Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 19 Í snertingu við tónlist iPod touch 8 GB (2000 lög) 120 g 3,5” snertiskjár Spilar myndbönd Innbyggt þráðlaust netkort Vafri, YouTube og dagbók Rafhlaðan endist allt að 22 klst. 8 GB iPod touch á fermingartilboði Fí to n / S ÍA Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Fireant hátalarar Verð frá 26.990 kr. Griffin Road Trip 6.990 kr. Griffin iTrip 4.990 kr. Griffin iTrip auto scan 7.990 kr. USB sjónvarpsmóttakari 12.990 kr. Bose SoundDock Portable 44.990 kr. USB auto adapter fyrir iPod 3.490 kr. Áður 42.990 kr.36.990 kr. TILBOÐ 36.990 kr. Fermingartilboðið gildir til 31. mars 2008 iPod touch Raunstærð: 61,5 x 110 x 8 mm Aðeins 120 g iPod touch er með snertiskjá, fullkomnasti iPod sem völ er á. Tækið sameinar eiginleika iPod spilara og lófatölvu og kemur þér þráðlaust á netið. Með einum fingri á snertiskjánum vafrar þú að vild á netinu eða flettir í gegnum tónlistina þína. Þar að auki geturðu horft á kvikmyndir og þætti á 3,5" breiðtjaldsskjá þess eða skoðað YouTube. Einfaldleiki, þægindi og skemmtun með iPod touch. þegar lið lögðu litla áherslu á varnarleik en sóttu af þeim mun meiri krafti. Þá var ekki óalgengt að sjá lokatölur á borð við 7:4 og 6:5 eða þá 4:4 eins og á White Hart Lane um daginn. x x x Stórleikirnir ápáskadag voru líka ágætir enda þótt mörk- in væru færri. Víkverji sér ekki annað en Man- chester United verji titil sinn úr þessu. Staðan er vænleg fyrir sjö síðustu umferð- irnar og liðið ógn- arsterkt. Samt er óþarfi að afskrifa hið ólseiga lið Chelsea fyrr en í fulla hnefana. Ekki síst ef Didier Drogba er vaknaður af værum blundi. Þá eiga liðin eftir að glíma á Stam- ford Bridge, heimavelli Chelsea. Tapið á Brúnni er líklega banabiti Arsen- al, sem lengi vel hélt uppi hraðanum í deild- inni. Arsenal-liðið í vet- ur er eins og maður sem er fremstur í röðinni fyrir utan skemmtistað en er síðan synjað um inngöngu í dyra- gættinni vegna þess að hann er ekki með skilríki. x x x En enska úrvalsdeildin er ekkibara sú skemmtilegasta heldur líka sú sterkasta í heimi. Nægir þar að benda á, að fjögur efstu liðin eru öll komin í átta liða úrslit í Meist- aradeild Evrópu. Þar munu tvö þeirra, Liverpool og Arsenal, kljást innbyrðis og bíða sparkunnendur þeirrar viðureignar með óþreyju. Það má mikið ganga á ef enskt lið verður ekki Evrópumeistari í ár. Enska knattspyrnan er engu lík.Í raun er varla hægt að hugsa sér betri skemmtun í nokkru formi eða mynd. Máli sínu til stuðnings vísar Víkverji til leiks Tottenham Hotspur og Chelsea á White Hart Lane síðastliðinn miðvikudag. Hrað- inn, sóknarþunginn og sviptingarnar voru svo miklar í leiknum að Vík- verji var löðursveittur þegar hann stóð upp úr stólnum að honum lokn- um. Sá sæng sína uppreidda og staulaðist í steypibað. Fylgir hann þó hvorugu liðinu að málum. Raunar eru leikir Tottenham í seinni tíð nær undantekningarlaust ávísun á taum- lausa skemmtun, einskonar aft- urhvarf til áranna fyrir seinna stríð         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÞÆR mæður sem hætta að reykja meðan á meðgöngu stend- ur eignast glaðlyndari og með- færilegri börn, samkvæmt rann- sókn sem vísindamenn við háskólann í York unnu að og greint var frá í fagtímaritinu Journal of Epidemiology and Community Health. Börn mæðra sem reyktu á meðgöngu voru skapstyggari en börn þeirra mæðra sem hættu og raunar voru börn þeirra mæðra sem aldrei hafa reykt einnig mislynd- ari en mæðranna sem hættu að reykja. Þetta fær vísindamennina til að álykta að þær mæður sem hættu að reykja á meðgöngu sýni börnum sínum einnig aukna ást- úð með öðrum hætti. Rannsóknin náði til 18.000 breska barna sem fæddust á ára- bilinu 2000 til 2002. Mæður barnanna voru látnar svara fjölda spurninga, t.d. hvort börn þeirra tækju vel eftir nýjungum í umhverfi sínu, hvort þau óttuðust ókunnuga og hvort þau væru glaðlynd eða ekki. Mæðurnar voru síðan skilgreindar sem stór- reykingamanneskjur, konur sem reyktu minna, konur sem hefðu hætt og konur sem aldrei hefðu byrjað að reykja. „Sá hópur kvenna sem hafði hætt að reykja átti að sögn vísindamannanna, áberandi meðfærilegustu börnin. Þetta er mikilvæg tenging og við getum verið viss um að þetta er ekki tilviljun,“ hefur vefmiðill- inn msnbc.msn.com eftir dr. Kate Pickett, sem fór fyrir rannsókn- inni. „Það er alltaf mikið mál að hætta að reykja og við vitum að flestar þeirra kvenna sem hætta að reykja á meðgöngu byrja aft- ur síðar. Þess vegna teljum við að ákvörðun kvennanna byggi á því móðureðli að vernda börn sín. Við lítum á þetta sem tákn um karakter þeirra kvenna sem ná að hætta. Það kann líka að vera til merkis um þægilegt lund- arfar þeirra,“ segir Pickett. Börn mæðra sem hætta að reykja ánægðari Reykingar Konur sem hætta að reykja á meðgöngu eiga glaðlynd- ustu börnin. AP                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.