Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alicante um páskana 16.-29. mars frá kr. 39.790 Frábært verð á flugsætum í páskaferð! Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante um páskana. Flogið er í beinu morgunflugi. Njóttu vorsólarinnar við Alicante um páskana. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti - takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.790 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með skötttum. ÞETTA er ótrúlega góður dagur, ég get varla lýst því,“ segir Idriz Andr- és Zogu, sem er frá borginni Prizen í Kosovo, en hefur búið á Íslandi í rúm tuttugu ár. „Ég er bara ánægð- ur með að hafa tekið þátt í þessari baráttu sem hefur staðið í þrjú hundruð ár, ef ekki meira.“ Andrés er Kosovo-Albani, en þeir eru yfir 90% íbúa Kosovo, á móti minnihluta Serba. Hann segir Alb- ana einfaldlega hafa viljað frelsi til að taka eigin ákvarðanir. „Við eigum í raun ekkert sameig- inlegt með Slövum. Það er því skrítið hvernig við lentum undir þessari þjóð. Trú og menning eru gjörólíkar og mun fleira sundrar en sameinar, fyrir utan það að báðar þjóðir vilja ganga í Evrópusambandið.“ Í fjölmiðlum var sagt frá óeirðum í gær í Belgrad, höfuðborg Serbíu, og í serbneska hluta Kosovo. „Við vissum að Serbar yrðu ósátt- ir við sjálfstæðisyfirlýsinguna, en við gátum ekki beðið eftir samþykki frá þeim, það hefði aldrei gerst. Við er- um ekkert á móti Serbum, hvorki sem þjóð né þeim sem búa í Kosovo, við viljum hafa þá áfram og þeir vilja áfram búa í Kosovo.“ Andrés segist skilja óánægju Kos- ovo-Serba, en hún hafi þó fyrst og fremst endurspeglað vilja ráða- manna í Belgrad frekar en þeirra sjálfra. Hagur þeirra versni alls ekki við sjálfstæðið því vel verði gætt að réttindum minnihlutahópa í Kosovo, ekki síst með inngöngu í ESB. Á Íslandi búa nú yfir 500 Kosovo- Albanar, en sjálfur kom Andrés hingað aðeins 19 ára gamall í stað þess að fara í júgóslavneska herinn. „Þar var engin framtíð fyrir ungu kynslóðina. Við sem búum erlendis höfum alltaf sent hjálp heim og hún hefur haldið lífinu í Kosovo. Ég fór ekki þangað fyrstu 17 árin því ég vildi ekki horfa upp á ástandið en svo fór ég og nú get ég ekki hætt.“ Ólýsanleg tilfinning að yfir 300 ára baráttu sé lokið „Fleira sem sundr- ar en sameinar í Kosovo“ Árvakur/Árni Sæberg Ánægður „Kosovo-Albanir eru vanir að ganga í gegnum erfiða tíma og við gátum einfaldlega ekki beðið lengur með sjálfstæðisyfirlýsinguna.“ GÍFURLEGT flóð varð við bæinn Kvíar í Þverárhlíð í Borgarfirði þegar Litla-Þverá ruddist í gær yfir bakka sína og lágu klakastykkin eftir á túnum og girðingar meira eða minna ónýtar. „Fyrir fjórum til fimm vikum hafði myndast þykk klakastífla í ánni hér rétt fyrir neðan húsið. Með öllum þeim hlýindum og vætu sem hafa verið undanfarna daga hefur vaxið í ánni, en Litla-Þverá er bara lítil á,“ segir Gunnar Ingimund- arson, sem var viðstaddur og náði myndum af flóðinu. Gunnar, sem stundar helgar- búskap í Kvíum, segir þannig hafa hlaðist upp mikið vatnsmagn sem ekki komst burt fyrir klakanum. „Vatnið stoppaði á klakafyrir- stöðu við bæinn og vegna hennar flæddi til beggja átta, bæði yfir nytjaland öðrum megin og hins vegar yfir heimatún.“ Flóðið hafi tekið með sér girð- ingar við túnið og ýmislegt fleira. Erfitt sé þó að meta tjónið, hvort heldur er á girðingum og túnum eða á vegunum, að svo stöddu þar sem enn er allt á floti. Það hljóti þó að hlaupa á hundruðum þúsunda króna. „Þetta er ekkert venjulegt og það þarf stórvirkar vinnuvélar til að koma og taka til hendinni.“ Sjálfur er Gunnar, sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu, nú fastur í Kvíum, en vonast til að heyra frá Vegagerðinni ekki síðar en á morg- un. Þótt iðulega flæði eitthvað í ánni skilst Gunnari að svona hafi ekki átt sér stað í slíku magni í nokkra áratugi. Hann telur þó ekki ólíklegt að til tíðinda dragi neðar í ánni, ef til vill við Högnastaði sem eru í um fimm kílómetra fjarlægð, seinna í kvöld eða nótt. Gæti dreg- ið til tíðinda neðar í ánni Ljósmynd/Gunnar Ingimundarson Allt á floti við Kvíar í Þverárhlíð eftir miklar leysingar í Litlu-Þverá MENNTARÁÐ og Leikskólaráð Reykjavíkur hafa samþykkt að kanna kosti þess að koma á fót fimm ára deildum við grunnskóla í borg- inni næsta haust. Niðurstöður þeirr- ar könnunar verði kynntar í menntaráði og leikskólaráði í apríl. Tillaga Sjálfstæðisflokks um að setja á laggirnar fimm ára deildir var lögð fram í borgarstjórn 2. nóv- ember sl. og þá vísað til leikskóla- ráðs og menntaráðs. Í greinargerð með tillögunni kom fram að valdir skyldu fimm grunnskólar, einn úr hverju skólahverfi, til að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd við kennslu fimm ára barna. Byggja skyldi á þeirri reynslu sem þegar hefði fengist af áratugastarfi sjálf- stætt rekinna grunnskóla, tilrauna- verkefni í leikskólanum Hömrum og Víkurskóla, Varmárskóla í Mos- fellsbæ, Hjallastefnunni o.fl. Jafn- framt er í greinargerð lögð áhersla á að sveigjanleiki þurfi að vera á milli skólastiga. Líkt og milli grunn- skóla og framhaldsskóla þurfi að auka flæði milli leikskólans og grunnskólans og séu fimm ára bekkir næsta stig í samfellu á milli skólastiga. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks settu í bókun við tillöguna ákveðna fyr- irvara við verkefnið. Segja þau rök- in sem hníga á móti breytingunni hafa m.a. verið þau að ánægja for- eldra er gríðarlega mikil með leik- skólana, sem gefur til kynna að þörfum barnanna sé þar vel mætt. Í niðurstöðum starfshóps sem m.a. skoðaði þetta mál árið 2006 komi fram að fyrst og fremst þurfi að stuðla að samfléttun náms á báðum skólastigum við núverandi aldurs- skiptingu. Þá segja þau að fræði- menn hér á landi sem annars staðar í Evrópu vari flestir við því að færa hefðbundið bóknám neðar. Með samþykkt þessarar tillögu væri þó verið að stíga skref í þá átt. Fimm ára deildum kom- ið á fót við grunnskóla Í HNOTSKURN »Fulltrúar meirihlutans í leik-og grunnskólaráði leggja til að tilraun verði gerð með fimm ára deildir við nokkra grunn- skóla í borginni. »Segja þeir verkefnið gefatækifæri til að kanna mögu- leika á útfærslu aukins sveigj- anleika milli skólastiga. »Fulltrúar minnihlutans varavið slíku og vilja m.a. tryggja að leik- og grunnskólakennarar komi að tilrauninni. „ÉG tel að það væri mjög æski- legt að ljúka þessu í þessari viku sem nú er að hefjast,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í Silfri Egils í gær, spurður hversu langan tíma eðlilegt væri að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, fengi til að ákveða sín næstu skref. „Auðvitað er best að svona máli ljúki sem fyrst. Óvissan skapar erfiðleika,“ sagði Geir. Hann sagði Vilhjálm hafa ósk- að eftir því að fá tíma til að fara yfir sín mál. „Það er eðlilegt og við eig- um að veita honum það svigrúm.“ Geir ræddi einnig efnahagsmálin og sagðist ekki óttast að kreppa væri framundan þótt ástandið væri erfitt í sjávarútvegi og á fjármála- markaði. Sagði Geir aðspurður að margt kæmi til sem gerði að verkum að ekki þyrfti að hafa áhyggjur, m.a. vægju auknar opinberar fram- kvæmdir upp á móti og ávinningur af síðustu árum hefði verið notaður til að búa í haginn. Geri upp hug sinn í vikunni Geir H. Haarde Forsætisráðherra óttast ekki kreppu MAÐUR var fluttur á slysadeild snemma í gærmorgun en hann var talinn hafa verið stunginn í bakið með hnífi. Einn gisti fangageymslur lögreglunnar vegna málsins. Síðdegis í gær kom hinsvegar í ljós að ekki var um hnífsstungu að ræða heldur höfðu mennirnir tveir lent í slagsmálum með þeim afleið- ingum að annar þeirra féll aftur fyrir sig og lenti á oddhvössum hlut en ekki hefur verið gefið upp hvort um var að ræða glerbrot eða annað. Hin- um grunaða var í kjölfarið sleppt úr haldi lögreglu. Þá ruddust tveir ungir karlmenn inn á veitingastað við Ingólfstorg á laugardagskvöldið. Þeir rændu pen- ingum úr afgreiðslukassanum og börðu svo afgreiðslumann með kylfu. Sá slapp lítt meiddur en lögreglan telur sig þekkja ræningjana. Slagsmál og peningarán ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.