Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 20
Sivia Um Taekwondo: Henni finnst skemmtilegast að gera Taekwondo- formin eða stellingarnar. Um Ísland: Snjórinn er skrítinn. Um æfingarbúðirnar: Finnst hún nánast vera heima í Mexíkó að æfa. Vill endilega fá félaga sína héðan frá Íslandi í heimsókn til Mexíkó. Daniel Um Taekwondo: Daniel finnst gaman að reyna við allt sem hann kann ekki. Endurtekningar eru ekki skemmtilegar. Um Ísland: Snjórinn er skrýtinn en svo eru þau ekki vön að loka dyr- unum heima. Á heimilinu í Mexíkó eru oft engar hurðir og ef þær eru þá standa dyrnar yfirleitt opnar. Um æfingabúðirnar: Honum líður eins og nýja stráknum í hópnum. Valeria Um Taekwondo: Valeria hefur mest gaman af því að æfa í stórum hópum. Um Ísland: Maturinn er sérstakur, bæði góður og vondur. Um æfingarbúðirnar: Finnst gaman hér á Íslandi og vill halda sam- bandi við einhverja af íslensku krökkunum í gegnum síma eftir að heim er komið á ný. V aleria Ramierz Wences, 11 ára, og systkinin Sivia Narai, 13 ára, og Daniel Sanchez Luna, 11 ára, eru búin að ferðast langa leið frá bænum Miacatlán í Mexíkó hingað til Íslands. Tilgangur ferð- arinnar er að taka þátt í Taekwondo- æfingabúðum með félögum sínum í vina- samtökum Taekwondo, SsangYongTaeKwon og fylgjast með Jóni Levy taka próf í svarta belti íþróttarinnar. Einnig fengu þau tækifæri til að taka þátt í Íslandsmeistara- móti Taekwondo um síðustu helgi þar sem þau unnu alla sína bardaga, fengu öll gull fyrir þátttöku og bikar fyrir góða frammi- stöðu. Krakkarnir hafa frá unga aldri búið á heimili samtaka sem kallast Nuestros Pe- queños Hermanos (Litlu bræður okkar og systur) og hefur verið stafrækt í nær 54 ár. Samtökin taka á móti munaðarlausum og yfirgefnum börnum í níu löndum í Suður- Ameríku og Karíbahafinu og veita þeim heimili og menntun. Á heimilunum starfa sjálfboðaliðar sem koma alls staðar að úr heiminum og dvelja yfirleitt 12 mánuði við sjálfboðastörfin. Taekwondo varð fljótlega vinsælt Árið 2004 ákvað Jón Levy að ferðast til útlanda á vegum samtakana til að starfa á stærsta heimili þeirra í Mexíkó. Hann hafði þá nýlokið framhaldsskólaprófi og langaði til að ferðast til útlanda og prófa eitthvað nýtt. „Ég vann í deild þar sem 25 6-8 ára gamlir strákar búa, en alls búa um 700 börn á heimilinu.“ Starf Jóns Levys var að hugsa um drengina að öllu leyti. Koma þeim á fætur, í skólann, aðstoða með heimavinnu og tómstundir, elda og annað það sem fylgir daglegu lífi. Hér heima hafði Jón Levy æft Tae- kwondo með hléum í nokkur ár og var í góðri þjálfun þegar hann fór til Mexíkó. Þar hélt hann áfram að æfa upp á eigin spýtur og frá byrjun fylgdust krakkarnir í deild- inni hans með honum af miklum áhuga. „Þau öpuðu bara eftir mér í fyrstu en báðu mig svo að gera eitthvað meira með þeim,“ segir Jón Levy, sem ákvað að hefja kennslu í eina klukkustund á viku fyrir krakkana. Íþróttin varð vinsæl og fljótlega fór hann að kenna þrisvar í viku. Hugurinn enn í Mexíkó Þegar árið var liðið fluttist Jón Levy aft- ur til Íslands en hugurinn var þó enn í Mexíkó. Það varð úr að hann ákvað að fara aftur þangað í janúar 2006 til að halda kennslunni áfram og þar er hann enn. Í dag kennir hann í kringum 150 börnum Tae- kwondo sex daga vikunnar. Allt frá því að Jón Levy hélt fyrst til Mexíkó hefur hann verið í sambandi við Sigurstein Snorrason, einn af upphafsmönnum vinasamtakanna SsangYongTaeKwon en Sigursteinn, sem hefur meistaragráðu og kennsluréttindi í íþróttinni, hefur ferðast fjórum sinnum til Mexíkó til að halda beltapróf fyrir krakk- ana. „Fyrsta prófið var mikil vítamín- sprauta fyrir verkefnið,“ segir Jón Levy því hópur nemenda stækkaði ört í kjölfarið. Skólastyrkir fyrir íþróttafólk Taekwondo er mjög vinsæl íþrótt í Mexíkó og hefur landið átt marga Tae- kwondo-íþróttamenn á Ólympíuleikunum. Þeir sem eru mjög góðir í íþróttinni geta náð langt og jafnvel stundað atvinnu- mennsku í Mexíkó. Framhalds- og háskólar landsins veita þeim nemendum sem eru framúrskarandi í iðkuninni skólastyrki og segir Jón Levy að þeir sem séu mjög góðir eigi kost á að stunda nám í góðum einka- reknum skólum á íþróttastyrkjum. Rafael Bermudez Gutierrez, yfirmaður NPH-heimilisins í Mexíkó, segir Taekwondo hafa gert mikið fyrir börnin á heimilinu. „Við verðum að hafa í huga að þessir krakkar eiga ekki foreldra og hafa þurft að líða mikinn sársauka,“ segir Gutierrez. „Í Taekwondo fá þau útrás fyrir reiði sína og vonbrigði og öðlast meiri ró. Þetta þýðir að þeim líður betur, þau eru agaðri og eiga betri samskipti við félaga sína, kennara og umsjónarmenn.“ Stóðu öðrum framar Það voru SsangYongTaeKwon-samtökin, sem samanstanda af tíu Taekwondo-félögum á Íslandi, sem ákváðu svo seint á síðasta ári að bjóða þremur krökkum af NPH-heimilinu í Mexíkó hingað til lands. Ferð þeirra er eingöngu fjármögnuð af styrkjum og söfn- uðu krakkar úr Taekwondo-félögum hér á landi heilmiklum peningum með dósasöfnun. Þegar Jón Levy valdi hvaða krakkar fengju að koma hingað í heimsókn tók hann margt með í reikninginn. „Litið var til þess hvernig þeim gengur í skóla, í samskiptum við aðra krakka og umsjónarmanna, hvernig þau standa sig innan heimilisins og hvaða áhuga þau hafa sýnt frá því þau byrjuðu að æfa,“ útskýrir Jón Levy, „og þessi þrjú stóðu öðrum framar“. Eins og stendur kennir Jón Levy nú krökkunum sex daga vikunnar. Þar fyrir ut- an skipuleggur hann mót, beltapróf, fyrir- lestra og annað. Starfið er algjörlega fjár- magnað með styrkjum því eins og Jón Levy segir getur hann einungis gefið sinn tíma í verkefnið. Hversu lengi til viðbótar hann kemur til með að vera í Mexíkó veit enginn. „Ég tek einn dag í einu, en það er margt á prjónunum. Svo lengi sem mér líður vel og ég er sáttur þá held ég áfram.“ Taekwondo sameinar íslenska og mexíkóska krakka Sigursælir krakkar Frá vinstri: Sigursteinn Snorrason frá SsangYonTaeKwon-félaginu, Jón Levy Guðmundsson og Rafael Bermudez Gutier- raz, yfirmaður NPH í Mexíkó, ásamt sigursælu krökkunum þeim Valeriu, Daniel og Siviu. Einbeitni Valeria sýnir mikla einbeitni. Á munaðarleysingjaheimili í Mexíkó stunda í kringum 150 börn Taekwondo undir hand- leiðslu sjálfboðaliðans Jóns Levys Guðmundssonar. Hann er nú staddur hér á landi ásamt þremur nemendum sín- um og yfirmanni heimilisins. Vala Ósk Bergsveinsdóttir forvitnaðist um málið. Frekari upplýsingar er að finna á vefslóð- unum: www.nphiceland.org www.ssangyongtaekwon.com Morgunblaðið/Ómar Á æfingu Systkinin Daniel og Sivia í Taekwondo-tíma í Mexíkó. tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.