Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BROS ER EINS OG SÓLARGEISLI... ÞAÐ MINNIR MIG Á LALLA FRÆNDA GERIR ALLA GLAÐA HANN VAR ALLTAF MEÐ FALLEGT BROS BROS BREIÐIR ÚT GLEÐINNI ÞANGAÐ TIL HANN HÉLT AÐ STEINN SEM HANN FANN VÆRI MÚS ÞÚ ERT NÚ MEIRI LETI- HAUGURINN VITLEYSA! ÉG ER AÐ TEYGJA ÚR MÉR SJÁÐU! ÞAÐ ER BÚÐ Í SAFNINU! ÉG HELD AÐ ÞÚ ÞURFIR EKKI MEIRA AF RISAEÐLUDÓTI EN MAMMA, ÞETTA ER ALLT FRÆÐSLU- EFNI! VILTU EKKI AÐ ÉG LÆRI? VÁ! HÚN FÉLL FYRIR ÞVÍ! ÆTLI ÉG GET FENGIÐ EITTHVAÐ „BATMAN“- DÓT SVONA MÁ ÉG KAUPA EITTHVAÐ? MAÐUR GETUR KEYPT RISAEÐLUBÆKUR, RISAEÐLU- MÓDEL, RISAEÐLUPLAKÖT, RISAEÐLUBOLI... ÉG HUGSA AÐ ÉG FARI EKKI AÐ SYNDA Í DAG SÆLL GRÍMUR! VERTU VELKOMINN Í SKÓLANN OKKAR ÉG ÆTLA EKKI AÐ VERA Í ÞESSUM ASNALEGA BÚNING! ALLT Í LAGI... EN ÞÚ ERT SÁ EINI SEM ER NAKINN OJJ! BJAKK! SÆTUR RASS! ÞETTA ER ALDEILIS FÍN FERMINGARVEISLA, FINNST ÞÉR EKKI? JÁ, ÞAÐ VAR GREINILEGA EKKI NEINU TIL SPARAÐ ÞAU ERU MEÐ NAFNIÐ HENNAR Á SERVÍETTUNUM, DISKUNUM, FORRÉTTINUM... MÉR FANNST SAMT EINUM OF MIKIÐ AÐ SETJA NAFNIÐ HENNAR Á KLAKANA ÞAÐ GERA ÞAÐ ALLIR NÚ TIL DAGS ÞÚ MUNT SJÁ EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA ELT MIG TIL L.A.! ELTA ÞIG? ÉG MUNDI EKKI ELTA ÞIG YFIR GÖTUNA! EN FYRST ÉG KOMST EKKI HJÁ ÞVÍ ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ REYNA AÐ HAFA HEIM- SÓKNINA STUTTA! dagbók|velvakandi Eyrnalokkur fannst LÍTILL eyrnalokkur fannst á gatnamótum Baldursgötu og Þórs- götu fyrir síðustu helgi. Eigandinn getur sent fyrirspurn, sms eða hringt í síma 865-7905 og hring- urinn fæst afhentur gegn lýsingu á honum. Bíllykill fannst SUBARU-bíllykill fannst á Furu- mel í Reykjavík. Upplýsingar í síma 659-5912. Peningaveski tapaðist á Q-bar BRÚNT peningaveski var tekið úr tösku minni á Q-bar, laugardags- kvöldið 15. mars. Í því eru margir persónulegir hlutir, þar á meðal lyfin mín. Engra spurninga verður spurt og mér er alveg sama þó að það vanti peninga eða greiðslukort, ég vil bara fá veskið aftur. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 661- 8800. Halldóra Kristín. Frábær þjónusta ÉG pantaði sjónvarpsflakkara á netverslun Elko á föstudaginn og bað um að fá hann sendan heim um kvöldið með Íslandspósti. Klukkutíma síðar hringdi Guðrún í mig frá netversluninni og sagði að því miður væri þessi flakkari ekki til og bauðst til að athuga hve fljótt hún gæti fengið hann frá birgj- anum. Það tókst henni en þá var orðið of seint til að keyra hann út fyrir helgi, sem ég skildi vel en varð fyrir vonbrigðum. En viti menn, seinna um daginn kom Guð- rún heim til mín með bros á vör með flakkarann og hafði hún þá skotist við hjá mér á heimleið úr vinnu þar sem hún sagðist búa rétt hjá mér. Frábær þjónusta frá Guð- rúnu og þakka ég henni enn og aft- ur kærlega fyrir. Auður. Þakkir til Jónatans Garðarssonar ÉG vil þakka Jónatani Garðarssyni fyrir frábæran þátt. Það hefur kostað mikla vinnu að grafa upp allt um þessa gömlu jaxla. Takk fyrir. V.M. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuðust 7. mars sl., hugsanlega í Austur- stræti, Bankastræti eða á Lauga- vegi. Finnandi er vinsamlega beð- inn að hringja í síma 844-1465. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ var ys og þys við höfnina í Sandgerði um helgina. Verið var að landa afla upp úr Magga Jóns þegar ljósmyndara bar að garði og ekki bar á öðru en aflabrögð væru með ágætum. Morgunblaðið/Arnór Vor í lofti í Sandgerði FRÉTTIR SAMTÖKIN Sól á Suðurnesjum hafa sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Nú hefur Aðalheiður Jóhanns- dóttir, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, komist að þeirri niðurstöðu að álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík sé gallað. Gallað álit ber að ógilda. Samkvæmt áliti Skipulagsstofn- unar vegna álvers í Helguvík yrði háhitasvæðunum við Ölkelduháls, Seltún, Sandfell, Austurengjar og Trölladyngju öllum fórnað ef áform um álverið ná fram að ganga. Sú fórn væri með öllu óréttlætanleg. Ölkelduháls og umhverfi hans er dýrgripur á náttúruminjaskrá og það ber að virða. Krýsuvíkursvæðið er í hjarta Reykjanesfólkvangs sem er einstakt útivistarsvæði með jarð- fræðilega sérstöðu á heimsvísu. Því skorum við á umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardóttur, að ógilda gallað álit Skipulagsstofnun- ar og sjá til þess að framkvæmt verði heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og allar tengdar framkvæmdir og vísum þar í kæru Landverndar. Þrátt fyrir að mjög mikil óvissa ríki bæði um orkuöflun og orku- flutninga fyrir álver í Helguvík er að skilja á yfirlýsingum Garðs og Reykjanesbæjar að til standi að hefjast handa við byggingu álvers- ins fljótlega. Sú fyrirætlan er bein- línis til þess fallin að setja ómakleg- an þrýsting á önnur sveitarfélög sem hlut eiga að máli. Slíku verklagi ber að afstýra með öllum tiltækum ráðum. Aðeins lítill hluti orkunnar sem til þarf, eða u.þ.b. 20%, er í landi Reykjanesbæjar en enga orku er að finna í Garði. Ásælni sveitarfélag- anna tveggja í auðlindir annarra tekur út yfir allan þjófabálk og við slíkan framgang er ekki hægt að una. Ítrekaðar ábendingar Skipu- lagsstofnunar um að eyða þurfi óvissu um orkuöflun og orkuflutn- inga áður en framkvæmdir hefjast eru að engu hafðar með yfirlýsing- um sveitarfélaganna tveggja og talsmanna Norðuráls undanfarna daga.“ Umhverfisráð- herra ógildi álit Skipulagsstofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.