Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÓINNLEYSTUR hagnaður við- skiptabankanna þriggja af lækkun krónunnar á undanförnum vikum nemur um 154 milljörðum króna. Þar af er hagnaður Kaupþings lang- mestur, ríflega 101 milljarður króna frá áramótum. Hinir bankarnir tveir komast ekki nálægt þeim upphæðum sem Kaupþing hefur hagnast um en hagnaður þeirra af falli krónunnar er engu að síður töluverður. Rétt er að geta þess að þessar tölur eru mið- aðar við upplýsingar í uppgjörum bankanna fyrir árið 2007, þ.e. þær byggjast á gjaldeyrisjöfnuði bank- anna frá áramótum en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa allir bankarnir bætt við sig erlendum gjaldeyri það sem af er ári þannig að óinnleystur hagnaður þeirra af lækkun krónunnar er ef eitthvað er meiri en fram kemur hér að ofan og í meðfylgjandi töflu. Gengisvísitalan var 152,279 stig samkvæmt opinberu viðmiðunar- gengi Seðlabanka Íslands í gær, sem er 8,1% hækkun frá sl. föstudegi, og hefur hún aldrei verið skráð hærri. Hæsta gildi gengisvísitölunnar fram til gærdagsins var 151,16 stig sem skráð var í lok nóvember 2001. Um áramót var vísitalan 120 stig og hef- ur gengi krónunnar því lækkað um 26,9% það sem af er ári. Í þeim út- reikningum sem hér birtast er miðað við viðmiðunargengi Seðlabankans. Vörn á eiginfjárhlutfalli Um áramót var 556 milljarða króna halli á gjaldeyrisjöfnuði bank- anna, samkvæmt uppgjörum þeirra, sem felur í sér að þeir áttu andvirði 556 milljarða króna meira í erlend- um gjaldmiðlum en krónum, þ.e. bankanir höfðu tekið stöðu gegn krónunni sem nemur 556 milljörð- um. Veiking krónunnar felur því í sér að verðmæti erlenda gjaldeyris- ins, í krónum talið, eykst sem veik- ingunni nemur. Hér er þó um að ræða óinnleystan gengishagnað, hygðust bankarnir innleysa hagnað- inn þyrftu þeir að jafna hallann á gjaldeyrisjöfnuðnum út með kaup- um á íslenskum krónum. Það hefði í för með sér gengisstyrkingu því eft- irspurn eftir krónum myndi myndast og þrýsta verðinu á þeim upp. Inn- leystur hagnaður bankanna af lækk- un krónunnar yrði því líklega seint jafnhár og þær tölur sem hér eru. Bankarnir skilgreina neikvæðan gjaldeyrisjöfnuð sinn, séð frá krón- um, sem vörn á eiginfjárhlutfalli, eigið fé er í íslenskum krónum og skreppur efnahagsreikningurinn ört saman við mikla styrkingu krónunn- ar en þenst við lækkun af því tagi sem nú er uppi á teningnum. Um leið sveiflast eiginfjárhlutfallið til og frá, sem ekki myndi auka traust á við- komandi félagi. Út frá skilgreining- unni er því um eins konar sveiflu- jöfnunarbúnað að ræða. Kaupþing hagnast mest Sem fyrr segir hefur Kaupþing hagnast langmest á lækkun krón- unnar enda hefur bankinn mestan halla á greiðslujöfnuði sínum. Staða hans á móti krónunni var um áramót ríflega 364 milljarðar króna. Miðað við 26,9% hækk- un gengisvísitöl- unnar það sem af er ári og gengis- fall krónunnar hefur bankinn hagnast um ríf- lega 101 milljarð króna. Halli á gjald- eyrisjöfnuði Landsbankans var um áramót ríflega 114 milljónir króna og hefur bankinn hagnast um tæplega 30 milljarða það sem af er ári. Halli á gjaldeyrisjöfnuði Glitnis nam tæplega 78 milljörðum króna um áramótin og hefur bankinn hagn- ast um tæpa 23 milljarða frá áramót- um. Ekki raunveruleg verðmæti „Megnið af þeirri upphæð sem hér er um að ræða bætist við eigið fé bankans en lítill hluti þess bókast sem hagnaður af veltufjáreignum á rekstrarreikningi bankans,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, aðspurður um þann óinnleysta hagnað sem bankarnir hafa fengið í kjölfar veikingar krón- unnar. Hann segir það óvarlegt að setja málið fram á þann hátt að Kaupþing sé að hagnast verulega á veikingu krónunnar. „Hið rétta er að okkur hefur tekist að verja eiginfjár- hlutfall bankans í gegnum þessar miklu sveiflur sem hafa orðið á gjald- eyrismarkaði á undanförnum vik- um,“ segir Hreiðar. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir mikilvægt að benda á að þessi hagnaður sé allur í krónum talinn, en megnið af starfsemi bankans fari fram erlendis. „Þar stöndum við nokkurn veginn á sama stað,“ seg- ir Lárus. Hann segir gjaldeyriseign bankanna fyrst og fremst til að verja eigið fé þeirra fyrir gengissveiflum og þó núverandi staða krónunnar gefi til kynna mikinn hagnað, sé ekki um raunverulega verðmætasköpun að ræða. Mikilvægt sé að halda vissri gjaldeyrisstöðu, ekki síst í ljósi markaðsaðstæðna. Hjá Glitni er gjaldmiðlahreyfing færð yfir eigið fé, en vaxtakostnaður við gjaldeyris- stöðu fer inn í rekstrarreikning. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir gengishagnað hvers árs fara í gegnum rekstrar- reikning bankans. Gjaldeyrisstaðan dragi mið af því að eiginfjárhlutfall hans sé stöðugt, óháð gengisþróun. „Gengisbreytingar geta haft mikil áhrif á eigna- og skuldastöðu erlend- is. Bankar eiga almennt lítið eigið fé miðað við stærð, hjá Landsbankan- um er það t.d. um 10,7% eigna. Við þurfum að uppfylla vissar kröfur um eiginfjárhlutfall og því verðum við að verja okkur fyrir sveiflum.“ Óinnleystur hagnaður bankanna 154 milljarðar Óvarlegt að segja að bankinn hagnist á falli krónunnar segir forstjóri Kaupþings    !   "   #  $  % ! # #            !  " #  ! $  % & '  ()         * + + ++  , -. / + 0 #. 1  2(                                          , -. / + 0 #. 1  2(  &'(3 (  ((3 ())3 '3 '3 **)3 '(3                                 ! 4   ! 4  + #   "  ! #         Hreiðar Már Sigurðsson Sigurjón Þ. Árnason Lárus Welding Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Í SAMTÖLUM mínum við fulltrúa þeirra mannúðar- og félagasamtaka sem hér eru að störfum kom fram að þeir teldu sig ekki geta starfað í Afganistan ef hér væru ekki alþjóð- legar öryggissveitir,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en opinber heimsókn hennar til Afganistans hófst í gær. Á fyrsta heimsóknardegi sínum tók ráð- herra þátt í móttöku í höfuðstöðvum ISAF í Kabúl fyrir fulltrúa frá alþjóðasamfélaginu í Afganistan, m.a. fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Alþjóðabankans og Rauða krossins auk fulltrúa mannréttinda- samtaka og félagasamtaka sem Íslendingar hafa starfað með á svæðinu. Aðspurð hvað sé efst á baugi í viðræðum aðila segir Ingibjörg að rætt sé um stöðuna í landinu og hvort ár- angur sé að nást. Auðvitað meðvituð um hætturnar Spurð hvort sér finnist ógnvekjandi að dvelja í Afganistan á sama tíma og frá landinu berast fréttir af átökum og sjálfsmorðs- sprengjuárásum svarar Ingibjörg því neit- andi. „Auðvitað er maður alveg meðvitaður um að það eru hér hættur sem maður þarf að búa sig undir og reyna að forðast,“ segir Ingi- björg og bætir við að sér finnist aðdáunarver- ðast að hitta allt það hæfa fólk sem vinni fyrir hin margvíslegu félagasamtök, mannúðarsamtök og ríkis- stjórnir, af fúsum og frjálsum vilja af því það hafi svo mikla löngun til þess að sjá breytingar, þ.a. að hlutirnir geti færst til betri vegar í Afganistan. „Þetta er gríðarlega öfl- ugt, hæft og vel menntað fólk sem ég hitti hér í kvöld. Við getum verið mjög stolt af Íslendingum sem starfa hérna. Ég er mjög stolt yfir því hvað Íslendingar sem eru á okkar vegum hérna eru kraft- og kjarkmikið fólk.“ En telur ráðherra að þeir sem eru að störf- um í Afganistan séu bjartsýnir á nánustu framtíð? „Mér finnst almennt að í raun sé ástandið betra heldur en fréttaflutningur gefi tilefni til að ætla. Vegna þess að þær árásir sem hér eru eiga ekki við um landið allt held- ur eru bundnar við ákveðin svæði sem allir vita að eru hættuleg og að þar megi búast við hryðjuverkum,“ segir Ingibjörg og tekur fram að vissulega hafi öryggisástandið ekki batnað að undanförnu. Á næstu dögum mun ráðherra skoða þau verkefni sem Íslendingar taka þátt í, auk þess að hitta afganska ráðamenn. „Getum verið stolt af Íslendingunum“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir HÉR sjást börn kíkja á glugga grunnskólans í Ittoqqortoormiit (Scoresby-sundi) þegar Hróksmenn gerðu klárt fyrir fjöltefli Róberts Harðarsonar við 50 manns sl. sunnudag. Þetta er í annað sinn sem Hróksmenn heim- sækja bæinn en þar er nú starfrækt taflfélag. Ljósmynd/Andri Thorsteinsson Forvitin um hrókeringarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.