Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 31
Elsku amma mín. Það er ekki
auðvelt að kveðja þig. Þú og afi eruð
búin að vera svo stór og kær hluti af
mínu lífi og minningarnar svo marg-
ar. Þú varst hjartahlý og hugulsöm
amma og mér finnst ég ekki hafa
sagt nógu oft „takk“ fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig. Í hvert skipti
sem ég reyndi þá vildir þú ekki
hlusta á mig og sagðir „Nei, það er
ég sem á að þakka fyrir að fá að
taka þátt í ykkar lífi“. Þetta var
dæmigert svar fyrir þig, svo þakklát
fyrir þann yndislega tíma sem við
áttum saman. Það var ekki alltaf
auðvelt okkar á milli. Við vorum
báðar ákveðnar í skapi og ég var
ekki gömul þegar ég setti fyrst fót-
inn niður yfir stjórnseminni í þér,
nokkuð sem ég hef fengið að heyra
reglulega frá þér orðrétt í 30 ár. Þú
hafðir svo sannarlega mikinn húmor
og hafðir alltaf hnyttin og rétt svör
til handar.
En ég vil samt segja „takk“ fyrir
mig, elsku amma. Takk fyrir allar
stundirnar sem þú hjálpaðir mér
eins og hershöfðingi með heima-
námið mitt. Það var ómetanlegt að
eiga annað heimili hjá ykkur afa eft-
ir skóla. Takk fyrir jarðarförina sem
þú hélst fyrir Jakob páfagaukinn
minn úti í garði á Gullteignum, hún
var mjög virðuleg og Kobba mínum
verðug. Takk fyrir að þú hjálpaðir
mér að prjóna og hekla litlu fötin á
Barbiedúkkurnar mínar, mér finnst
þetta ennþá vera flottustu föt í
heimi. Takk fyrir að taka mig í fang-
ið þitt og hugga mig þegar ég var
döpur og segja mér söguna um að
ég yrði fegurðardrottning þegar ég
yrði stór, sú saga sló alltaf í gegn.
Takk fyrir að fara með mig í sund
og kenna mér fótaleikfimi í pott-
unum. Takk fyrir að leyfa mér að
búa hjá ykkur afa fyrst eftir skilnað
mömmu og pabba. Þú hugsaðir vel
um mig og passaðir svo sannarlega
að ég fengi nóg að borða, vöfflur og
hafratertur þess á milli. Takk, elsku
amma mín, fyrir að vera þú sjálf og
nú segi ég eins og þú „I love you“.
Ég get ekki hætt að hugsa um hann
afa minn sem situr nú með bros á
vör allan hringinn ánægður með að
fá Imbu sína heim í fína húsið. Njót-
ið þess að vera loksins saman á ný.
Þín
Katrín Ýr.
Lífið finnst mér í raun svolítið
eins og túnfífill, óttalegt arfagras
stundum en alltaf ósköp fallegt á lit-
inn.
Þegar ég settist niður og vildi
skrifa nokkur orð um hana ömmu
mína, Ingibjörgu Gísladóttur,
heyrði ég út undan mér Vilhjálms-
lagið Leiðir liggja til allra átta.
Leiðir liggja til allra átta, enginn
ræður för …
Það er næstum hjákátlegt að
hugsa til þess hve einlægt og gott
samfélag ég átti við ömmu mína. Þó
að árin skildu okkur, sextíu og
fimm, var oft ekki að greina að svo
væri. Ætli við höfum ekki upplifað
svolítið af sjálfum okkur hvort í
öðru – ég sá alltént margt í hennar
fari speglast í mér og eflaust var því
eins háttað hjá henni. Lífsnautna-
viljinn hefur verið allríkjandi í okk-
ur báðum. Það var af þeim ástæðum
sem við gerðum okkur stundum
glaðan dag saman. Ég tel mig geta
fullyrt að ég sé einn af fáum sem
hringdi í ömmu sína og spurði hvort
við ættum ekki að kíkja saman út á
Jómfrúna og fá okkur smörrebröd
og einn kaldan? Hvort sem það var
til að skeggræða dönsku konungs-
fjölskylduna, málefni líðandi stund-
ar eða hneisumál innan okkar eigin
fjölskyldu mættumst við sem jafn-
ingjar – orð mín báru alveg jafn-
mikið sannleiksgildi og þau í Billed
bladet, og þau vógu þyngra en flest.
Léttlyndi, lífsglettni og lífsdugn-
aður koma mér kannski helst í hug
ef ég ætti að setja þumalinn á ein-
hver lykilorð í hennar fari. Vissu-
lega er það aðeins brot af skap-
gerðalitrófinu sem hún sýndi en
hvernig sem allt er eru það þau sem
sitja eftir í minningunni.
Þau speglast kannski helst í við-
brögðum hennar daginn eftir, þegar
ég fyrir nokkrum árum hafði komið
heim um nóttina, ærið slompaður,
og það móður minni til mikillar
gremju. Um morguninn áttum við
pantað flugfar til Spánar og amma
var komin til að kveðja. Ég reyndi
að halda höfði gegn ásökunaraugn-
liti móður minnar og kímnisglotti
ömmu minnar sem greinilega vissi
stöðu mála. Þegar við stóðum í dyr-
unum tók amma í höndina á mér og
laumaði tvö þúsund krónum í lófann
en bætti við: ,,Hérna, Ingi minn,
fáðu þér einn tvöfaldan í flughöfn-
inni. Amma splæsir.“
Ef svo er að amma situr einhvers
staðar einhvern tímann og les þessi
orð þá dettur mér í raun aðeins eitt
í hug;
,,Við sjáumst á Jómfrúnni, ég á
víst að splæsa næst.“
Þinn vinur og dóttursonur,
Ingi Vífill.
Við andlát systur minnar, Ingi-
bjargar Gísladóttur, er fallinn frá
sterkur einstaklingur. Hún hafði
einstakt lag á að koma auga á já-
kvæð tækifæri sem lífið hafði upp á
að bjóða og átti auðvelt með að hrífa
aðra með sér.
Nám veittist henni auðvelt og
stefndi hún án efa hátt í þeim efnum
þegar hún varð að hætta í Versl-
unarskólanum, eftir að bíll keyrði
utan í hana og hún fannst liggjandi
meðvitundarlaus á Lækjargötunni.
Eftir slysið vann hún ýmis skrif-
stofustörf, m.a. hjá Morgunblaðinu.
Hún giftist danska listasmiðnum
Leif Bernstorff Hansen, sem síðar
tók sér nafnið Leifur Valdimarsson,
þegar hann fékk íslenskan ríkis-
borgararétt. Gripir úr járni eftir
hann sjást víða í byggingum hér-
lendis og hafa vakið eftirtekt fyrir
fegurð og listrænt form.
Við þökkum Ingibjörgu fyrir um-
hyggju hennar og kærleik um leið
og við biðjum afkomendum hennar
og Leifs guðs blessunar, en því mið-
ur getum við ekki verið viðstödd
jarðarför hennar þar sem við erum
stödd erlendis.
Magnús Ragnar Gíslason og
Gyða Stefánsdóttir.
Látin er heiðurskonan Ingibjörg
Gísladóttir eftir erfiða baráttu síð-
ustu mánuði.
Ég kynntist henni þegar vinátta
tókst með mér og Auði yngstu dótt-
ur hennar þegar við vorum aðeins
níu ára gamlar. Þá bjuggu þau hún
og maður hennar Leifur Valdimars-
son sem lést fyrir fáum árum á Gull-
teig 6, ásamt dætrum sínum Auði og
Heiðu en Hrefna Eleonóra elsta
dóttir þeirra var þá flutt að heiman.
Ég átti lengra að sækja skóla en
aðrir í hverfinu. Fannst þeim hjón-
um þess vegna sjálfsagt að ég gengi
út og inn af þeirra heimili. Eðlilegt
að ég væri þar í mat og gistingu ef
því var að skipta. Þar fékk ég að
smakka danskt bakkelsi en Leifur
var danskur. Hún bauð sig fram í að
passa systurdóttur mína ef á þurfti
að halda þegar lasleiki herjaði á og
hún gat ekki sótt leikskóla. Ekkert
sjálfsagðara og þeirri stuttu þótti
vistin afar góð. Á þeim tímum var
ekki sjálfgefið að foreldrar fengju
frí frá vinnu vegna veikinda barna
sinna. Með söknuði kvaddi ég þessa
góðu fjölskyldu sem hafði reynst
mér svo vel þegar við Auður vorum
12 ára gamlar og þau fluttust til
Danmerkur þar sem þau bjuggu
næstu árin, en þráðurinn var tekinn
upp að nýju eftir að þau fluttu heim
aftur og alltaf mætti manni sama
hlýja viðmótið þegar á Gullteiginn
var komið. Mörgum árum seinna
hagaði þannig til að þau Leif og
Ingibjörgu vantaði aðstoð heima við
með þrif o.fl. Ég sem þá var heima-
vinnandi tók verkið að mér í nokkra
mánuði og gaf það mér mikið að
geta að verki loknu sest niður með
þeim hjónum í kaffi og spjall um
málefni líðandi stundar.
Ég vil að leiðarlokum þakka Ingi-
björgu alla þá hlýju og elskulegheit
sem hún sýndi mér og mínu fólki
alla tíð og sendi dætrum hennar og
aðstandendum öllum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Ingibjörg og
Leifur munu ætið lifa í minningunni
sem einstaklega góðar manneskjur.
Hulda Ólafsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 31
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
Viltu losna við 5-7 kg á 9 dögum?
Þú getur það með Clean 9 frá FLP.
9 daga hreinsikúr með aloe vera.
Sjálfstæður dreifingaraðili FLP.
Björk 894-0562 bsa@simnet.is
www.123.is/aloevera
Húsnæði í boði
Glæsilegt einbýlishús til leigu.
Glæsilegt 290 fm, 7 herb. einbýlishús
í Grafarvogi til leigu frá 1. júní.
5 herbergi, 2 stofur, 2 baðherbergi,
2 eldhús, tvöfaldur bílskúr með sal-
erni, arinn o.fl. Leigist með eða án
húsgagna. Upplýsingar í s. 8974912,
larus@simnet.is
Atvinnuhúsnæði
Verslunar/iðnaðarhúsnæði
óskast!
Óska eftir húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu undir netverslun, ca 30 fm
eða stærra á góðu verði,
vinsamlegast hafið samband í
s. 694 4166 eða 897 1753.
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvík. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Fjárfestið í landi!
Fallegar lóðir við Ytri-Rangá til sölu.
Veðursæld og náttúrufegurð. Land er
góður fjárfestingakostur!
Uppl. á www.fjallaland.is og í
síma 893 5046.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tónlist
Tónleikar! Stabat Mater.
19. mars kl. 20.00 verður Stabat
Mater eftir Pergolesi flutt í Ytri-
Njarðvíkurkirkju. Flytjendur: Sigrún
Þorgeirsdóttir sópran, Gunnhildur H.
Baldursdóttir mezzósópran,
Julian Edward Isaacs undirleikari.
Aðgangur ókeypis.
Til sölu
Softub heitur pottur til sölu.
6 manna rafmagnspottur til sölu.
Nuddstútar. 4ra ára. Mjög lítið notað-
ur. Staðsettur í Apavatnslandi. Verð
220-240 þús. Uppl. í síma 893 2493.
Þjónusta
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingar
Lóð í Reykjavík
Til sölu er 468 fm einbýlishúsalóð
innarlega í botnlanga við Urðarbrunn
í Úlfarsárdal, með teikningum fyrir
205 fm 2. hæða hús. Upplýsingar fást
á urdarbrunnur@simnet.is
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
580 7820
STÓRPRENT
580 7820
PLÖSTUN
GreenHouse vor-sumarvaran er
komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Frímerki, peningaseðlar,
póstkort
Kaupum gömul íslensk frímerki,
peningaseðla, póstkort o.fl. Frá
stökum hlutum upp í stærri söfn.
Frímerki ehf,
sími 692 9528,
naphila@internet.is
Arcopédico hinir einu sönnu
komnir aftur í Rauðagerði 26.
Alltaf góðir. Varist eftirlíkingar.
Opið í dag, þriðjudag, 13 - 19.
Reiðhjól
Chopper reiðhjól
Óska eftir Raleigh Chopper reiðhjóli,
má þarfnast einhverra viðgerða.
Upplýsingar í síma 694 5224.
Chopper reiðhjól.
Óska eftir Raleigh Chopper reiðhjóli,
má þarfnast einhverra viðgerða.
Upplýsingar í síma 694 5224.
Mótorhjól
Harley Softail Heritage 2005.
Eins og nýtt, ekið 1900 mílur, fjöldi
aukahluta, verð 2.350 þ.
Uppl. í 665 8005.
Vélsleðar
Páskagræjan! Skidoo Formula
Deluxe 700cc, árg ´00, nýtt 38mm
belti, nýjar legur í búkka og drifi,
lækkað hlutfall, Tanktaska, sleði í
topp standi, gott stgr. verð,
Gummi s.664-8581.
Þjónustuauglýsingar 5691100