Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 25 MIKIL umræða á síðasta ári um málefni Múlavirkjunar á Snæfells- nesi og Fjarðarárvirkjunar eystra varð til þess að þrjú ráðuneyti lögðu saman í starfshóp til að gera úttekt á verkferl- um tengdum leyfisveit- ingum og eftirliti vegna virkjunarfram- kvæmda. Starfshóp- urinn skilaði áliti til iðnaðarráðherra, sam- gönguráðherra og um- hverfisráðherra 31. janúar sl. og er skýrsla hans mikill áfell- isdómur yfir stjórn- sýslu sem tengist máls- meðferð ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði. Samkvæmt greiningu starfs- hópsins eru lög og reglur varðandi leyfisveitingar, byggingu og eftirlit með smávirkjunum eins og gatasigti þar sem eitt rekur sig á annars horn og mikil mildi að ekki hefur hlotist af stórtjón og mannskaðar. Ekki færri en 11 smávirkjanir sem nýlega hafa verið tengdar dreifikerfinu starfa án rekstrarleyfis sem tilskilin eru í raf- orkulögum. Í engu tilviki náði bygg- ingarleyfi viðkomandi sveitarfélaga til allra þátta virkjunarfram- kvæmdar og eftirlit með hönn- unargögnum og úttektir vegna framkvæmda fóru að- eins fram vegna hluta af hverri framkvæmd. Eftirlit sveitarstjórna með þáttum sem falla undir framkvæmda- leyfi hefur ekki tekið til hönnunar mannvirkja. Aðeins í undantekning- artilvikum hefur Orku- stofnun sinnt fram- kvæmdaeftirliti en talið það vera á verksviði viðkomandi bygging- arfulltrúa. Þeir ásamt Skipulagsstofnun hafa hins vegar túlkað eftirlitshlutverkið þröngt sem leitt hefur til þess að stór hluti virkjunarframkvæmda, í sumum tilvikum stíflugerð og lagn- ing þrýstivatnspípna, hafa í raun ekki verið háð neinu reglubundnu framkvæmdaeftirliti. – Þetta eru þættir sem blöstu við í tilviki Fjarð- arárvirkjunar og undirritaður vakti athygli á í fyrrasumar, fyrir utan það reginhneyksli að sú virkjun var undanþegin mati á umhverfisáhrif- um. Hver stíflan á fætur annarri hefur brostið Fyrir utan eftirlitslausa umhverf- isröskun hefur hvert stíflurofið rekið annað síðustu 3-4 ár auk annarra skemmda á mannvirkjum. Haustið 2004 brast fullgerð stífla í Kerahnjúkavirkjun í Ólafsfirði og fylgdi mikið flóð í Burstabrekkuá sem rauf veg og aðra vatnslögn bæj- arins. Í júní 2005 brast í þurrkatíð efri stífla Sandárvirkjunar í Eyvind- artungu í Laugardal og hlaust af milljónatjón einnig á stíflu neðar í Sandá. Var mesta mildi að ekki urðu slys á fólki og búfénaði. Þann 20. desember 2006 brast stífla í Djúpadalsvirkjun í Eyjafirði og olli vatnsflaumur tugmilljónatjóni á stíflu og virkjanabúnaði. Mildi var að ekki hlaust af manntjón en búfén- aður fórst. Í apríl í fyrra sprakk gamall þrýstivatnsstokkur í Gönguskarðs- árvirkjun í Skagafirði og hlaust af eignatjón á lóðum og landi. Litið til áratugarins fyrir aldamót bætast við fleiri slík hrakföll eins og 1992 við stíflubrest í Gerðubergslæk í Eyjahreppi á Snæfellsnesi en minnstu munaði að rúta lenti í því flóði. Ekki rekur starfshópur ráðuneyt- anna þessa sögu í áliti sínu og er mönnum kannski vorkunn þar sem viðkomandi stofnanir og ráðuneyti eiga auk sveitarstjórna hlut að máli. Þarfar ábendingar og krafa um lagabætur Það er vonum seinna að opinbera kerfið hefur vaknað af dvala sínum áður enn meiri ófarnaður hlýst af handahófinu kringum virkj- anaframkvæmdir einkaaðila. Starfs- hópurinn hefur varpað allskýru ljósi yfir sviðið og sett fram tillögur um hert lagaákvæði og samræmd mál- stök sem mjög hefur skort á. Telur hópurinn að löggjafinn þurfi að taka af öll tvímæli um að virkjunarfram- kvæmdir í heild falli undir bygging- arleyfi og í byggingarreglugerð verði settar reglur um hönnun mannvirkja, skil á gögnum og hæfn- iskröfur til þeirra sem koma að slík- um framkvæmdum. Einnig þurfi stjórnsýslan að taka sig á til að tryggja samráð og samvinnu iðn- aðarráðuneytis, Orkustofnunar og byggingaryfirvalda í aðdraganda leyfisveitinga og við eftirlit. Reynir nú á löggjafann að taka þessi mál föstum tökum. Umhverfisáhrifin í þagnargildi Það skortir á umfjöllum starfs- hópsins að litið sé gagnrýnið á und- irbúning smávirkjana með tilliti til umhverfisáhrifa. Lagaheimildin til að undanskilja virkjanir undir 10 MW afli mati á umhverfisáhrifum er alltof rúm og Skipulagsstofnun og lögboðnir umsagnaraðilar hafa í mörgum tilvikum ekki unnið heima- vinnuna og hleypt framkvæmdum framhjá mati. Aðdragandi Fjarð- arárvirkjunar er t.d. lýsandi dæmi um slík axarsköft. Reynslan sýnir að heimaaðilum er oft ekki treystandi til að leggja mat á nærumhverfi þeg- ar meintir fjárhagslegir og atvinnu- legir hagsmunir eru annars vegar. – Vonandi læra menn þó af þeirri döpru reynslu sem við blasir af framkvæmdum í stíl Bakkabræðra við smávirkjanir í öllum landsfjórð- ungum þessi árin. Undirbúningur smávirkj- ana í megnasta ólestri Álit starfshóps um virkj- analeyfi er áfellisdómur segir Hjörleifur Guttormsson » Lög og reglur varð- andi byggingu og eftirlit með smávirkj- unum eru eins og gata- sigti og mildi að ekki hefur hlotist af stórtjón og mannskaðar. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. HEILBRIGÐ- ISRÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til lyfjalaga þar sem gert er ráð fyrir að ríkið hirði til sín afslátt sjúk- linga af lyfjum sem Tryggingastofnun rík- isins tekur þátt í að greiða. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að póst- verslun með lyf verði heimiluð hér á landi. Afsláttur til TR í stað sjúklinga Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þau apótek sem vilja gefa afslátt af lyfjum tilkynni afsláttinn fyrirfram til Lyfjaverðsnefndar sem birtir síð- an afsláttarverðið í næstu Lyfja- verðskrá. Greiðslufyrirkomulag sjúklinga á lyfjum er þannig að þetta ákvæði mun leiða til þess að af- sláttur sem veittur er af lyfjum sem Trygg- ingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða mun að mestu eða öllu leyti fara til TR en ekki til sjúklinganna eins og nú er raunin. Póstverslun með lyf Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að póst- verslun með lyf verði heimiluð, en slík versl- un hefur verið óheimil hingað til, þó svo að póstsendingar á lyfjum hafi verið heimilar. Sjúklingar sem búa fjarri apótek- um sem selja lyf með miklum af- slætti hugsa því eflaust gott til glóð- arinnar, en því miður hefur framangreint ákvæði varðandi af- sláttinn til TR þau áhrif að sjúkling- ar koma til með að hafa lítinn hag af væntanlegri póstverslun. Gildistaka væntanleg 1. okt. Framangreint frumvarp til laga á að taka gildi 1. október nk. Fram að þeim tíma geta sjúklingar notið fulls afsláttar af öllum lyfjum hjá þeim apótekum sem hann bjóða, hvort sem sjúklingar eða umboðsmenn þeirra fara í viðkomandi apótek með lyfseðla eða láta lækna senda lyf- seðla í viðkomandi apótek og hvort sem lyfin eru sótt eða send með heimsendingarþjónustu eða póst- sendingum. Ríkið ætlar að hirða til sín afslátt sjúklinga af lyfjum Haukur Ingason fjallar um fram komið frumvarp til lyfja- laga Haukur Ingason »… afsláttur sem veittur er af lyfjum sem Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða mun að mestu eða öllu leyti fara til TR en ekki til sjúklinganna eins og nú er raunin. Höfundur er apótekari og eigandi Garðs Apóteks í Reykjavík. STEFÁN Thorstensen tekur sér það fyrir hendur í Morgunblaðs- grein að gefa í skyn að ég hafi þjónað Lands- virkjun með því að segja að aðrar hug- myndir en hugmyndir hennar um virkjun ár- innar séu svo slæmar að ekki taki því að skoða þær. Í tilvitnun í grein mína sleppir hann að geta þess að áður en ég rökstyð það í grein minni hvers vegna aðrar hug- myndir séu verri, segi ég berum orðum, eins og hver maður getur séð sem les þá grein, að „nógu slæm“ sé sú hug- mynd Landsvirkjunar fyrir þótt ekki sé nú farið út í enn verri út- færslu. Nú spyr ég Stefán: Síðan hvenær varð „nógu slæmt“ gott? Í meira en áratug fjallaði ég oft um hugmyndir um virkjun Skaftár í sjónvarpsfréttum og sjónvarpsþátt- um með meiri og ýt- arlegri myndbirtingum en annars staðar hefur verið að fá. Eftir að ég hætti sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu hefur eindregin andstaða mín við þessi áform legið ljós fyrir. Það er ómál- efnalegt hjá Stefáni þegar hann vitnar í grein mína að sleppa úr tilvitnuninni þeirri setningu sem lýsir af- stöðu minni og reyna síðan með útúrsnúningi að gera mér upp aðra skoðun. Spurning Stefáns í upphafi greinar hans er fráleit og til að taka af allan vafa skal ég nálgast þetta svona: Jafnvel Landsvirkjun, sem farið hef- ur fremst allra við að koma Skaft- árvirkjun til leiðar með einhverjum verstu umhverfisspjöllum sem möguleg eru hér á landi, hefur þó ekki látið sér detta í hug hugmyndir í ætt við þær sem Stefán Thor- stensen boðar. Fráleit spurning, Stefán Ómar Ragnarsson svarar Stefáni Thorstensen Ómar Ragnarsson » Stefán sleppir að geta þess að í grein minni sagði ég að „nógu slæm“ væri hugmynd Landsvirkjunar um Skaftárveitu. Hvenær varð „nógu slæmt“ gott? Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. Í LEIÐARA Morgunblaðsins 16. mars 2008 segir að Guð- laugur Þór Þórðarson hafi nú tekið tvær lykilákvarðanir; í fyrsta lagi með því að ráða nýj- an ráðuneytisstjóra heilbrigð- ismála og í öðru lagi með því að gera samkomulag við tvo af æðstu stjórnendum Landspítala um starfslok þeirra. En það furðar leiðarahöfund að ekki hafi samtímis verið ráðinn nýr framtíðarstjórnandi sjúkrahúss- ins, þótt höfundurinn álykti réttilega að fyrir því hljóti að vera rökstuddar ástæður sem ráðherrann eigi eftir að skýra. Landspítali er flóknasta lækningastofnun Íslands. Á spítala eiga fagmenn og lækn- isfræðileg sjónarmið að ráða för. Fráfarandi forstjóri Land- spítala og samverkamenn hans komu á stjórnkerfi á Landspít- ala sem var hvorki faglegt né löglegt. Hann réð um 30 af 35 æðstu stjórnendum, m.a. svo- nefnda sviðsstjóra, án auglýs- ingar. Hann framseldi ákvörð- unarvald lögbundinna læknisfræðilegra stjórnenda (yfirlækna sérgreina, t.d. yf- irmanna heilaskurðlækninga, hjartalækninga, blóðbankans o.s.frv.) til sviðsstjóranna. Hann takmarkaði því áhrif réttra faglegra yfirmanna lækninga á sjúkrahúsinu. For- stjórinn og ráðuneytisstjórinn skelltu skollaeyrum við mál- efnalegum kvörtunum einstakra yfirlækna, hóps yfirlækna og læknaráðsins um úrbætur. Þeir stungu kvörtunum undir stól. Jafnvel eftir að umboðsmaður Alþingis hafði úrskurðað þær réttmætar í öllum aðalatriðum og Alþingi hafði tekið undir álit umboðsmanns við setningu nýrra heilbrigðislaga. Ráð- herrar Framsóknarflokksins studdu embættismennina í at- höfnum sínum og því var sjúkrahúsinu stjórnað af ólög- legri og ófaglegri klíkustjórn frá sameiningu allt til dagsins í dag. Um sovéskt kerfi gat ekki orðið sátt. Guðlaugur Þór Þórðarson er röskur maður, sem hóf vor- hreingerningar strax sumarið 2007. Allar ástæður eru til þess að vænta, að undir stjórn hans komist á lögleg, fagleg og dreif- stýrð stjórn á sjúkrahúsinu þar sem réttir faglegir yfirmenn fá þau áhrif og ákvörðunarvald, sem þeim ber. Það þjónar hags- munum sjúklinga og lands- manna best. Liður í því er vandasöm fagleg leit að góðum leiðtogum fyrir stofnunina. Menn þurfa að vita að starfið sé laust til umsóknar. Enginn vissi að störf 30 æðstu yf- irmanna væru laus til umsókn- ar á stjórnartíma fráfarandi forstjóra, sem handpikkaði í störfin, en slíkt er óheimilt á opinberum stofnunum til lengri tíma en tveggja ára. Lögum samkvæmt krefst ráðning stjórnenda auglýsingar svo ráð- herra geti valið úr hópi hæfra umsækjenda. En eftir vetur kemur vor og nú er undir stjórn heilbrigðisráðherra kom- ið að vorleysingum og bjartari dögum á Landspítala. Páll Torfi Önundarson: Vor á Landspítala Höfundur er yfirlæknir blóð- meinafræðideildar, varaformaður læknaráðs Landspítala og dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.