Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 beinaber, 8 ganga, 9 valska, 10 liðinn tími, 11 seint, 13 vesæll, 15 álkan, 18 frásögnin, 21 títt, 22 kostnaður, 23 full- kominn, 24 veikur jarð- skjálfti. Lóðrétt | 2 angist, 3 toga, 4 rugga, 5 brúkum, 6 glingur, 7 skordýr, 12 fugl, 14 kvenmannsnafn, 15 karldýr, 16 hnettir, 17 fylgifiskar, 18 gafl, 19 koma að notum, 20 líf- færi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gjarn, 4 hirða, 7 örlar, 8 felum, 9 not, 11 tuða, 13 barn, 14 fossa, 15 tagl, 17 rövl, 20 Áki, 22 nálar, 23 lyddu, 24 skapa, 25 temja. Lóðrétt: 1 gjökt, 2 aflið, 3 norn, 4 heft, 5 rella, 6 amman, 10 orsök, 12 afl, 13 bar, 15 tanks, 16 gilda, 18 öldum, 19 lauma, 20 Árna, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er einstaklega þreytandi að skilgreina hlutina núna, auk þess sem það skiptir engu hvað er gamalt, nýtt, verð- mætt, verðlaust, fyndið … Þetta er bara til. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert á veiðum! Með nokkrum góð- um símtölum eða stuttri ferð geturðu fundið hina fullkomnu manneskju eða hugmynd. Í kaupbæti finnurðu kímni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Atburðir sinni partsins hafa til- finningaleg áhrif á þig – atburðir sem reyndar myndu snerta hvaða töffara sem er. En þar sem þú ert viðkvæmur svarar þú í samræmi við það. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er sama hvað truflar þig, þú kemst yfir það – ekki með átaki heldur þolinmæði. Rólegar stundir með sjálfum þér gefa þér orku til að takast á við flest. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lífið á það til að stokka hlutina upp svo þú raðir þeim aftur í rétta forgangs- röð. Er hún rétt núna? Hún er tækifæri til að láta dýrmætustu draumana rætast. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Loksins hittir þú einhvern sem þú hefur mikið heyrt talað um eða vin sem þú hefur ekki lengi séð. Þetta er óvænt en engin tilviljun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert menningarlegur og gáfulegur en hefur samt mikinn áhuga á dæg- urmenningu. En góð blanda af há- og lág- menningu gerir lífið skemmtilegt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það sem þú gerir til að fá út- borgað er frekar fúlt. Manstu hvað þér fannst spennandi við þetta starf? Reyndu að muna, þá léttist lundin og einnig byrð- in. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú eyðir mikilli orku í að finna út hvað hentar þér best. Talaðu við fólk sem sér lífið í sama ljósi og þú. Þá mun renna upp fyrir þér bjart ljós. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Kennari, foreldri eða gáfaður vinur bentu þér eitt sinn á sérstakan hæfileika sem þú býrð yfir. Nú getur þú fínpússað hann og jafnvel grætt pening á honum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er eitthvað sem ekki geng- ur upp í áætluninni. Stundum fara hug- myndir þínar ekki saman við raunveru- leikann. Reyndu að aðlaga þær. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur unnið innri vinnu og sérð ytri árangur. Einstakar og einlægar sam- verustundir verða mögulegar þar sem þú ert nógu hugaður til að fella brynjuna. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O–O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O–O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. d5 Bd7 13. Rbd2 c4 14. Rf1 Rb7 15. g4 Rc5 16. Rg3 g6 17. Rh2 Re8 18. Kg2 Rg7 19. f4 f6 20. Rf3 a5 21. f5 b4 22. h4 gxf5 23. gxf5 Kh8 24. h5 b3 25. axb3 cxb3 26. Bb1 Bb5 27. Rh4 Bd8 Staðan kom upp á opna Reykjavík- urmótinu sem lauk fyrir skömmu. Kínverski stórmeistarinn Wang Hao (2665) hafði hvítt gegn Degi Arn- grímssyni (2359). 28. Rg6+! hxg6 29. hxg6 Ha7 30. Hh1+ Kg8 31. Hh7 og svartur gafst upp enda fyrirséð að hvítur komi drottningu sinni fyrir á h–línunni í næsta leik og þá verður engum vörnum komið við. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is Hvítur á leik. Makker blekktur. Norður ♠K6 ♥43 ♦D96 ♣KG10854 Vestur Austur ♠G732 ♠ÁD5 ♥52 ♥D10876 ♦Á10543 ♦K82 ♣76 ♣32 Suður ♠10984 ♥ÁKG9 ♦G7 ♣ÁD9 Suður spilar 3G. Austur vakti á 1♥, suður sagði 1G og norður hækkaði í þrjú. Rökréttar sagnir og 10 slagir með hjarta út. En vestur á góðan tígul og hittir á að koma þar út. Hvernig sér lesandinn fyrir sér framhaldið’ Væntanlega þannig: Austur fer upp með ♦K og spilar tígli um hæl yfir á ás vesturs, sem skiptir yfir í spaða í gegnum kónginn. Ekki flókið með all- ar hendur uppi, en mjög erfitt í reynd. Mesta hættan er sú að vestur dúkki tígul í öðrum slag til að halda þar opnu sambandi. Sú vörn er eðlileg ef austur spilar „rétta“ spilinu til baka – ♦8, hærra frá tveimur hundum í ríkjandi lengd. Hér verður að blekkja makker til að drepa strax og austur gerir það með því að spila tígultvist- inum. Vestur sér þá engan tilgang í því að dúkka og reiknar út af hyggju- viti sínu að innkoman sé best notuð til að spila spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Tími háspennulína er liðinn, segir varaformaður Orku- veitu Reykjavíkur. Hver er það? 2 Talsmaður neytenda vill að neytendur leiti sátta hjá sýslumanni. Hvað heitir hann? 3 Sleggjukastari í FH tvíbætti Íslandsmetið í greininni. Hvað heitir hann? 4 Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins lauk um helgina. Hvaða hljómsveit sigraði í ár? Svör við spurningum gærdagsins. 1. Hvað var sekt Eimskips fyrir brot á samkeppnislögum lækkuð um mikið? Svar: 80 milljónir. 2. Norðurál hefur hafið fram- kvæmdir í Helguvík undir kerskála. Hver er framkvæmdastjóri Norðuráls? Svar. Ragnar Guðmundsson. 3. Hvað heitir vænd- iskonan sem felldi Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York? Svar: As- hley Alexandra Dupre. 4. Hvað nefnist ryðsveppurinn sem leggst á hveiti og er talinn geta valdið hungursneyð í sumum löndum Afríku? Svar: Ug-99. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig HÁSKÓLINN í Reykjavík og IESE Business School í Barcelona hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyr- irtækja. Námið, s.k. AMP (Adv- anced Management Program), mun fara fram bæði í Reykjavík og í Barcelona. Kynning á náminu fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, þriðjudag, og hefst hún klukkan 17. Kynninguna annast Svafa Grönfeldt rektor og HR og Eric Weber, aðstoðarrektor IESE. IESE er talinn meðal fremstu viðskiptaháskóla í heimi, en hann hefur t.d. verið í efsta sæti á lista Financial Times fyrir bestu stjórn- endaþjálfun viðskiptaháskóla í Evrópu undanfarin fimm ár, segir í frétt frá HR. Námið tekur hálft ár, kennt er í lotum og fer síðasti fjórðungur námsins fram við IESE í Barce- lona. Áherslur í náminu eru al- þjóðlegar og eru kennarar frá löndum beggja vegna Atlantshafs- ins – flestir frá IESE en einnig frá London Business School, Richard Ivey School of Management og NASA. AMP stendur fyrir Advanced Management Program og er nám ætlað æðstu stjórnendum fyr- irtækja. AMP hefur verið kennt um langa hríð við fremstu við- skiptaháskóla í heimi, m.a. við Harvard-háskóla frá 1945 og við IESE í meira en 50 ár. Kennsla byggist mest á s.k. case-aðferð, en hún þykir henta mjög vel til stjórnendaþjálfunar. Í náminu er farið yfir þætti eins og stjórnun og leiðtogafræði, fjármál, að- gerðastjórnun, stefnumótun, markaðsmál, samningatækni, frumkvöðla og nýjungafræði. Skerpt er á leiðtogahæfileikum og þátttakendum kenndar aðferðir sem gera þeim kleift að grípa tækifæri og takast á við erfiðar aðstæður og verkefni. „AMP nám hér við skólann er mikilvægur liður í því að bjóða fyrirtækjum upp á það besta sem gerist í stjórnendamenntun og þjálfun í heiminum í dag. Það skiptir afar miklu fyrir HR að njóta samstarfs við IESE og ráð- gjafar við uppsetningu og rekstur námsins,“ er haft eftir Svöfu Grönfeldt í tilkynningunni. Nám fyrir æðstu stjórn- endur kynnt SHELL býður viðskiptavinum sín- um í páskaleik dagana 18. til 25. mars. Fjöldi vinninga er í boði, svo sem níu ferðavinningar frá Iceland Express, páskaegg frá Nóa Síríusi og ýmsir aðrir smávinningar. „Til að taka þátt í páskaleiknum þurfa viðskiptavinir að kaupa 25 lítra eða meira af eldsneyti á bens- ínstöðum Shell. Við greiðslu fá þeir afhentan skafmiða sem geym- ir hugsanlega vinning. Hægt er að vitja vinninga til 8. apríl nk. á þjónustustöðvum Shell um land allt en ferðavinningar verða af- hentir á skrifstofu Skeljungs í Reykjavík,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Páskaleikur Skeljungs STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlíf- ar ályktaði 13. mars sl. að sú hækkun persónuafsláttar sem stjórnvöld boða á næstu þremur árum væri langt frá því að vera nægjanleg til að gera lágmarks- laun verkalýðsfélaganna líf- vænleg. „Tekjutrygging verkafólks sem í dag er 145 þúsund krónur á mánuði er það lág að hún dugar ekki fyrir eðlilegri framfærslu einstaklings. Augljóst er að upp- gangur og efnahagsbati í íslensku efnahagslífi hefur farið til ann- arra en láglaunafólksins í land- inu. Úr þessu verða stjórnvöld að bæta með því að hætta að skatt- leggja lægstu launin og sjá til þess að skattleysismörk tekju- skatts verði aldrei lægri en um- samin tekjutrygging verkalýðs- félaganna hverju sinni.“ Hækkun per- sónuafsláttar ekki næg FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.