Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SÆBJÚGU verða sífellt vinsælli neyzluvara í heiminum, en neyzlan er reyndar nær eingöngu bundin við Kína og Suðaustur-Asíu. Kínverjar telja sæbjúgun ekki aðeins einstakt lostæti, heldur líka læknisfræðilegt undur. Vöxtur í eldi og veiðum á sæ- bjúgunum hefur aukizt hratt síðustu árin, þó víða sé búið að loka veiði- svæðum vegna ofveiði. Til eru 135 tegundir sæbjúgna og er þau að finna í bæði heitum og köldum sjó. Aðeins eru þó 20 til 25 tegundir taldar ætar. Sú tegund, sem er í mestum metum er í tempr- uðu hitastigi, í Japanshafi, og dregur nafn sitt af því. Á latínu er nafnið Apostichopus japonicus, en er einnig þekkt sem gaddabjúga. Margar teg- undir úr hlýsævi eru einnig mikil- vægar eins og „sandfiskur“ Holot- huria scabra og hvítur og svartur „teatfish“ Holothuria fuscogilvo og Holothuria nobilis. Þessar tegundir eru þó ekki eins verðmætar og bjúg- að úr Japanshafi. Mest af sæbjúgunum er þurrkað, en einnig er nokkuð um að þau séu seld fryst, fersk eða í saltlegi. Þau eru flokkuð með sérstöku lostæti eins og hákarlsuggum og fugls- hreiðrum og sem slík eru þau einstök aldagömul kínversk framleiðsla. Nánast öll neyzlan á sér stað á kín- verskum veitingastöðum. Meginland Kína er langstærsti markaðurinn, en markaðir eru einnig í Suðaustur-As- íu. Þar sem sæbjúgu eru mjög sér- stök afurð og skipta mjög litlu máli í flestum löndum, eru veiðar, eldi og viðskipti með þau víða ekki skráð sérstaklega. Þó hefur skráningin batnað mikið á síðustu árum og það gefur vísbendingar um vaxandi framleiðslu og neyzlu. Það þarf þó ekki að vera, aðeins að upplýsing- arnar séu betri en áður. Nýting sæbjúgna, verkun þeirra og útflutningur hefur staðið öldum saman í Japan og Kína hefur alltaf verið stærsti markaðurinn. Neyzlan í Japan hefur alltaf verið lítil, þó sumar tegundir bjúgnanna hafi verið borðaðar ferskar í sneiðum, sem dýft er í blöndu af ediki og sojasósu. Í Kína er lækningamáttur sæbjúgna talinn mikill og eru þau stundum kölluð ginseng sjávarins. Langmest í Kína Heimsframleiðslan hefur verið til- tölulega lítil árum saman, Reyndar hefur aukningin frá 1960 til upphafs þessarar aldar verið mjög mikil, eða farið úr 9.000 tonnum í 24.500 árið 2000. Á árinu 2003 var framleiðslan í Kína skráð í fyrsta sinn og við það varð heildarframleiðslan miklu meiri. Árið 2005 nam heildarfram- leiðslan 91.381 tonni og af því var hlutur Kína 65,283 tonn eða 71%. Vegna ofveiði á mörgum svæðum hefur veiðbann víða verið sett. Því er framboð minna fyrir þurftafrekan markað og hefur það leitt til verð- hækkana og eldis á sæbjúgum. Þar hafa Kínverjar verið í fararbroddi og öll framleiðsla þeirra kemur úr eldi. Nú er eldið einnig hafið í fleiri lönd- um eins og Indónesíu, Filippseyjum, Seychelleyjum, Máritíus, Maldi- veeyjum og fleiri löndum í Austur- Afríku og í Kyrrahafi. Framleiðslan er þó enn sem komið er lítil. Efna- hgslægð í Asíu á árunum 1998 til 2000 hafði mikið að segja, þar sem bjúgun eru dýr og þeirra er aðeins neytt á veitingahúsum. Vegna erfið- leikanna dróst neyslan saman. Mikil aukning á skömmum tíma Frá árinu 2000 hefur staðan verið mun betri og viðskipti við útlönd hafa aukizt um 150%. Á sama tíma hefur verið á bjúgunum hækkað verulega og því hefur verðmæti við- skipta með þau á alþjóðavísu farið úr 66 milljónum dollara árið 2000 í meira en 150 milljónir dollara árið 2005. Þetta kemur einnig fram í meðalverði afurðanna. Það var rúm- lega 2 dollarar 1976, en var komið í 14 dollara árið 2005. En þess ber að geta að í þessum tölum felst mjög mismunandi verð og gæði. Þegar hlutfall verðminni tegunda í heild- inni eykst lækkar meðalverðið tölu- vert. Í byrjun þessa árs var heild- söluverð á bilinu 45 dollarar á kíló upp í 400 dollara og fór verðið eftir tegundum og gæðum. Verðið er einnig mjög mismunandi eftir innflutningslöndum. Verðið er hæst og stöðugast í Hong Kong og Singapore er á svipuðu róli. Í öðrum innflutningslöndum sveiflast verðið mikið og í Suður-Kóreu hrundi það til dæmis á síðasta áratug síðustu aldar og hefur vart hækkað á ný. Gera má ráð fyrir að með vaxandi eldi munu bæði framboð og verð jafnast, þrátt fyrir að veiðar séu bannaðar víða. Lostæti og læknisfræðilegt undur                    !      "   #                                                                                                                   $%%& $%%$ $%%' $%%( $%%)$%%% Í HNOTSKURN »Í byrjun þessa árs var heild-söluverð á bilinu 45 dollarar á kíló upp í 400 dollara og fór verð- ið eftir tegundum og gæðum. »Árið 2005 nam heildar-framleiðslan 91.381 tonni og af því var hlutur Kína 65,283 tonn eða 71%. »Mest af sæbjúgunum erþurrkað, en einnig er nokkuð um að þau séu seld fryst, fersk eða í saltlegi. Sæbjúgu flokkast með sérstæðu lostæti eins og hákarlsuggum og fuglshreiðrum SÆBJÚGU hafa til þessa lítið sem ekkert verið nýtt við Ísland, en þó standa yfir tilraunir til veiða og vinnslu á Grundarfirði. Brimbútur er sæbjúga sem er 15- 40 cm langt og 5-10 cm þykkt. Það er sívalt eða tunnulaga og mjókkar til endanna. Eftir endilöngum boln- um eru fimm belti af sogfótum sem brimbúturinn getur notað til að festa sig við botninn með og einnig til að færa sig úr stað. Húðin er þykk og virðist leðurkennd en er samt mjúk viðkomu. Brimbúturinn er svartur eða svarbrúnn á litinn á baki og síðum en heldur ljósari á kvið. Fæðuarmarnir eru svartir eða rauð- leitir. Sæbjúgað er líffræðilega skylt krossfiskum og ígulkerum, þó útlitið gefi það ekki beinlínis til kynna. Fyrir sælkera ÚR VERINU SAMKVÆMT rannsókn bandarísks flugrekstrarráðgjafarfyrirtækis hef- ur hækkandi eldsneytisverð gert margar farþegaflugvélar „fjárhags- lega úreltar“ þar sem rekstrarkostn- aður við þær er einfaldlega of mikill. Á þetta helst við litlar þotur sem taka innan við 50 farþega og eru not- aðar til að flytja farþega frá smærri stöðum til stórra flugvalla. Í skýrslu fyrirtækisins, The Boyd Group í Evergreen í Colorado, segir að á næstu fimm til tíu árum verði yf- ir helmingur slíkra véla í Bandaríkj- unum – rúmlega 900 flugvélar – tek- inn úr rekstri. Fram til 2017 mun eftirspurn eftir hagkvæmari flugvélum aukast, segir Boyd Group. Reikna megi með að um 40% þeirra 14.000 flugvéla sem afhentar verði á næsta áratug verði vélar fyrir skemmri vegalengdir sem taka á bilinu 75-125 farþega. Smærri vél- ar fjárhags- lega úreltar BANDARÍSKI fjárfestingarbank- inn JP Morgan Chase & Co. á í við- ræðum um að fimmfalda tilboð bankans í fjárfestingarbankann Bear Stearns í 10 dali á hlut. Þetta kemur fram í blaðinu The New York Times. Stjórn Bear Stearns hélt skyndi- fund í gær þar sem nýja tilboðið var samþykkt og ákvað stjórnin sömu- leiðis að selja JP Morgan 95 millj- ónir nýútgefinna hluta í Bear Ste- arns. Gangi sú sala eftir verður JP Morgan komið með 39,5% hlut í Be- ar Stearns og því langt kominn með að tryggja sér meirihluta í fyr- irtækinu og þar með samþykki á hluthafafundi fyrir yfirtökunni. Seðlabankinn andvígur Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá samþykkti JP Morgans nýlega að kaupa Bear Stearns fyrir 2 dali á hlut og var þetta hluti af samkomulagi, sem gert var að frumkvæði bandaríska seðlabank- ans til að bjarga Bear Stearns frá gjaldþroti. Hluthafar Bear Stearns voru hins vegar ósáttir við kaup- verðið, enda var viðskiptagengi bankans þá 30 dalir á hlut. Hafa margir stærstu hluthafa bankans látið hafa eftir sér að upphaflega tilboðið hafi verið skammarlega lágt og hafa fjárfestar þegar stefnt stjórn bankans fyrir að hafa blekkt markaðinn. Að sögn NYT er seðlabankinn, sem þarf á endanum að samþykkja breytingar á upphaflegu sam- komulagi, hins vegar andvígur nýja verðinu. Sem áður er gert ráð fyrir því að hluthafar Bear Stearns fái greitt með hlutabréfum í JP Morg- an. Í upphaflega tilboðinu nam kaupverðið 18,5 milljörðum króna, en nýja tilboðið gerir ráð fyrir 92 milljarða króna kaupverði. Fimmfalda tilboðið í Bear Stearns BRESKA blaðið Sunday Telegraph sagði á sunnudag að íslensk stjórnvöld berðust nú á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir hrun efnahags- lífsins. Segir blaðið að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á lausafjárkreppunni og haft er eftir ónafngreindum sérfræðingi að landið sé nú með- höndlað eins og það sé eitraður vogunarsjóður. „Þetta er örsmátt land þar sem fyrirtæki og bankar hafa fært út kvíarnar með það að mark- miði að ná fram afkomu og áhrifum langt umfram raunverulegan styrk. Þessi útþenslustefna gerir það nú að verkum að tapið margfaldast. Enginn vill snerta á þessu lengur,“ hefur blaðið eftir sér- fræðingnum. Blaðið segir að íslenska krónan hafi hrapað á síðustu vikum, eignir bankanna hafi rýrnað um milljónir dala og skuldatryggingarálag bankanna sé í hæstu hæðum. Haft er eftir miðlara að gjald- miðillinn sé í frjálsu falli. Bankarnir séu undir alvarlegri pressu og að því komi að þeir verði fyrir áföllum. „Við gætum allir haft rangt fyrir okkur en þetta gæti valdið flugeldasýningu,“ segir hann. Tap Tchenguiz mikið Blaðið segir þó að Íslendingar séu ekki einir um að fást við vandamál af þessu tagi. Það sama megi segja um fjölda breskra fyrirtækja, sem hafi notið góðs af því hve auðvelt var að fá lánsfé þar til ný- lega. Einn þekktasti viðskiptavinur Kaupþings sé kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem eigi stóra hluti í J. Sainsbury, Mitchells & Butler, SCi Entertainment og Somerfield. Kaupþing hafi séð um fjármögnun þeirra kaupa en öll þessi félög hafi fallið mjög í verði á síðasta ári og Tchenguiz hafi á pappírnum tapað nærri einum milljarði punda. Blaðið segir að um 15 af stórum viðskiptavinum Kaupþings eigi í erfiðleikum af þessu tagi og það hafi áhrif á bankann. Ísland sem eitraður vogunarsjóður Morgunblaðið/G.Rúnar HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR hækkuðu í Bandaríkjunum í gær, einkum vegna jákvæðra frétta af fasteignamarkaði og ákvörðunar JP Morgan Chase að fimmfalda tilboð sitt í fjárfestingarbankann Bear Stearns. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 1,52%, S&P500 um 1,53% og Nasdaq um 3,04%. Einkum voru það fyrirtæki í fast- eigna- og fjármálageirunum sem leiddu hækkanirnar í gær og má sem dæmi nefna að bréf Citigroup hækk- uðu um 3,5% og American Int- ernational Group hækkuðu um 2,6%. Af bandarískum fasteignamarkaði var það helst að frétta að þinglýstum kaupsamningum með íbúðar- húsnæði fjölgaði um 2,9% í febrúar frá því í janúar og var það í fyrsta sinn í sjö mánuði sem samningum fjölgaði milli mánaða. Verð á slíkum fasteignum hefur lækkað um 8,2% frá því sem var fyrir ári og segja sér- fræðingar að lægra verð hafi hleypt lífi í markaðinn. Dalurinn styrkist Hins vegar telja menn að nokkuð sé í að kreppunni á bandarískum fasteignamarkaði ljúki. Enn sé mikið framboð á íbúðarhúsnæði auk þess sem lánastofnanir séu tregar til að lána fé til fasteignakaupa. Ekki megi lesa of mikið í tölur fyrir einn mánuð. Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í gær, en velta var í minna lagi að sögn The Wall Street Journ- al. Verð á olíufatinu í New York lækkaði um 0,5% og stendur nú í 101,30 dölum. Á mánudaginn í síð- ustu viku var verðið 111,80 dalir og hefur olíuverð því lækkað um 9,40% síðan þá. Almennt lækkaði verð á hrávörum í gær og segir í frétt WSJ að ástæðuna megi rekja til hækkandi gengis Bandaríkjadals. Margir fjárfestar hafa tekið stöðu í hrávörum, einkum olíu, til að verj- ast áhrifum af lækkandi gengi Bandaríkjadals, en nú þegar hann sé farinn að hækka á ný losi þeir þessar stöður. Vonarglæta á banda- rískum mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 9,4% á einni viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.