Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FYRSTU lýðræðislegu kosning-
arnar í Bhutan fóru fram í gær og
var kjörsókn um 80% en rösklega
300 þúsund manns voru á kjörskrá.
Tveir flokkar buðu fram og virðist
annar óvænt hafa unnið yfirburða-
sigur, 44 af alls 47 þingsætum í
neðri deildinni. Gert hafði verið ráð
fyrir mun jafnari baráttu.
Bhutan verður nú þingbundið
konungdæmi en ljóst þykir að þjóð-
höfðinginn, Jigme Khesar Namgyel
Wangchuk konungur, muni áfram
hafa nokkur áhrif. Búist er við að
leiðtogi Einingarflokks Bhutans
(DPT), Jigmi Thinley, sem er 56
ára og hefur tvívegis gegnt emb-
ætti forsætisráðherra í stjórnum
sem konungur skipaði sjálfur,
myndi stjórn. Ráðherrann verðandi
er með meistaragráðu í stjórnsýslu
frá Pennsylvaníu-háskóla í Banda-
ríkjunum.
Keppinautur DPT var Lýðræð-
isflokkur alþýðunnar (PDP) undir
forystu Sangay Ngedup sem er
frændi konungsins en náði ekki
einu sinni sjálfur kjöri. Stjórn-
málaskýrendur segja að Thinlay
hafi þótt vera alþýðlegri. Einkum
njóti hann hylli bláfátækra Bhut-
anmanna en tengsl keppinautarins
við konungsættina hafi háð honum
í kosningunum þótt konungsættin
sé vinsæl. Margir íbúanna voru
fullir efasemda um þá nýbreytni að
kjósa sér leiðtoga og óttuðust af-
leiðingarnar. Konungurinn beitti
sér ákaft fyrir helgi til að tryggja
að kjörsókn yrði góð og virðist
hvatning hans hafa borið árangur.
Fólk klæddist sínu fínasta pússi og
myndaði skipulagðar biðraðir við
kjörstaðina.
Bhutan, „Land þrumudrekans“,
liggur milli Indlands og Kína, það
er á stærð við Sviss, mjög afskekkt
og umlukið Himalajafjöllum. Íbú-
arnir eru nær allir búddistar.
Stefna konungsættarinnar er að
„þjóðarhamingja“ sé mikilvægari
en „þjóðarframleiðsla“ og vill hún
þannig leggja áherslu á að haldið
sé fast í gamlar hefðir og óskadd-
aða náttúru. Talið er að um fimmt-
ungur þjóðarinnar lifi undir fátækt-
armörkum og atvinnuleysi hefur
aukist hratt á seinni árum.
Með kosningunum lauk sögu um
90 ára konungseinveldis en þar áð-
ur skiptist Bhutan í fjölmörg smá-
ríki. Konungurinn er 28 ára og
menntaður í Oxford-háskóla í Bret-
landi. Faðir hans ýtti úr vör lýð-
ræðisþróun árið 2001.
Lýðræðið tekur völdin í Bhutan
Reuters
Ró og spekt Bhutanmenn í biðröð við kjörstað í borginni Thimpu í gær.
Allt fór vel fram en sumum íbúunum leist ekki vel á þessa nýbreytni.
Konungsættin vill meiri áherslu á „þjóð-
arhamingju“ en „þjóðarframleiðslu“
MÓTMÆLI gegn stefnu kínverskra stjórnvalda í Tíbet
geisuðu áfram í gær í þeim héruðum landsins þar sem mik-
ið er um Tíbeta. Er vitað með vissu að minnst einn lög-
reglumaður lét lífið í Sichuan-héraði og óstaðfestar fréttir
frá samtökum sem styðja Tíbeta hermdu að munkur og
bóndi í héraðinu hefðu einnig dáið. Einn af leiðtogum út-
lægra Tíbeta, Samdhong Rinpoche, sagði að staðfest hefði
verið að 130 manns hefðu látið lífið í Tíbet eftir að mótmæl-
in hófust fyrir tveim vikum.
Þrír menn trufluðu athöfn í hinni fornu Ólympíu í Grikk-
landi í gærmorgun þar sem verið var að kveikja ólympíu-
eldinn. Mennirnir hlupu inn á svæðið þegar Liu Qi, for-
maður framkvæmdanefndar leikanna sem verða í Peking í
ágúst, var að flytja ávarp sitt. Mótmælendurnir héldu m.a.
á borða þar sem ólympíuhringjunum fimm hafði verið
breytt í handjárn, á öðrum stóð: „Sniðgöngum ríkið sem
traðkar á mannréttindum“. Einn mannanna reyndi að taka
hljóðnemann af Liu og hrópaði „frelsi, frelsi“ í átt að heið-
ursstúku þar sem sátu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndar-
innar, þ.á m. Jacques Rogge, formaður nefndarinnar. Ör-
yggisverðir gripu þegar mennina og fluttu þá á brott.
Stjórn kommúnista í Peking hefur lagt sig fram um að
hindra fréttaflutning af ástandinu í Tíbet og öðrum svæð-
um þar sem mótmæli fara fram og sáralítið hefur verið
sagt frá þeim í fjölmiðlum landsins. Nokkrar kínverskar
sjónvarpsstöðvar sýndu frá athöfninni í Ólympíu í gær,
ekki þó beint heldur með nokkurra sekúndna töf. Kín-
verska ríkissjónvarpið, CCTV, hætti útsendingu frá at-
höfninni þegar mótmælin hófust og sýndi þess í stað gaml-
ar myndir frá Ólympíu.
Mennirnir sem mótmæltu við athöfnina voru allir
Frakkar, liðsmenn samtakanna Fréttamenn án landmæra
sem berjast fyrir tjáningarfrelsi um allan heim og var for-
maður samtakanna, Robert Menard, í hópnum. „Sé ólymp-
íueldurinn heilagur eru mannréttindi enn heilagari,“ sagði
í yfirlýsingu sem Fréttamenn án landamæra sendu frá sér.
„Við höfum ekkert á móti Ólympíuleikunum eða íþrótta-
fólkinu,“ sagði Menard. „Við viljum vekja athygli á þeirri
staðreynd að Kína er stærsta fangelsið í heiminum,“ sagði
hann í símaviðtali við AP-fréttastofuna er búið var að
handtaka hann. Grísk yfirvöld ákærðu mennina fyrir að
trufla athöfnina.
Eftir að kveikt hafði verið á ólympíukyndlinum hljóp
gríski taikwondo-maðurinn Alexandros Nikolaidis fyrsta
sprettinn með eldinn en nokkrir stuðningsmenn Tíbeta
höfðu komið sér fyrir við götuna og hrópuðu slagorð gegn
Kínastjórn. Tíbetsk kona sem slett hafði rauðri málningu á
sig lagðist á götuna og drógu lögreglumenn hana burt.
Eldurinn verður fluttur 137 þúsund kílómetra vegalengd
til Peking.
„Kína er stærsta
fangelsið í heiminum“
Stuðningsmenn frelsisbaráttu Tíbeta trufluðu athöfnina
þegar ólympíueldurinn var tendraður í Grikklandi
Reuters
Settur í járn? Stuðningsmaður Tíbeta úr samtökunum Fréttamenn án landamæra er handtekinn í hinni fornu Ól-
ympíu í Grikklandi í gær, hann er með fána þar sem Ólympíuhringirnir fimm eru sýndir í líki handjárna. Fremst
er fulltrúi stjórnvalda í Kína að flytja ávarp sitt við athöfnina þar sem kyndillinn hefðbundni var tendraður.
DAVID Petraeus, hershöfðingi og
æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í
Írak, segist í viðtali við breska út-
varpið, BBC, í gær hafa undir hönd-
um gögn sem sýni að Íranar hafi
staðið á bak við árásir sem voru
gerðar á Græna svæðið svokallaða í
Bagdad í gærmorgun en þar eru víg-
girtar bækistöðvar Bandaríkja-
manna í borginni. Al-Quds-sveitir ír-
anskra stjórnvalda hefðu séð um að
þjálfa, útbúa og fjármagna uppreisn-
armenn sem gerðu árásirnar og beitt
hefði verið vopnum sem smíðuð
hefðu verið í Íran. Fimm manns
særðust í árásunum.
Fjórir bandarískir hermenn létu í
gær lífið af völdum vegasprengju og
hafa nú alls 4.000 bandarískir her-
menn fallið í Írak frá innrásinni í
mars 2003, þar af 108 konur. Mest
var mannfallið í nóvember 2004 en
þá féllu 137 Bandaríkjamenn. Að
jafnaði falla nú tveir Bandaríkja-
menn í mánuði. Mörg þúsund liðs-
menn hins endurreista hers og lög-
reglu Íraks hafa einnig fallið í
átökum við hermdarverkamenn og
uppreisnarhópa síðustu árin.
Afar umdeilt er hve margir
óbreyttir borgarar hafa látið lífið
enda oft erfitt að greina á milli
óbreyttra borgara og liðsmanna
uppreisnarhópa. Hafa verið nefndar
tölur frá nokkrum tugum þúsunda
upp í liðlega milljón manns. Óháð
stofnun sem oft er vitnað til, Iraq
Body Count, segir á vefsíðu sinni að
staðfest sé með vissu að tæplega
90.000 óbreyttir borgarar hafi látið
lífið af völdum stríðsins.
Reuters
Harmur Syrgjendur við útför
fórnarlambs árásar í Bagdad.
Saka Írana
um árás í
Bagdad
Bandaríkin hafa
nú misst alls 4.000
NEÐRI deild pakistanska þingsins
kaus í gær hinn 55 ára gamla Yousaf
Raza Gilani í embætti forsætisráð-
herra landsins en hann var náinn
ráðgjafi Benazir
Bhutto sem var
myrt í desember.
Pervez Mus-
harraf, forseti
Pakistans, rak
tugi dómara í
nóvember sl. og
fyrsta embætt-
isverk Gilanis var
að fyrirskipa að
öllum dóm-
urunum yrði
sleppt úr haldi. Fyrrverandi forseti
hæstaréttar landsins, Iftikhar
Chaudhry, var meðal þeirra sem
hlutu frelsi eftir ákvörðun Gilanis og
veifaði hann til liðsmanna sinna í
gær af svölum heimilis síns ásamt
eiginkonu og börnum. Áður höfðu
ákafir stuðningsmenn dómarans rif-
ið niður gaddavírsgirðingu við húsið.
„Lýðræðið hefur í dag verið end-
urreist fyrir tilstilli hinna miklu
fórna Benazir Bhuttos,“ sagði Gilani
í gær. Væntanleg stjórn hans nýtur
stuðnings tveggja öflugustu flokk-
anna sem sneru bökum saman gegn
frambjóðanda Musharrafs, Gilani
hlaut 264 atkvæði af alls 342 í þing-
deildinni.
Kosinn
forsætis-
ráðherra
Yousaf Raza Gilani
♦♦♦
BORGARSTJÓRINN í Detroit í
Bandaríkjunum, demókratinn
Kwame Kilpatrick, var í gær ákærð-
ur fyrir meinsæri og fleiri brot.
Fundist hafa sms-sendingar sem
þykja benda til að hann hafi logið
þegar hann neitaði fyrir rétti að hafa
átt í ástarsambandi við fyrrverandi
skrifstofustjóra sinn, Christine
Beatty. Þau eru bæði 37 ára gömul
og á sambandið að hafa staðið yfir
árin 2002-2003.
Tveir lögreglumenn segjast hafa
verið reknir þegar þeir rannsökuðu
ásakanir um að borgarstjórinn nýtti
sér öryggisverði til að leyna
framhjáhaldinu. Verði Kilpatrick
fundinn sekur á hann yfir höfði sér
allt að 15 ára fangelsi. Sjálfur vísar
hann allri sekt á bug. Hann er giftur
og á þrjú börn.
Beatty hefur þegar verið dæmd
fyrir meinsæri vegna málsins. Sak-
sóknarinn Kym Worthy segir heið-
arleika í svörum vera undirstöðu
dómskerfisins og sakar Kilpatrick
um að hafa reynt að hindra fram-
gang réttvísinnar og um brot í starfi.
Sekur um
meinsæri?