Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurveig Jóns-dóttir leikkona fæddist í Ólafsfirði 10. janúar 1931. Hún lést í Reykja- vík sunnudaginn 3. febrúar síðastlið- inn, liðlega 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Jón Steindór Frímanns- son vélsmiður, f. 4.11. 1896, d. 26.12. 1977, og kona hans frú Emma Jónsdóttir, f. 26.12. 1904, d. 12.11. 1986. Systkini Sigurveigar eru Fann- ey, f. 30.11. 1925, maki Rafn Magnússon, f. 16.9. 1925, d. 9.2. 2001, og Þorsteinn, f. 13.5. 1928, d. 29.9. 2003, maki Hólm- fríður Jakobsdóttir, f. 20.11. 1929. Sumarið 1956 giftist Sig- urveig Valdimari Pálssyni, hús- gagnabólstrara, f. 22.8. 1931, d. 8.10. 1983. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 7.6. 1950, synir henn- ar og Arnars Magnússonar, f. 27.8. 1947, d. 15.3. 2001, eru Ís- ar Logi Arnarsson, f. 29.5. 1973, Ari Steinn Arnarsson, f. 15.2. 1976, sonur hennar og Guð- mundar G. Þórarinssonar, f. 29.10. 1939, er Valdimar Garðar Guðmundsson, f. 12.11. 1987. 2) Jón Steindór, f. 27.6. 1958, kvænt- ur Gerði Bjarna- dóttur, f. 3.5. 1958, dætur þeirra eru Gunnur, f. 2.10. 1982, sambýlis- maður hennar er Andri Guðmunds- son, f. 3.10. 1980, Halla, f. 5.3. 1986, og Hildur, f. 19.8. 1988. Sigurveig flutt- ist frá Ólafsfirði 14 ára gömul til Akureyrar til að fara í Gagn- fræðaskólann. Að loknu námi starfaði hún um árabil hjá Landsímanum á Akureyri þar til hún helgaði sig leiklistinni að fullu. Fyrst starfaði hún sem áhugaleikari og síðar atvinnu- leikari hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Hún flutti síðan til Reykja- víkur með manni sínum árið 1980 og fékkst þar við list sína ásamt því að reka um hríð sól- baðsstofu og heimagistingu fyr- ir ferðamenn. Sigurveig lék vel á annað hundrað hlutverk á ferli sínum á sviði, útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Sigurveig verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin klukkan 15. Sigurveig Jónsdóttir, tengdamóð- ir mín er látin, 77 ára gömul. Sigurveig, eða Veiga eins og hún var oftast kölluð, var leikkona eins og leikkonur eiga að vera. Príma- donna bæði á sviði og utan þess. Hún var fædd og uppalin á Ólafs- firði í samfélagi þar sem kynhlut- verk voru á hreinu. Konur sáu um börn og bú og karlar sóttu sjó. Veiga hafði brennandi áhuga á leiklist og fór snemma að starfa með Leik- félagi Akureyrar. Veiga var ung komin með mann og barn og lífsbaráttan hófst. Hún var aðeins átján ára þegar Sigrún fæddist. Jón Steindór kom svo átta árum síðar. Veiga og Valdi höfðu ekki úr miklu að moða en voru harð- dugleg og unnu mikið. Veiga vann á Símanum og Valdi við iðn sína en hann var bólstrari. Smám saman vænkaðist hagur þeirra og þeim búnaðist ágætlega. Á þessum árum var það ekki til siðs að útivinnandi mæður og hús- mæður notuðu tíma sinn í leikstúss sem ekki þótti alls staðar merkilegt. Viðhorfin hafa breyst mikið frá þessum árum. Veiga var kjarkkona og lét ekki segja sér fyrir verkum, hún átti sér ástríðu sem átti hug hennar allan. Hún sá um heimilið, vann fulla vinnu og sinnti áhugamáli sínu með félögum sínum í Leikfélagi Akureyrar. Þegar Leikfélag Akur- eyrar var gert að atvinnuleikhúsi ár- ið 1973 var Veiga ráðin til leikhúss- ins og hún gat gert leiklistina að aðalstarfi sínu. Árið 1980 fluttu Veiga og Valdi til Reykjavíkur. Veiga vildi reyna fyrir sér í atvinnuleikhúsunum fyrir sunnan. Hún fékk ýmis bitastæð hlutverk, en eins og menn vita er slegist um hlutverkin og erfitt að komast að þar sem margir eru á fleti fyrir. Veiga varð snemma ekkja þegar Valdimar dó aðeins fimmtíu og tveggja ára. Hún tók sér þá ým- islegt fyrir hendur til að drýgja tekj- urnar milli þess sem hún lék ýmist á sviði eða í kvikmyndum. Hún rak sólbaðsstofu og heimagistingu fyrir ferðamenn. Veiga gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði mikla verkþekkingu á öllu því sem laut að húshaldi. Fyrir hver jól hefur fjöl- skyldan komið saman og steikt laufabrauð undir styrkri stjórn Veigu og það var svo sannarlega gert eftir kúnstarinnar reglum. Hún fór líka ákaflega vel með alla hluti. Eins og alkunna er geta tengda- mæður verið erfiðar. Veiga var ekki erfið tengdamóðir. Hún var ekki af- skiptasöm. Hún lagði ætíð gott til mála og talaði ekki illa um nokkurn mann. Veiga var oftast létt í skapi og skemmtileg. Hún setti sig í stell- ingar og breyttist í skrítna karla og kerlingar eða hermdi listavel eftir einhverri persónu. Fyrir um það bil sjö árum fór að bera á því að ekki væri allt með felldu varðandi heilsu hennar. Þrátt fyrir veikindin var stutt í glettnina og auðvelt að fá hana til að bregða á leik. Jafnvel nú um jólin þegar hún var langt leidd af Alzheimer-sjúk- dómnum brá hún á leik og breyttist í fína frú sem hún lék með tilþrifum. Sigrún mágkona mín annaðist móður sína af fádæma natni og á hún þakkir skildar fyrir það. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði og þakklæti. Gerður Bjarnadóttir. Við eigum góðar minningar um ömmu Veigu. Hún var ekki eins og allar ömmur, við sáum hana í alls- kyns gervum, bæði í sjónvarpi og á sviði, og ekki þótti okkur leiðinlegt að fá að fara baksviðs og sjá hvað gekk þar á. Okkur er sérstaklega minnisstæð frammistaða hennar í Djöflaeyjunni og Latabæ og þá vor- um við sérstaklega stoltar af henni. Amma var alltaf mikil pæja og höf- um við systurnar notið góðs af smekk hennar og tískuviti. Þrátt fyrir veikindi hennar síðustu árin var aldrei langt í brosið. Minningar okkar um ömmu Veigu eru margar og góðar og við munum um ókomin ár halda í hefðir sem ömmu þótti vænt um og kenndi okk- ur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Gunnur, Halla og Hildur. Nú er hún Sigurveig Jónsdóttir fallin, leikarinn góði – Hún þarf ekki að skrifta – eða betla – eða biðja – við Gullna hliðið ,,Peace“-merkið er á hliðinu og Lykla-Pétur horfir glettinn á þessa konu – segir það ekki vandaverk að snúa lykli í skrá en þegar það er þessi lykill þá sé ekki sama hver á honum haldi – Himnaríki sé gömul og æruverð stofnun – megi ekki vamm sitt vita og þar séu öll plögg gaumgæfð af vandvirkni – ekki sé nóg að treysta á vonina og náðina, registrin séu skráð í prótókoll Himnaríkis. Svo flettir hann sinni miklu bók. Veiga byrjar að syngja ,,Come on a my house“ gamlan slagara ,Ro- semary Clooney, svo fer hún að raula – ,,Sofðu unga ástin mín úti regnið grætur.“ Pétur blaðar lengi – svo brosir hann lokar sinni miklu bók – opnar hliðið segir velkomin, kona góð. Ástvinir fagna Veigu með pálma- greinum syngjandi – ,,eyja eyja“. Af fögnuði skjálfa fagurhvelin víð – Blítt er undir björkunum í Bláskóg- arhlíð. 7. maí 1949 lék Veiga sitt fyrsta hlutverk með Leikfélagi Akureyrar. Hinn 10. maí er skrifað í ,,Alþýðu- manninum“ blaði á Akureyri ,,Hún er algjör nýliði á sviði en gerði lukku“. Sigurveig var leikari af lífi og sál – Hún hafði allt. Einstaka framsögn, kraft, þokka, söngrödd og mýkt til alls þess, sem gerir leikara að lista- manni. Leiðir okkar lágu saman vet- urinn 1956 á leiklistarnámskeiði. Við vorum heilluð af kúnstinni og til baka varð ekki snúið. Við gerðum listina að ævistarfi okkar eins og hægt var. Við vorum alla tíð náin – tókumst á á sviðinu. Dansinn var ekki alltaf á rósum en við áttum eitt markmið, að gera okkar besta. Fjöl- mörg hlutverk lékum við saman stór og smá og lögðum okkur í líma að skilja – að vita – til hvers og hvers vegna. Sigurveig var ung og falleg, leng- ur en aðrar konur, þó lék hún full- orðnar og eldri konur fyrir aldur fram. Öll hennar vinna í leikhúsinu var til fyrirmyndar – jákvæð og elskuleg. Þegar henni var misþyrmt, í sýningu á Skugga-Sveini er hún lék Ketil skræk og brotin í henni þrjú rifbein þá nýtti hún sér kvölina og hljóðaði sem aldrei fyrr. Það er vetur á Norðurlandi – það fennir og við sem göngum til vinnu okkar í leikhúsið mörkum spor okk- ar í snjóinn – en svo kemur þíða – spor okkar þiðna og hverfa – það kemur vor og sumar – önnur tíð, annað fólk með kunnáttu og hæfni. Þannig er ævi leikarans, þannig er hans starf og list. Þegar tjaldið fellur, ljósin slokkna er sýningin bú- in. Ég ók henni Veigu ,,Á ferð með frú Daisy“, þar fékk ég að þjóna henni og vera vinur hennar. Gat okkar leiklistarævi og sam- starf endað betur? Veiga var flott og endaði ævi sína sem drottning í dálítið undarlegum heimi minnisleysisins enda búin að læra ókjör af texta í gegnum árin – misgóðum eins og gengur í okkar stétt – en hún er ekki gleymd. Sigurveig er á hvíta tjaldinu, þar getum við séð hana og þar sjáum við að hún var ekki kona hversdagsleik- ans – ekki kona þagnarinnar – ekki kona hávaðans – hún var listamaður – gáfuð kona með góðu genin frá Emmu og Jóni – Ólafsfirðingunum mætu. Blessað veri allt þeirra fólk og á Guðs vegum í lengd og bráð. Leikfélag Akureyrar þakkar og kveður Sigurveigu Jónsdóttur. Blessuð veri hennar minning. Þráinn og Ragna. Látin er í Reykjavík eftir erfið veikindi Sigurveig Jónsdóttir leik- kona. Daginn fyrir lát hennar var opnuð á vegum Leikminjasafns Ís- lands í Amtsbókasafninu á Akureyri sýning um leiklist nyrðra, um merkilega sögu sem senn spannar hálfa aðra öld. Í þeirri upprifjun kom skýrt fram, hversu Sigurveig átti þar stóran hlut og mátti í raun heita aðalleikkona Akureyringa um nokkurt skeið. Síðar, eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, kom hún víða við í leiklistinni og vakti þá enn almenna aðdáun, og einkum urðu minnisstæðar túlkanir hennar á Vil- borgu grasakonu í Gullna hliðinu í sjónvarpinu og í kvikmyndinni sem gerð var úr Djöflaeynni. Sigurveig var Ólafsfirðingur að uppruna og þar mun hun hafa stigið fyrst á svið. Ekki naut hún form- legrar menntunar í þeim efnum fremur en margur annar, en hins vegar er hún gott dæmi þess að það eru hæfileikarnir sem reynast drýgstir þegar allt kemur til alls, hvað sem allri skólun líður. Ferill hennar var í mestum blóma á Akureyri á árunum 1968-1980, en fimm árum fyrr lék hún þar sitt fyrsta hlutverk og fimm árum síðar lék hún sitt síðasta veigamikla hlut- verk í Samkomuhúsinu í leiknum um Sölva, Ég er gull og gersemi. En viðfangsefni hennar spönnuðu allt frá Höllu í Fjalla-Eyvindi til Ketils skræks í Skugga-Sveini; hún var frú Birling í Óvæntri heimsókn eftir Priestley, Múmían í Draugasónötu Strindbergs, Knæpu-Jenný í Tú- skildingsóperunni, Mariska í Það er kominn gestur, Úa í Kristnihaldi undir Jökli, Amanda Wingfield í Glerdýrunum eftir Tennessee Willi- ams, Linda Loman í Sölumaður deyr, Helen í Hunangsilmi, frú Stef- anía Thomsen í Þess vegna skiljum við, Munda í Stalín er ekki hér, frú Lovísa í Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson; lengi mætti telja en slík- ar þulur segja ekki mikið nema þeim sem leiklist unna og vel þekkja til. Þó mun flestum augljóst að hér er óvenjulegri fjölhæfni fyrir að fara. Og það er einmitt á þessum árum sem Leikfélag Akureyrar gerist at- vinnuleikhús og slík umbreytingarár eru viðkvæm og kalla á nýja mæli- kvarða. Það var happ Leikfélagi Ak- ureyrar, að Sigurveig var komin til þess þroska, að hún og nokkrir fleiri leikarar gerðu félaginu mögulegt að taka stökkið. Nú er hún öll og ekki annað eftir en þakka samfylgd og ánægjulegar stundir manneskjulegrar hlýju í list- inni og lífinu. Sveinn Einarsson. Þegar ég hitti Sigurveigu fyrst var hún leikkona á Akureyri. Ég var að fara að leikstýra sakamálaleikrit- inu fræga eftir Agötu Christie, Músagildrunni, og Gísli heitinn Halldórsson hafði bent mér á að þarna í Leikfélaginu fyrir norðan, sem þá var alfarið áhugaleikfélag, væri ótrúlega góð, ung leikkona, sem héti Sigurveig Jónsdóttir. Hún lék sérvitra og nokkuð flókna kven- persónu í þessari sýningu og gerði það með glæsibrag. Nokkrum árum seinna var hún orðin stjarna á Ak- ureyri og átti eftir að vinna þar ótal leiksigra. Heilum áratug síðar vantaði mig sterka leikkonu, sem gæti jafnframt sungið, til þess að fara með hlutverk móður Grettis Ásmundarsonar í frumuppfærslu söngleiksins Grettis. Mér fannst hún henta betur í það hlutverk en þær reykvísku leikkon- ur sem stóðu til boða og bauð henni hlutverkið. Hún sló til og varð þetta fyrsta hlutverk hennar í Reykjavík. Í kjölfarið flutti hún suður, þótt hún ætti reyndar eftir að leika mörg burðarhlutverk á Akureyri síðar. Hún lék ýmis hlutverk á leiksviðum hér syðra, meðal stærstu hlutverka hennar var ein ekknanna í gaman- leiknum Kirkjugarðsklúbbnum í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún var í góðum félagsskap stórleikaranna Þóru Friðriks, Guðrúnar Stephen- sen, Margrétar Guðmunds og Bessa Bjarnasonar og stóð þeim fyllilega á sporði. Og þótt það þætti nú ekki merkilegt þá, er ekki amalegt í ljósi síðari tíma, að hafa verið hin fyrsta Stína símalína í Latabæ! Hún varð eftirsótt í kvikmyndir og ýmis sjón- varpsverkefni. Þar reis hæst leikur hennar sem Karólína spákona í Djöflaeyju Friðriks Þórs þar sem fór hún á kostum og skóp ógleym- anlega persónu. Hún hafði laglega söngrödd með sterkum persónuleg- um blæ og kunni vel að beita henni eins og heyra má í sérlega flottum söng hennar á Grettisplötunni gömlu. Sigurveig var metnaðarfull og vandvirk leikkona, sem lagði allt af mörkum hverju sinni. Þótt hún hefði ekki eiginlegt leikaranám að baki, varð hún í reynd sannur atvinnu- maður í leikhúsi og lék ógrynnin öll af hlutverkum. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og það var allt- af gaman að starfa með henni. Ég heyri fyrir mér hennar rámu sjarm- erandi rödd og smitandi hlátur. Því það var gleði og kæti kringum Sig- urveigu, hún lífgaði upp á umhverfi sitt en samt af hógværð og hlýju, fullkomlega laus við að þurfa að taka þá athygli sem sumir krefjast í fjöl- menni. Síðustu árin átti Sigurveig við Alzheimers-sjúkdóminn að stríða og þótt hún áttaði sig ekki alltaf á hver við vorum, gömlu vin- irnir hennar í leikhúsinu, geislaði hún af gleði þegar hún kom á sýn- ingar og hitti öll þessi gamalkunn- ugu andlit. Og við, sem nú kveðjum hana, minnumst hennar með söknuði en með bros á vör vegna allra skrítnu og skemmtilegu persónanna, sem hún skilur eftir í minningunni. Stefán Baldursson. Sigurveig var skólasystir okkar og góð vinkona. Ung að árum kom hún til Akureyrar til að afla sér framhaldsmenntunar og var einn af 69 nemendum sem útskrifuðust frá Gagnfræðaskólanum þar, vorið 1948. Sigurveig var sannarlega gleði- gjafi á meðal skólasystkina sinna, glaðvær, skemmtileg, hlý í viðmóti og lagði alltaf gott til mála. Hún var skarpgreind og fyrir- myndarnemandi á öllum sviðum. Aldrei lá hún á liði sínu við að hjálpa okkur hinum við að leysa erfið verk- efni. Það kom fljótt í ljós hvert hugur hennar stefndi með áframhaldandi nám. Leiklistin var henni í blóð borin og margir urðu leiksigrar hennar á starfsævinni, bæði norðan heiða og sunnan. Við fylgdumst vel með vel- gengni hennar, hvort sem það var á leiksviðinu, í sjónvarpinu eða í kvik- myndum. Hlutverk hennar í Djöfla- eyjunni verður lengi í minnum haft og af mörgum talið að það hafi verið hennar stærsti sigur á leiklistar- brautinni. Þótt leiðir skildu og annir hvers- Sigurveig Jónsdóttir Síðustu daga höfum við verið að rifja upp góðar stundir með afa. Af nógu er að taka. Afi var ótrúlega glaðvær maður og þeg- ar við hugsum til hans sjáum við hann fyrir okkur brosandi og hlæj- andi. Þegar öll fjölskyldan var saman á Ustica tóku sér allir smáblund um eftirmiðdaginn nema við, Hrannar Haraldur Guðmundsson ✝ Haraldur Guð-mundsson fædd- ist í Ólafsvík 28. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness miðviku- daginn 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 16. febrúar. og afi. Afi var sjálf- skipaður sundlaugar- vörður, sá um að allt væri hreint og fínt og lá við að hann fengi sólsting við starfið. Afi mátti ekkert aumt sjá. Alltaf þegar við vorum hjá ömmu og afa fórum við í verslunarferð á Blómsturvelli á Hellis- sandi. Í eitt skiptið stoppaði afi bílinn þeg- ar hann sá kríuunga á veginum, það hafði verið keyrt yfir vænginn á honum. Afi tók ungann upp og færði hann yf- ir í móann. Ég held að hann hafi tek- ið þetta alveg jafn nærri sér og við systurnar gerðum. Elsku afi, hvíldu í friði. Guðný og Sigrún Pétursdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.