern þjóðnýttur ● AFGANGUR í vöruskiptum Kín- verja við útlönd jókst í janúar sl. miðað við sama tíma í fyrra og nam 19,5 millj- örðum dollara. Er þetta meiri af- gangur en sér- fræðingar á markaði höfðu spáð. Út- flutningur nam nærri 110 milljörðum dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða króna. Mest fór til Bandaríkjanna. Aukinn afgangur í vöruskiptum Kínverja ● VIÐSKIPTI á fasteignamarkaði tóku aðeins við sér í síðustu viku, þegar heildarveltan nam 3,5 millj- örðum króna. Í vikunni var 104 kaup- samningum þinglýst en í Hálffimm- fréttum Kaupþings er bent á að 75-85 samningum hafi að jafnaði verið þinglýst síðustu vikurnar. Þrátt fyrir þessa aukningu í liðinni viku telja sérfæðingar Kaupþings að kólnun sé klárlega komin fram. Fasteignaviðskipti tóku aðeins við sér Segir ummælin hafa misskilist Árvakur/Ómar Ummæli Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið áberandi í fjölmiðlum. JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs og FL Group, sendi áréttingu frá sér síðdegis í gær þar sem hann taldi að ummæli sín í Markaðnum á Stöð 2 á föstudag um skuldaálag bankanna hefðu verið misskilin. Það væri ekki rétt að hann persónulega teldi íslensku bankana vera í slæmum málum. Hið rétta væri að miðað við það skuldaálag sem krafist væri af ís- lenskum bönkum virtist endurspegl- ast sú skoðun erlendra fjármála- stofnana að staða þeirra væri slæm. „Það mat er fjarri lagi og skuldaá- lagið er alltof hátt miðað við raun- verulega stöðu þeirra og ósann- gjarnt. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að horfa á það sem ógn við stöðugleika á Íslandi að skuldaálag banka haldist hátt til lengri tíma og því nauðsynlegt að stjórnvöld og atvinnulífið taki hönd- um saman til að breyta viðhorfi til Ís- lands erlendis,“ segir Jón Ásgeir. Lækkun í kauphöll? Ummæli hans í fjölmiðlum um helgina höfðu vakið nokkur við- brögð. Þannig sagðist Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við HÍ, telja í samtali við RÚV í gær að gengi bréfa fjármálafyrirtækjanna myndi lækka við opnun kauphallar í dag vegna ummæla Jóns Ásgeirs. Hafði Jón þá látið hafa eftir sér að hátt skuldaálag bankanna endur- speglaði það álit manna að þeir ættu í stórkostlegum vandræðum og væru jafnvel að verða gjaldþrota. Á fréttavef Morgunblaðsins var um helgina rætt við bankastjóra ís- lensku viðskiptabankanna þriggja í tilefni af ummælum Jóns. Allir töldu þeir stöðu bankanna sterka og ljóst að skuldaálagið væri of hátt. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, benti á að tölu- verður munur væri á bönkunum og þeir metnir mjög misjafnlega er- lendis. Ekki væri hægt að setja þá alla undir sama hatt, þannig væri álag Landsbankanns innan við 50% af því sem það væri hjá hinum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði á mbl.is að staða bankans væri betri en markaðsaðilar almennt gerðu sér grein fyrir. Jón Ásgeir yrði að tjá sig um þau fyr- irtæki sem hann tengdist og Kaup- þing væri ekki eitt af þeim. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði ástandið fyrst og fremst end- urspegla stöðuna á erlendum mörk- uðum. Skuldaálagið væri óviðunandi í dag og hefði íþyngjandi áhrif á starfsemi íslensku bankanna. var yfir tilboðinu í verkið. Síðan hafi komið í ljós að upphæðin var mjög nálægt því sem sérfræðingar reiknuðu út. „Við ákváðum að láta slag standa og leyfa smágríni að fljóta með þótt tilboð í verk sem þetta séu ekkert grín í sjálfu sér,“ segir Sigþór Ari. Tilboð Klæðn- ingar var 20 milljónum króna lægra en það næstlægsta og nemur 85,5% af kostnaðaráætlun OR. Verkið tryggir Klæðningu næg verkefni allt þetta ár og næsta og atvinnu fyrir 200 manns þegar mest lætur. TILBOÐI Klæðningar ehf. upp á nákvæmlega 1.111.111.111 krónur, eða rúman milljarð króna, var ný- lega tekið í lagningu svonefndrar Hellisheiðar- og Engidalsæðar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í tilkynn- ingu frá Klæðningu er vakin at- hygli á að ekki sé um innsláttarvillu að ræða, tilboðið hafi verið þetta upp á nákvæmlega krónu. Að sögn Sigþórs Ara Sigþórs- sonar, framkvæmdastjóra Klæðn- ingar, var þessi tala í upphafi brandari á vinnufundi þegar legið Tilboði tekið upp á 1.111.111.111 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.