Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Peter Jonesfæddist í Middl- esborough, Eng- landi, 26. janúar 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 11. mars síðastliðinn. Ungur að árum missti Pet- er foreldra sína og dvaldist um tíma hjá ættingjum. Hann lærði til kokks og ferðaðist víða um heim þar til leið hans lá til Íslands árið 1979. Hóf hann störf við fisk- vinnslu á Patreksfirði en hélt til Grímseyjar 1981 þar sem hann Þorleifsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 7. maí 1977, gift Helga Níelssyni endurskoðenda, f. 1972, þau eiga tvö börn, Hauk og Mar- gréti, og b) Kári Þorleifsson nemi, f. 9. janúar 1981. Fjölskyldan fluttist árið 1987 til Akureyrar þar sem Peter lærði málmiðn og hóf störf hjá Hitaveitu Akureyrar þar sem hann starfaði til dánardags. Peter var virkur í starfi innan Íþróttafélagsins Þórs þar sem hann sat um árabil í stjórn knattspynudeildar, var formaður unglingaráðs og formaður knatt- spyrnudeildar um tíma. Peter var einnig í stjórn Starfsmannafélags Akureyrarbæjar þar sem hann gegndi fjölda starfa, þar á meðal varformennsku um skeið. Útför Peters verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kynntist konu sinni, Ingibjörgu M. Gunn- arsdóttur, f. 7. októ- ber 1957. Foreldrar hennar eru Gunnar Konráðsson, f. 1920, d. 2004, og Stella Stefánsdótir, f. 1923. Sonur Peters og Ingi- bjargar er Helgi Jon- es pípulagninganemi, f. 13. ágúst 1983, í sambúð með Nönnu Dröfn Björnsdóttur lögfræðinema, f. 20. janúar 1984, og eiga þau tvö börn, Angelu Mary og óskírðan dreng. Börn Ingibjargar af fyrra hjónabandi eru a) Þóra Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sæll að sinni, ástin mín, Þín Ingibjörg Margrét (Inga Magga) Elsku Pétur. Þú komst inn í líf mitt skömmu áð- ur en ég varð sex ára. Ein af fyrstu minningum mínum um þig er þegar þú gerðir afmælisköku handa mér þegar ég var 6 ára. Eftir það var það þitt hlutverk að hanna og skreyta af- mæliskökurnar okkar. Ég man líka að þegar ég var lasin komstu oft með eitthvað skemmtilegt úr kaupfélag- inu. Síðasta veturinn okkar í Gríms- ey varst þú á Súlunni og varst dug- legur að senda óvænta pakka heim til Grímseyjar, man ég helst eftir bleiku fínu skólatöskunni minni og öllum ís- sendingunum, sem þá var algjör munaðarvara í Grímsey. Þegar við fluttumst til Akureyrar var að sjálfsögðu keyptur bíll og reyndar varstu alltaf að skipta um bíl fyrstu árin okkar á Akureyri, við mis- miklar vinsældir fjölskyldunnar. Man ég til dæmis eftir fögrum tárum hjá einni þegar forláta ljósblár Skodi var keyptur, í hann ætlaði ég sko aldrei að fara. Man þó eftir einni ferð í Hagkaup á þeim þrem vikum sem þú áttir hann. Þú varst duglegur að gera eitthvað skemmtilegt með okkur um helgar. Voru það gjarnan bílferðir, þar sem sundtaskan var með, og ómögulegt var að vita hvar við enduðum, sér- staklega ef afi Nunni var með. Stund- um var mamma frekar pirruð þegar við mættum heim löngu seinna en áætlað var, því auðvitað var enginn gemsi til að láta vita af breyttum plönum. Þegar við systkinin byrjuð- um í íþróttunum varstu duglegur að fylgjast með okkur. Ef ég var að spila á Þórsvellinum og þú varst ekki á vellinum, gat ég séð móta fyrir þér í stofuglugganum í Borgarhlíðinni. Þegar unglingsárin færðust yfir stóðum við oft í stríði og vorum ekki alveg sammála um mikilvægi allra reglna. Ég hef oft sagt að ég hafi rutt brautina fyrir bræður mína því þegar þú sást að ég komst áfallalaust í gegnum unglingsárin fengu þeir nú mun rýmri reglur, ekki satt? Þegar unglingsárin liðu hjá urðum við miklir vinir. Þegar ég fluttist ung að heiman og kynntist Helga fljótlega eftir það varstu iðulega að biðja mig að fara varlega. Þegar við Helgi giftum okk- ur varðstu meyr þegar ég bað þig að leiða mig inn kirkjugólfið og það var stoltur faðir sem leiddi dóttur sína og pabba Lalla inn gólfið í Grundar- kirkju 7. júlí 2001. Þegar við Helgi áttum von á okkar fyrsta barni hlakkaðir þú mikið til. Þannig fór að rúmum mánuði áður en Haukur fæddist veiktist þú, fékkst hjartastoppið sem þú náðir þér samt svo fljótt og vel af. Þannig tengdir þú fæðingu hans og bata þinn við nýtt upphaf sem þú ætlaðir svo sannar- lega að njóta vel. Allir þínir bestu eiginleikar komu í ljós þegar þú varðst afi. Þú varst ekk- ert hræddur við litla ungann, bleyju- skipti og svæfingar. Þú saknaðir Hauks mikið þegar við fluttumst með hann suður en hann var ekki gamall þegar hann fór að fara einn í heim- sókn norður til afa og ömmu. Þér fannst alltaf svo erfitt að kveðja, en það gerði kveðjustundina alltaf létt- bærari ef við vorum búin að ákveða næstu heimsókn. Þegar við kveðjumst nú er óvíst hvenar við hittumst aftur, en vissan um það og góðar minningar eru huggun á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt. Þín Þóra. Margar minningar sækja að þegar við setjumst niður og skrifum minn- ingarorð um pabba, svo löngu fyrr en okkur þykir sanngjarnt. Margar tengjast þær íþróttafélaginu Þór þar sem við bræður stunduðum hand- bolta og fótbolta og væri synd að segja að pabbi hefði ekki látið það sig skipta. Hann fór í ótal ferðir sem far- arstjóri í handbolta- og fótboltaferð- um okkar og var kominn í stjórn ung- lingaráðs knattspyrnudeildar fljótlega eftir að við byrjuðum að æfa með Þór. Pabbi hafði sérstaklega gott lag á börnum og var vinsæll fararstjóri, svo vinsæll að hann var fenginn í nokkrar ferðir þó við bræður værum ekki að spila með viðkomandi flokki. Hann sat í nokkur ár sem formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar og þaðan lá leið hans í stjórn knatt- spyrnudeildar þar sem hann sat meira og minna frá 1995 til 2008, um tíma sem formaður. Pabbi hlaut bæði silfur- og gullmerki Þórs fyrir störf sín í þágu félagsins. Þór og Þórsvöllurinn spilaði stóra rullu í okkar uppvexti enda bjuggum við nánast í ,,heiðursstúku“ vallarins þar sem útsýnið úr Borgarhlíðinni yfir völlinn var gott og ósjaldan var horft á leiki þaðan. Sú hefð skapaðist þegar við bjuggum í Borgarhlíðinni að fjöldi ættingja kom í heimsókn á þrettándanum og yngstu börnin gátu fylgst með álfum og jólaveinum með- an þeir eldri gæddu sér á veitingum að hætti mömmu. Pabbi var afbragðs kokkur og lærðum við ungir að borða ýmislegt sem ekki gat talist hversdagsmatur þá og þær eru orðnir ansi margar veislurnar sem pabbi sá um, ótal fermingarveislur og margir viðburð- ir á vegum Þórs. Eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst pabba eru sunnudagsrúntar með honum og afa Nunna þegar við vorum pollar. Í slíkar ferðir var haldið með enga ferðaáætlun, nóg af gosi og stóran kassa af Prince Polo. Afi átti það til að stinga upp á ,,smá“ bíltúrum út fyrir bæinn og þegar áfangastað var náð var afi duglegur við að stinga upp á nýjum og nýjum stöðum sem gam- an væri að ,,skreppa“ til. Þannig teygðist og teygðist á ferðunum og oft komið langt fram á nótt þegar við komum aftur heim til Akureyrar. Pabbi hafði einstaklega gaman af þessum ferðum enda afi hafsjór fróð- leiks um landið og miðin. Það var svo sterkur leikur að opna Prince Polo- kassann ef við bræður fórum að ókyrrast aftur í. Oft fékk afi okkur til að syngja fyrir sig og verðlaunaði svo gaulið með súkkulaðinu sem senni- lega hefur oft farið langt yfir æski- legan dagsskammt manneldisráðs. Það er ógleymanlegt þegar við einu sinni vorum að rúnta í Skagafirði og afi mundi allt í einu eftir Siggu frænku sem hann hafði ekki séð lengi. Auðvitað var stefnan tekin þangað og áttum við eftir að fara margar ferðir til Siggu frænku upp frá því. Það væri hægt að leggja allan Moggann undir skrif um þig pabbi, svo sem þína útgáfu af íslensku máli, hvað þú varst stórkostlegur afi, margar minningar af vellinum og ýmislegt fleira en hér látum við stað- ar numið, með sárum söknuði en innilegu þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Kári og Helgi. Elsku afi okkar. Mikið vorum við heppin að eiga þig fyrir afa, þó það hafi verið svo allt of stutt. Þú varst mikill og einlægur afi. Þú vildir taka þátt í uppeldi okkar og fylgdist vel með okkur. Þið Haukur voruð búnir að eiga margar góðar stundir saman. Þú varst duglegur að fara með Hauk í sund og gera skemmtilega hluti. Þegar litla fjöl- skyldan bókaði Spánarferð í ársbyrj- un 2005 liðu ekki margir dagar þang- að til þú hringdir og spurðir hvort afi og amma mættu ekki koma með. Þar áttum við svo yndislegan tíma þar sem þið Haukur brölluðuð ýmislegt meðan mamma, pabbi og amma lágu í sólbaði. Það varst líka þú, afi, sem kenndir Hauki að borða nammi og gafst hon- um ís við hvert tækifæri, en þú sagðir alltaf að afar og ömmur mættu spilla uppeldinu. Þú varst líka snillingur í að fegra frekjuköstin okkar, við er- um nefnilega ekki frek, vitum bara hvað við viljum. Elsku afi, við viljum þakka fyrir allar bullusögurnar sem þú sagðir okkur þegar þú varst að svæfa okkur og fyrir fallega sönginn þinn. Það voru nefnilega ófá skiptin sem Hauk- ur sofnaði í afa „holu“ og kom aldrei annað til greina þegar við vorum í heimsókn og fengum að gista. Þá sofnaði Haukur líka oft á bumbunni þinni afi, fyrir framan sjónvarpið, bumbunni sem var að mestu leyti horfin í öllum veikindum þínum. Það var duglegur lítill strákur sem fór á sjúkrahúsið að kveðja afa og við eigum eftir að sakna þín ósköp mikið þó að Margrét eigi nú varla eftir að muna mikið eftir þér þar sem hún var ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér nema fyrstu tvö ár ævi sinnar. Við þökkum líka fyrir stund- ina sem við fengum með þér á sjúkra- húsinu í Reykjavík nokkrum dögum áður en þú kvaddir en þá var engu líkara en að Margrét væri að kveðja þig þegar hún hljóp í hálsakot þitt og gaf þér „stóran faðm", en hún hafði fram að því verið svolítið feimin við þig í þeirri heimsókn. Elsku afi, við geymum mynd af þér Peter Jones ✝ Gerður ElínIngvadóttir fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1955. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Böðv- arsdóttir, f. í Bolholti á Rangárvöllum 3. janúar 1932, og Ingvi Þorgeirsson, f. í Hafnarfirði 4. októ- ber 1924, d. 3. nóv- ember 2002. Systkini Elínar eru Guðmundur Karl, f. 23. júlí 1953, og Tryggvi, f. 7. sept- ember 1957, kvæntur Önnu Gúst- afsdóttur. Börn Ingva eru Þorgeir, f. 23. júlí 1944, kvæntur Guðrúnu Þorgeirsdóttur, og Margrét Sig- urrós, f. 1. nóvember 1946, gift Kristini Guðmundssyni. Elín giftist 3. janúar 1992 Jóni Kristjánssyni, f. 23. október 1950. Foreldar hans eru Kristján M. Jónsson, f. á Borgareyri í Mjóafirði 1. mars 1926, d. 2. júlí 1996, og Matthildur Magnúsdóttir, f. á Upp- sölum í Eiðaþinghá 31. maí 1922. Börn Elínar eru: 1) Björg, f. 24. október 1971, gift Hrannari Magnússyni, f. 4. júní 1970. Börn þeirra eru Ingvi Már, f. 24. október 1995, Magn- ús Már, f. 12. apríl 2000, og Hrefna Rós, f. 26. október 2001. 2) Eiríkur Daníel, f. 27. ágúst 1976. Börn Jóns eru Geir Flóvent, f. 23. janúar 1970, Stefán Magnús, f. 1. desem- ber 1971, og Hildur Björg, f. 22. febrúar 1974. Uppeldisdóttir Jóns er Dagný Gísladóttir, f. 28. apríl 1969. Elín bjó á Selfossi til þriggja ára aldurs en þá fluttust foreldrar hennar til Njarðvíkur þar sem hún bjó að mestu síðan. Hún vann ýmis verkamanna- og verslunarstörf. Saman áttu þau hjónin annað heimili í Dalnum í Þjórsárdal, þar sem þau dvöldu flestum stundum. Útför Elínar fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Elín. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Takk fyrir allt og allt … Ég elska þig. Þinn eiginmaður Jón. Elsku Elín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin á annan og betri stað þar sem þú þjáist ekki lengur. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason.) Elsku Jón, Bagga og aðrir aðstand- endur, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kveðja, Hrólfur og Ragna, Dalbúar. Elsku systir, hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Við munum ávallt minnast þín og sakna. Guð geymi þig og blessuð sé minning þín. Við biðjum Guð um að styrkja ástvini þína. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Tryggvi og fjölskylda. Elsku vinkona. Nú hefur þú kvatt okkur og langar okkur til að kveðja þig með þessum orðum. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku Jón, Bagga, Björg, Eiríkur og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Þín er sárt saknað, elsku Elín, Einar og Þórdís (Dísa). Elskuleg vinkona mín er kvödd í dag, og minningarnar frá æskuárum okkar hrannast upp. Fyrstu minning- arnar eru prakkaraskapur á Selfossi sem við geymum í poka minninganna. Eftir að þú fluttir í Njarðvíkina voru samverustundirnar ekki mjög marg- ar en alltaf þegar við hittumst var líf og fjör í kringum okkur og hélst það fram á síðasta dag. Alltaf gátum við fundið spaugilegu hliðarnar á öllu sem henti okkur, sama hvað það var, við vorum nú ekki að taka hlutina allt- of alvarlega. Mig langar til að kveðja þig, elsku Elín mín, með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við Torfi og strákarnir sendum mömmu þinni Jóni, börnum þínum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona Guðrún. Elín Ingvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.